Morgunblaðið - 23.04.2007, Page 2
2 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÉG ER ekki kominn með nafnið á
fyrirtækinu, það er ekki búið að
ganga frá undirskrift, en eftir við-
ræður helgarinnar erum við komnir
að niðurstöðu. Þetta er heiðurs-
mannasamkomula og ef báðir
standa við sitt er þetta frágengið,“
segir Guðmundur Ásgeirsson
stjórnarformaður Nesskipa, en síð-
degis í gær varð ljóst að flutn-
ingaskipið Wilson Muuga, sem
bjargað var í síðustu viku af strand-
stað við Hvalsnes, yrði selt til Líb-
anons.
Vildi selja til viðgerðar
„Fyrirtækið ætlar að gera við
skipið og nota það áfram við flutn-
inga, og þá í heldur mildara far-
vatni en hér norðurfrá,“ segir Guð-
mundur. Hann kveðst hafa haft
meiri áhuga á að selja skipið aðila
sem ætlaði að gera við það og koma
því aftur í drift. „Það hæfir skipi
sem ég hef umgengist í 27 ár mun
betur, ef hægt er að koma því við.
Það getur siglt þarna suðurfrá í 10
ár í viðbót ef vel tekst til. Ég tek
ofan fyrir mönnum sem hafa áræði,
þor og kunnáttu til að gera við
svona mikið laskað skip innan
ásættanlegra kostnaðarmarka. Við-
gerð á 32 ára gömlu skipi má ekki
kosta mikið, ef skipið á að geta ver-
ið samkeppnisfært þegar það hefur
siglingar að nýju, því mega menn
ekki gleyma.“
Að ósk kaupandans er verð
skipsins ekki gefið upp, en Guð-
mundur segir ekki ljóst enn hvort
salan borgi kostnað útgerðarinnar
við strandið. „Við vitum ekki enn
hver endanlegur kostnaður verður
við björgunina, en þetta er rúmlega
brotajárnsverð. Þetta er það skásta
sem við getum gert, besta niður-
staðan og miðað við allt sem á und-
an er gengið held ég að þetta sé
farsælasta lausnin.“
Wilson Muuga selt og fer
til viðgerðar í Líbanon
Morgunblaðið/ÞÖK
Heiðursmannasamkomulag Ef báðir standa við sitt, er þetta frágengið.
Söluverð skipsins er yfir brotajárnsverði en ekki gefið upp að ósk kaupanda
TVÆR kríur sáust í gærmorgun á
flugi utan við Óslandið á Höfn í
Hornafirði, að því er fram kemur á
vef fuglaáhugamanna á Höfn,
www.fuglar.is.
Það má segja að krían hafi komið
„upp á dag“ því 22. apríl er „með-
alkomudagur“ kríu á árunum
1998–2006, að því er fram kemur á
farfuglatali Yanns Kolbeinssonar
líffræðings. Á því tímabili kom
krían snemma árið 2004 og sást þá
15. apríl, en árið 2000 sást ekki kría
fyrr en 27. apríl.
Krían komin
Morgunblaðið/Ómar
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur sýknað karlmann af
ákæru vegna kynferðisbrots „með
því að hafa […] káfað á brjóstum og
kynfærum […] og sett fingur inn í
kynfæri hennar, en við þetta not-
færði ákærði sér það að […] gat ekki
spornað við verknaðinum sökum ölv-
unar og svefndrunga“.
Málsatvik voru þau að nefnd
stúlka og samleigjendur hennar voru
með innflutningsteiti í greindri íbúð
þangað sem boðið var góðum vinum,
þ.á m. ákærða. Óumdeilt er að
ákærði og stúlkan voru mjög ölvuð.
Maðurinn játaði við málsmeðferð að
hafa snert stúlkuna með þeim hætti
sem lýst er í ákæru en hann neitaði
sakargiftum og bar að stúlkan hefði
verið vakandi, nokkur aðdragandi
hefði verið að verknaðinum og hún
hefði ekki gert athugasemdir við
gjörðir hans. Stúlkan staðfesti fram-
burð ákærða í fyrstu en kvað síðar
athæfi ákærða hafa verið andstætt
vilja sínum. Af frásögn hennar varð
ráðið að hún hefði ekki andmælt at-
hæfi ákærða með orðum en í stað
þess í lokin þrýst saman fótum sín-
um og þóst vera sofandi og hafi
ákærði þá hætt athæfi sínu.
Þar sem ákærði lýsti við alla með-
ferð málsins atvikum á sama hátt og
frásögn stúlkunnar þótti óljós var
talið ósannað að ákærði hefði framið
það brot sem honum var gefið að sök.
Hann var því sýknaður af öllum kröf-
um og fellur allur sakarkostnaður á
ríkissjóð.
Dómarar voru Freyr Ófeigsson
dómstjóri, Ólafur Ólafsson hér-
aðsdómari og Sigrún Guðmunds-
dóttir héraðsdómari. Ragnheiður
Harðardóttir vararíkissaksóknari
sótti málið, Arnar Sigfússon hdl. var
til varnar.
Sýknaður af
kynferðisbroti
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Eiginlega allir nokkuð góðir
til heilsunnar eftir aldri
KVÍSKERJABRÆÐUR, þeir Hálf-
dán, Helgi og Sigurður Björns-
synir, voru heiðraðir í afmælishófi
sem sveitungar og vinir héldu þeim
á laugardaginn var. Hálfdán varð
áttræður 14. mars sl., Helgi varð 82
ára 2. febrúar og Sigurður verður
níræður á morgun.
Hófið var haldið í Hofgarði í
Öræfum. Þar voru flutt ávörp þar
sem minnst var margra góðra
verka þeirra bræðra í þágu sveit-
arinnar. Þeir hafa um tíðina lagt
gjörva hönd að mörgum framfara-
málum og eru sjálfmenntaðir vís-
indamenn og snillingar á mörgum
sviðum. Karlakórinn Jökull söng
nokkur lög og einnig sungu fyrr-
verandi sumardvalarbörn á Kví-
skerjum brag um góða vist fyrrum
daga. Þeim bræðrum var afhent
sólúr á stöpli sem Einar J. Ingólfs-
son, hagleiksmaður í Hafnarfirði,
smíðaði. Stöpullinn er skreyttur
myndum sem endurspegla hugð-
arefni þeirra bræðra hvers um sig.
„Þetta var mjög góð gjöf,“ sagði
Hálfdán í samtali við Morgunblaðið.
„Við vorum búnir að afþakka gjafir
en líkaði ákaflega vel við þessa gjöf
og erum búnir að skoða hana.“
Hann sagði að þeim hefði þótt
skemmtilegra að fólk þyrfti ekki að
vera að koma með gjafir til þeirra
og kæmi bara í fagnaðinn. Hálfdán
taldi líklegt að sólúrinu yrði fund-
inn staður á góðum steini á Kví-
skerjum. Hann taldi að um 200
manns hefðu komið í afmælið en
175 skráðu nöfn sín í gestabók. Þar
voru m.a. sýndar myndir sem þeir
bræður og fleiri hafa tekið en Hálf-
dán hefur m.a. tekið ljósmyndir frá
um 1960.
En hvernig eru þeir bræður til
heilsunnar?
„Ég er bara góður og við erum
eiginlega allir nokkuð góðir eftir
aldri,“ sagði Hálfdán. Hann sagði
að sjón Sigurðar hefði daprast og
hann sæi ekki lengur til að lesa en
vel til að ganga úti. Helgi væri al-
veg sæmilegur til heilsu. En er
Hálfdán ekki eitthvað að grúska?
„Jú, þetta er baktería sem ég
losna ekki við meðan ég lifi. Ég er
að fara yfir skordýrasafnið mitt,
sem skiptir þúsundum, til að reyna
að hafa það merkt ef maður hættir
að geta séð vel á það. Merkja bæði
fundarstaði og dagsetningar svo
það gæti komið einhverjum að not-
um í framtíðinni.“
KVÍSKERJABRÆÐUR FENGU SÓLÚR Í AFMÆLISGJÖF
Kvískerjabræður Helgi, Hálfdán og Sigurður Björnssynir við sólúrið.