Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 17

Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 17
|mánudagur|23. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Ég þarf sífellt að takast á viðný verkefni,“ segir DagnýMing Chen brosandi, semnýlega opnaði fyrir al- menningi brúna, í óeiginlegri merk- ingu, listmunaverslunina Xelenta. „Það er bara í eðli mínu og ef til vill uppeldi líka. Foreldrar mínir, Chen Sheng Jing og Hu Haojin, voru mjög færir og virtir fimleikaþjálfarar. Fað- ir minn var m.a. forseti fimleika- nefndar Asíuleikanna 1986 – 1994 og fulltrúi Kínverja í fimleikanefnd karla á Ólympíuleikunum 1988. Þau ferð- uðust starfa sinna vegna víða um heim, heimsóttu tugi landa og bjuggu á meðal nokkurra þjóða. Pabbi kom fyrst til Íslands árið 1982, sem þjálf- ari hjá fimleikadeild Ármanns en hann var fyrsti kínverski fim- leikaþjálfarinn á Íslandi. Honum lík- aði mjög vel hér og segir að Ísland og Singapúr séu bestu staðirnir sem hann hefur búið á.“ Móðir hennar kom síðar til Íslands og þjálfaði hjá Stjörnunni í Garðabæ. „Ég stundaði fimleika eins og for- eldrar mínir og var fimleikameistari í Peking í fjögur ár. Í fimleikunum lærði ég að takast sífellt á við nýjar áskoranir og að ná árangri og ég býst við að í mér blundi einhver æv- intýraþrá. Mig hefur alltaf langað að sjá, upplifa og framkvæma nýja hluti. Foreldrar mínir höfðu sagt mér svo margar góðar sögur af Íslandi sem sumar hljómuðu vissulega svolítið spennandi, enda margt hér ólíkt því sem ég átti að venjast. Ég kom til Ís- lands til að þjálfa árið 1991 og kenndi auk þess Tai Chi. En á Íslandi tók líf mitt alveg nýja stefnu.“ Munurinn á ósviknum munum og eftirlíkingum Dagný kynntist Ragnari Baldurs- syni, sem nú starfar í utanríkisþjón- ustu Íslands. Hann hafði óvenjulegan bakgrunn af Íslendingi að vera, hafði búið í Kína þar sem hann hafði verið við nám í Peking-háskóla á árunum 1975–1979 og síðar í Japan. En þau kynntust á Íslandi. „Ragnar vann síð- an í utanríkisþjónustunni í báðum þessum löndum og ég fylgdi honum, ég var diplómatafrú,“ segir hún og hlær innilega. En Dagný Ming tók hlutverk sitt alvarlega. „Ég vildi kynna landið mitt, Ísland, því ég lít líka á mig sem Íslending. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á ósviknum list- munum og handverki og þegar við komum aftur heim til Íslands árið 2003, þurfti ég að takast á við nýja áskorun; að finna mér hlutverk í ís- lensku samfélagi sem hafði að mínu mati breyst töluvert mikið í fjarver- unni.“ Dagný hefur lengi haft áhuga á listum og listmunum. „Ég hef lært að meta handunna gripi úr náttúruefn- um. Mér finnst allt of mikið af ódýr- um, fjöldaframleiddum gervilistmun- um á markaðnum hér sem hafa lítið gildi. Hún brosir og bætir við: „Ég vildi opna verslun þar sem Íslend- ingar ættu kost á því að fá styttur höggnar af handverksmeisturum í garðana sína og handunna listmuni og kristalsljós í stofurnar sínar í stað- inn fyrir fjöldaframleiddar afsteypur og plastljós. Þess vegna fékk ég vini mína, Guðbjörgu Aðalheiði Stef- ánsdóttur og Gunnar Andrésson, til þess að vinna með mér að stofnun listmunaverslunar fyrir ósviknar vörur; styttur, steinljós og krist- allampa með klassískri hönnun, upp- runna í ýmsum heimshornum.“ Postulínsvasi er margbrotinn Dagný Ming segist aðeins líta á sig sem nokkurs konar brúarsmið, sem brúi bil á milli tveggja eða fleiri heima. „Áður fyrr voru samskipti á milli heimsálfa lítil sem engin en það er nú óðum að breytast. List og við- skipti snúast um samskipti og fara því vel saman. Mér finnst Kínverjar og Íslendingar líka geta unnið vel saman en margt af mununum er handunnið í Kína,“ segir listmuna- safnarinn og útskýrir hvernig himinn og haf skilur að ósvikið postulín og eftirlíkingu. Hún tekur sem dæmi listmun útskornum í fílabein við hlið- ina á steyptri eftirlíkingu sem leik- manninum gæti við fyrstu sýn virst úr sama efni. „Það er fjöldamargt sem gefur vísbendingar um hvað er ekta og hvað ekki. Ef við tökum postulínsvasa sem dæmi þá verður að skoða gerð og aldur leirsins, lögun vasans, myndirnar sem á hann eru málaðar og dýpt litanna sem málað var með. Þegar maður fer að þekkja og finna í hverju munurinn á milli ósvikinna listmuna og eftirlíkinga liggur þá fer fyrst fer að verða gam- an. Þetta er heill heimur,“ segir brú- arsmiðurinn og brosir. Og eitt er víst – það er áskorun að kynnast honum. Ósvikinn Þetta er stytta mynd- höggvarans Magnúsar Tóm- assonar, „Minn- ismerki óþekkta embættis- mannsins“ höggin af kín- verskum hand- verksfólki. Morgunblaðið/G.Rúnar Frumkvöðull Dagný Ming Chen vill bjóða Íslendingum upp á ósvikna listmuni. Tekst á við ósviknar áskoranir Hún hefur verið að byggja brú á milli Íslands og Kína. Brúin er úr sterkum, náttúrulegum efnivið, byggð á reglulegum samskiptum í viðskiptum, kaup- mennsku við handverks- og listamenn og svo aftur við listunnendur. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við brúarsmiðinn Dagnýju Ming Chen. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á ósviknum listmun- um og handverki og þegar við komum aftur heim til Ís- lands árið 2003, þurfti ég að takast á við ný verkefni. Silky Terrierinn Líf er lítill hvutti með stórhundaeðli, silkimjúkan feld og fima dansfætur. »19 gæludýr Góð menntun er mikils virði en getur kostað sitt. Eiga íslenskir foreldrar að stofna menntasjóði fyrir börn sín? »18 fjármál Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.