Morgunblaðið - 20.03.2007, Side 44
Ljósmynd/MAI
Sigur Rós Matthías tók þessa mynd
fyrir Morgunblaðið í fyrra þegar
Sigur Rós lék í Hollywood Bowl.
MATTHÍAS Árni Ingimarsson ljós-
myndari fékk það spennandi verk-
efni að taka myndir fyrir tímaritið
Rolling Stone á dögunum. Óskaði
tímaritið eftir því að hann myndaði
nokkrar sveitir sem lékju á SXSW-
hátíðinni í Austin Texas sem hófst
síðasta miðvikudag og lauk á
sunnudag en þar myndaði hann
einnig fyrir Morgunblaðið.
Matthías segir hátíðina hafa ver-
ið „eins og Iceland Airwaves á ster-
um,“ þar sem þúsundir hljómsveita
stíga á svið. Aðdragandi þess að
hann var ráðinn voru myndir sem
hann tók af hafnfirsku hljómsveit-
inni Jakobínurínu á SXSW-
hátíðinni í fyrra. Einn af að-
alskríbentum Rolling Stone sá
hljómsveitina spila og hafði svo
samband við 12 tóna sem bentu
honum á Matthías sem var staddur
þar fyrir Morgunblaðið. Myndirnar
voru síðan birtar í Rolling Stone og
eftir það var hann í sambandi við
ljósmyndaritstjóra tímaritsins sem
réð hann til að mynda ákveðnar
hljómsveitir sem léku í ár á SXSW.
Hann á að skila myndunum á mið-
vikudaginn, en þá kemur end-
anlega í ljós hvort myndirnar verða
notaðar eða ekki. „Þetta eru ekki
beint stórir peningar, en eitthvað
smá. Bara það að fá myndir birtar í
Rolling Stone er ágætis borgun út
af fyrir sig,“ segir Matthías í lokin
spurður um þóknun fyrir mynd-
irnar.
Matthías Árni mynd-
ar fyrir Rolling Stone
Ljósmyndarinn Matthías Árni stundar nám í blaðaljósmyndun í Los Angel-
es. Hann myndaði hljómsveitir á SXSW fyrir tímaritið Rolling Stone
Þetta er alvarleg
mynd um það hvernig
þessir krakkar döguðu uppi
án þess að nokkur hefði
áhuga á þeim … 48
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
„ÚTVARPIÐ er mjög stór partur af
lífi fólks – stærri en fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir,“ segir Búi Bendt-
sen, annar helmingur Capone og dag-
skrárstjóri Reykjavík FM 101,5 sem
fór formlega í loftið í gær. Tímamóta-
dagur í íslensku útvarpi segir Búi og
Andri Freyr Viðarsson, hinn helm-
ingurinn, tekur undir það. Á Reykja-
vík FM munu Capone-bræður halda
áfram þar sem frá var horfið þegar
útvarpsstöðin X-FM, þar sem þeir
störfuðu, var seld og lögð niður. Það
var sömuleiðis dagur sem þeir munu
seint gleyma.
„Það var hringt í okkur á gaml-
ársdaginn síðasta og okkur sagt að
mæta niður á stöð. Við mættum niður
eftir í þeirri trú að við værum að ná í
rakettupakka en fengum þá í leiðinni
uppsagnarbréf,“ rifjar Andri upp.
Nokkrum dögum eftir að X-FM
var lokað nálgaðist Búa ónefndur
maður og spurði hvort hann vildi ekki
vera með í stofna nýja útvarpsstöð.
Hann tók því boði og hófst þá und-
irbúningur að stofnun Reykjavík FM.
Það eru eflaust fjölmargir sem
fagna endurkomu Capone í útvarpið.
Þeir eru í það minnsta kátir með að
vera komnir aftur en að þeirra mati
hefur íslensku tónlistarútvarpi verið í
ýmsu áfátt á undanförnum misserum;
það sinni hreinlega ekki sínu tilætl-
aða hlutverki.
Heimskulegur bransi
Þetta er sumsé í annað sinn sem
þeir félagar fara af stað með nýja út-
varpsstöð en þeir tóku þátt í að setja
á laggirnar X-FM fyrir rúmum
tveimur árum. Á sama tíma og Búi og
Andri eru ánægðir með að vera
komnir aftur í loftið má skynja tals-
verðan pirring frá þeim út í útvarps-
markaðinn.
„Þetta er svolítið heimskulegur
bransi,“ segir Andri blátt áfram. Búi
tekur undir. „Umhverfið í þessum
bransa er svolítið brenglað. Það eru
alltaf einhverjir stórir aðilar með
heftið á lofti að kaupa upp stöðvar
sem stríða þeim of mikið. Það er ekki
það að við stöndum okkur eitthvað
illa heldur er samkeppnisumhverfið
hálfasnalegt.“
„Þetta er fáránlegt umhverfi en í
leiðinni er mjög spennandi og
skemmtilegt að takast á við þetta
verkefni,“ segir Búi og er skyndilega
orðinn töluvert jákvæðari. „Það tekur
á taugarnar og það er ágætt – maður
hefur gott af því.“
Gáfaðri hlustendur
„Ég held að hlustendahópurinn
verði klárari en áður hjá okkur,“ seg-
ir Andri. „Miklu gáfaðra fólk kemur
til með að hlusta á þessa stöð. Mús-
íkin verður líka betri – verður meira
svona „thinking man’s music“.“
Það er allavega greinilegt að Ca-
pone-bræður hlakka til að móta nýju
útvarpsstöðina og sinna þeirri þörf
sem Búi vill meina að hafi skapast í ís-
lensku útvarpi.
„Það er ekkert verið að sinna tón-
listinni og við teljum okkur allavega
hafa vit og rænu á því að skila henni
almennilega til hlustenda.“
„Útvarp á Íslandi er viðbjóður –
þar til í gær,“ segir Andri og tæmir
úr kaffibollanum sínum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Tónlistarútvarp Andri Freyr og Búi Bendtsen segja að íslenskt tónlistarútvarp hafi ekki sinnt þörfum hlustenda.
CAPONE
ÚR ÖSKU ROKKÚTVARPSINS X-FM ER NÚ RISIN
NÝ ÚTVARPSSTÖÐ OG BER HÚN HEITIÐ REYKJA-
VÍK FM 101,5. ÞEIR BÚI BENDTSEN OG ANDRI
FREYR VIÐARSSON ERU ÞAR MÆTTIR AFTUR
TIL LEIKS MEÐ ÞÁTTINN CAPONE.
Rokkútvarp Matti fyrrum dag-
skrárstjóri X-FM ásamt Capone.
Al Capone Glæpaforinginn sjálfur.
NÝJA Coke Zero-auglýsingin hefur
vakið þónokkra athygli enda er aug-
lýsingar Vífilfells að finna víða um
þessar mundir, bæði í sjónvarpi og í
efnislegu formi, svo sem á stórum
borðum í Smáralind og Kringlunni.
Ef eitthvað er að marka blessaðan
bloggheiminn eru viðbrögðin við
auglýsingunni neikvæðari en geng-
ur og gerist í gosdrykkjabrans-
anum. Þykir mörgum auglýsingin
ýta undir fyrirfram ákveðnar hug-
myndir um karlkynið og vera nið-
urlægjandi fyrir karlmenn.
Við lestur sumra bloggsíðna má
þó greina að gagnrýnin er sett fram
í ákveðnum hæðnistóni svo sem eins
og í tilviki Ágústs Bogasonar, út-
varpsmanns á Rás 2 og gítarleikara
Jan Mayen, en þar segir m.a.:
„Nýju Coke-Zero-auglýsingarnar
eru niðurlægjandi fyrir karlmenn og
ýta undir staðalímyndir. Þar er
gengið út frá því sem vísu að karl-
menn vilji ekki stunda forleik, kunni
ekki að losa brjóstahaldara og vilji
sjá inn í kvennaklefana í sundi.
Nú bið ég um stuðning þrýstihópa
og annarra kverúlanta til að láta
Vífilfell finna fyrir því! Og svo er
sagt frá því í fjölmiðlum að forstjóri
Coke á Norðurlöndum sé á leið til
landsins. Þetta gengur náttúrlega
ekki. Bojköttum allt sem frá Víf-
ilfelli kemur og sjáum til þess að
þessi Coke-forstjóri fái ekki inni á
neinu hóteli og verði sendur úr landi
með skömm.“
Annars er það þrautin þyngri að
nálgast upplýsingar um hinn nýja
drykk á heimasíðu Vífilfells og á
coke.is því utan einn auglýsinga-
borða er drykkinn hvergi að finna
undir vörulista. Heitið skyldi þó ekki
vera bókstaflegt?
Kreddur
Coca Cola
Háðskur Ágúst Bogason.