Morgunblaðið - 23.04.2007, Síða 19
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 19
!!"! #$%&' () (
*+,&'
-.' /0 1(( 222"34,33"'
5
5
6
É
g hef alltaf haft áhuga á dýrum
og hef m.a. áður átt gullfiska,
hamstra, skjaldbökur, nokkra
fugla og ketti,“ segir María
Magnúsdóttir sem er búsett í
Reykjanesbæ. „Ég átti líka áður Golden
Retriever hund, Tuma sem var einstakur
persónuleiki. Núna á ég hins vegar Silky
Terrier hund sem heitir Líf. Ég er líka
nýbúin að koma mér upp þokkalega stóru
fiskabúri og stefni á að fara út í fiskarækt.“
Þar með er ekki sagan öll sögð því María
hefur mikinn áhuga á að fá sér smádýr sem
gæti þó reynst erfiðleikum háð því hún hef-
ur ofnæmi fyrir ákveðnum dýrategundum.
„Mig langar að athuga hvort ég geti haft
kanínu, naggrís eða jafnvel stökkmús og
núna er lítill kanínustrákur í heimsókn hjá
mér til reynslu vegna ofnæmisins.“
Vaknaði við urr
Einn af mörgum kostum Lífar er einmitt
feldurinn. „Hann er silkimjúkur og fellir
ekki hár sem er mikill kostur. Margir sem
eru með ofnæmi fyrir dýrahárum geta þess
vegna haft svona hund,“ segir María. Hún
lýsir tegundinni sem vökulli, uppá-
tækjasamri og skemmtilega ákveðinni.
„Silky Terrier er upprunninn í Ástralíu.
Þetta eru hreinræktaðir smáhundar en þó
ekki kjölturakkar. Upphaflega voru þeir
notaðir til að veiða smádýr. Stundum er
Silky Terrierinn kallaður litli hundurinn
með stórahundaeðlið enda eru þeir kröftug-
ir og ágætis varðhundar.“
María segir sögu af Líf tengda varð-
hundseðli hennar. „Hún sefur í búri og eina
nóttina vaknaði ég við að hún var að urra.
Þegar ég opnaði búrið tók hún strauið fram
á gang og niður stigann, en ég bý í stóru
tveggja hæða húsi. Hún fór strax að úti-
dyrahurðinni og svalahurðinni og urraði út í
eitt. Ég fylgdist með henni og eftir svolítinn
tíma róaðist hún og labbaði með mér upp
aftur. Hvað var í gangi veit ég ekki en ég
hef látið mér detta í hug að óboðinn gestur
hafi verið á ferðinni.“
Hún segir hundinn mikla heimilisgleði.
„Þegar ég kem heim á daginn dansar Líf á
afturfótunum eins og ballettdansari marga
hringi í kring um mig með fæturna upp í
loft. Það eru þvílíkir fagnaðarfundir. Líf er
skemmtilega ákveðin, hvatvís og alltaf til í
leik, gefur endalaust af sér og varð strax
ein af fjölskyldunni. Enda þarf fólk að gera
sér grein fyrir því að hundur er ekki eins
og leikfang. Þetta er 15 ára skuldbinding og
heilmikil ábyrgð sem er bara fyrir fullorð-
inn einstakling að standa undir þótt það sé
um að gera að leyfa börnum og unglingum
að taka eins mikinn þátt í umönnun dýrsins
og hægt er. Strákurinn minn, Hlynur Alm-
ar, sem er níu ára deilir gæludýra-
áhuganum með mér svo hann nýtur Lífar
ekkert síður en ég.“
Fiskar þurfa líka athygli
Eitt er það sem vekur furðu Lífar og það
er þegar húsmóðir hennar er að bjástra við
fiskabúrið. „Hún skilur ekkert í þessum
furðuverum sem svífa þarna um né hvað ég
hef mikinn áhuga á þeim. Þegar ég held
henni upp við búrið glápir hún stórum aug-
um inn og nær þessu engan veginn.“
María viðurkennir líka að fiskar og
hundar séu ólík dýr að halda. „Það er mjög
afslappandi að sitja og horfa á fallega fiska
í búri en auðvitað er gífurlega mikill munur
þarna á. Hins vegar eru þetta hvor tveggja
dýr og fiskarnir þurfa sína athygli enda ým-
islegt sem getur komið upp í fiskabúri, s.s.
sjúkdómar ofl.“
Hún segir heilmikil fræði í kring um
fiskaræktina og oft hægt að læra mikið af
öðrum fiskaeigendum, t.d. í gegn um netið.
„En ég er nú bara byrjandi í þessu,“ bætir
hún við.
Líf er þó og verður í fyrsta sæti. „Friðrik
mikli Prússakeisari sagði: „Því betur sem
ég kynnist mönnunum, þeim mun vænna
þykir mér um hundinn minn.“ Ef rétt er á
málum haldið myndast mjög sérstakt sam-
band milli hunds og manns. Hundurinn er
einstakur vinur og verðskuldar virðingu í
samræmi við það.“
Morgunblaðið/Sverrir
Mæðgin María Magnúsdóttir og Hlynur Almar Sölvason deila áhuga sínum á gæludýrum og njóta hér samvistanna við Silky Terrier hundinn
Líf og litla kanínustrákinn sem er í heimsókn hjá þeim um þessar mundir. Einnig er fiskabúr að finna á heimili þeirra.
Mjúk Það er notalegt að hafa hlýja kanínu á
öxlinni eins og Hlynur Almar fær að reyna.
Mæðgin með mætur á dýrum
Þegar María Magnúsdóttir
kemur heim á daginn er henni
fagnað með ballettdansi sem
væri ekki í frásögur færandi ef
dansarinn væri ekki hundur.
Bergþóra Njála Guðmunds-
dóttir komst að því að Silky
Terrier er lítill hvutti með stórt
hundaeðli.
Þegar ég kem heim á dag-
inn dansar Líf á afturfót-
unum eins og ballettdansari
marga hringi í kring um mig
með fæturna upp í loft. Það
eru þvílíkir fagnaðarfundir.
ben@mbl.is