Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 20.03.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 49 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is SMOKIN' ACES kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16.ára BREAKING AND ENTERING kl. 5:50 B.i.12 .ára THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 4 - 6 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ 300 kl. 5:30 - 8 - 9:15 - 10:30 B.i.16.ára 300 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 - 10:30 B.i.12 .ára MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ / ÁLFABAKKA / AKUREYRI 300 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára BLOOD & CHOCOLATE kl. 10 B.i. 12 ára MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 LEYFÐ / KEFLAVÍK 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára THE LAST KING OF... kl. 10 B.i. 16 ára NUMBER 23 kl. 8 B.i. 12 ára STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM eeee V.J.V. RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI eee H.J. - MBL eee L.I.B. - TOPP5.IS eee VJV, TOPP5.IS eee SV, MBL eee S.V. - MBL eeee VJV, TOPP5.IS eeee L.I.B. - TOPP5.IS STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY 17.03.2007 2 7 9 23 31 9 9 7 2 6 8 1 8 7 4 33 14.03.2007 1 9 12 27 43 45 3910 26 SÆMUNDUR fróði er stutt leikrit sem Pétur Eggerz byggir á ýmsum þjóðsögum sem og á bók eftir Njörð Njarðvík, Púkablístrunni, sem gefin var út 1989. Upphaflega stóð í bækl- ingi Möguleikhússins að sýningin væri ætluð börnum frá 6–12 ára en seinna virðist einhver hafa skipt um skoðun og víkkað aldurshópurinn verulega til að ná öllum frá 8–89 ára. Það er ólíklegt að maður sendi börnin sín ein á þessa sýningu en samt er hún greinilega ætluð þeim frekar en okkur fullorðnum. Hún er ekki nema klukkutími að lengd og er þetta allt saman ágætis skemmtun. Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra tekst að blása lífi í þessar gömlu þjóðsögur með því að uppfæra ým- islegt og gera það nútímalegra. T.d. er gert grín að Norðmönnum, Dön- um og Þjóðverjum með því að láta nútímafána merkja löndin þeirra og leyfa leikurunum að tala norsku, dönsku og þýsku. Þættirnir í sögu Sæmundar renna vel saman og áhorfandinn hefur alltaf eitthvað skemmtilegt til að fylgjast með. Leikmynd og búningar eftir Mes- síönu Tómasdóttur er einföld en breytileg eftir þörfum hverrar senu, þannig að þrjár aðalsviðseiningar tákna ýmislegt, t.d. skip á úfnum sjó, fjós með kúm, klefa í Svartaskóla o.s.frv. Leikararnir þrír skila góðum leik, en Bjarni Ingvarsson fær eðlilega mesta athygli sem Kölski sem hann leikur fimlega og með miklum látum. Samt sem áður eru litlar líkur á því börn verði hrædd við þennan Kölska, þrátt fyrir grímuna sem hann gengur með. Þótt Sæmundi takist að narra Kölska, þá er það samt sem áður ekki vottorð um snilli Sæmundar því þrátt fyrir klókindi Kölska virkar Sæ- mundur ekki sérstaklega klár sjálfur. Er það kannski þess vegna sem for- eldrar hans eru látnir hlæja að við- urnefninu fróði? Nokkur atriði á sýn- ingunni, eins og þegar Sæmundur platar Kölska til að smækka sig svo að hann verði nógu lítill til að koma sjálfum sér í flösku, eða þegar Sæ- mundur er að deyja og stendur (frek- ar en liggur) á dánarbeði sínum, bæði gleðja augað og halda athyglinni. En það voru frekar klókindi leikstjórans en Sæmundar sem ollu því. Þessi Sæ- mundur er frekar góður en fróður. Ég var samt sem áður að vonast til þess að sjá eitthvað sem sendi smá- hroll í gegnum mig, en það gerðist aldrei. Yngri krökkunum sem voru á sýningunni virtist aldrei leiðast, en vel að merkja, þeir stukku ekki held- ur einu sinni upp úr sæti sínu. Það var erfiðara að meta viðbrögð tólf og þrettán ára krakka, sem voru á sömu sýningu, en mér sýndust þeir vera full rólegir. Möguleikhúsið segist vera eina leikhúsið sem sérhæfir sig í leiksýningum fyrir börn og unglinga og það er auðvitað synd að fleiri leik- hópar gera ekki meira fyrir börn á aldrinum 6–16 ára. Það er einmitt á þeim aldri sem flestir smitast fyrst af galdri leik- hússins. Sæmundur góður – frekar en fróður Morgunblaðið/ÞÖK Líflegt Nýju lífi er blásið í þessar gömlu þjóðsögur með því að uppfæra ýmislegt og gera það nútímalegra. LEIKLIST Möguleikhúsið Höfundur: Pétur Eggerz. Leikstjóri: Þór- hallur Sigurðsson. Tónlist og hljóðmynd: Guðni Franzson. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Ólafur Pétur Georgsson. Leikarar: Sæmundur: Pétur Eggerz; Faðir Sæmundar, Kölski o.fl.: Bjarni Ingvarsson; Móðir Sæmund- ar, þýsk kona o.fl.: Alda Arnardóttir. Sæ- mundur ungur (rödd): Sigurður Þórhalls- son. Erlendar raddir: Stjórnarmeðlimir norrænu barnaleikhússamtakanna (ASSITEJ). Frumsýnt 14. mars. Sæmundur fróði Martin Regal ÍSLENDINGAR hreinlega flykkt- ust í bíó um helgina. Sem fyrr voru frumsýningarmyndir helgarinnar tekjuhæstar en samtals 12.657 áhorfendur reiddu fram tæpar 11 milljónir til að sjá 300 og Epic Mo- vie. Þar af lokkaði 300 rúmlega 9.200 manns í bíóhúsin og mun það vera stærsta opnunarhelgi það sem af er árinu. Ekki nóg með það heldur er um að ræða stærstu frumsýningarhelgi á Íslandi fyrr og síðar á kvikmynd þar sem aldurstakmark er 16 ára, að sögn Sigurðar Victors Chelbat hjá Samfilm. Íslendingar eru því á góðri leið með að tryggja 300 sama sess hérlendis og bandarískir kvik- myndaáhugamenn hafa gert á sín- um heimaslóðum, þar sem hún er mest sótta mynd ársins. 14.000 hafa séð Norbit Um 3.400 manns sáu Epic Movie þar sem gert er stólpagrín að Holly- woodsmellum síðasta árs. Hafa slíkar myndir ætíð gengið vel ofan í landann og greinilegt að Epic Mo- vie ætlar ekki að skera sig þar úr. Heldur fleiri sáu reyndar Eddy Murphy bregða sér í ýmis gervi í Norbit, eða 3.685 bíógestir. Þar sem þeir greiddu hins vegar heldur lægri aðgöngueyri verður Eddy að sætta sig við þriðja sæti listans. Hann getur þó ekki kvartað enda rúmlega 14.000 Íslendingar búnir að sjá mynd hans það sem af er. Venus, sem frumsýnd var um síðustu helgi, skipar sér nú á meðal tíu tekjuhæstu myndanna og er í sjötta sæti. Talan 23, með hinn kan- adíska Jim Carrey í aðalhlutverki, fellur niður um fimm sæti, úr því þriðja í það áttunda. Vefurinn hennar Karlottu er í fimmta sæti eftir átta vikur í sýningu, og Walt Disney-myndin Brúin til Thera- bithia er þar skammt undan, í því sjöunda. Mest sóttu myndirnar á Íslandi 300 setur Íslandsmet!         .>   -                          !"  # $ % &'  (    (  )  * + &  ,) - $!.              Algjört met Á tíunda þúsund áhorfenda sáu 300 um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.