Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKILL áhugi er á auknum sam- skiptum Íslands og Kaliforníu þar vestra, að sögn Sólveigar Péturs- dóttur, forseta Alþingis. Sendinefnd alþingismanna mun í dag heimsækja fylkisþingið í Sacramento og funda þar með ráðamönnum. „Hér er mjög mikill áhugi á orku- og umhverfismálum,“ sagði Sólveig. Sendinefndin hefur m.a. vakið at- hygli á íslenskum orkufyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á Banda- ríkjamarkaði. Nýting jarðhita og þróun djúpborana hér á landi hefur vakið mikla athygli í Kaliforníu. Einnig er þar mikill áhugi á þróun vetnistækni í samgöngum, að sögn Sólveigar. Sólveig sagði Ísland og Kaliforníu hafa skrifað undir vilja- yfirlýsingu um aukna samvinnu á sviði orkumála. „Þeim finnst ótrú- legt að yfir 70% af þeirri orku sem Íslendingar nota sé endurnýjanleg orka,“ sagði Sólveig. Hún sagði gott að hafa sérfræðinga á sviði orku- og umhverfismála á borð við Sigríði Önnu Þórðardóttur, fyrrverandi um- hverfisráðherra, og Hjálmar Árna- son, formann iðnaðarnefndar og nefndarmann í sjávarútvegsnefnd, í sendinefndinni. Sendinefndin heimsótti rann- sóknamiðstöð sem rekin er í tengslum við sædýrasafnið í Monter- eyflóa. Það er stærsta sædýrasafn í heimi. Þar átti nefndin fund með ein- um af æðstu stjórnendum safnsins og rannsóknamiðstöðvarinnar. „Þeir hafa verið að vara við því að Atlantshafsþorskurinn sé í útrým- ingarhættu og íslensk stjórnvöld hafa mótmælt skilgreiningu þeirra,“ sagði Sólveig. Nefndin kom því m.a. á framfæri að Íslandsþorskurinn sé sjálfstæður stofn og útskýrði ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfið og áherslu Íslendinga á sjálfbærar fisk- veiðar. Sólveig segir að forsvars- menn rannsóknastöðvarinnar hafi verið þakklátir fyrir þessar upplýs- ingar og sagst mundu mæla með því að fólk keypti íslenskan þorsk. Þá lýstu stjórnendur stöðvarinnar áhuga á auknum samskiptum við Hafrannsóknastofnun um rannsókn- ir og upplýsingamiðlun. Mikill áhugi á auknum sam- skiptum Kaliforníu og Íslands Sendinefnd alþingismanna kynnti íslenska fiskveiðistjórnun og nýtingu jarðhita Ljósmynd/Matthías Ingimarsson Heimsókn Þingmannanefndin heimsótti meðal annars Donald Bren- umhverfisskólann við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. LÍF OG FJÖR var í Smáralindinni um helgina þegar fram fór karókí- keppni fyrir krakka. Meðal dómara voru Hara-systurnar Hildur og Rakel úr X-Factor, en þær urðu þar í öðru sæti. Meðdómarar voru Jógv- an, sigurvegari í X-Factor, og Guð- björg, sem lenti í þriðja sæti. Sjálf Ellý, sem var dómari í X-Factor, var á staðnum, en kom þó ekki að dómum að þessu sinni. Karen Lind Harðardóttir, 12 ára nemandi í Borgarskóla, bar sigur úr býtum, en hún söng lagið My heart will go on, sem Celine Dion söng svo ljúflega í kvikmyndinni Titanic. Svanhildur Alexandra, 11 ára frá Akranesi, varð í öðru sæti. Hún á ekki langt að sækja hæfileik- ana því hún er dóttir Ellýjar. Besta vinkona Karenar, Heiðrún Bach- man, 12 ára, lenti í þriðja sæti. Þess má og geta að Heiðrún dró Karenu, vinkonu sína, með sér í keppnina. Í verðlaun er dvöl í sumarbúðunum Ævintýralandi á Hellu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinkonur í efstu sætum í karókíkeppni Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA hefur verið reynt einu sinni áður en samkvæmt lögum um tækni- frjóvganir er staðgöngumæðrun ekki leyfð á Ís- landi,“ segir Reynir Tómas Geirsson, pró- fessor og yf- irlæknir á kvennasviði Landspítala há- skólasjúkrahúss, en í Morgun- blaðinu í gær birtist auglýsing, þar sem óskað var eftir staðgöngu- móður. Staðgöngumóðir er sú kona sem gengur með og elur barn sem getið er af öðru fólki með tæknifrjóvgun. Í lagalegum skilningi er stað- göngumóðirin móðir barnsins sem hún elur, þótt hún sé það ekki í líf- fræðilegu tilliti. Móðir í lagalegum skilningi Í lögum um tæknifrjóvgun frá 1996 var staðgöngumæðrun ekki heimiluð hér á landi og ástæðurnar meðal annars þær, hve erfitt getur verið fyrir konu að láta frá sér barn sem hún hefur alið en einnig ákvæði sem tryggja á rétt barns til vitn- eskju um foreldra sína og uppruna. „Staðgöngumæðrun hefur alls staðar verið umdeild vegna þess hve það er erfitt að vera í þeirri stöðu að fæða barn og láta það frá sér. Er- lendis hafa komið upp alvarleg vandamál þegar staðgöngumæður hafa ekki viljað láta barnið af hendi, þrátt fyrir heit þar um,“ segir Reyn- ir Tómas. Að hans sögn hefur þetta þó verið einn af þeim raunhæfu möguleikum sem konur sem misst hafa leg, en halda eggjastokkum, hafa átt til að eignast barn. „Það eru margir á þeirri skoðun, og þar á meðal ég, að það kæmi vel til greina að breyta lögum um tæknifrjóvgun og rýmka heimildir til stað- göngumæðrunar í sérstökum til- fellum að uppfylltum fastákveðnum skilyrðum.“ Kona getur ekki gefið frá sér ófætt barn og því reynir ekki á sam- komulag tilvonandi foreldra við stað- göngumóður fyrr en barn er fætt. „Það er svo áhætta sem fólk þarf að taka, um að staðgöngumóðirin efni sitt heit við fæðingu barnsins.“ Til þess að koma staðgönguþung- un í kring, þurfa hinir tilvonandi ís- lensku foreldrar og íslensk stað- göngumóðir nú að fara til útlanda, þangað sem leyfilegt er að gera slík- ar aðgerðir. Foreldrarnir þurfa því að bera allan kostnað sjálfir, þar með talinn kostnað staðgöngumóð- urinnar en kostnaður við aðgerðina sjálfa getur verið 250-500 þúsund krónur. Á netinu má finna fjölda vefja þar sem fólk óskar eftir staðgöngu- mæðrum en einnig vefi þar sem kon- ur auglýsa að þær taki stað- göngumæðrun að sér. Dæmi eru um það erlendis, ef marka má sumar þessara netsíðna, að konur hafi stað- göngumæðrun að lifibrauði. Ekki er sama hver staðgöngumóðirin er, því þær verða líka að uppfylla ákveðin heilbrigðisskilyrði og fylgikvillar í þungun hjá staðgöngumóður geta orðið og haft áhrif á heilbrigði barns- ins. Enn önnur vandamál koma upp ef staðgöngumóðir er erlend. Heppilegra að velja skyldfólk Aðspurður um hvort fólk ætti sjálft að geta valið sér stað- göngumæður, ef heimild fengist til slíkra aðgerða hér, segir Reynir Tómas að í mörgum tilfellum sé það svo að nákominn ættingi vilji taka það hlutverk að sér. „Ég tel það heppilegra en að velja ókunnugt fólk. Ég hef það á tilfinningunni að óskyld kona myndi frekar vilja halda barninu en ef þetta væri meðal skyldfólks. Það sama átti við um ætt- leiðingar áður fyrr. Þær reyndust auðveldari ef börn voru látin til ætt- ingja.“  Íslenskt par auglýsti eftir staðgöngumóður í Morgunblaðinu um helgina  Reynir Tómas Geirsson prófessor segir að til greina komi að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi en það er óheimilt nú Staðgöngumóðir er lögmóðir Morgunblaðið/Kristinn Staðgöngumóðir Kona getur ekki gefið frá sér ófætt barn.Reynir Tómas Geirsson KARLMAÐUR hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að missa ökuréttindi sín í tólf mánuði fyrir um- ferðarlagabrot og til að greiða allan sakarkostnað, rúmar 190.000 krónur. Málsatvik eru þau að í apríl 2006 veitti lögregla athygli bifreið sem var beygt til vinstri út af Langasandi á Hellu inn á Dynskála og ekið á móti lögreglubifreiðinni. Lögreglumenn- irnir töldu sig þar þekkja bifreið ákærða en skömmu áður hafði lög- regla haft afskipti af manninum í hesthúsi vegna líkamsárásar sem hann kvaðst hafa orðið fyrir af hendi sambýliskonu sinnar. Ákærði var ölvaður þegar lögregla hafði afskipti af honum í hesthúsinu. Hann var einn í bifreiðinni. Blóðsýni var tekið úr honum og sýndi það að vínandamagn í blóði var 1,54 prómill. Ákærði neit- aði sök, kvaðst hafa drukkið áfengi eftir að lögregla stöðvaði hann. Frá- sögn ákærða var á reiki og þótti ekki trúverðug. Í dómi er talið hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi ekið í umrætt sinn undir áhrifum áfengis eins og kært var fyrir. Dóminn kvað upp Ástríður Gríms- dóttir héraðsdómari. Kristín Þórðar- dóttir fulltrúi flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hilmar Ingimundar- son hrl. var til varnar. Missir ökuleyfi og greiðir kostnað GENGIÐ hefur verið frá skipan manna í efstu sætin á framboðslista Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands, í Norðausturkjördæmi. Hörð- ur Ingólfsson markaðsráðgjafi frá Akureyri verður í fyrsta sæti listans. Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir félags- málastjóri á Egilsstöðum verður í öðru sæti. Davíð Sigurðarson fram- kvæmdastjóri á Egilsstöðum verður í þriðja sæti. Eyrún Björk Jóhanns- dóttir stjórnmálafræðinemi á Egils- stöðum verður í fjórða sæti. Ásgeir Yngvason biðreiðastjóri á Akureyri verður í fimmta sæti. Íslandshreyfingin hefur nú birt framboðslista í öllum kjördæmum, nú þegar búið er að birta listann í Norðausturkjördæmi. Íslandshreyf- ingin birtir síðasta listann ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.