Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VANDI STJÓRNAR- ANDSTÖÐUNNAR Stjórnarandstöðuflokkarnir eigavið þann vanda að stríða í þess-ari kosningabaráttu að þeir finna ekkert „á“ ríkisstjórnarflokk- ana ef svo má að orði komast. Það hefur ekkert mál komið upp í kosningabaráttunni, sem hefur sett stjórnarflokkana í vörn á einn eða annan veg. Þetta er mjög óvenjulegt. Yfirleitt tekst stjórnarandstöðuflokkum að finna eitthvert mál í aðdraganda kosninga, sem kemur ríkisstjórn í vanda og skapar stjórnarandstöðunni vígstöðu til að hefja sókn á hendur sitjandi ríkisstjórn. Nú eru þrjár vikur til kosninga og ekkert af þessu tagi hefur gerzt. Jafnvel Framsóknarflokkurinn, sem hefur átt við sín sérstöku vandamál að stríða á seinni árum, hefur verið að ná sér á strik. Stjórnarandstöðu- flokkunum er ekki að takast að koma höggi á Framsóknarflokkinn á nein- um nýjum forsendum. Og það er erf- itt að tönnlast á gömlum málum eftir að formannsskipti hafa orðið í Fram- sóknarflokknum. Skoðanakannanir benda til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir séu að berjast sín í milli um ákveðinn hóp kjósenda. Fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna gengur upp og niður og fram og til baka á milli þessara tveggja flokka. Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn eru að berjast sín í milli og sennilega er Íslands- hreyfingin að síga fram úr Frjáls- lynda flokknum. Enginn þessara fjögurra flokka eða framboða kemur neinu höggi á stjórnarflokkana. Þetta er merkilegt í ljósi tólf ára setu ríkisstjórnarinnar og sextán ára samfelldrar setu Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn en eftir sem áður stað- reynd. Við þetta bætist, að stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa ekki bryddað upp á neinum nýjum stefnumálum, sem höfða til kjósenda. Málflutning- ur þeirra bendir til þess, að þeir hafi ekkert nýtt að segja. Það eina stefnu- mótunarplagg, sem af hálfu Samfylk- ingar hefur verið virkilega vel unnið, þ.e. kynningarrit flokksins um efna- hagsmál, virðist ekki vera í hávegum haft meðal frambjóðenda flokksins. Sennilega vegna þess, að þar er boð- uð samdráttarstefna í efnahagsmál- um. Ef Samfylkingin héldi því plaggi mikið fram í kosningabaráttunni yrði flokkurinn jafnframt að upplýsa hvar hann ætlar að draga saman. Í sam- göngumálum? Vinstri grænir geta vissulega hald- ið því fram, að samstaða sé að verða um meginsjónarmið þeirra í um- hverfismálum, þótt það eigi fyrst og fremst við um hin hófsamari sjónar- mið í þeirra röðum. En það dugar þeim ekki nema að takmörkuðu leyti í kosningabaráttunni. Aðrir flokkar hafa tekið upp svipuð sjónarmið. REISUM MÚR Enn grípa Bandaríkjamenn til ör-þrifaráða í Írak. Nú á að reisa múr í Bagdad. Markmiðið er að stöðva hjaðningavíg milli sjíta og súnníta í borginni, en fyrirætlanirnar hafa mætt harðri gagnrýni í Írak og sagði íraskur læknir í samtali við dag- blaðið The New York Times að múr- inn breytti borgarbúum í dýr í búri. Ísraelar hafa reist múr til að hefta ferðir Palestínumanna á hernáms- svæðunum, Marokkómenn hafa reist múr til að tryggja ítök sín í Vestur- Sahara, gríðarmikill veggur á að rísa til að koma í veg fyrir að fólk komist frá Mexikó til Bandaríkjanna í leyf- isleysi og nú er röðin komin að Bandaríkjamönnum í Bagdad. Í yfir- lýsingu frá Bandaríkjaher sagði að múrinn væri „lykilatriði í nýrri her- ferð sveita bandamanna og Íraka til að rjúfa vítahring ofbeldis milli trúar- hópa“. Bandaríkjamenn hafa hafið aðgerð- ir til að ná tökum á ástandinu í Bagdad og er ætlunin að senda 30 þúsund bandaríska hermenn til við- bótar til landsins til að þessar aðgerð- ir beri árangur og veiti stríðandi fylk- ingum ráðrúm til að leita pólitískra lausna. Ekkert gefur hins vegar til kynna að vilji sé fyrir hendi til að nýta slíkt tækifæri og Bandaríkjaher hef- ur ekki tekist að stöðva fjöldamorð og sjálfsmorðsárásir. Þær mannskæð- ustu frá því að aðgerðir Bandaríkja- manna hófust fyrir tveimur mánuðum voru gerðar á miðvikudag. Þá létu líf- ið tæplega tvö hundruð manns í Bagdad. Árásin á íraska þingið sýnir hversu erfitt er að gæta öryggis í borginni. Þar er hvergi öruggt skjól að finna, ekki einu sinni á græna svæðinu, svokallaða. Eins og hlutirnir ganga fyrir sig í Írak er ekki hægt að komast hjá því að fá á tilfinninguna að flestar að- gerðir Bandaríkjamanna byggist á sjálfsblekkingu. Ætlunin er að örygg- ismál í landinu færist smátt og smátt í hendur Íraka, en hvað þýðir það? Nú um helgina birtust fréttir um að íraskir hermenn hefðu pyntað fanga til að fá fram upplýsingar og játning- ar og hefði ekki þótt vitund óeðlilegt að beita slíkum aðferðum. Bandaríkjamenn eru að leita sér útleiða úr Írak, en virðist ekki ganga vitund betur en í Víetnam forðum daga þegar suður-víetnömsk yfirvöld áttu að fylla upp í tómarúmið, sem Bandaríkjaher skildi eftir sig. Múrinn í Bagdad minnir óhjá- kvæmilega á Berlínarmúrinn þótt hann hafi verið reistur af öðrum sök- um. Þegar menn eru komnir í þá stöðu að þeir sjá ekki önnur ráð en að reisa múra eru þeir komnir í öng- stræti. Bandaríkjamönnum hafa ver- ið æði mislagðar hendur í Írak og það er eins og við hvert fótmál takist þeim að fá fleiri íbúa landsins upp á móti sér. Það verður engin breyting á því við múrinn í Bagdad. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í grein í breska dagblaðinu The Times í síðustu viku var fjallað um baráttu Orra Vigfússonar við að stöðva veiðar á villtum laxi í hafinu. Höfundurinn sagði það merkilega staðreynd að þessar gríðarumfangsmiklu björgunar- aðgerðir væru ekki undir forystu hefðbund- inna náttúruverndarsinna, heldur fólks sem hefur brennandi áhuga á að veiða laxinn sem það berst við að bjarga. Stjórnendur NASF hafi eytt tíma, fjármunum og gríðarlegri diplómatískri þekkingu í að vernda laxinn, sökum ástríðu til veiða. Greinarhöfundur segir árangurinn af baráttu Orra og félaga hans hreint makalausan, og vitnar í Orra sem segir: „Framtíð Atlantshafslaxins verður bjartari með hverjum mánuðinum sem líður. Í mínum huga er enginn efi um að við höfum svörin við vandamálum laxins. Við þurfum einungis að hrinda þeim í framkvæmd.“ Þegar Orri var sóttur heim á skrifstofu NASF í Skipholtinu fyrir viku síðan, var hann að leggja upp í tveggja vikna ferð á vegum Goldman-sjóðsins, í tengslum við umhverf- isverðlaunin. Fyrst lá leiðin til London í viðtöl við fjölmiðla á borð við BBC og The Econom- ist. Þá var flogið vestur um haf, þar sem dag- skrá tengd verðlaunaafhendingunni hófst. Rætt var við fjölmiðla, fundað með auðkýf- ingnum Richard Goldman, stofnanda verð- launasjóðsins, og öðrum verðlaunahöfum. Í vikunni liggur leið verðlaunahafanna til Wash- ingtonborgar, þar sem verðlaunahátíð verður í höfuðstöðvum National Geographic Society. Áður en Orri gat rætt við blaðamann hér heima, þurfti hann að ljúka símtölum þar sem rætt var um fyrirhuguð uppkaup neta við strendur Wales og Skotlands. Hann fullvissaði einn viðmælandann, góðan vin í London, um að það vantaði einungis 60.000 pund uppá. „Það er ekkert,“ sagði Orri sannfærandi. 50 milljóna mótframlag Að símtalinu loknu sagðist Orri ætla að nota verðlaunaféð, 125.000 dali eða hátt í níu millj- ónir, í það að halda áfram að kaupa upp lax- anet. „Ég mun vinna í því að fá mótframlög til að gera meira úr peningunum. Ég reyni að safna eins og 50 milljónum á móti, til að vinna að allskyns verkefnum hjá þeim sem hætta netaveiðum.“ Orri hefur á þeim rúma eina og hálfa ára- tug, sem hann hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir verndun laxins, unnið samkvæmt þeirri sannfæringu að allir sem koma að uppkaup- unum eigi að gera viðskiptasamninga sín á milli; allir eigi að græða. „Netaveiðimenn sem við biðjum um að hætta laxveiðum fara í staðinn fram á upphæð til að hrinda öðrum atvinnutengdum málum í framkvæmd, við styrkjum þá um hluta upp- hæðarinnar.“ Hann sýndi mér lista með nöfn- um grænlenskra veiðimanna og útskýrði hvað þeir hyggjast gera. „Þessi maður hyggst kaupa sér fiskigildrur sem kosta um 340.000 krónur. Við ætlum að styrkja hann um helm- ing þeirrar upphæðar. Og þessi er að kaupa sér línubeitingarvél sem kostar tvær og hálfa milljón. Við munum veita honum og fjórtán öðrum í þessum hópi styrki á árinu. Þetta hjálpar mönnunum að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd. Þetta eru verkefni upp á tæpar 25 milljónir íslenskar,“ sagði hann og studdi fingri á blaðið. „Við ætlum að styrkja þá um helming upp- hæðarinnar. Oft þegar sótt er um styrki til byggðaverk- efna, þá er sótt um fé til alls verkefnisins. Þá er alltaf hætt við að stjórnmálamenn fari að úthluta styrkjum sem pólitískum greiðum. Með þessu móti fá menn ekki styrkinn nema þeir geti sannfært þriðja aðila, eins og stjórn- völd á viðkomandi stað, um að þeir eigi einnig að styr verkefn Netav Við e vert At hafa ve fleiri st hægt a séu aðs hægt a lausnir greiða það ver græði – Ef laxa Að v miðið. Í inum í á mörgum að vinn ánum o beita m vernda Orri fólks se Viðurkenning á þ hugmyndafræðin Baráttumaður „Ef verndarstefnan er viðskiptalegs eð Orri Vigfússon sem hlaut Goldman-umhverfisverðlaun ORRI Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxa, hlýtur Goldman-umhverfisverðlaunin í ár, fyrir baráttu sína fyrir verndun Atlantshafslaxins. Verðlaunin eru helsta við- urkenning sem baráttufólk í grasrótarhreyfingum sem tengj- ast umhverfismálum getur hlotið. Orra verða afhent verð- launin, sem nema 125.000 dölum, eða um 8,4 milljónum króna, við hátíðlega athöfn í San Francisco í kvöld. Hafa safnað tveimur milljörðum Goldman-umhverfisverðlaununum var komið á laggirnar árið 1990. Þau eru studd af yfir 100 þjóðarleiðtogum og eru iðulega kölluð „Nóbelsverðlaun fyrir umhverfismál.“ Árlega eru sex einstaklingar heiðraðir fyrir framúrskarandi árangur við að vernda umhverfið og berjast fyrir verndun viðkvæmr- ar náttúru. Hinir verðlaunahafarnir í ár eru frá Kanada, Ír- landi, Mongólíu, Perú og Sambíu. Í yfir sjóðnum segir að Orri Vigfússon sé ful umhverfisbaráttumanna; fjárfestir sem hæfileika og samningatækni til að ver „Fulltrúi nýrrar umhverfisbarátt Orri Vigfússon hlýtur Goldman-umhverfis- verðlaunin í ár fyrir baráttu sína fyrir verndun Atlantshafslaxins. Verðlaunin eru veitt einstaklingum fyrir framúrskar- andi árangur við að vernda umhverfið og berjast fyrir verndun viðkvæmrar náttúru Einar Falur Ingólfsson ræddi við Orra. M Vernda Barátta Orra hefur byggst á þv laxastofna í úthafinu svo áfram sé hæg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.