Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LJÓÐVEISLA til heiðurs Jó- hanni Hjálmarssyni skáldi verður í Listasal Mosfells- bæjar í kvöld kl. 20. Þröstur Helgason fjallar um skáld- skaparferil Jóhanns; Krist- björg Kjeld les ljóð við píanó- leik Carls Möllers og Leskór nemenda úr Lágafellsskóla flytur einnig ljóð eftir skáldið. Jóhann Hjálmarsson er bæjarlistamaður Mosfells- bæjar 2006 og með verkum sínum hefur hann markað sér sess sem eitt af helstu skáldum sinnar samtíðar og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir. Ljóðlist Mig hefur dreymt þetta áður Jóhann Hjálmarsson SAGNFRÆÐINGAFÉLAG Íslands stendur fyrir hádeg- isfyrirlestri í dag í Þjóðminja- safni Íslands við Suðurgötu, klukkan 12.05–12.55. Þá mun Gísli Sigurðsson, rannsókn- arprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytja eriendi sitt „Arfur og miðlun: Hug- myndafræði og nýjar rann- sóknir“ þar sem hann beinir sjónum sínum að því hvernig hugmyndafræði hvers tíma hefur áhrif á skráningu á samtíðinni og rannsóknir á fortíðinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sagnfræði Hugmyndafræði og rannsóknir Gísli Sigurðsson FLUTT verða spænsk ein- söngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum á Háskóla- tónleikum, sem fram fara í Norræna húsinu klukkan 12.30 á morgun, miðvikudag. Val- gerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson barítón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáld- anna, Albeniz, De Falla og Granado og argentínska tónskáldsins Morillo. Yrkisefnin eru í heitum anda um ástina, feg- urðina, þjáninguna og dauðann. Tónleikarnir taka um 30 mínútur í flutningi. Söngtónleikar Spænskar tilfinningar í HÍ Hrólfur Sæmundsson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is YFIRLITSSÝNING á verkum Ólafs Elíassonar mun opna í Ný- listasafninu í San Francisco (SFMOMA) í byrjun september á þessu ári. Þetta er fyrsta stóra yf- irlitssýningin á verkum Ólafs í Bandaríkjunum og markar hún upp- hafið á alþjóðlegum túr sem hefst strax í kjölfarið á sýningunni í San Francisco, en hún mun standa frá 8. september 2007 til 24. febrúar 2008. Sýningin heitir Take your time: Olafur Eliasson og þar koma saman verk Ólafs sem eru í eigu almenn- ings- og einkasafna um heim allan. Sýningin nær yfir fjölbreytt úrval af verkum frá árinu 1993 til dagsins í dag, þar á meðal verða innsetningar, stór verk sem tengjast sökkvandi landslagi, stakar höggmyndir og ljósmyndir m.a af íslensku landslagi. Ólafur mun einnig vinna nokkur ný verk fyrir sýninguna, þar á meðal manngeng göng á brú í safninu sem verður sýnilegt frá opnu svæði milli sýningarsala fimm hæðum neðar segir í fréttatilkynningu frá SFMOMA. 272 síðna sýningarskrá Sýningin er skipulögð af Made- leine Grynsztejn og Elise S. Haas yfirsýningarstjóra málverka og skúlptúra í SFMOMA í nánu sam- starfi við Ólaf. Í tilefni sýning- arinnar verður gefinn út yfirgrips- mikil 272 blaðsíðna sýningarskrá í samstarfi við Thames & Hudson sem inniheldur ritgerðir ýmissa að- ila um Ólaf og samræðu Ólafs við listamanninn Robert Irwin. Fyrsta sýning Ólafs í Ameríku var árið 1996 í Tanya Bonakdar Gall- eríinu í New York en þrátt fyrir að vera talinn einn af áhrifamestu starfandi listamönnum samtímans hefur Ólafur ekki hlotið mikla at- hygli í Bandaríkjunum hingað til. Það eru um fimmtán ár síðan hann hóf feril sinn og nú loksins mun fjöl- breytt yfirlitssýning sem tekur á öll- um ferli hans vera opnuð fyrir amer- íska listunnendur segir í fréttatil- kynningunni. Ólafur hefur áður tekið þátt í sam- sýningu í SFMOMA auk þess sem safnið á eitt verk eftir hann. Næst til New York Á sýningunni verða mikilvægustu verk Ólafs kynnt í tímaröð og taka þau undir sig um níu hundruð fer- metra sýningarsvæði. Eftir San Francisco mun Take your time: Olafur Eliasson fara í Ný- listasafnið í New York frá 13. apríl til 30. júní 2008, þaðan til Listasafns- ins í Dallas frá 9. nóvember 2008 til 15. mars 2009 og síðan á Nýlista- safnsins í Sydney og víðar. Yfirlitssýning á verkum Ólafs Elíassonar í Nýlistasafninu í San Francisco í haust Taktu þér tíma ÍBÚAR New York ættu ekki að vera ókunnir verkum Ólafs Elíassonar þeg- ar Take Your time: Olafur Eliasson kemur þar í borg á næsta ári því lista- verk eftir hann var í glugga tískuvöruverslunar Louis Vuitton í fyrra. Ólafur ekki ókunnur HINN venesú- elski Banco del Libro, eða Bóka- bankinn, hlýtur Minningar- verðlaun Astrid- ar Lindgren í ár. Bókabankinn er ekki rekinn í ágóðaskyni en hefur dreift bók- um til barna í Venesúela í nærri hálfa öld. Í úrskurði dómnefndar sagði að ástríða, fagmennska, náin tengsl við börnin og uppörvandi skortur á skriffinnsku væru aðalsmerki Bókabankans, hvort sem væri í fá- tækrahverfum stórborganna, fjallaþorpum, háskólum eða í net- heimum. Minningarverðlaun Ast- ridar Lindgren eru stærstu barna- bókaverðlaun hér á jörð, og hlýtur vinningshafinn andvirði fimm millj- óna sænskra króna, eða tæpra fimmtíu milljóna íslenskra króna. Bankastjóri Bókabankans, Maria Beatriz Medina líkti því við það að hreppa Nóbelinn fyrir að fá börn til lesa, að Bókabankinn skyldi fá Lindgren-verðlaunin. Bókabanki fær óvænta vexti Lindgren-verðlaunin til Venesúela í ár Astrid Lindgren Í GÖTUNNI sem eignar sér þann heiður að vera vagga blússins og rokksins, Beale Street í Memphis, Tennessee, ríkir óöld. Öryggisáætlun í tíu liðum hefur verið hrundið af stað, til að stemma stigu við glæpum, en lífið og fjörið sem fylgir lifandi tónlist- arflutningi í götunni daglangt – og næturlangt, dregur að sér fleiri óþokkapésa en góðu hófi gegnir, að mati Al James, eiganda Per- forma-fyrirtækisins, sem sér um daglegan rekstur götunnar. Það er tónlistin sem lokkar og laðar, og fyrsta vers í öryggis- áætluninni kveður á um að engin tónlist skuli leikin í götunni eftir klukkan eitt á næturnar. Enn sem áður fær þó allt að loga í blús og rokki innandyra í þeim fjölmörgu klúbbum sem gatan hýsir, en fjór- ar milljónir ferðamanna mæla Beale Street ár hvert og er gatan vinsælasti ferðamannastaður rík- isins. Menningarbullur á Beale Street Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ erum að setja upp Ímynd- unarveikina eftir Molière í nafni Franska vorsins. Þetta er frönsk klassík, en ég fleyga hana með sam- tímaverki um Madeleine, dóttur Molières,“ seir Arthur Nauzyciel leikstjóri, sem hingað er kominn frá Frakklandi til samstarfs við Þjóð- leikhúsið. Sýningar verða tvær, á fimmtudag og föstudag, en leikið verður bæði á íslensku og frönsku, en íslenskir textar á skjá. Nauzyciel segir verkið fyrst og fremst snúast um leikhúsið og fjöl- skyldutengslin og það hvernig raun- veruleikinn og ímyndunaraflið renna oft saman í eitt í huga okkar. „Mér fannst þessi hugmynd passa svo vel við Þjóðleikhúsið, vegna þess hve tengslin milli fólks innan þessara veggja eru sterk. Þema verksins er í fjölskylduböndum og tengslum kyn- slóðanna, og það er nákvæmlega það sem ég er að upplifa hér, þar sem allir eru skyldir eða afkomendur fólks sem áður starfaði í húsinu.“ Ef horft er einungis á atriðið milli Argans hins ímyndunarveika og yngstu dóttur hans, Louison, að sögn Nauzyciels, virðist það í fljótu bragði ekki hafa neinn tilgang í verkinu. „Oftast er það túlkað eins og hvert annað grín, ekki síst síðasta setningin, þar sem Argan segir: „Það eru engin börn til lengur.“ Mér fannst hins vegar alltaf að eitthvað mjög tragískt hlyti að búa þarna að baki. Það hvarflaði að mér að Mol- ière hefði með þessu verið að segja að leikhúsið væri að missa af unga fólkinu, og engir arftakar myndu finnast til að taka við. Eiginkona hans var leikkona, og fjörða kynslóð í afburða leikarafjölskyldu. Dóttir þeirra í raunveruleikanum hafnaði því á sínum tíma að leika hlutverk Louison. Mér fannst sterkur streng- ur milli þessarar skrýtnu setningar í verkinu og staðreyndarinnar að dóttirin kærði sig ekki um að ganga leikhúsinu á hönd eins og foreldr- arnir.“ Þá vildi svo til að Nauzyciel rakst á leikritið The Silence of Molière eft- ir Giovanni Macchia, þar sem þetta er útskýrt. „Molière vissi að hann ætti ekki langt eftir og að þetta yrði síðasta verkið hans. Þess vegna var honum í mun að Madeleine dóttir hans tæki þátt í sýningunni með því að leika hlutverk Louison, og vera með honum á sviðinu í síðasta verki hans. En, – hún sagði nei. Líf hennar varð mjög sérstakt; – ekki slæmt, en hún glímdi alla tíð við sektarkennd og var sakbitin yfir því að hafa ekki orðið við þessari bón dauðvona föður síns,“ segir Nauzyciel. Sýningin hans á þessu verki hlaut frábærar viðtökur í Frakklandi þeg- ar hún var frumsýnd þar árið 1999. Síðan þá hefur Molière í þessari gerð flakkað um heiminn og síðast í Rússlandi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikur hlutverk dóttur Molières, en í anda sögunnar hefur Nauzyciel fengið fullorðinn föður sinn til að stíga á fjöl í fyrsta sinn í litlu hlutverki. Ímyndunarveikin eftir Molière sýnd í nýstárlegri fransk-íslenskri uppfærslu í Þjóðleikhúsinu Fann fjölskyldu- drama í tilgangs- lausa gríninu Morgunblaðið/RAX Fjölskyldutengsl Í anda Molières bað Arthur Nauzyciel föður sinn að leika í verkinu. Faðirinn sagði: já. Dóttir Molières sagði hins vegar: nei. Í HNOTSKURN » Stór yfirlitssýning á verkumÓlafs Elíassonar verður opn- uð í Nýlistasafninu í San Franc- isco 8. september og stendur til loka febrúar 2008. » Sýningin ber heitið Take your time: Olafur Eliasson. » Þar verða sýnd verk Ólafsfrá 1993 til dagsins í dag. » » Þetta er stærsta kynning áverkum Ólafs í Ameríku hingað til. » Eftir sýninguna í San Franc-isco fer sýningin á túr um Bandaríkin og víðar um heiminn. » Í frétt frá Nýlistasafninu íSan Francisco er Ólafur sagður vera einn af áhrifamestu og þekktustu listamönnum sinn- ar kynslóðar. » Í tilefni af Take your time:Olafur Eliasson verður gefin út 272 blaðsíðna sýningarskrá þar sem mun kenna margra grasa um listamanninn. www.sfmoma.org ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.