Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 15 MENNING SÍÐUSTU sýn- ingar á leikritinu Equus með Dan- iel Radcliffe í að- alhlutverki, verða í nú júní, aðeins þremur mánuðum eftir frumsýningu. Uppfærslan hef- ur vakið mikla athygli um heim allan og gengið fyr- ir fullu húsi í Gielgud-leikhúsinu á West End í London. Talsmaður leik- hússins tilkynnti fjölmiðlum að ástæðan væri sú að leikstjóri sýning- arinnar Thea Sharrock vildi hætta með enn gengi vel en sýningin hóf að skila hagnaði eftir aðeins átta vikur. Uppfærslan vakti strax gríðarlega athygli þegar Daniel Radcliffe sem er þekktastur fyrir að leika litla galdrastrákinn Harry Potter, var ráðinn til að leika eitt aðalhlutverkið en verkið sem er eftir breska leik- ritaskáldið Peter Shaffer, segir frá sálfræðingi sem tekst á við sálsjúkan dreng sem ber kynferðislegar kenndir til hesta. Radcliffe kemur nakinn fram í verkinu. Ákvörðun leikhússins um að ljúka sýningum eftir aðeins þrjá mánuði kom mörgum í opna skjöldu því heyrst hafði að framleiðendur væru að leita að leikara sem tæki við af Radcliffe. Þess í stað hefur leikhúsið tilkynnt að uppfærslan fari í 12 vikna sýningarferðalag með nýjum leikhópi. Á meðal þeirra sem höfðu verið orðaðir við hlutverkið voru Jamie Bell, Orlando Bloom og Jesse Metcalfe. Radcliffe mætir aftur á hvíta tjaldið í sumar þegar Harry Potter og Fönixreglan verður frumsýnd. Equus hættir Skilaði hagnaði eftir aðeins átta vikur á West End Daniel Radcliffe BANDARÍSKI rithöfundurinn Hans Koning lést á föstudag 85 ára að aldri. Dóttir hans Christina Koning staðfesti andlátið en vildi ekki greina frá banameini hans. Koning skrifaði á löngum ferli sínum um 40 verk, allt frá skáldsögum leikritum, kvik- myndahandritum, ferðabókum, barnabókum til blaðagreina fyrir hið virta tímarit The New Yorker. Árið 1976 sendi Koning frá sér ritið Col- umbus: His Enterprise – Exploding the Myth sem vakti mikla athygli og reiði margra. Í verkinu sýnir Koning Kólumbus í öðru ljósi en almenn- ingur í Bandaríkjunum átti að venj- ast. Þar sýnir hann Kólumbus sem harðstjóra sem hafi staðið fyrir nauðgunum og ránum á frum- byggjum Ameríku. Koning segir hann hafa hoggið hendur af indían- um þegar þeir uppfylltu ekki gull- kvótann, brennt höfðingja þeirra á báli og þeir sem komust lífs af frömdu sjálfsmorð með því að borða eitraðar rætur. Bókin var endur- prentuð árið 1992 og seldi þá um 30 þúsund eintök. Hún er enn höfð til hliðsjónar í mörgum menntaskólum. Fjórar kvikmyndir voru gerðar eftir bókum Koning en sú þekktasta er líklega A Walk with Live and Death sem skartaði Anjelicu Houston í að- alhlutverki. Koning sagði eitt sinn að takmark hans sem rithöfundur væri að varpa ljósi á ranglæti heimsins og ástand mannverunnar með dulúð- ugum hætti. Hans Kon- ing látinn Hans Koning GÓÐIR gestir sækja Söguloft Landnámsseturs í Borgarnesi heim í kvöld kl. 20. Hér er á ferðinni franski brúðuleikhóp- urinn Turak í tilefni af menn- ingarhátíðinni Frönsku vori. Sýningin Turak liggur milli brúðuleiks og hefðbundins leikhúss, sem sumir nefna „víðavangsleikhús“. Hópurinn leikur gjarnan á litlum sam- komustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Sýningin er í boði Safnahúss Borgarness. Að- gangur er ókeypis. Leikhús Brúðuleikarar í Landnámssetri Brúðuleikhúsið Turak. BORGARBÓKASAFN Reykjavíkur stendur að dag- skrá á degi bókarinnar í sam- starfi við Pourquois Pas? – Franskt vor á Íslandi. Rithöf- undarnir Gerður Kristný og Sigurður Pálsson segja frá kynnum sínum af Frakklandi og Sigurður les eigin ljóð. Þá mun Sigríður Thorlacius syngja frönsk lög við undirleik Steingríms Karls Teague píanóleikara og safnið býður gestum upp á kaffi og franskar veitingar. Dagskráin verður á Reykjavíkurtorgi í að- alsafninu í Tryggvagötu 15 og hefst kl. 17:30. Bókmenntir Franskt síðdegi í Borgarbókasafni Gerður Kristný rithöfundur. FÉLAG kvikmyndagerðar- manna býður til opins stjórn- málafundar með fulltrúum flokkana til að ræða stefnu þeirra í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis og málefni RÚV ohf. á efri hæð Kaffi Sól- ons í Bankastræti 7 kl. 20 í kvöld. Fulltrúar flokkanna verða: Þorgerður K. Gunn- arsdóttir Sjálfstæðisflokki, Mörður Árnason Samfylking- unni, Jón Sigurðsson Framsóknarflokki, Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri grænum, Ómar Ragnars- son frá Íslandshreyfingunni og óstaðfestur frá Frjálslynda flokknum. Allir velkomnir. Fundur Stefna flokkanna til kvikmyndagerðar Kolbrún Halldórsdóttir Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var hugmynd sýningarstjórans. Okkur fannst hún svolítið fyndin því ég er búinn að vera með netfangið egillegill@yahoo.com í mjög langan tíma,“ segir Egill Sæbjörnsson, mynd- og tónlistarmaður um nafn sýningarinnar Egillegillegill sem opnuð var í New York hinn 5. apríl síðastliðinn. Sýningin er í galleríi sem nefnist Cueto Proj- ect og er staðsett í Chelsea hverfinu, en Egill segir um splunkunýtt gallerí að ræða. „Þetta er fyrsta einkasýningin í þessu galleríi, og það er mjög gaman að fá að vera með þessa sýningu í þessu hverfi. Þetta er náttúrulega í miðpunktinum í gallerí-hverfinu í New York. Þetta er líka 250 fermetra rými þannig að þetta var alveg frábært,“ segir Egill. „Þetta rými er svo stórt að við ákváðum að ráða sýningarstjóra, Gyonata Bonvicini, sem hefur meðal annars unnið í London og Berlín. Hann kom hugmynd- ina að þessu nafni, sem ég var samt ekki að kaupa fyrst. En svo fattaði ég að þetta væri svo- lítið fyndið, það er nánast hægt að sjá þetta ab- strakt því þetta verður hálfgert orðskrípi.“ Kemur víða við Aðspurður segir Egill þema sýningarinnar vera „multiple identities“ og þaðan sé nafnið komið. „Ég sýndi fjögur verk, það er að segja stærri innsetningar, og svo var ég með nokkur minni verk líka. Þetta eru verk frá síðustu tveimur til þremur árum,“ segir hann, en um er að ræða myndbönd, innsetningar, ljósmyndir og skúlptúra. Egill, sem búsettur er í Berlín, hefur sýnt víða að undanförnu. „Ég er búinn að vera að sýna á síðustu mánuðum í Osló og Amsterdam og svo í Köln í síðustu viku. Svo er ég að fara til Arizona þann 1. maí þar sem ég verð með sýn- ingu í borginni Scottsdale. Ragna Róbertsdóttir mun líka taka þátt í þeirri sýningu, þetta verða fjórir listamenn á sýningunni, sem opnar 12. maí.“ Önnur eða fjórða Egill er staddur hér á landi um þessar mund- ir, en hann er að vinna að sinni nýjustu plötu sem enn hefur ekki hlotið nafn. Egill vakti tölu- verða athygli fyrir nokkrum árum þegar hann sendi frá sér plötuna Tonk of the Lawn, en plat- an The International Rock ’n’ Roll Summer of Egill Sæbjörnsson vakti einnig nokkra athygli á sínum tíma. „Þetta er annað hvort önnur platan mín eða fjórða, það fer eftir því hvernig litið er á það,“ segir Egill, en nýju plötuna vinnur hann í Gróðurhúsinu hjá Valgeiri Sigurðssyni, sem hef- ur unnið með listamönnum á borð við Björk, Bonnie Prince Billy og Coco Rosie. „Þetta er bara svona dægurtónlist sem ég hef verið að semja. Ég var með einhverja hrúgu af lögum og bað Valgeir að velja úr því. Hann valdi 14 lög og við gefum líklega út 12 af þeim. Við vorum með á bilinu 70 til 80 lög sem við þurftum að velja úr, en þau voru mislangt komin,“ segir Egill, en platan kemur út síðar á þessu ári hjá Bedroom Community útgáfufyrirtækinu. Orðskrípið Egillegillegill Egill Sæbjörnsson opnar sýningu í New York og er með plötu í bígerð Heimilisstörf Egill ryksugar píanó í verkinu Songs for the Houses sem hann sýndi í Berlín í fyrra. www.egills.de DAGSKRÁ helguð Jónasi Hall- grímssyni verður haldin á Degi bók- arinnar í Iðnó í dag. Rithöfundasamband Íslands ætlar að helga Jónasi dagskrá sem nefnist „Einstaklingur, vertu nú hraustur!“ Átta höfundar munu velja og flytja ljóð eftir skáldið og fjalla um ástæð- ur fyrir vali sínu. Höfundarnir eru Davíð Stef- ánsson, Guðmundur Andri Thors- son, Hallgrímur Helgason, Ingi- björg Haraldsdóttir, Ingunn Snædal, Kristín Svava Tómasdóttir, Vilborg Davíðsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Þá munu þeir Páll Valsson, bók- menntafræðingur, og Þórarinn Eld- járn, skáld, flytja stutt erindi um Jónas. „Alefling andans og athöfn þörf – Jónas og nútíminn“ nefnist erindi Páls, en „Gaman hjá Jónasi“ er heitið á hugleiðingu Þórarins. Loks mun Kvennakór við Háskóla Íslands flytja lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hall- grímssonar, undir stjórn Margrétar Bóasdóttur og undirleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Dagskráin hefst kl. 20 og aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill á með- an húsrúm leyfir. Einstaklingur, vertu nú hraustur! Morgunblaðið/Einar Falur Fjör Gaman hjá Jónasi er heitið á erindi Þórarins Eldjárns. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.