Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í fyrri hluta greinarinnar var
komist að þeirri niðurstöðu að
stærsti hluti virðisauka í álfram-
leiðslu renni til erlendra aðila. Í
þessum hluta verður reynt að nálg-
ast mat á rentu af auðlindinni sem
virkjuð er og rýnt í hver nýtur
hennar.
Sé heimsmarkaðsverð, söluverð
og framleiðsluverð raf-
orku eitt og hið sama
er engin renta af auð-
lindinni. Allur virð-
isauki rennur þá til
annarra fram-
leiðsluþátta. Auðlindin
hefur ekkert verðgildi
í orkuframleiðslu við
þessar aðstæður. Ef
heimsmarkaðsverð á
orku er hærra en
framleiðsluverð inn-
lendrar orku er renta
af auðlindinni til stað-
ar. Það ræðst af sölu-
verðinu til álversins hvar hún lendir.
Rentan lendir hjá orkuframleið-
andanum ef hann selur raforkuna á
heimsmarkaðsverði. Auðlindarentan
er þá munurinn á heimsmark-
aðsverðinu og framleiðsluverði ork-
unnar að meðtaldri eðlilegri ávöxtun
á fjármagni í rekstrinum. Sé orkan
hins vegar seld á verði sem er undir
heimsmarkaðsverði skilar rentan
sér ekki að fullu til orkusalans held-
ur rennur að hluta til kaupandans
og að fullu til hans ef söluverðið er
jafnt framleiðsluverðinu.
Upplýst afstaða til virkjana í þágu
stóriðju krefst þekkingar á þessum
forsendum. Þeir sem tilbúnir eru að
ganga langt í uppbyggingu stóriðju
vilja væntanlega ekki nýta auðlindir
hér á landi þannig að öll renta af
þeim renni til erlendra aðila og þeir
sem vilja fara varlega í sakirnar
eiga auðveldara með að gera upp
hug sinn ef þeir vita fyrir hvaða
verð náttúruauðlindum er fórnað.
Það hlýtur að vera hagsmunamál
allra að upplýsingar þessar liggi fyr-
ir.
Upplýsingar um söluverð ís-
lenskra orkuvera á raforku til stór-
iðju hafa ekki legið á lausu. Án
slíkra upplýsinga má þó nálgast
svar við spurningunni um rentuna
þótt ekki sé í tölum.
Fyrr á tíð lögðu stjórnavöld mikið
í að fá erlenda aðila til að byggja hér
álver. Gekk það lengi vel illa þrátt
fyrir síaukna álnotkun og hækkandi
heimsmarkaðsverð. Skýringin er
líklega sú að orkuverð hér hafi þótt
hátt í samanburði við heimsmark-
aðsverð á orku til álframleiðslu. Nú
hafa orðið umskipti. Álframleið-
endur standa í biðröð og eru að sögn
komnir með bindandi
tilboð um orkuverð,
sem gerir þeim kleift
að ákveða sig með
stuttum fyrirvara.
Þetta bendir til þess að
orkuverð til stóriðju
hér á landi sé nú orðið
lægra en það verð sem
fá má hjá öðrum orku-
framleiðendum. Það
þýðir þó ekki að verð
hér hafi lækkað nema
að tiltölu við heims-
markaðsverð. Rétt er
að hafa í huga að Ís-
land er ekki hagkvæmur fram-
leiðslustaður fyrir ál m.t.t. flutnings
á hráefni og framleiðsluvöru og að
laun eru há. Þetta óhagræði verður
að jafna út með orkuverðinu.
Framangreint bendir sterklega til
þess að verð á orku til álframleiðslu
hér á landi sé nú orðið lægra en
heimsmarkaðsverð. Sé svo er það
vísbending um að orkukaupandinn,
þ.e. álverið, sé að fá í sinn hlut nokk-
uð af þeirri rentu sem auðlindin gef-
ur af sér.
Sé litið til framleiðslu orkunnar
má einnig finna vísbendingar þar
um. Þar sem söluverð til stóriðju
hefur ekki verið gefið upp hafa ýms-
ir orðið til þess að draga í efa fjár-
hagslega hagkvæmni af þessari
orkuframleiðslu og byggja það á
upplýsingum sem fyrir liggja og út-
reikningum sem þeir hafa gert.
Orkusalar fullyrða að sala orku til
stóriðju sé hagkvæm og er það stutt
þeim rökum að hún gefi ásættanlega
arðsemi. Ekki er tilgreint hvað telst
ásættanleg arðsemi. Með arðsemi er
yfirleitt átt við það að eftir að kostn-
aður hefur verið greiddur séu eftir
tekjur til að umbuna fyrir það fjár-
magn sem lagt hefur verið fram.
Með ásættanlegri arðsemi er þá
væntanlega átt við að arðsemi fjár-
magnsins sé ekki minni en hugs-
anlegt hefði verið að fá með öðrum
hætti.
Máli skiptir hvort auðlindin hefur
verið metin til fjár í arðsem-
isútreikningunum eða hvort aðeins
er miðað við beint útlagt fjármagn.
Sé verðmæti auðlindarinnar ekki
talið með og arðsemi af öðru fjár-
magni er aðeins í samræmi við
markaðsávöxtun skilar engin renta
sér til orkuversins. Auðlindarentan
hefur þá runnið að fullu til álversins
og kemur fram í hagnaði þess. Í hlut
Íslands af rentunni kemur þá ein-
göngu tekjuskattur álversins.
Framangreind atriði, ásókn í orku
og upplýsingar um orkusölu, benda
til þess í fyrsta lagi að umtalsverð
auðlindarenta sé í orkuframleiðslu á
Íslandi. Í öðru lagi að þessi renta
skiptist á milli orkuseljenda og ál-
veranna. Í þriðja lagi að líklegt sé að
verulegur hluti þessarar auðlinda-
rentu renni til erlendra aðila. Þeirri
spurningu hversu mikil renta er og
hvernig hún skiptist milli innlends
orkusala og erlends kaupanda verð-
ur ekki svarað nema með ítarlegri
athugun á grundvelli talnalegra
upplýsinga.
Sú spurning vaknar hins vegar
hvort nýting náttúruauðlinda með
þeim hætti að arður af þeim renni
að verulegu leyti til erlendra aðila
samrýmist hugmyndum manna um
þjóðareign á náttúruauðlindunum
og nýtingarrétt á þeim. Fyrir Ísland
hefur auðlindin þá misst fjárhags-
legt gildi sitt, öðrum nýtingarmögu-
leikum hefur verið fórnað og um-
hverfisspjöll hugsanlega unnin.
Auðlindin er þá ekki lengur auðlind
en er orðin byrði. Til hvers er þjóð-
areign þá?
Auðlindir og arður
Indriði H. Þorláksson skrifar
um auðlindir þjóðarinnar »Hver er hlutdeildinnlendra aðila í
virðisauka af álfram-
leiðslu og hvert rennur
arðurinn af náttúru-
auðlindinni, sem notuð
er?
Indriði H. Þorláksson
Höfundur er hagfræðingur.
MIKIÐ hefur verið
talað um niðurstöður
MUNNÍS-rannsókn-
arinnar, sem sýnir
svart á hvítu að tann-
heilsu barna og ung-
linga hefur farið hrak-
andi undanfarin ár.
Þegar undirrituð út-
skrifaðist frá tann-
læknadeild Háskóla
Íslands árið 1993 var
tannheilsa barna og
unglinga með besta
móti. Flest ef ekki öll
börn mættu hjá sínum
tannlækni tvisvar á ári,
voru skoðuð og flúor-
lökkuð og gert við
skemmdir ef ein-
hverjar voru. For-
eldrar voru þá látnir
borga 25% af kostnaði
við þessa tann-
heilsugæslu. Svo illa
skemmdar tennur að
þyrfti að rótfylla eða
jafnvel fjarlægja voru
afar sjaldgæfur hlutur hjá börnum
þá en nú í dag eru þær nánast dag-
legt brauð tannlækna. Tvö samhliða
kerfi voru í gangi, skólatannlækn-
ingar í Reykjavík og Hafnarfirði og
einnig sáu sjálfstætt starfandi tann-
læknar um sinn yngsta sjúklingahóp
af miklum myndarskap. Eftir að op-
inberar skólatannlækningar voru
lagðar niður var ábyrgð á tannheilsu
barna og unglinga alfarið varpað yfir
á foreldra. Engir samningar hafa
verið í gildi milli tannlækna og
Tryggingastofnunar ríkisins síðan
1998 og framlög hins opinbera til
tannheilbrigðismála hafa lækkað.
Fyrir skömmu átti ég tal við for-
menn tannlæknafélaganna á Norð-
urlöndum og skýrði þeim frá því
hvað væri að gerast uppi á litla Ís-
landi. Þeir voru sammála um að
ástandið væri ískyggilegt en vildu
kenna því um að allar tannlækningar
á Íslandi væru einkareknar, þ.e.a.s.
ekki væru opinberar skólatannlækn-
ingar. Ég hef verið að
hugsa um þessi orð
þeirra og það hvers lags
ríkisstjórn hefur verið
við völd á Íslandi und-
anfarinn áratug en hún
hefur mikið haldið á
lofti kostum einkavæð-
ingar og frjálsrar sam-
keppni.
Við lifum í samkeppn-
isumhverfi og tann-
læknum er bannað með
lögum að hafa verð-
samráð. Það var
ákvörðun hins opinbera
að leggja skólatann-
lækningar niður, og
einkavæða alla tann-
heilsugæslu. Það var
ákvörðun hins opinbera,
heilbrigðisráðherra og
fjármálaráðherra síð-
astliðinna ára að lækka
endurgreiðsluhlutfall
vegna tannlækninga
markvisst.
Ljóst er að þeir sem
hafa haldið um pyngju ríkissjóðs
undanfarin ár bera mikla ábyrgð á
því ástandi sem nú hefur skapast í
tannheilsumálum barna og ung-
menna. Þeim hlýtur að hafa verið
það ljóst að með því að hækka ekki
endurgreiðslur vegna tann-
læknaþjónustu, þótt ekki væri nema
til að halda í við vísitöluhækkanir,
myndu börn þeirra foreldra sem
minnstar tekjur hafa ekki skila sér til
tannlæknis en þau börn eru einmitt í
mestri hættu að fá tannskemmdir,
það sýna allrar rannsóknir hvar sem
er í heiminum.
Án þess að hugsa sig tvisvar um
hafa ríkisstjórnir undangenginna ára
brosað í kampinn og lækkað framlög
til þessa málaflokks – með öðrum
orðum „sparað“ fyrir hönd rík-
issjóðs. Sparað á kostnað þeirra sem
minnst mega sín í þessu þjóðfélagi.
Einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu
fylgir mikil ábyrgð, ekki síst af hálfu
hins opinbera. Hér erum við að ræða
um grunnheilsugæslu barna okkar
og ungmenna en þessi hópur er af-
skaplega lélegur þrýstihópur (getur
t.d. ekki kosið).
Eitt er að einkavæða og annað að
láta þessa einkavæðingu ganga upp
til velferðar fyrir bæði ríki og ein-
staklinga. Segja má að einkavæðing
tannheilbrigðisþjónustunnar hafi
verið prófsteinn á það hvort ráða-
menn hafi haft vit til að notfæra sér
hagkvæmni einkavæðingar án þess
að velta kostnaði um of yfir á ein-
staklingana sjálfa. Mér sýnist að
þeim hafi mistekist hrapallega. Á
meðan ekki tíðkast sama kerfi hér og
í Bandaríkjunum þar sem fólk kaupir
sér heilsutryggingar til að standa
straum af útgjöldum vegna heil-
brigðismála verður íslenska ríkið að
bera fulla ábyrgð, þótt ekki sé nema
á heilsugæslu barna og unglinga.
Ég er nokkuð viss um að fæstir
tannlæknar og ennþá síður rík-
isstjórnin vilja snúa aftur á bak í
tíma og stofna ríkisbákn sem sinna
ætti tannheilsugæslu barna og ung-
linga eins og er við lýði á hinum
Norðurlöndunum. Forvarnir eru og
verða kostnaðarsamar, það vita allir.
Með því að hækka endurgreiðslu-
hlutfall til samræmis við það sem áð-
ur var hefði með einföldum hætti
mátt koma í veg fyrir þetta stórslys
sem orðið hefur í tannheilsugæsl-
unni. Nú er um að gera að missa ekki
móðinn heldur spýta í lófana og
bretta upp ermar, fara aftur á byrj-
unarreit og sinna tannheilsugæslu
barna okkar eins og þau eiga skilið.
Skipbrot
einkavæddrar
heilbrigðisþjónustu?
Ingibjörg S. Benediktsdóttir
fjallar um tannheilbrigðismál
Ingibjörg S.
Benediktsdóttir
»Einkavæð-ingu í heil-
brigðiskerfinu
fylgir mikil
ábyrgð, ekki síst
af hálfu hins op-
inbera.
Höfundur er tannlæknir, doktor í
röntgentannlækningum og varafor-
maður Tannlæknafélags Íslands.
SÚ REGLA hefur gilt í íslensku
samfélagi að eldri borgarar fara af
vinnumarkaði á aldursbilinu 67–70
ára, án tillits til þess hvort þeir sjálf-
ir eða atvinnurekendur hafa óskað
eftir því. Nokkuð hefur borið á því í
umræðunni að vísað sé
til eldri borgara líkt og
um væri að ræða eins-
leitan hóp með svipuð
einkenni og aðstæður.
Þannig er því þó ekki
háttað. Það sem eldri
borgarar eiga sameig-
inlegt er að hafa náð
ákveðnum aldri sem
skilgreinir þá sem
eldri borgara. Að öðru
leyti er þessi hópur
ekkert frábrugðinn
hópum fólks á ein-
hverju öðru aldurs-
skeiði. Það sem kemur þó fyrst upp í
hugann þegar talað er um efri árin
er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti
gert vart við sig á öllum aldurs-
skeiðum er hættan á heilsubresti
vissulega mest á efri árum. Að þessu
leytinu til gætir þó mikils mismunar
hjá eldri borgurum. Hluti þeirra er
við góða heilsu, hluti við þokkalega
heilsu og enn annar við bágborna
heilsu. Fjölskylduaðstæður eldri
borgara eru að sama skapi afar mis-
munandi. Sumir eiga því láni að
fagna að eiga maka á lífi sem er við
góða heilsu, aðrir hafa misst maka
sinn og enn aðrir eiga maka við
slæma heilsu sem þarfnast aðhlynn-
ingar. Aðrar fjölskylduaðstæður
sem geta verið ólíkar eru fjöldi
barna- og barnabarna. Fjárhagur og
fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþátt-
ur í lífi eldri borgara. Leiða má líkur
að því að flestir eldri borgarar búi
við fjárhagslegt öryggi. Vitað er að
hluti eldri borgara hef-
ur ekki nægjanleg fjár-
ráð og býr við ófull-
nægjandi aðstæður.
Enda þótt þeir fylli
e.t.v. ekki stóran hóp
er markmið okkar að
enginn eldri borgari
eigi að þurfa að búa við
skort af neinu tagi.
Sjálfsagt er að gera ráð
fyrir að fólk eigi að get-
að lifað áhyggjulausu
lífi þegar það hefur
lagt sitt af mörkum til
samfélagsins.
Gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar
hafa orðið á undanförnum árum,
ekki hvað síst í atvinnulífinu. Ný
tækifæri, stækkun fyrirtækja og hin
margumtalaða útrás fyrirtækja hef-
ur leitt til þess að sumar greinar at-
vinnulífsins hafa þanist út á meðan
aðrar hafa dregist saman. Með
auknum möguleikum á fjölbreyttri
menntun hefur orðið fólksflótti úr
þeim störfum þar sem ekki er kraf-
ist framhalds- eða háskólamennt-
unar. Hér má t.d. nefna ýmis að-
hlynningar-, umönnunar- og
þjónustustörf. Í hópi eldri borgara
eru einstaklingar sem bæði geta og
vilja vera áfram á vinnumarkaði.
Þetta er orkumikið fólk sem er við
góða heilsu og er tilbúið að starfa
áfram. Um gæti verið að ræða létt-
ari störf, ýmis hlutastörf eða fullt
starf ef því er að skipta. Þess vegna
þarf að lyfta þakinu með þeim hætti
að þeir sem vilja og geta starfað
áfram eigi þess kost.
Sú kynslóð sem hér um ræðir hef-
ur öðlast ævilanga reynslu og safnað
fjölþættri þekkingu. Með því að
auka hlutfall eldri borgara á vinnu-
markaði geta þeir miðlað til okkar
hinna þroskuðum viðhorfum, sögu-
legum venjum og hefðum, dýr-
mætum menningararfi sem skilar
sér hvað best í munnlegum sam-
skiptum frá einum aðila til annars.
Því lengur sem eldri borgarar eru
virkir í atvinnulífinu og í sem nán-
ustum tengslum við yngri kynslóð-
irnar, því meiri ávinningur fyrir
samfélagið í heild.
Eldri borgarar og atvinnulífið
Kolbrún Baldursdóttir skrifar
um eldri borgara á vinnumark-
aði
» Því lengur sem eldriborgarar eru virkir í
atvinnulífinu og í sem
nánustu tengslum við
yngri kynslóðir, því
meiri ávinningur fyrir
samfélagið í heild
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur.
vaxtaauki!
10%
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111