Morgunblaðið - 23.04.2007, Page 12

Morgunblaðið - 23.04.2007, Page 12
12 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Norðmenn eru nú að taka upp kvótakerfi,en frá því fyrir aldamót hefur verið leyfilegt að færa aflaheimildir af einu skipi yfir á annað, ef hið fyrra hefur verið úrelt. Annars er skipunum skipt upp í flokka og hefur hver flokkur ákveðið hlutfall leyfilegs heildarafla og skiptist aflinn síðan á milli skipanna í hverjum flokki. Nú er rætt um það hvort aflaheimildum eigi að úthluta ótímabundið eða til ákveðins tíma, til dæmis 18 ára innan kvótakerfis að íslenzkri fyr- irmynd. Norsk sendinefnd mun vera á leið til Íslands til að kynna sér kvótakerfið hér, kosti þess og galla. Geir Björn Nilsen, fréttarit- stjóri norska sjávarútvegsblaðsins Fiskaren, fjallaði um þessi mál í ritstjórnargrein ný- lega. Þar veltir hann meðal annars því fyrir sér hvort sendinefndin geti lært eitthvað af Íslendingum. „Ef ætlunin er að hugsa fyrst og fremst um hagnað, er svarið já. Íslenzkar útgerðir þéna helling af peningum. Sér- staklega þær sem söfnuðu kvóta til að byrja með. Sé markmiðið hins vegar að sem flestir fái hlutdeild í hinum miklu auðlindum sjáv- arins með því að úthluta kvótum til margra, er svarið nei,“ segir Nilsen. Og þar liggur hundurinn grafinn. Það ligg- ur í orðum norska ritstjórans að kvótakerfi eins og á Íslandi skili sjávarútveginum mikl- um tekjum. Væri kerfið hins vegar opnara, myndi það ekki vera arðbært. Staðreyndin er sú að sjávarútvegi í Noregi er illa stjórnað. Allt of mörgum skipum og bátum er haldið til veiða og flestir hafa of lítið til að geta lifað af veiðunum. Heimildirnar eru það litlar að þær eru oft teknar á kannski tveimur þremur mánuðum. Hinn hluta ársins eru sjómenn- irnir á framfæri hins opinbera. Kerfið virkar einnig þannig að megnið af þorskaflanum er tekið á vetrarvertíð, á hrygningartímanum. framboð verður þá of mikið og fiskurinn fer mikið í skreiðarverkun, sem reyndar gefur ágætlega af sér. Þar sem fiskframboð er mjög ójafnt, geta Norðmenn illa boðið upp á ferskan fisk allt árið um kring. Þeir ná því ekki jafn hagstæðum samningum og íslenzk fyrirtæki og fá að jafnaði lægra verð en Ís- lendingar. Norðmenn misnota sjávarútveginn til að halda uppi byggð í landinu. Með því gera þeir hann að stórum hluta óarðbæran. Það er staðreynd að kvótakerfi eins og hér er við lýði gefur sjávarútveginum mikil tæki- færi, einkum þeim fyrirtækjum sem eru með alla keðjuna frá veiðum á disk neytandans úti í hinum stóra heimi. Auðvitað má deila um það hvort kerfið sé réttlátt. Auðvitað vegnar mönnum misvel innan kerfisins. Auðvitað skipta aflaheimildir um eigendur og færast á milli staða. Taki Norðmenn upp kvótakerfi að íslenzkri fyrirmynd og láti það gilda fyrir alla, líka smábátana, mun það hafa miklar breytingar í för með sér. Sérstaklega fyrir byggðina í norðurhluta Noregs. Bátum og sjómönnum mun fækka og það þarf að finna aðrar leiðir til að viðhalda byggðinni. Sumar byggðir geta dafnað, en öðrum hrakað. Norðmenn eru skæðir keppinautar okkar á mörkuðunum fyrir fisk og fiskafurðir. Taki þeir upp kvóta- kerfi verða þeir okkur enn óþægari ljár í þúfu. Þeir geta þá stjórnað sjávarútveginum betur, jafnað veiðina og framboðið og nýtt sér betur en áður nálægðina við markaðina í Evrópu. Norðmenn íhuga kvótakerfi »Norðmenn misnota sjávar-útveginn til að halda uppi byggð í landinu. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ hefur verið ævintýralegur þorskafli við Breiðafjörðinn frá áramótum. Menn fá alls staðar þorsk í netin og bezti túrinn hjá bátnum okkar var 50 tonn í átta lé- legar trossur. Ég man ekki annað eins og hef þó yfir 50 ára reynslu af veiðum og útgerð við Breiðafjörð- inn. Svo er kvótinn svo lítill að fái menn gott í trossu einhvers staðar, færa þeir hana til að forðast þann gula,“ segir Sævar Friðþjófsson, útgerðarmaður Saxhamars á Rifi, en Friðþjófur sonur hans er með bátinn. „Það hefur aldrei gerzt hér við Breiðafjörðinn að menn hafi fengið 50 tonn í svona fá og léleg net eftir eina nótt. Þetta var allt saman stór og góður fiskur. Þetta var fyrir hrygningarstoppið og þá virtist vera fiskur hér á öllum firðinum, bæði djúpt og grunnt. Það er mikil lifur, hrogn og svil í fiskinum og ekki hægt að segja annað en að hann sé vel haldinn,“ segir Sævar. Verðum að skammta okkur fiskinn Þegar Sævar er spurður um aflann frá áramótum, er eins og honum vefjist tunga um tönn: „Ég er nú ekki bara alveg klár á því hvað hann er búinn að fiska frá áramótum. Enda er ekkert mark- tækt í sjálfu sér að tala um afla- magn, einhvern tonnafjölda. Menn hafa ekki verið að leggja sig fram. Friðþjófur hefur kannski verið að draga netin þrjá eða fjóra daga í viku. Hann hefur tekið netin upp allar helgar. Það er því ekkert marktækt að vera að tala um heild- arafla á einhverjum tíma. Þessar minni útgerðir sem hafa ekki næg- an kvóta eins og stóru útgerðirnar, verða að skammta sér aflann á ver- tíðinni til að teygja úr úthaldinu. Við verðum að tryggja sjómönn- unum ákveðinn tíma á sjónum. Við getum ekki klárað kvótann á tveim- ur mánuðum og kastað þeim svo út í horn. Þá fer mannskapurinn eitt- hvert annað og við fáum hann ekk- ert aftur, þegar við fáum úthlutað aftur. Þegar svona þægilegt er að ná þorskinum, tekur þetta fyrr af, þó svo að menn séu að reyna að spara þorskinn eins og hægt er.“ Gera sem mest úr litlu En hvað gera menn þá? „Auðvitað snýst málið um að gera sem mest úr litlu, ná sem mestum verðmætum. Við löndum öllum okkar fiski á markað og höfum verið með eitt hæsta meðalverðið yfir landið, þó svo við séum að fiska í net. Það þykir sumum ekki góð vara, enda þekkja þeir ekki hvernig staðið er að mál- um í dag. Við hirðum allt sem verð- mæti eru í. Við hirðum auðvitað hrogn og lifur, en svilin líka. Svo var ekki gert til skamms tíma. Þetta er annað árið sem við hirðum svilin. Það er lítið verð fyrir þau, en allt skilar þetta sínu. Þetta eru allt verðmæti og fara á fiskmarkaðinn.“ Þú ert ekki sáttur við ráðgjöf fiskifræðinganna um hámarksafla af þorski. „Nei, það er ég ekki. Manni finnst með ólíkindum hvernig þess- ar ráðleggingar frá Hafró eru, þeg- ar svona mikið af fiski er á mið- unum. Að það skuli þurfa að draga úr þorskveiði, á sama tíma og menn eru allt árið að reyna að komast hjá því að veiða þorsk til þess að ná hinum tegundunum líka. Það er alls staðar þorskur, sem menn eru að flýja í stórum stíl. Það var þannig í vetur að fengi Friðþjófur gott í trossu, þá tók hann hana og færði hana þangað, sem hann reiknaði með að hann fengi minna í hana. Þetta er svo öfugsnúið sem mest getur verið miðað við það sem mað- ur var að vinna í hér í gamla daga. Maður þagði yfir því ef maður fékk vel í trossu og lagði hana aftur á sama stað meðan hún gaf vel. Það er ekki hægt að segja að það sé verið að djöflast á þessu. Það er svo langt frá því. Sóknin í þorskinn á netunum hefur dottið mjög mikið niður. Það er ekkert hægt að líkja því neitt saman við það sem var og hét á vetrarvertíð. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að fiskifræðingarnir eru á rangri leið. Maður heyrir það bara á sjómönnum. Þeir segja fiski- gengd vera mikla, en á það virðist ekki vera hlustað. Fiskifræðingarn- ir virðast ekki taka upplýsingar frá sjómönnum inn í sitt reiknings- dæmi. Reynsla sjómannsins virðist ekkert hafa að segja. Ég hef 50 ára reynslu af veiðum hér við Breiða- fjörðinn og fullyrði að það hefur aldrei verið önnur eins fiskgengd hér eins og nú er. Ég er ekki einn um þá skoðun. Ekki í samræmi við það sem er að gerast Það er sjálfsagt að takmarka aflann. Það er enginn á móti því. Kvótakerfið gerir það í sjálfu sér. En þegar takmörkunin er svona mikil og ekki í samræmi við það sem er að gerast á miðunum, verða menn ósáttir. Þess vegna gagnrýn- um við þessa fræðimenn okkar. Okkur finnst að það hljóti að vera eitthvað að þessum rannsóknum þeirra. Að þeir skuli aldrei geta tekið mið af reynslu sjómanna. Nú vitum við að sjómenn hafa lagt til að dregið yrði úr veiðum, eins og til dæmis á grálúðunni. Það er ekki alltaf verið að heimta meira og meira án ábyrgðar. Menn eru ósáttir við ráðgjöfina í þorskinum, hún er ekki rétt. Annars virðist það orðið þannig að frásagnir af góðum afla og mik- illi fiskigengd teljist ekkert frétt- næmar lengur. Það var öðru vísi hér áður fyrr. Væru einhvers stað- ar fiskifréttir var hlustað og spáð í hvort það væri of langt til að sækja þangað. Það virðist afar lítill áhugi vera á því í flestum fjölmiðlum að fjalla um sjávarútveginn, nema kannski helzt á neikvæðan hátt. Ég veit hins vegar ekki til þess að aðrir í þjóðfélaginu hafi sýnt meiri ábyrgð en sjómennirnir í umgengn- inni um auðlind sína. Það er kannski hægt að benda á einhverja svarta sauði. Þeir finnast í öllum hjörðum. Yfirleitt held ég að um- gengnin um auðlindina geti varla verið betri.“ Nú hefur hrygningarstoppið staðið yfir, en að því loknu tekur hálfur mánuður við á veiðum. „Svo er allt búið og við verðum bara að leggja okkur fram á næsta fisk- veiðiár. Það er ekkert um annað að ræða. Morgunblaðið/Alfons Karlinn í brúnni Skipstjóri á Saxhamri er Friðþjófur Sævarsson. Hann skellir sér oft á rúlluna og í aðgerð. Fékk 50 tonn í átta lélegar trossur Ævintýralegur þorskafli við Breiðafjörðinn í vetur Í HNOTSKURN »Svo er allt búið og við verð-um bara að leggja okkur fram á næsta fiskveiðiár. Það er ekkert um annað að ræða. »Ég hef 50 ára reynslu af veið-um hér við Breiðafjörðinn og fullyrði að það hefur aldrei verið önnur eins fiskgengd hér eins og nú er. »Það var þannig í vetur aðfengi Friðþjófur gott í trossu, þá tók hann hana og færði hana þangað, sem hann reiknaði með að hann fengi minna í hana. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Útgerðin Sævar Friðþjófsson á Rifi keypti núverandi Saxhamar af Odd- geiri Ísakssyni á Grenivík. Báturinn hét Sjöfn áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.