Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 16
16 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LISTAHÁTÍÐIN nuna (now) var
opnuð í Winnipeg í gær og þegar
hafa henni verið gerð mjög góð
skil í fjölmiðlum í borginni. Um
næstu helgi verður þjóðræknis-
þing Þjóðræknisfélagsins í Norð-
ur-Ameríku haldið í Winnipeg og
er allt að smella saman, að sögn
Serena Goebel, formanns íslensk-
kanadíska félagsins Fróns, sem
sér um þingið að þessu sinni. For-
seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son, er heiðursgestur þingsins.
Uppselt
Þjóðræknisþingið hefur vakið æ
meiri athygli síðan það var haldið í
Minneapolis 2002. Núna verður
það haldið á Fort Garry hótelinu
og er rými fyrir um 350 manns í
hátíðarkvöldverðinn á laugardag.
Þó nokkuð er síðan miðar á kvöld-
verðinn seldust upp. „Við gerum
ráð fyrir að um 250 manns sæki
sjálft þingið og þó við sláum hvorki
Minneapolis né Edmonton 2003 út,
verður þetta fjölmennasta þjóð-
ræknisþing sem haldið hefur verið
í Manitoba,“ segir Serena Goebel.
Fyrsta þjóðræknisþingið var
haldið í Winnipeg 1919 en um ára-
tugur er síðan það var þar síðast.
Serena minnir á að Winnipeg er
miðpunktur „íslenska“ samfélags-
ins vestra og stöðugt sé eitthvað
að gerast þar í málefnum fólks af
íslenskum ættum. Frón hafi lagt
grunninn að stofnun Þjóðræknis-
félagsins fyrir 88 árum og sam-
stendur hún til 29. apríl. Á meðal
íslensku listamannanna, sem koma
við sögu hátíðarinnar, eru söng-
konurnar Fabúla, Ólöf Arnalds og
Ragnheiður Gröndal og myndlist-
armaðurinn Ragnar Kjartansson,
auk þess sem sýndar verða kvik-
myndir eftir Egil Eðvarðsson og
Ásdísi Sif Gunnarsdóttur.
Í tengslum við þjóðræknisþingið
kynnir Iceland Naturally íslensk-
an mat á þremur virtum veitinga-
stöðum í Winnipeg.
Félagið Jón Sigurðsson, Kanada
Ísland sjóðurinn og Safn íslenskr-
ar menningararfleifðar á Gimli.
„Atli Ásmundsson, aðalræðismað-
ur Íslands í Winnipeg, hefur líka
lagt okkur ómælt lið í þessu mesta
átaki í sögu Fróns.“
Dagblaðið Winnipeg Free Press
greindi frá listahátíðinni nuna
(now) á forsíðu fyrir helgi og varði
þremur síðum í menningarblaðinu
undir viðburðinn. Um 50 ungir
listamenn taka þátt í hátíðinni og
vinnan ráði enn ríkjum. Því sé
samvinna fólks yfirskrift þingsins.
Allir með
Undirbúningur hófst í desem-
ber 2005 og var þegar ákveðið að
fá önnur „íslensk“ samtök í Winni-
peg til að koma að málum. Serena
segir að þeir sem leggi Frón lið
séu íslenskudeild Manitoba-há-
skóla, Norræna húsið í Winnipeg,
Lögberg Heimskringla, Íslensk
kanadíska tímaritið, Lestrarfélag,
Íslenskir dagar í Winnipeg
Listahátíð ungs fólks í Kanada og á Íslandi hafin í borginni og
forseti Íslands heiðursgestur á þjóðræknisþinginu í vikunni
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Skipuleggjendur Margir hafa komið að skipulagningu þjóðræknisþings Þjóðræknisfélagsins í Norður-
Ameríku, sem verður í Winnipeg, og mikið hefur mætt á Evelyn Thorvaldson, til vinstri, og Serenu Goebel.
ENDURMENNTUNARSTOFNUN Mc-
Gill-háskólans í Montreal efndi til Ís-
landskynningar á dögunum og mætti
hópur fólks sem starfað hefur að
kennslu- og menntamálum.
Markús Örn Antonsson, sendiherra Ís-
lands í Kanada, David Franklin, ræðis-
maður Íslands í Montreal, og Salóme
Arnbjörnsdóttir kynntu sögu Íslands og
landshagi og gerðu grein fyrir áhuga-
verðum tækifærum fyrir erlenda ferða-
menn, sem til landsins koma.
Í erindi sínu fjallaði Markús Örn m.a.
um margháttuð tengsl Íslands og Kan-
ada fyrr og nú, sögu Vestur-Íslendinga
og íslensk utanríkismál. David Franklin
gerði grein fyrir íslenskum efnahags-
málum og utanríkisviðskiptum en Sal-
óme Arnbjörnsdóttir, sem hefur starfað
sem leiðsögumaður á Íslandi en er nú bú-
sett í Montreal, veitti margvíslegar upp-
lýsingar um Ísland sem ferðamannaland.
Fram kom að margir í áheyrenda-
hópnum höfðu gert víðreist um heiminn
og voru áhugasamir um Íslandsferðir.
Ferðalög milli Íslands og Kanada verða
mun auðveldari en verið hefur um árabil
þegar beinar flugferðir milli landanna
hefjast hinn 17. maí n.k. Þá hefst að nýju
áætlunarflug Icelandair til Halifax og
ferðaskrifstofan Heimsferðir byrjar
vikulegt leiguflug til Montreal.
Kynning Frá vinstri: Markús Örn Ant-
onsson, Salóme Arnbjörnsdóttir, David
Franklin og Glenn F. Cartwright, for-
stöðumaður endurmenntunarsviðs
McGill-háskólans í Montreal.
Íslandskynning
í Montreal
ÚR VESTURHEIMI
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
UNDANFARNAR vikur hafa nemendur í 9.
bekk Grundaskóla lagt nótt við dag við æfingar
á söngleiknum Draumaleit en um er að ræða
alþjóðlegt samstarfsverkefni.
Nemendur og kennarar í þremur öðrum
löndum taka þátt í þessu verkefni. Í Stokk-
hólmi í Svíþjóð, Lecce á Ítalíu og í Tyrklandi
eru nemendur í bænum Giresun við Svartahaf-
ið að vinna í verkefninu.
Söngleikurinn gerist í Bandaríkjunum fyrir
um 100 árum þar sem innflytjendur eru í aðal-
hlutverki. Í gær, þegar Morgunblaðið leit inn á
æfingu í Bíóhöllinni, var verið að fínpússa ýmis
atriði en Einar Viðarsson, kennari við Grunda-
skóla, segir að verkefnið hafi gengið vel og
margir lagt hönd á plóginn.
Fá góðan stuðning
„Þetta er stærsta verkefni sem við höfum
tekið þátt í og krakkarnir hafa staðið sig eins
og hetjur í undirbúningnum. Það koma um 50
nemendur úr 9. bekk nálægt þessu verkefni og
við höfum einnig fengið góða hjálp frá for-
eldrum sem hafa tekið þátt í búningagerð,
sviðsmynd og fjölda annarra verka sem til
falla.“ Einar segir ennfremur að sviðið í Bíó-
höllinni sé góður stökkpallur fyrir nemendur
Grundaskóla.
„Við vildum fara með þetta verk út fyrir
skólann og taka eitt skref upp á við frá því í síð-
ustu verkefnum. Draumaleitin er eitt stærsta
verkefni sem Grundaskóli hefur ráðist í þar
sem aldrei hafa svo margir leikarar komið við
sögu í fyrri söngleikjum og sviðsmyndin er
mun stærri en vant er. Einnig er mikið lagt
upp úr lýsingu og hljóði,“ sagði Einar. Flosi
Einarsson og Einar hafa umsjón með uppsetn-
ingunni en Sigurjón Jónsson, Margrét Áka-
dóttir og Sigurður Arnar Sigurðsson hafa séð
um framkvæmdastjórn. Danshöfundar eru
þær Karen Lind Ólafsdóttir og Emilía Ottesen.
Einar segir að fátt hafi komið á óvart þrátt fyr-
ir að tónlistin sé blanda frá fjórum ólíkum þjóð-
um. „Ég hélt að krakkarnir yrðu kannski ekki
hrifin af þeirri tónlist sem samin er í Tyrklandi
eða á Ítalíu. Annað hefur komið á daginn. Þau
eru mjög víðsýn og hafa lært að meta ólíka
strauma frá mismunandi menningarsvæðum.“
Sýningin Draumaleitin, sem er styrkt af Com-
eniusar-sjóðnum, verður frumsýnd á miðviku-
daginn í Bíóhöllinni og er nú þegar búið að
selja alla þá miða sem í boði eru á fyrstu sýn-
ingu. „Það eru um 240 sæti á hverja sýningu og
við gerum ráð fyrir að sýna verkið fimm sinn-
um. Ef áhugi reynist fyrir fleiri sýningum þá
sjáum við til með framhaldið þegar að því kem-
ur,“ sagði Einar. Draumaleitin er þriðji söng-
leikurinn sem nemendur Grundaskóla setja
upp en Frelsi var fyrsti söngleikurinn sem var
sýndur og á sl. ári voru Hunangsflugur og Villi-
kettir á dagskránni.
„Ólíkir straumar í Draumaleitinni“
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Draumalandið Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir og Hallur Flosason eru á meðal þeirra nemenda úr 9. bekk Grundaskóla á Akranesi sem taka
þátt í uppsetningu söngleiksins Draumalandsins sem sýndur verður í Bíóhöllinni næstu vikurnar. Um alþjóðlegt samstarfsverkefni er að ræða.
Samstarfsverkefni fjög-
urra þjóða frumsýnt í
Bíóhöllinni á Akranesi