Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra veitist að persónu og
starfsheiðri undirritaðs
í grein, sem hann ritar í
Morgunblaðið í dag, 15.
mars. Ráðherrann
svarar örfáum af all-
mörgum faglegum at-
hugasemdum í Morg-
unblaðsgrein frá 12.
mars í tilefni af sam-
gönguáætlun til 2018,
sem nú liggur fyrir Al-
þingi. Áætlun þessi er
löngu tilbúin en svo
seint fram komin að
ekkert ráðrúm er til að
ræða hana með fagleg-
um og vönduðum hætti
eins og vera ber,
hvorki innan þings né
utan.
Ráðherrann af-
greiðir margar vel rök-
studdar athugasemdir
sem „talnaleikfimi“ og
öðrum sinnir hann alls
ekki. Hann gerir auk
þess gys að því aug-
ljósa orsakasamhengi,
sem borgarbúar finna
óþyrmilega fyrir á
hverjum degi: að flug-
völlurinn í Vatnsmýri
leiðir af sér miklar
hörmungar í gegnum splundraða
byggð, 700 bíla á hverja þúsund íbúa,
mikinn akstur, mikinn kostnað,
mikla tímasóun og mikla vanrækslu
á því sem máli skiptir í daglegu
borgarlífi.
Samgönguráðherrar koma og
fara. Á lýðveldistímanum hafa þeir
komið úr röðum landsbyggðarþing-
manna og í helmingi tilvika hafa þeir
samtímis gegnt stöðu landbún-
aðarráðherra. Í þessa 6 áratugi og
reyndar lengur voru samgöngu-
ráðherrar einskonar fram-
kvæmdastjórar ríkisreknu byggða-
stefnunnar, sem þrifist hefur í
skugga mikils misvæg-
is atkvæða í kosningum
til Alþingis.
Eftir kjördæma-
breytingu fyrir kosn-
ingarnar 2003, þegar
kjördæmin þrjú á höf-
uðborgarsvæðinu
fengu loks meiri hluta
þingmanna, var skipun
í lykilnefndir þingsins
ekki leiðrétt. Þar er
enn rangt gefið því í
samgöngunefnd eru 6
af 9 nefndarmönnum úr
landsbyggðarkjör-
dæmunum þremur og í
fjárlaganefnd eru þeir
7 af 11. Fimm þreyttir
flokkar á þinginu bera
ábyrgðina og ekki er
von á úrbótum svo
lengi sem kjósendur á
höfurborgarsvæðinu
gera engar kröfur til
fulltrúa sinna.
Ólafur Thors þáver-
andi ráðherra sam-
göngumála bar ráð-
herraábyrgð á því að
herflugvöllurinn í
Vatnsmýri var gerður
að borgaralegum flug-
velli 6. júlí 1946. Segja má að Ólafur
hafi þá ekki getað séð fyrir afleiðing-
arnar en frá þeim tíma varð Reykja-
víkurflugvöllur hornsteinn byggða-
stefnunnar illræmdu, sem nú hefur
nánast gert að engu alla möguleika á
sjálfbærri þróun bæði á landsbyggð-
inni og í höfuðborginni. Að öðru leyti
átti Ólafur Thors nokkuð farsælan
stjórnmálaferil.
Og e.t.v. má segja eitthvað svipað
um núverandi samgönguráðherra.
En eitt er þó víst, Sturlu Böðv-
arssyni ber að axla fulla ráðherra-
ábyrgð á gegndarlausri sóun fjár-
muna í byggingu nýs flugvallar í
Vatnsmýri 1999-2002 fyrir 2 millj-
arða kr., í byggingu nýrrar Hring-
brautar 2004 fyrir 1,5 milljarða kr.
og í fyrirhugaða byggingu flug-
stöðvar fyrir 3 milljarða kr. Ráð-
herraábyrgð hans nær einnig til
þeirrar miklu sóunar verðmæts
byggingarlands og ómetanlegra
sóknarfæra borgarsamfélagsins í
kjölfar ofangreindra framkvæmda.
Í Vatnsmýri var byggður nýr flug-
völlur að óþörfu og til þess eins að
segja mætti eftir á að nú þyrfti lang-
an afskriftatíma á kosnaðarsamri
framkvæmd. Gamli herflugvöllurinn,
sem var verkfræðileg snilld þess
tíma og flaut ofan á mýrinni, þjónaði
án teljandi viðhalds í 60 ár og stóð
m.a. undir millilandaflugi í meira en
20 ár. Honum var mokað burt, mýr-
arjarðvegur allt að 5 m dýpt undir
honum fjarlægður niður á fast berg,
fyllt upp með hundruðum þúsunda
rúmmetra af sandi, grús og grjóti og
malbikað yfir. Allar aðflugsstefnur
að Vatnsmýri voru löngu niðurnjörv-
aðar og því var nýi völlurinn byggð-
ur á nákvæmlega sama stað og sá
gamli. Samkvæmt tilboði, sem Sam-
tök um betri byggð öfluðu á verk-
takamarkaði árið 1999 mátti ná við-
unandi árangri fyrir um 150
milljónir.
Færsla Hringbrautar var sann-
arlega til óþurftar og hefur leitt til
versnandi umferðaástands. Tvenn
ljósagatnamót á Snorrabraut og Bú-
staðavegi eru t.d. fráleit, um gömlu
Hringbrautina er þungur umferð-
arstraumur, aðkoma sjúkrabíla að
LSH er vafasöm og nýtingarmögu-
leikar á hinni nýju sjúkrahússlóð
vægast sagt takmarkaðir. Nýr
þriggja akreina kafli Hringbraut-
arinnar hefur hraðahvetjandi áhrif,
sem gætir langt út fyrir svæðið til
austurs og vesturs.
Fyrirhuguð Samgöngumiðstöð í
Vatnsmýri ber vitni ólýsanlegri
sóuna og er sannarlega óþörf.
Þungamiðja almenningssamgangna
á höfuðborgarsvæðinu er allt annars
staðar og þarfir sérleyfishafa og far-
þega þeirra verða best leystar nærri
jaðri byggðarinnar, austast í borg-
inni. Því er um hreina flugstöð að
ræða fyrir innanlandsflug, sem
dregst saman þegar framkvæmdum
lýkur á Austurlandi og vegakerfið
stórbatnar, innanlandsflug fyrir fá-
mennan hóp stórnotenda, fyrir fólk,
sem ekki greiðir miðana sína sjálft.
Enn um samgöngur
í höfuðborginni
Örn Sigurðsson svarar grein
umhverfisráðherra
» Samgöngu-ráðherrann
gerir gys að
augljósu or-
sakasamhengi
milli Vatnsmýr-
arflugvallar,
bílasamfélags
og mikilla hörm-
unga í splundr-
aðri byggð.
Örn Sigurðsson
Höfundur er arkitekt.
SJALDAN hef ég á mínum
þingferli orðið vitni að ómerkilegri
vinnubrögðum en hjá Jóni Sig-
urðssyni, formanni Framsókn-
arflokksins, og reyndar einnig
Geir Haarde, formanni Sjálfstæð-
isflokksins, í stjórnarskrármálinu.
Þáttur Jóns og Geirs
Þegar formaður Framsókn-
arflokksins uppgötvaði að formað-
ur Sjálfstæðisflokksins hafði plat-
að hann til fylgis við
stjórnarskrárákvæði
sem m.a. festi í sessi í
stjórnarskránni nú-
verandi kvótakerfi þá
kennir hann stjórn-
arandstöðunni um allt
saman. Það sé á
hennar ábyrgð að
málið gekk ekki fram
á Alþingi. Að auki var
Jón svo ómerkilegur
að hann brigslaði
stjórnarandstöðunni
um að hafa tekið
þingstörfin í gíslingu
vegna málsins, sem
er algjör fásinna og
hreint ótrúlega bíræf-
in fullyrðing. Sann-
leikur málsins er sá
að hver sérfræðing-
urinn á fætur öðrum,
sem kallaðir voru fyr-
ir þingnefndina,
gerðu alvarlegar at-
hugasemdir við frum-
varpið eins og for-
menn
stjórnarflokkanna
höfðu lagt það fyrir
þingið. Af hálfu
stjórnarflokkanna var ekki vilji til
að koma til móts við sjónarmið
sérfræðinganna. Þetta stóra mál
var aðeins 2 eða 3 daga í meðferð í
þingnefnd og þar urðu lyktirnar að
sjálfstæðismenn í stjórnarskrár-
nefnd þingsins sögðu að málið yrði
ekki afgreitt á þinginu. Þegar
sjálfstæðismenn höfðu kveðið upp
úr um það sátu framsóknarmenn-
irnir í nefndinni sneyptir eftir og
þögðu þunnu hljóði. Stjórnarand-
staðan hafði aftur á móti hvatt til
þess að stjórnarskrárákvæðinu
yrði breytt, tekið yrði mið af sjón-
armiðum stjórnarskrársérfræð-
inga sem mættu fyrir nefndina og
þingið tæki þann tíma sem þyrfti
til þess. Þannig vildi stjórnarand-
staðan tryggja að ákvæðið festi
ekki í sessi núverandi kvótakerfi
og yrði sífellt túlkunarefni fyrir
dómstólum, sem beinlínis blasti við
yrði lögfest stjórnarskrártillaga
Geirs og Jóns.
Þáttur stjórnarandstöðunnar
Hlutur stjórnarandstöðunnar í
þessu máli liggur alveg ljós fyrir.
Stjórnarandstaðan skrifaði bréf til
ríkisstjórnarinnar um stuðning við
að koma inn í stjórnarskrána
ákvæði sem raunveru-
lega tryggði sameign
þjóðarinnar yfir auð-
lindunum.
Það er því sérlega
ósvífið og ómerkilegt
af formönnum stjórn-
arflokkanna, Jóni og
Geir, að halda því
fram að stjórnarand-
staðan hafi gengið á
bak orða sinna og beri
ábyrgð á niðurstöð-
unni. Það sem stjórn-
arandstaðan vildi ekki
var að taka þátt í því
sjónarspili að lögfesta
í stjórnarskrána
ákvæði sem raunveru-
leg hætta var á að
festi í sessi í stjórn-
arskránni núverandi
kvótakerfi. Stjórn-
arandstaðan bauð aft-
ur á móti upp á sam-
starf um ákvæði sem
hefði raunverulega
þýðingu fyrir þjóð-
arheildina – ákvæði
sem tryggði almanna-
hagsmuni en ekki sér-
hagsmuni. Það vildu
stjórnarflokkarnir ekki og slitu
sjálfir vinnunni í nefndinni og til-
kynntu að málið yrði ekki afgreitt
á þinginu.
Sviðsett sjónarspil
Það er engu líkara en sá prúði
Jón, sem mætti til þings í haust
eftir að hafa tekið við þrotabúi
Halldórs Ásgrímssonar, hafi um-
hverfst eftir að samstarfsflokk-
urinn náði að niðurlægja fram-
sóknarmenn og beygja í duftið í
þessu máli, sem átti að vera stóra
útspil þeirra til að endurheimta
fylgið. Það sem þó er verst í þessu
máli er hve stjórnarflokkarnir
hafa, bæði í vinnubrögðum og að
efni til, umgengist stjórnarskrána
af lítilli virðingu. Það sem einnig
stendur upp úr í þessum farsa
stjórnarflokkanna er að íhaldið
hefur afhjúpað að það vill ekki
festa í stjórnarskrána ákvæði um
að auðlindirnar séu sameign þjóð-
arinnar. Þeir eru talsmenn sér-
hagsmuna en ekki almannahags-
muna. Þetta var sviðsett sjónarspil
af þeirra hálfu til að framsókn-
armenn slitu ekki stjórnarsam-
starfinu. Eftir liggja framsókn-
armenn sárir og hafa nú ekkert til
málanna að leggja nema að kenna
öðrum um eigin ófarir. Þjóðin hef-
ur orðið vitni að því að þeir gal-
vöskustu þeirra sem hótuðu
stjórnarslitum næði málið ekki
fram að ganga meintu auðvitað
ekkert með því. Framsóknarmenn
plötuðu þjóðina í þessu máli eins
og svo mörgum öðrum. Það sem
átti að vera sigurför framsókn-
armanna í aðdraganda kosninga
breyttist í sneypuför, sem lengi
verður í minnum höfð. Gunnar
Helgi Kristinsson stjórnmálafræð-
ingur hitti einmitt naglann á höf-
uðið þegar hann sagði í fjölmiðlum
fyrir helgi að málið allt lyktaði af
panik og að lyktir málsins væru
ekki á ábyrgð stjórnarandstöð-
unnar heldur stjórnarflokkanna.
Skoðun Gunnars var sú að það eigi
því að beina því að Framsókn-
arflokknum og Sjálfstæð-
isflokknum séu menn ósáttir við
niðurstöðuna. Það er í hnotskurn
það rétta í málinu.
Sneypuför Jóns
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar
um formenn stjórnarflokkanna
» Það er þvísérlega
ósvífið og
ómerkilegt af
Jóni og Geir að
halda því fram
að stjórnarand-
staðan hafi
gengið á bak
orða sinna.
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er alþingismaður.
ENN einu sinni ríður alþing-
ismönnum á að yfirgefa vinnu-
stað sinn og kasta til höndunum
á harðaspretti við mikilvæga
löggjöf landsins. Ég spyr; hvað
liggur á, af hverju verður Al-
þingi að ljúka einmitt nú um
miðjan mars? Það hefur verið
talað í allan vetur um stutt kosn-
ingaþing eins og það sé eitthvert
náttúrulögmál. Stór og smá mál
hafa hlaðist upp, fastanefndir
Alþingis funda ótt og títt síðustu
vikuna, reynt er að miðla málum
í miklum flýti og afraksturinn
verður eftir því. Talað er um að
þingmenn verði að komast heim
snemma vegna kosninganna 12.
maí. En hafa menn tekið eftir
því að bæði Samfylking og Sjálf-
stæðisflokkur halda ekki sína
landsfundi fyrr en um miðjan
apríl? Eiginleg kosningabarátta
hefst því ekki fyrr en að þeim
loknum. Það er því ekkert því til
fyrirstöðu að Alþingi taki sér
betri tíma nú til að fara yfir mál,
nálgist þau af meiri dýpt og yf-
irvegun. Í raun er ekkert sem
kemur í veg fyrir að Alþingi
verði starfandi fram að páskum,
nema að vera skyldi áhugaleysi
þingmannanna sjálfra við þá
vinnu sem þeir hafa kosið að
bjóða fram krafta sína til.
En það skal heldur ekki horft
fram hjá því að Alþingi nýtir
tíma sinn illa. Settar eru á lang-
ar ræður lengdarinnar vegna,
lesið er úr bókum og haldið úti
málþófi. Allt endurtekna rausið
og kjaftæðið er til þess fallið að
draga stórlega úr afköstum og
vönduðum vinnubrögðum lög-
gjafans. Vinnulag Alþingis fer
versnandi með hverju árinu,
nánast engin lagafrumvörp
koma frá þingnefndunum og
stjórnarráðinu er uppálagt að
hafa frumkvæði í löggjöf. Á
meðan keppast þingmenn við að
framleiða fyrirspurnir og þings-
ályktunartillögur í sama flýt-
inum og einkennir raunar öll
störf Alþingismanna. Er nokkur
furða að innan við þriðjungur
landsmanna beri nú traust til
Alþingis?
Einar Sveinbjörnsson
Eru þinglokin eitt af
náttúrulögmálunum?
Höfundur er aðstoðarmaður um-
hverfisráðherra og skoðanir sem
fram koma í greininni eru hans eigin.
ÞRÁTT fyrir að lækkun mat-
arverðs hafi fengið mikla um-
fjöllun nú um síðustu mán-
aðamót er það ekki svo að
einungis matvæli hafi lækkað í
verði. Lækkun á virðisauka-
skatti hefur áhrif á mörgum
öðrum sviðum sem leiðir til
lækkunar kostnaðar hjá fjöl-
skyldum og fyrirtækjum í land-
inu. Lækkun verður á húshit-
unarkostnaði landsmanna en
hitaveita, rafmagn og olía til
húshitunar sem fram til þessa
hefur borið 14% virðisaukaskatt
lækkar nú niður í 7%. Hið sama
má segja um áskrift fjölmiðla en
lækkun verður á áskrift-
argjöldum RÚV, Stöðvar 2 og
Sýnar auk þess sem áskrift
lækkar á blöðum og tímaritum
svo sem hjá Morgunblaðinu.
Skattur af bókum lækkar einnig
úr 14% í 7%. Til þess að koma
til móts við sjónarmið tónlistar-
manna sem réttilega hafa bent á
að mikil samkeppni er milli bók-
ar og tónlistar var einnig ákveð-
ið að lækka virðisaukaskatt á
geisladiskum og hljómplötum en
sá skattur lækkar úr 24,5% og
niður í 7%. Að lokum má nefna
að skattheimta af vegamann-
virkjum lækkar og því lækkar
vegtollur í Hvalfjarðargöngin
samhliða þessari aðgerð. Fyrr-
nefndar breytingar, ásamt
lækkun skatts á matvæli og
lækkun tolla, leiðir til rúmlega
2% lækkunar á vísitölu neyslu-
verðs en hækkanir á öðrum
sviðum, svo sem á húsnæð-
ismarkaði, draga að nokkru
leyti úr þeim áhrifum. Skatta-
lækkunin hefur því verulega
víðtæk áhrif, ekki aðeins á mat-
arinnkaupin, heldur gætir henn-
ar víðar í þjóðlífinu.
Árni M. Mathiesen
Virðisaukaskattur
lækkaður af fleiru
en matvælum
Höfundur er fjármálaráðherra.
Fréttir í tölvupósti