Morgunblaðið - 23.04.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 11
FRÉTTIR
D
r. Birgir Jakobsson
barnalæknir og for-
stjóri Karolinska há-
skólasjúkrahússins í
Stokkhólmi hefur búið
í Svíþjóð í bráðum þrjátíu ár ásamt
fjölskyldu sinni. Eins og hann segir
sjálfur hefur forsjónin ráðið því að
hann hefur helgað sænska heilbrigð-
iskerfinu starfskrafta sína en ekki
því íslenska. „Mér finnst gott að
vinna hérna, Svíar eru mjög gott
fólk og ég hefði aldrei verið hér ári
lengur en ég hefði þurft ef okkur
hefði ekki liðið vel hérna.“
Birgir hefur reyndar sótt um
tvær stöður í íslenska heilbrigðis-
kerfinu: stöðu lækningaforstjóra á
Landspítala Háskólasjúkrahúsi og
stöðu prófessors í barnalækningum
við Barnaspítala Hringsins, en fékk
hvoruga. „Já, ég hef aldrei fengið
neinar stöður sem ég hef sótt um,“
segir Birgir og skellihlær. „Ég hlýt
að vera svona ofsalega lélegur í
ráðningarviðtölum!“
Á alvarlegri nótum segir hann þar
sem hann situr á skrifstofu sinni á
Karolinska í Huddinge: „Sannleik-
urinn er sá að ég hef aldrei sótt um
starf, ég hef alltaf verið beðinn um
að taka að mér störf, nú síðast hér.
En ég sótti um þessar tvær stöður á
Íslandi í harðri samkeppni við aðra
góða kandídata. Kannski hef ég ekki
fengið störfin vegna þess að ég var
ekki alveg sannfærður um að ég
væri að gera rétt með því að sækja
um. Ég veit það ekki, ef til vill hefur
undirmeðvitundin verið að verki.
Forsjónin hefur verið mér hjálpleg,
ég hef verið mjög ánægður í þeim
störfum sem ég hef sinnt.“
Nú, þegar Íslendingur hefur verið
ráðinn til að stýra einu stærsta og
virtasta háskólasjúkrahúsi í Evr-
ópu, virðist mörgum sem það sé
staðfesting á að gengið hafi verið
fram hjá Birgi í íslenska heilbrigð-
iskerfinu. Sjálfur vill hann lítið gera
úr því en segist nú endanlega sestur
að í Svíþjóð og muni ekki gera fleiri
tilraunir til að sækja um vinnu á Ís-
landi.
Birgir sérmenntaði sig sem
barnalæknir í Eskilstuna frá 1978,
flutti til Stokkhólms til að vinna á
Huddinge-sjúkrahúsi árið 1983,
sinnti þar rannsóknum og kennslu
og lauk doktorsprófi árið 1988.
Hann vann á Landakotsspítala í eitt
ár en kom aftur til Huddinge og var
þar forstöðulæknir á barnadeild,
síðar sviðsstjóri og loks forstjóri
einkasjúkrahússins St. Görans í
Stokkhólmi frá 2003, þar til hann
var ráðinn forstjóri Karolinska-
sjúkrahússins í byrjun apríl sl.
Hrikalegi barnalæknirinn
Barnalækningar segist hann hafa
valið að sérgrein fyrir tilviljun. „Ég
vann á barnadeild í hálft ár eftir út-
skrift úr læknadeildinni og það átti
vel við mig. Þótt ég væri stór og með
saman á að vera jafnvægi í efna-
hagnum því að þá vita allir að
sjúkrahúsið veitir hagkvæma há-
gæðaþjónustu. Oft byrjum við nefni-
lega á því að fá poka með peningum
og reynum að skipuleggja þjón-
ustuna út frá því. Það þarf frekar að
byrja á hinum endanum.“
Teymisvinna ber árangur
Birgir hefur með þessari sýn sinni
náð góðum árangri í starfi sem for-
stjóri einkasjúkrahússins St. Gör-
ans í Stokkhólmi og sá árangur varð
til þess að honum bauðst núverandi
staða. Dæmi um árangurinn er
bráðamóttakan á St. Göran þar sem
biðtíminn hefur verið styttur um
helming og ánægja sjúklinga og
starfsfólks aukist. „Á St. Göran náð-
um við árangri, við bættum þjón-
ustu, styttum biðtíma og fleira. En
það er engin einföld leið, maður
verður bara að bretta upp ermarnar
og byrja að grafa þar sem maður
stendur. Það eru til aðferðir sem
hafa verið notaðar í iðnaði og venju-
legum fyrirtækjum til að auka gæði
þjónustunnar en þessi hugs-
unarháttur hefur ekki átt upp á pall-
borðið í heilsugeiranum fyrr en
núna á síðustu árum. Á St. Göran
byrjuðum við fyrir þremur til fjór-
um árum að nota þessar einföldu
reglur eins og t.d. „rétt frá byrjun“
og að vinna saman í teymum. Það er
oft þannig í heilbrigðiskerfinu að
sjúklingur þarf að bíða lengi á milli
funda með mismunandi heilbrigð-
isstarfsfólki. Hlutur sem á að taka
hálfan dag getur tekið hálft ár.
Þetta eru gömul vinnubrögð.“
Eftir þessum grundvallarreglum
var unnið að því að breyta bráða-
móttökunni á St. Göran sem fær 60
þúsund heimsóknir á ári. Til að
byrja með var sagt að bráðamóttak-
an væri byggð til að taka við 30 þús-
und heimsóknum og því vildu marg-
ir skipta um húsnæði eða fjölga
starfsfólki, en hvorugt var gert.
Vinnuferlum var breytt og sett voru
saman teymi starfsfólks sem jók
vinnuánægju, stytti biðtíma og
bætti þjónustu við sjúklingana og
öryggi þeirra. Starfsfólk sá árang-
urinn á hverjum degi því daglega
var spurt hvort markmiðum hafi
verið náð.
Tífalt stærra verkefni
St. Göran er rekið af fyrirtækinu
Capio sem rekur sjúkrahús víðar í
Svíþjóð og í fleiri Evrópulöndum.
Starfsmenn St. Göran eru um 1.500,
sjúklingaheimsóknir á ári eru yfir
200 þúsund og fjármunaveltan sam-
svarar rúmlega 12 milljörðum ís-
lenskra króna á ári, auk þess sem
rekstrarreikningur er jákvæður. Nú
hefur Birgir tekið við Karolinska
háskólasjúkrahúsinu sem er tífalt
stærra að umfangi, rekið með halla,
með veltu upp á um 120 milljarða ís-
lenskra króna, 1,4 milljónir heim-
sókna á ári og 15.000 starfsmenn.
En hann ætlar að gera það sama og
hann gerði á St. Göran og horfir
bjartsýnn fram á veginn.
Karolinska sameinaðist Hudd-
inge-sjúkrahúsi árið 2004 og hefur
sameiningarferlið gengið eins og
sameiningarferli ganga venjulega,
þ.e. ekki eins og smurð vél. Sjúkra-
húsið er með starfsemi í Huddinge
og Solna, sem eru úthverfi Stokk-
hólms. „Það er ákveðinn rígur og
mismunandi menning. Þetta hefur
verið sársaukafullt fyrir marga, eins
og allar svona meiriháttar breyt-
ingar gjarnan eru. Þetta er búið að
standa yfir síðastliðin fjögur ár en
nú er samruninn um garð genginn
og kominn á annað stig þar sem á að
bæta starfsemina, þroska hana og
þróa.“
Þá var það álit landsþingsins að
rétt væri að skipta um forystu. Auk
nýs forstjóra hefur ný stjórn tekið
við undir forystu Jan Stenberg,
fyrrverandi forstjóra SAS. Með
honum í stjórninni er mikið af
reyndu fólki úr atvinnulífinu. Birgir
segist binda miklar vonir við stjórn-
ina og að stefnan sé að Karolinska-
háskólasjúkrahúsið haldi sig við þær
leikreglur sem gilda fyrir hlutafélög
þó að það sé opinber stofnun.
Hann segist þó vissulega finna
mun á að stýra einkasjúkrahúsi og
opinberu háskólasjúkrahúsi. „Mun-
urinn er aðallega sá að ég er miklu
nær stjórnmálamönnunum í þessari
starfsemi. Eigandinn er landsþingið
og stjórnmálamennirnir eru kosnir
til að fara með hlutverk eigenda.
Stjórnmálamenn fylgja oft sinni
hugsjón og ég þarf alltaf að taka til-
lit til þeirrar staðreyndar að þeir
eru bundnir af sínu gagnvart kjós-
endum. Maður þarf að fara mjög
varlega áður en maður gerir meiri-
háttar breytingar inni á sjúkrahúsi
sem er í eign skattborgara landsins,
eða í þessu tilviki Stokkhólms. Í
einkafyrirtæki er stjórnandinn
miklu nær eigandanum og allar
ákvarðanatökur ganga miklu hrað-
ar. En eftir þetta tímabil í einka-
geiranum er ég viss um að mikið af
þessu er hægt að nota í opinbera
geiranum. Það er hægt að stýra
mikið á sama hátt en það kemur inn
ein vídd í viðbót – stjórnmálamenn-
irnir sem verður að taka tillit til.“
Skýr forysta og
þátttaka starfsfólks
Stjórnun sjúkrahúsa er enginn
hægðarleikur en Birgir hefur
greinilega skýra sýn. Það liggur
beint við að spyrja hvort það sé
nokkurt mál að beita þessum grund-
vallarreglum til að koma skikki á
rekstrarvanda Landspítala – há-
skólasjúkrahúss. „Ég veit það nú
ekki,“ segir hann og skellihlær.
Samrunaferlið tekur enn sinn toll á
LSH, að hans mati. „Í breytingaferli
þarf forystan að vera alveg skýr í
því hvert förinni er heitið og hvers
er krafist af hverjum og einum til að
áfangastað verði náð. Þannig er
hægt að fá starfsfólkið með. Þetta er
hægt í öllum sjúkrahúsum og eitt-
hvað þessu tengt er örugglega í
gangi á LSH.“
Birgi er tíðrætt um starfsfólkið.
Og það er ekki bara á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi sem talað er um
samskiptaerfiðleika eða langt bil á
milli stjórnenda og þeirra sem vinna
með sjúklingunum, slík vandamál
virðast algeng í heilbrigðiskerfinu.
„Þetta er alltaf vandamál í stórum
stofnunum. Ég held að þetta bil sé
oft til staðar en ég held að það sé
hægt að minnka það bil með því að
fá starfsfólkið með í að bæta þjón-
ustuna gagnvart sjúklingunum. Ég
held að flestum þyki skemmtilegt að
reyna að bæta þjónustuna við sjúk-
lingana. Þannig eykur maður þátt-
töku starfsfólksins og samkennd
þess með starfseminni og ég held að
það minnki bilið. Ég er mjög skýr
með að það er þetta sem mér finnst
mikilvægt. Og ég treysti starfsfólki
til þess að bæta þjónustuna við sjúk-
lingana. Ég held að þetta skapi um-
ræður í starfseminni og fólk finni að
við erum hér til að bæta þjónustuna
og ekki bara til að spara peninga
fyrir stjórnina. Mitt hlutverk er í
raun að fá fólk til að sjá hvernig
þetta hangir saman.“
Það fer vel á því að þegar samtal-
inu lýkur er Birgir að fara að hitta
starfsfólk sem hefur helgað lands-
þingi Stokkhólms starfskrafta sína í
yfir þrjátíu ár og veita þeim viður-
kenningu fyrir það.
Barnabörnin tala ekki íslensku en
skilja eitthvað. Þegar stór-
fjölskyldan hittist er töluð enska því
annar tengdasonurinn er franskur.
„Þetta verður algjör hrærigrautur,“
segir hann hlæjandi. „En ég er hrif-
inn af þessu alþjóðlega, hef alltaf
heillast af því. Það hefur alltaf verið
mín skoðun að landamæri séu til
trafala.“
Þarf að byrja á hinum endanum
Í Svíþjóð eins og á Íslandi er mikið
fjallað um rekstrarvanda sjúkra-
húsa. Góð heilbrigðisþjónusta er
einn af hornsteinum velferðarþjóð-
félaga eins og Íslands og Svíþjóðar
en í báðum löndum er margt gagn-
rýnt, m.a. að of mikil áhersla sé á
peningana.
„Það er eilíft vandamál að reyna
að láta enda ná saman. Það verður
til þess að mikil áhersla er lögð á
peningamálin. Alltaf er verið að
gera einhverjar skammtímaráðstaf-
anir til að fá efnahaginn í jafnvægi
og stjórnendur hafa aldrei tíma til
að sinna langtíma stefnumótun um
hvernig á að bæta þjónustuna við
sjúklingana sem verður að vera út-
gangspunkturinn að mínu mati.“
Birgir rekur hvernig markmiðið
þarf alltaf að vera að bæta þjónustu
við sjúklinga. „Allt byggist á starfs-
fólkinu og hæfni þess og forystan
þarf að leiða sem einn maður. Sjúk-
lingar, starfsfólk, viðskiptavinir og
eigandinn – allir þurfa að vera
ánægðir. Til þess þurfa vísindarann-
sóknir á vegum háskólasjúkrahúss-
ins að vera á heimsmælikvarða og
gæði þjónustunnar mikil. Eigandi
sjúkrahússins, landsþingið, er sá
sem pantar þjónustu sjúkrahússins
og greiðir fyrir hana, þarf líka að
vera ánægður. Hann þarf að vita að
við bruðlum ekki með peninga. Við
þurfum að geta sýnt fram á hag-
kvæmni og stöðugt mat á vinnuferl-
um. Þetta hangir þannig saman að
hæft starfsfólk sem vinnur mark-
visst að því að starfsemin virki og
þjónustan batni, leiðir til þess að
sjúklingar verða ánægðari og eig-
andinn, eða sá sem pantar þjón-
ustuna líka. Og ef allt þetta fellur
skegg og mikið hár og á margan
hátt hrikalegur, átti ég auðvelt með
að umgangast börnin,“ segir hann
og hlær, eins og svo oft í þessu
spjalli. Útlitið er ekki lengur hrika-
legt ef það hefur einhvern tíma verið
það, en hávaxinn er hann eins og
körfuboltamenn eru gjarnan.
„Já, það eina sem ég er þekktur
fyrir á Íslandi er körfuboltinn,“ seg-
ir hann brosandi. Birgir var einn af
„prinsunum“ í körfuboltaliði ÍR og
lék einnig með landsliðinu. „Ég spil-
aði nú síðast landsleik ’76, áður en
ég fór til Patreksfjarðar sem hér-
aðslæknir.“ Hann segist ekki grípa í
körfuna lengur nema í undantekn-
ingartilvikum. Þá með syni sínum
sem var reyndar í íslenska unglinga-
landsliðinu í körfubolta.
Rólegri íþróttir eins og golf og
veiði verða frekar fyrir valinu þegar
tími gefst. Birgir spilar líka á píanó,
segist glamra fyrir sjálfan sig og
nánustu vini. En vinnan er líka
áhugamálið og hefur alltaf tekið
mikinn tíma. „Mér finnst gaman að
vinna en síðan ég byrjaði hér hefur
vinnan tekið mjög mikinn tíma og ég
sé fram á það næstu mánuði.“ Hann
vonast þó til að komast í sumarfrí til
Akureyrar og að geta andað að sér
loftinu í Aðaldal í Þingeyjarsýslu
þar sem hann var í sveit í níu sumur
sem strákur.
Birgir er sjálfur Reykvíkingur,
sonur Jakobs Tryggvasonar, fyrr-
verandi skrifstofustjóra á Póstinum
og Ragnheiðar Jónsdóttur, sem lést
árið 1998. Birgir er giftur Ástu Arn-
þórsdóttur hjúkrunarfræðingi og
eiganda ferðaskrifstofunnar Is-
landia í Stokkhólmi. Þau eiga þrjú
börn, Ingu Maríu viðskiptafræðing í
Stokkhólmi, Ragnheiði lögfræðing í
Brüssel og Arnþór tónlistarmann í
Stokkhólmi. Barnabörnin eru orðin
sex á aldrinum eins og hálfs til fimm
ára. „Það er mjög gaman að þessum
hópi, við vorum einmitt að koma upp
vefmyndavél í gær þannig að við
getum séð barnabörnin í Brüssel
þegar við tölum við þau í gegnum
netið,“ segir hann brosandi á ís-
lensku sem ekki er lituð af langri
Svíþjóðardvöl.
Aðalatriðið að bæta
þjónustu við sjúklinga
Birgir Jakobsson er
forstjóri eins stærsta
og virtasta háskóla-
sjúkrahúss Evrópu,
Karolinska í Stokk-
hólmi. Steingerður
Ólafsdóttir ræddi við
Birgi um ferilinn og
annasamt og ábyrgð-
arfullt starf.
Ábyrgð Birgir Jakobsson er forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í
Stokkhólmi og hefur í mörg horn að líta. Hann hefur búið í Svíþjóð í 30 ár.