Morgunblaðið - 23.04.2007, Page 25

Morgunblaðið - 23.04.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 25 þurftir snemma að byrja að vinna, man ég eftir mörgum frásögnum þegar þú varst að gera hitt og þetta með pabba þínum og oft hafði víst pabbi þinn orð á því að hann hefði viljað að þú værir strákur. Ég er ekk- ert viss um að hann hefði verið heppnari með það því öðrum eins dugnaðarfork hef ég ekki kynnst. Oft varst þú í tveimur til þremur störfum eftir að þú misstir eiginmanninn þinn og varst að basla við að halda heim- ilinu saman. Og ekki léstu það vaxa þér í augum að kaupa þér nýja íbúð við hliðina á okkur í Kambaselinu. Þú hafðir alveg einstaklega gaman að því að ferðast, hvort sem það var innanlands eða utan og fórum við margar ferðirnar saman. Það var al- veg einstakt að ferðast með þér um Snæfellsnesið. Þar þekktir þú hverja þúfu og betri og skemmtilegri leið- sögn var ekki hægt að fá, t.d. þegar við tjölduðum við Hótel Búðir og löbbuðum þar um hraunið og fjöruna; þá varst þú frábær leiðsögumaður. Fórum við alloft saman í ferðalög bæði heima og erlendis og betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér. Þú varst alveg einstakur dýravin- ur, það var hrein unun að sjá hvernig þú komst fram við dýr og hvernig dýr löðuðust að þér. Þegar við eignuð- umst okkar fyrsta hund, labrador- tíkina Söru Klöru, urðuð þið hinar mestu vinkonur og var alveg einstakt að sjá sambandið milli ykkar. Við fór- um í sumarfrí árið eftir, Sara Klara átti að fara á hundahótel en þú gast ekki hugsað sér að vinur þinn yrði þar í 3 vikur. Flýttir þú sumarfríinu þínu þannig að þú gæti passað vininn þinn. Seinna eignuðumst við aðra tík, hana Fjólu, og urðuð þið líka einstak- ir vinir og nú hin síðustu ár bjó Fjóla oft hjá þér. Þið voruð báðar komnar á efri ár og nutuð þess að vera saman í rólegheitum. Fjóla sá samt um að þið hreyfðuð ykkur daglega og fór út (eins og þú sagðir sjálf) að labba með gömlu konuna. Alltaf var hægt að leita til þín með allskonar vandamál, hvort sem þau voru stór eða smá, þú greiddir úr öllu eins vel og þú gast. Ég er þér æv- inlega þakklátur fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég elska þig og á eftir að sakna þín mikið. Þinn tengdasonur Sigurgeir. Fallin er frá ein af valkyrjum ís- lensku þjóðarinnar, Unnur Runólfs- dóttir. Mig langar að fara nokkrum fögrum orðum um þessa snilldar- konu. Ég kynntist Unni fyrir um það bil 27 árum, þegar ég fór að vinna á Hrafnistu í Reykjavík. Þar var hún verkstjóri í litlum borðsal sem kall- aður er Blái salur. Var ég þar undir hennar verkstjórn í rúm 18 ár. Unnur var skörungur mikill, hörkudugleg, glæsileg, heiðarleg og fylgin sér í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún kunni til verka sem stjórnandi og er það ekki ofsögum sagt að öllum ólöst- uðum, þá var hún án efa einn allra besti verkstjóri sem ég hef átt í gegn- um tíðina. Ég lærði margt af þessari konu og sá lærdómur nýtist mér enn í þeim störfum sem ég hef unnið við síðan. Hún Unnur var mörgum kostum gædd, glöð var hún, skemmtileg, húmoristi mikill og gat verið svo skemmtileg í tilsvörum að maður gat veltst um af hlátri. Unnur kunni sannarlega að hrósa fólki og gat einn- ig sagt fólki ef henni mislíkaði og gerði það óspart ef þess þurfti. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar síns sem og annarra. Unnur hefur eflaust ekki verið gallalaus kona fremur en ég og aðrir menn en gallar hennar hafa þá verið það agnarsmáir að þeir hafa fallið í skuggann fyrir þeim kost- um sem hún var gædd. Unnur mín, nú kveð ég þig um sinn, ég er afar þakklát og glöð að fá tækifæri til að kynnst þér og hafa verið undir þinni stjórn í svo mörg ár. Þú kenndir mér svo margt og mun ég minnast þín oft í orði og verki. Fjölskyldu Unnar, ættingjum og vinum vil ég votta mína dýpstu sam- úð. Hvíl þú í friði. Kær kveðja Ásgerður í Bláa sal. ✝ Gísli SigurðurGuðjónsson fæddist í Vest- mannaeyjum 12. janúar 1939. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 12. apríl 2007. Foreldrar Gísla voru hjónin Guðjón Sigurður Gíslason netagerðarmaður og múrari, fyrst í Vestmannaeyjum og síðar í Reykja- vík, f. 15.6. 1910, d. 6.4. 1987, og holtstungum. Sonur Gísla og Auðar er Reynir Sigurður, f. 22.11. 1976. Sambýliskona hans er Sigríður Edda Hafberg, f. 20.7. 1969. Gísli ólst upp í Vestmanna- eyjum hjá foreldrum sínum í Uppsölum við Vestmannabraut. Hann hóf nám í Pentsmiðjunni Odda í Reykjavík sumarið 1955, tók sveinspróf í setningu í árslok 1959. Hann vann í prentsmiðj- unum Odda og síðar Hólum en hóf svo eigin rekstur við papp- írsheildsölu og rak hana til dauðadags. Hann gegndi um tíma ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Prentarafélagsins. Gísli var mik- ill listunnandi og eignuðust þau hjón, Auður og hann, mikið og gott safn bóka og listaverka. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 23. apríl og hefst athöfnin kl. 13. Laufey Bergmunds- dóttir húsmóðir, f. 1.4. 1911, d. 21.6. 1996. Gísli kvæntist 2.12. 1972 Auði Fanneyju Jóhann- esdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 14.1. 1936. For- eldrar hennar voru Jóhannes Jónsson, f. 24.6. 1895, d. 21.12. 1990, og Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 8.9. 1895, d. 3.11. 1989. Þau bjuggu á Flóðatanga í Staf- Ekkert býr mann undir það að sjá á eftir foreldri sínu. Minningarnar flæða og það er stutt í tárin. Það sem var okkar mesta gleði er sorg okkar í dag. Elsku pabbi minn er látinn og söknuðurinn er mikill, skarðið sem hann lætur eftir sig er stórt. Ég þakka Guði fyrir allar þær ljúfu minningar sem ég á um pabba. Hann var mömmu einstaklega góður og umhyggjusamur eiginmaður. Mér var hann yndislegur faðir. Hann taldi ekkert of gott fyrir okkur og kaus iðulega sjálfur að taka okkar þarfir fram yfir sínar eigin. Á sama hátt og hann var augasteinn foreldra sinna, hafa foreldrar mínir ávallt litið á mig sem gullmolann sinn. Pabbi gaf mér gott veganesti fyrir lífið og kenndi mér góð gildi eins og að vera vandvirkur, trúr sjálfum sér og öðrum og að koma fram við aðra af virðingu. Hann var iðjusamur og vann meðal annars við prentverk í áratugi. Þeir sem þekktu hann hafa lýst honum sem miklum fagurkera. Hans hjartans áhugamál voru mynd- list og bækur. Foreldrar mínir voru ötulir við að fara á listsýningar og höfðu í gegnum tíðina mikil og gef- andi samskipti við fjölmarga aðra sem áttu sömu áhugamál. Þegar pabbi lést voru þau mamma nýkomin frá Kanaríeyjum. Þeirrar utanlandsferðar, sem reyndist vera þeirra síðasta ferð saman, nutu þau bæði til hins ýtrasta. Síst átti ég von á því þegar ég var að hlýða á skemmtilegar ferðasögur að hann ætti svo stutt eftir. Það var mikil gleði á þeim dýrmætu stundum sem okkar litla fjölskylda átti saman síð- ustu dagana fyrir andlát pabba. Minningarnar um góðan mann munu halda áfram að ylja okkur sem eftir lifum um ókomna tíð. Mamma hefur misst sálufélaga sinn og ég hef misst minn besta vin. Umhyggju- samari föður og betri félaga er ekki hægt að hugsa sér. Takk fyrir allt það sem þú varst okkur mömmu. Guð geymi þig, elsku besti pabbi minn. Reynir. Gísli frændi okkar Guðjónsson hefur kvatt, snögglega og óvænt. Léttur hlátur hans er þagnaður og ekki verða sagðar fleiri sögur af þeirri sérstöku snilld sem hann kunni. „Það er gott að fara svona,“ segja sumir, en höggið er þungt fyrir aðstandendur og frænda- og vinalið. Ekki óraði okkur bræður fyrir því, er við sátum með honum og fleirum hjá móðursystur okkar síðdegis á miðvikudegi, í glaðværum fögnuði yfir gómsætum rjómapönnukökum, að Gísli ætti skemmra en sólarhring eftir. Sögurnar runnu fram og það dillaði í honum hláturinn. Við frænd- fólk hans getum aðeins huggað okk- ur við glaða og góða minningu um okkar síðasta fund. Gísli var rótgróinn Vestmannaey- ingur. Þó er liðin meira en hálf öld frá því hann kvaddi æskustöðvar sín- ar og hélt á vit nýrra tækifæra í höf- uðborginni. Í Eyjum bjuggu foreldr- ar hans í Uppsölum, í sambýli við föðurforeldra, og móðurforeldrar hans voru skammt undan. Allt var þetta traust og gott fólk sem stóð föstum rótum í aldagömlum þjóð- félagsháttum sem nú eru að miklu leyti horfnir. Þetta umhverfi mótaði Gísla. Þótt hann væri jafnan glaðvær var hann líka mikill alvörumaður, hafði sterka siðferðiskennd, ákveðnar þjóðfélagsskoðanir og mik- inn listskilning. Hann var einstakur fróðleiks- og sagnabrunnur um horfna tíð í Eyjum, og alltaf var aus- ið af þeim brunni með kímni og léttu lagi. Gísli fór ungur að árum til Reykja- víkur að nema prentiðn, og foreldrar hans fluttust þangað líka skömmu síðar, sjálfsagt til að njóta samvista við einkason sinn sem lengst. Gísla gekk vel í iðn sinni, varð þekktur fag- maður og smekkmaður, fór síðar út í eigin rekstur en var farinn að draga saman seglin þegar kallið kom. Gísli var mikill fagurkeri, listunn- andi og ástríðusafnari. Bókasafn hans var mikið og glæsilegt en undr- um sætti listaverkasafnið, svo mikið sem það er að vöxtum og gott að list- gildi. Í hópi listamanna og sýning- arhaldara var hann vel þekktur og margir þeirra raunar persónulegir kunningjar hans. Það var mikið lífslán að Gísli skyldi eignast förunaut sem var hon- um svo samtaka í því að njóta lista og fagurra hluta. Á glæsilegu og hlý- legu heimili þeirra Auðar og Gísla er list og fegurð í öndvegi. Og auga- steinn þeirra, Reynir, fylgir sömu slóð og foreldrarnir. Gísli frændi okkar var einstaklega ræktarsamur maður og nærgætinn í umgengni. Þess nutu margir, ekki síst móðir okkar og systkini, um ára- tugaskeið þegar heimili hans og for- eldra í Reykjavík var eins konar sendiráð fjölskyldunnar í höfuðborg- inni. Fyrir alla þá vinsemd sem hann sýndi erum við ákaflega þakklát. Yf- ir minningu hans verður alltaf bjart og fagurt í hugum okkar. Guð blessi þessa minningu og styðji og styrki Auði, konu hans, Reyni, son þeirra, og Sigríði, tengdadóttur, á sorgar- og saknaðarstund. Jón og Helgi Bernódussynir. Ég kynntist Gísla fyrst fyrir um þremur árum þegar Reynir fór með mig til að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Óneitanlega var ég með hnút í maganum yfir að hitta tilvonandi tengdaforelda en fljótt hvarf hann þegar ég kynntist þeim. Strax varð mér ljóst hversu nánir þeir feðgarnir voru og hversu miklir sálufélagar og hjartans vinir hann og Auður voru. Hlýjan sem Gísli sýndi mér var mikil. Hann tók mér ávallt opnum örmum og áttum við margar skemmtilegar stundirnar þar sem mikið var spjallað og skrafað, oftar en ekki yfir gómsætum mat í Ofan- leitinu. Þær stundir hefðu mátt verða miklu fleiri en ég er afar þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim manni sem Gísli hafði að geyma. Alltaf var stutt í brosið og glettnina og ekki var hann að dvelja við það sem miður fór. Elsku Reynir og Auður. Missir ykkar er mikill. Megi algóður Guð styrkja ykkur, fjölskyldur og vini í sorginni. Minningin um góðan mann lifir í hjörtum okkar allra. Sigríður Gísli Sigurður Guðjónsson Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Elskuleg systir mín og frænka okkar, BIRNA MAGNÚSÍNA PÁLSDÓTTIR frá Jaðri, Skagafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum sunnudaginn 15. apríl, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju þriðjudaginn 24. apríl kl. 14.00. Guðrún J. Pálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON frá Neðra-Haganesi, Ferjubakka 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala á Landakoti laugar- daginn 14. apríl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudag- inn 25. apríl kl. 15.00. Sigrún Finnsdóttir, Linda Salbjörg Guðmundsdóttir, Bergur Gíslason, Edda Herdís Guðmundsdóttir, Hörður Kvaran, Alda Björk Guðmundsdóttir, Hrannar Örn Hauksson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem vottað hafa hlýhug og samúð vegna andláts okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, RAGNHEIÐAR STEINDÓRSDÓTTUR, Heiðargarði 10, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki dagdeildar krabbameinslækninga á Land- spítalanum við Hringbraut og starfsfólki heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun, hlýju og stuðning. María Pálsdóttir, Steindór Bjarni Róbertsson, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Ragnheiður Lilja Steindórsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, afa og langafa, BJARNA ÁSMUNDAR GÍSLASONAR, Hvassaleiti 157. Jónína Halldóra Einarsdóttir, Rósamunda Gerður Bjarnadóttir, Skúli Skúlason, Guðrún Hildur Bjarnadóttir, Gísli Jón Bjarnason, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.