Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
AUSTURLAND
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Eskifjörður | Talsverðar umræður
hafa spunnist um málefni innflytj-
enda á Austurlandi undanfarið, í
kjölfar þess fjölda útlendinga sem
býr og starfar í fjórðungnum.
Rúmlega 25% íbúa Austurlands nú
eru útlendingar, en voru um 3% ár-
ið 2001 skv. tölum Hagstofu.
Sr. Davíð Baldursson, prófastur
Múlaprófastsdæmis og sóknar-
prestur á Eskifirði, segir kirkjuna
hafa unnið mikið starf með útlend-
ingum í Fjarðabyggð, ekki hvað
síst í kringum álversframkvæmd-
ina þar sem starfa nú um 1.900
manns og 70% þeirra Pólverjar.
„Þjóðkirkjan á Austurlandi hef-
ur lagt sitt af mörkum til að að-
stoða erlenda innflytjendur í fjórð-
ungnum,“ segir sr. Davíð. „Ráðinn
var héraðsprestur með búsetu á
Reyðarfirði, sr. Hólmgrímur Elís
Bragason, sem hefur haft það sem
stærstan hluta af sínu starfi að
sinna þessu samfélagi og þá sér-
staklega því pólska, með miklu
samstarfi við andlegan leiðtoga
þeirra, Slawek Gorski. Við byrjuð-
um á því að vera með pólskar mess-
ur sem síðar þróaðist yfir í að við
lánum kirkjuna á Eskifirði fyrir
um 300 manna messur hvern ein-
asta sunnudag. Þetta samstarf hef-
ur verið til góðs, dregið úr spennu
og núningi við samfélagið og fólk
hefur náð að skjóta nokkrum rót-
um og fundið fast land undir fótum.
Þá eru haldnar reglulegar guðs-
þjónustur á Reyðarfirði af héraðs-
presti fyrir enskumælandi sam-
félagið, hann hefur þjónustað það
með reglubundnum hætti og enn-
fremur komið að sálusorgun
starfsmanna Alcoa og Bechtel.
Þetta er búið að vera mjög merki-
legt starf og hefur mikla vigt og
þýðingu fyrir velgengni Fjarðaáls-
verkefnisins og hag þess fólks sem
við það hefur starfað. Mér finnst
kirkjustarfið vera rós í hnappagat
safnaðanna, sóknanna og sam-
félagsins hér.“
Sr. Davíð segir bæði Bechtel,
sem byggir álverið á Reyðarfirði
og Alcoa Fjarðaál, eiganda þess,
hafa haft ríkan skilning á mikil-
vægi þjónustu kirkjunnar og metið
hana mikils og stutt. Hefur Bechtel
m.a. útvegað rútur til og frá kirkju
og séð til þess að tímasetningum sé
þannig háttað að messuhald gangi
vel upp hjá starfsmönnum.
Kirkjan er heimavöllur
„Ég hef sagt að slys mættu ekki
verða í samfélaginu vegna fram-
kvæmdanna, fremur en við þær
sjálfar,“ heldur sr. Davíð áfram.
„Þetta hefur verið útgangspunktur
og við höfum sett ótrúlega mikla
vinnu í þetta, bæði að fjármagna
dæmið og svo að leiða þá vinnu í
þessu nána samstarfi. Við höfum
einbeitt okkur að fyrirbyggjandi
ráðstöfunum og reynt að skapa
þessu fólki sem er mjög trúað og
trúrækið og hefur verið rifið upp
með rótum, fast land undir fótum.
Þegar það safnast saman í kirkju
og fær svalað trúarþörf sinni er
það komið heim. Ef þetta hefur
ekki vigt í starfi með innflytjend-
um, hvað þá?“
Kaþólska kirkjan hefur einnig
fengið afnot af kirkjum á Mið-
Austurlandi til messuhalds fyrir
sitt fólk og nú stendur til að stofna
innan tíðar kaþólskt munkaklaust-
ur og kirkju í landi Kollaleyru í
Reyðarfirði.
Dregið úr spennu og núningi við samfélagið með kirkjustarfi
Ekki spurt um trúarafstöðu
þegar leitað er til kirkjunnar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Haldreipi Trúarstarf virðist hjálpa útlendingunum í framandi sam-
félagi. Kaþólsk nunna í hópi erlendra verkamanna á Austurlandi.
Í HNOTSKURN
»Sr. Davíð Baldursson, pró-fastur á Eskifirði, hefur
ásamt kirkjustjórninni, sr.
Hólmgrími Elísi Bragasyni, Al-
coa Fjarðaáli og Bectel skipu-
lagt og haldið utan um kirkju-
lega þjónustu við þá erlendu
starfsmenn sem vinna að ál-
versframkvæmdinni á Reyð-
arfirði.
»Um 300 manns mæta hvernsunnudag í pólska messu á
Reyðarfirði og eins eru haldn-
ar messur fyrir enska sam-
félagið.
»Sálusorgun vegna m.a.hjónaskilnaða, erfiðleika í
sambúð, vegna barna og ým-
issa áfalla er töluverð.
Seyðisfjörður | Samband sveitarfélaga á
Austurlandi (SSA) hefur samþykkt stuðn-
ingsyfirlýsingu við Vestfirðinga og lands-
byggðina þar sem segir að SSA styðji heils
hugar þær áherslur sem sveitarstjórn-
armenn á Vestfjörðum setja fram í við-
leitni sinni til að snúa við þeirri óheillaþró-
un í byggða- og atvinnumálum sem átt
hefur sér stað í landshlutanum.
Segir SSA að veik byggð á Vestfjörðum
veiki landsbyggðina og um leið landið allt.
„Tökum höndum saman og köllum fólk-
ið okkar, atvinnulífið og stjórnvöld til
verka við að snúa vörn í sókn á lands-
byggðinni“ segir í stuðningsyfirlýsingu
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi,
sem send hefur verið Vestfjarðanefndinni.
Standa við bakið
á Vestfirðingum
Kárahnjúkavirkjun |
Bilun hefur komið fram
í þrepastillum spenna
Fljótsdalslína 3 og 4
sem flytja eiga rafmagn
frá Kárahnjúkavirkjun
til nýs álvers á Reyð-
arfirði. Spennarnir eru
hluti af tengivirki
Landsnets í Fljótsdal og
segir Þórður Guð-
mundsson, forstjóri
Landsnets, að þrátt fyrir bilunina sé hægt
að hafa spennana í rekstri með takmörk-
unum á rekstrarsviði þrepastillanna. Er
annar spennanna í gangi og hefur verið
undanfarið. Um það hvort bilunin tefji raf-
orkuafhendingu til Alcoa Fjarðaáls segir
Þórður ekki sjálfgefið að svo verði, beðið
sé staðfestingar á því hvenær sérfræð-
ingar komi til landsins með varahluti í
spennana.
Bilunin í spennunum tveimur er rakin
til framleiðslugalla.
Vandræði
með spenna Fljóts-
dalslína 3 og 4
Fljótsdalslínur
í Reyðarfirði.
Ljósmynd/Jóhann Ólafur
Styrkur Einstaklingar og fulltrúar félagasamtaka sem fengu styrk.
SPARISJÓÐUR Svarfdæla hefur
ákveðið að styrkja Hákarlasafnið í
Hrísey um sjö milljónir króna, sem
væntanlega mun duga aðstandend-
um til að ljúka þessu mikla verkefni
sem staðið hefur um 10 ára skeið. Þá
var á aðalfundi sjóðsins formlega
samþykkt sú tillaga stjórnar að færa
íbúum Dalvíkurbyggðar menningar-
hús að gjöf.
Áætlaður kostnaður við menning-
arhúsið er 200 milljónir króna eins og
áður hefur komið fram og hefjast
framkvæmdir í sumar. Að aðalfund-
inum loknum undirrituðu samkomu-
lag um byggingu hússins Friðrik
Friðriksson sparisjóðsstjóri og Svan-
fríður Jónasdóttir bæjarstjóri að við-
stöddu fjölmenni við athöfn í Dalvík-
urkirkju.
Í ávarpi sem Svanfríður Jónasdótt-
ir hélt við þetta tækifæri sagði hún að
stofnfjáraðilar Sparisjóðs Svarfdæla
hefðu með ákvörðun sinni á föstu-
dagskvöld skrifað merkan kafla í sög-
unni, bæði fyrir Dalvíkurbyggð og á
landsvísu. „Það er bæði með stolti og
mikilli ánægju sem ég fyrir hönd íbúa
Dalvíkurbyggðar staðfesti sam-
komulag um byggingu menningar-
húss í Dalvíkurbyggð; menningar-
húss sem sparisjóðurinn ætlar að
gefa fólkinu hér í byggðarlaginu,“
sagði bæjarstjórinn og sagði ekki
annað hægt en vera stoltur „þegar
maður er svo heppinn að búa í sveit-
arfélagi þar sem slík lánastofnun
starfar, lánastofnunin sem setur
samfélagsskyldur fyrirtækja í alger-
lega nýtt samhengi í íslensku sam-
félagi. Það finnum við öll vel þegar
við heyrum hvernig fólkið og fjölmiðl-
arnir í landinu fjalla um þennan gern-
ing,“ sagði Svanfríður.
Í máli Friðriks Friðrikssonar
sparisjóðsstjóra á aðalfundinum kom
fram að viðskiptavinum sjóðsins
hefði fjölgað nokkuð í kjölfar tilkynn-
ingar um menningarhúsbygginguna.
Bæði væri um að ræða einstaklinga
og fyrirtæki víðs vegar að sem með
beinum hætti vísuðu til þessa fram-
taks sparisjóðsins. „Þetta sýnir
glögglega hversu mikla athygli
ákvörðunin hefur fengið á landsvísu
og hvarvetna höfum við mætt velvilja
og ánægju fólks. Mest er þó ánægja
okkar sem að sparisjóðnum stöndum
að hann skuli hafa þann kraft og
styrk að skila þessu til fólksins,“
sagði Friðrik.
Að vanda var úthlutað styrkjum úr
Menningarsjóði Sparisjóðs Svarf-
dæla og var alls veittur 21 styrkur,
eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Upp-
hæðin var auk þess hærri en áður,
eða tæplega fimm milljónir króna
sem skiptist á milli ýmissa einstak-
linga og félagasamtaka.
Þá voru einnig tilkynntar tvær sér-
stakar styrkveitingar sem stjórn
Sparisjóðs Svarfdæla tók ákvörðun
um í ljósi mjög góðrar afkomu á síð-
asta ári; áður er nefndur styrkur til
Hákarlasafnsins en einnig var úthlut-
að þremur milljónum króna til sókn-
arnefndar Urðakirkju í Svarfaðardal
til endurnýjunar á gólfi kirkjunnar.
Sjö milljónir króna til
Hákarlasafnsins í Hrísey
Í HNOTSKURN
»Sparisjóður Svarfdælahagnaðist um rúmar 900
milljónir króna í fyrra.
»Viðskiptavinum hefurfjölgað síðustu vikur, eftir
að tilkynnt var að Sparisjóð-
urinn hygðist gefa íbúum Dal-
víkurbyggðar menningarhús.
VARÐSTOFA Neyðarlínunnar,
112, var opnuð á Akureyri fyrir
helgi. Þar verða þrír neyðarverðir
við störf. 112 hefur hingað til haft
varastöð í húsnæði lögreglunnar á
Akureyri en nýja varðstofan verður
í fullum rekstri samhliða varðstof-
unni í Björgunarmiðstöðinni Skóg-
arhlíð í Reykjavík.
Að sögn Dagnýjar Halldórs-
dóttur aðstoðarframkvæmdastjóra
er markmiðið að vera með um fimm
neyðarverði á Akureyri og verða
þeir hrein viðbót við núverandi
fjölda starfsmanna.
Nú eru fimm neyðarverðir á vakt
í Reykjavík að degi til og á álags-
tímum en þeim fjölgar í sjö þegar
varðstofan á Akureyri er full-
mönnuð.
„Varðstofan á Akureyri er tengd
öllum okkar fjarskipta- og upplýs-
ingakerfum og starfar með sama
hætti og varðstofan fyrir sunnan.
Það er mikið öryggi í því fyrir okk-
ur að hafa vel mannaða stöð á Ak-
ureyri ef eitthvað skyldi fara úr-
skeiðis hjá okkur í Reykjavík. Við
lítum einnig á það sem mikinn kost
að hafa fólk á vakt með góða þekk-
ingu á staðháttum og samfélaginu á
Akureyri og í nálægum byggðum,“
segir Dagný.
Nú starfa 25 neyðarverðir þjá
112. Þeir manna varðstofuna á Ak-
ureyri og í Björgunarmiðstöðinni
Skógarhlíð allan sólarhringinn, ár-
ið um kring, og afgreiða um 190
þúsund neyðarsímtöl á ári hverju. Í
langflestum tilvikum er óskað eftir
aðstoð lögreglu, sjúkraflutninga-
manna og slökkviliða.
Ljósmynd/Kristján
Alltaf til reiðu Varðstofa Neyðarlínunnar á Akureyri var opnuð fyrir helgi.
Samskonar varð-
stofa og í borginni