Morgunblaðið - 20.03.2007, Page 20
|þriðjudagur|20. 3. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Gregory Cattaneo er afreks-
maður í sundi, ástríðukokkur,
kafari og heltekinn af víkinga-
tímanum. » 22
daglegt
Um 100 starfsmenn Póstsins
stefna ásamt mökum á tind
Hvannadalshnjúks og undirbúa
þeir sig nú af fullum krafti. » 25
hreyfing
Það er ekki nóg að fullorðna fólk-
ið flokki sorp og sniðgangi eitur-
efni – því krakkana má líka virkja
í umhverfismálunum. » 24
vistvænt
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Spurðu ekki hver sé uppá-haldsleikmaðurinn í NBA,spurðu frekar hver séuppáhaldsleikmaðurinn í
WNBA. Og auðvitað er það full-
komlega rökrétt og réttmæt ábend-
ing hjá hinum kraftmiklu körfu-
boltastelpum í 9. flokki Fjölnis í
Grafarholti. Blaðakonunni hafði
bara ekki hugkvæmst að til væri
WNBA, úrvalsdeild kvenna í
bandaríska körfuboltanum. Stelp-
urnar eru samt skilningsríkar, eins
og þær hafi oft lent í þessu áður, að
það sé sjálfsagt að ætla að þær eigi
sér karlfyrirmyndir í boltanum.
„Það er aldrei sýnt frá WNBA í
sjónvarpinu og það er ekki mikið
fjallað um kvennakörfubolta í fjöl-
miðlum,“ segja þær nánast í kór.
Vonandi verða þær hluti af kyn-
slóðinni sem breytir vogarskálun-
um þar í átt til meira jafnvægis.
„Ég byrjaði að æfa þegar ég var
8 ára. Pabbi, Tómas Holton, var í
körfubolta og þjálfar líka. Ég
mætti fyrst á æfingar með strákun-
um sem pabbi var að þjálfa í Nor-
egi,“ segir Bergþóra Tómasdóttir,
12 ára. „Þegar við fluttum heim þá
byrjaði ég að æfa með jafnöldrum
mínum í Fjölni.“
Ekki bara fyrir hávaxna
Telma María Jónsdóttir var 10
ára þegar hún fór á sína fyrstu æf-
ingu og féll fyrir leiknum og rauða,
stóra boltanum. „Körfubolti er
bara svo skemmtilegur,“ segir
Telma og brosir. ,,Maður þarf ekk-
ert endilega að vera hávaxinn eins
og margir halda, bara að hafa
áhuga og gaman af leiknum. Maður
eignast líka góðar vinkonur.“
Stöllurnar renna sér í röðina
með hinum stelpunum sem eru að
þjálfa skotfimina undir styrkri
stjórn. Það heyrast ýmis hljóð úr
barka þeirra, eftir því hvar rauði
boltinn lendir; stundum dansar
hann á körfuhringnum en fer ekki
ofan í, stundum skellur hann á
körfuboltaspjaldinu en fer ekki of-
an í. En þegar boltinn smýgur í
gegnum körfuna er eins og hríslist
um þær tilfinningin – þessi óskor-
aða tilfinning – að hafa náð ár-
angri.
Í maí ætla stelpurnar í alþjóð-
legar æfingabúðir til Serbíu. „Við
munum æfa þrisvar á dag,“ segir
Telma María og gefur vinkonu
sinni orðið. „Ég hef einu sinni farið
í svona búðir, á Ítalíu, en hinar
stelpurnar eru að fara í fyrsta sinn.
Það er rosalega gaman, að hitta all-
ar þessar stelpur frá mörgum, mis-
munandi löndum sem allar spila
körfubolta.“
Morgunblaðið/Ómar
Fimir fingur Bergþóra sýnir hér góð tilþrif með boltann.
Morgunblaðið/Ómar
Efnilegar Telma María og Bergþóra eru ásamt 9. flokki Fjölnis í körfubolta á leið í æfingabúðir til Serbíu.
Kraftmiklar í körfunni
„Það er aldrei sýnt
frá WNBA í sjónvarp-
inu og það er ekki
mikið fjallað um
kvennakörfubolta í
fjölmiðlum,“ segja
þær nánast í kór.
www.wnba.com
STÚLKUBÖRN, sem eru í yfir-
vigt í kringum þriggja ára aldur-
inn, eiga það á hættu að byrja á
gelgjuskeiðinu allt að níu ára göm-
ul, samkvæmt bandarískri nýlegri
rannsókn, sem birtist í tímariti
barnalækna.
Rannsóknin leiddi ennfremur í
ljós að stúlkur, sem komast á kyn-
þroskaskeiðið mjög snemma eða
fyrir tíu ára aldurinn, byrja að
drekka áfengi og lifa kynlífi fyrr
en aðrar jafnöldrur, sem ekki kom-
ast á gelgjuna fyrr en eðlilegt má
telja. Breskir sérfræðingar telja að
mikið böl geti fylgt snemmtækum
kynþroska auk þess sem stúlkur
þessar eru í meiri hættu en aðrar
á að fá vissar tegundir af krabba-
meini, þar með talinn brjósta-
krabba.
Eðlilegur kynþroskaaldur
stúlkna er venjulega talinn vera „í
lagi“ eftir tíu ára aldur, en Dr.
Joyce Lee og samstarfsmenn
hennar við Michigan-háskóla kom-
ust að því að margar stúlkur, sem
höfðu átt við yfirvigt að stríða í
barnæsku, komust á kynþroska-
aldur við níu ára aldur. Fylgst var
með 354 stúlkum frá þriggja ára
aldri og upp að tólf ára aldri og
um helmingur þeirra, stúlkur í yf-
irvigt í æsku, sýndu kynþroska-
merki á níunda afmælisdeginum.
Niðurstöðurnar eru í anda rann-
sóknar, sem gerð var við Bristol-
háskóla árið 2000, en þar kom
fram að ein af hverjum sex stúlk-
um komst á kynþroskaskeiðið fyrir
átta ára aldur, að meðaltali átján
mánuðum fyrr en mæðurnar.
Ein kenningin er sú að kyn-
þroskinn sé drifinn áfram með
hormóninu leptín, sem verður til
fyrir tilstuðlan fituvefja. Nýja
rannsóknin styður þá tilgátu að yf-
irvigt í barnæsku leiði til snemm-
tæks kynþroska frekar en að
snemmtækur kynþroski leiði til
aukins fitumassa.
Gelgjan leggst fyrr á þéttvaxin stúlkubörn
AP
Vinkonur Stúlkur sem komast á kynþroskaskeiðið fyrir tíu ára aldur byrja
að drekka áfengi og lifa kynlífi fyrr en jafnöldrur þeirra.
börn
HANN virðist ekkert voða-
lega ánægður með fyrirsætu-
starfið kötturinn Goblin sem
hér trítlar niður sýningarpall-
linn í bleikum klæðnaði á Petco-
vortískusýningunni í San Diego í
Bandaríkjunum fyrir skemmstu.
Petco er bandarísk gæludýraversl-
anakeðja og hafa gæludýratískusýningar á
borð við þá sem kisan Goblin tók þátt verið í
haldnar í rúmlega 800 verslunum þeirra víðs-
vegar um Bandaríkin undanfarið. Reuters
Sætur
í bleiku