Morgunblaðið - 23.04.2007, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Í dag, 23. apríl, hefði
Jakobína frænka mín
orðið 44 ára en hún lést
2. mars sl.
Móðursystir mín, hún Bína, er fall-
in frá allt of snemma.Veikindi hafa
verið hennar fylgifiskur í mörg ár og
Guðrún Jakobína
Jakobsdóttir
✝ Guðrún Jak-obína Jak-
obsdóttir fæddist í
Neskaupstað 23.
apríl 1963. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 2.
mars síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fáskrúðs-
fjarðarkirkju 10.
mars.
að lokum sigraði
krabbameinið.
Alltaf var hún já-
kvæð og lífsviljinn
leyndi sér ekki. Bína
var alltaf hress og kát
og stutt í léttleikann
sem var henni í blóð
borinn. Ég hef þekkt
Bínu frá fæðingu, en
þegar ég fæddist var
hún tíu ára. Með tím-
anum urðum við vin-
konur miklar. Eitt
sumarið, þegar ég var
unglingur, fór ég aust-
ur að passa Steinar Örn, elsta barn
þeirra hjóna, og er þetta sumar mér
mjög minnistætt fyrir margra hluta
sakir. Síðar, eða árið 1991, flutti ég
austur á Fáskrúðsfjörð og þá urðu
samverustundirnar fleiri.
Líf Bínu var ekki alltaf dans á rós-
um. Hún missti dreng, sem fékk nafn-
ið Ingvar, þegar hann var aðeins
fimm daga gamall. Núna er hún kom-
in til hans og þar hafa orðið fagnaðar-
fundir.
Ég á þrjá drengi sem minnast
hennar sem mikils fjörkálfs og alltaf
hressrar og brosandi. Fyrir nokkrum
árum sömdum við frænkurnar lag og
dans við lagið sem við fluttum á fjöl-
skylduskemmtunum fólki til mikillar
gleði. Að minnsta kosti skemmtum
við okkur alltaf vel við flutning þessa
frábæra skemmtiatriðis.
Bína var ótrúlega lífsglöð þrátt fyr-
ir erfið veikindi síðustu ár, alltaf stutt
í brosið og léttleikann. Ég minnist
þess líka þegar hún og eiginmaður
hennar, Sigurbjörn, eignuðust Jónu
Særúnu, ég var heilluð af þessu litla
fallega ósjálfbjarga kríli. Ári seinna
eignaðist ég frumburð minn, Björgvin
Stefán, og þá voru samverustundirn-
ar margar og góðar.Við spásseruðum
glaðar með börnin okkar í vögnum
um götur Fáskrúðsfjarðar. Núna eru
þessi börn orðin 15 og 16 ára gömul.
Elsku Bína, þú verður í minningu
minni um ókomna tíð.
Í lokin vil ég votta Sigurbirni,
Steinari Erni og Jónu Særúnu mína
dýpstu samúð.
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir.
✝ Þorbjörg Rögn-valdsdóttir var
fædd á Siglufirði 18.
maí 1959. Hún lést á
dvalarheimili Sjálfs-
bjargar 11. apríl sl.
Foreldar hennar
voru Guðrún Al-
bertsdóttir, f. 18.8.
1929, og Rögnvald-
ur Rögnvaldsson, f.
14.7. 1921, d. 31.10.
2002. Systkini Þor-
bjargar eru: 1.
Anna, f. 16.7. 1949.
Börn hennar eru:
Þorbjörg lauk stúdentsprófi frá
menntaskólanum í Kópavogi. Eftir
menntaskólaárin stundaði hún
ýmis skrifstofustörf, síðast hjá Jó-
hanni J. Ólafssyni, eða þar til MS-
sjúkdómur dæmdi hana úr leik
1996. Í mörg ár lék hún blak með
blakliði Breiðabliks og keppti
einnig með landsliði Íslands í
blaki. Sambýlismaður Þorbjargar
um 10 ára skeið var Sveinn Ragn-
arsson.
Þorbjörg dvaldi á dvalarheimili
Sjálfsbjargar síðustu árin.
Útför Þorbjargar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag kl. 15.
Rögnvaldur Daði,
Hlynur Jóhann, d.
1997, Benedikt Örn,
Albert Pétur, og
María Klara. 2. Þór-
dís, f. 7.4. 1951, maki
Páll Níels Þor-
steinsson. Börn
þeirra eru Burkni og
Frosti. 3. Gunnar Al-
bert, f. 30.10. 1956.
Maki hans er Sigrún
Þormar Guttorms-
dóttir. Börn þeirra
eru Valdís og Gunnar
Freyr.
Með fáeinum orðum ætla ég að
kveðja vinkonu mína, Þorbjörgu
Rögnvaldsdóttur, eða Tobbu eins
og við flest þekktum hana.
Við kynntumst sumarið eftir
landspróf, og má segja að það kom
okkur báðum á óvart, að með okk-
ur skyldi myndast þessi náni vin-
skapur, eins ólíkar og við vorum að
mörgu leiti. Hinsvegar vorum við
einnig líkar, höfðum afskaplega
svipaðar lífsskoðanir og deildum
sama skopskyninu. Fátt skemmti-
legra vissum við heldur en útilegur
og við gátum spilað á spil enda-
laust. Um tvítugt fluttum við að
heiman og leigðum saman í u.þ.b.
átta ár. Á þessum árum, þegar við
báðar vorum að mótast og velja
okkur þá leið í lífinu sem okkur
hentaði, má segja að góð vinátta
yrði jafnvel enn betri. Tobba var
þessi rólega og sterka, ég hálfgert
trippi, sem henni tókst yfirleitt að
koma vitinu fyrir, þegar á þurfti að
halda.
En núna er komið að leiðarlok-
um. Tobba lést 11.apríl sl. eftir
löng og erfið veikindi. Hún hefur
sjálfsagt verið hvíldinni fegin, og
við ástvinir hennar þurfum nú að
sýna sama æðruleysi og hún sjálf,
og sætta okkur við að sjúkdóm-
urinn sigraði að lokum. Ég tel mig
ríkari manneskju fyrir það að hafa
átt hana sem vin, og veit að mitt
eigið líf hefði verið mun fátæk-
legra, hefði ég ekki kynnst henni.
Við Kristín viljum senda starfs-
fólkinu í Hátúni okkar innilegustu
þakkir fyrir þá góðu umönnun sem
þau veittu vinkonu okkar.
Við sendum mömmu hennar,
henni Rúnu, okkar innilegustu
samúðarkveðjur sem og allri fjöl-
skyldu hennar.
Hvíldu í friði elsku vinkona,
Hólmfríður.
Þorbjörg Rögnvaldsdóttir
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir,
HEIÐAR V. HAFSTEINSSON
véliðnfræðingur,
Vættaborgum 64,
112 Reykjavík,
lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans
við Hringbraut föstudaginn 20. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigríður Dögg Geirsdóttir,
Andri Heiðarsson,
Ingveldur Dís Heiðarsdóttir,
Gígja Heiðarsdóttir,
Elsa Vigfúsdóttir,
Daníel Hafsteinsson, Lise Lotte Hafsteinsson,
Sævar Hafsteinsson, Vivi Hafsteinsson,
Hafsteinn S. Hafsteinsson, Sólveig Einarsdóttir,
Berglind Líney Hafsteinsdóttir.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og bróðir,
NÍELS J. KRISTJÁNSSON,
1415 Renfrew Drive NE,
Calgary, Alberta, Kanada,
lést þriðjudaginn 17. apríl 2007 í Calgary, Kanada.
Minningarathöfn auglýst síðar.
Shannon Lee Dunning, Kristjan Laural Kristjansson,
Anna María Kristjánsdóttir,
Karen S. Kristjánsdóttir,
Daníel Jón Kjartansson,
Alda Kjartansdóttir,
Edda M. Kjartansdóttir,
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSDÍS ÞORGILSDÓTTIR,
Sóltúni 7,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
laugardaginn 21. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðjón Valdimarsson,
Árný Guðjónsdóttir, Ingólfur Andrésson,
Unnur Guðjónsdóttir, Sverrir Jónsson,
Óskar Guðjónsson, Hervör Lúðvíksdóttir,
Jóhanna Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
EMILÍA GUÐRÚN BALDURSDÓTTIR,
Hamraborg 36,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 20. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sæmundur Þorsteinsson,
Guðrún S. Sæmundsdóttir, Sigurgeir H. Högnason,
Þorsteinn B. Sæmundsson, María J. Hauksdóttir,
Sigurður B. Sæmundsson, Svava Bjarnadóttir,
Jakob Sæmundsson, Sunneva Jörundsdóttir,
Guðlaugur Sæmundsson, Fríður Brandsdóttir,
Baldur Sæmundsson, Ólöf Kr. Guðjónsdóttir,
Sigurlín S. Sæmundsdóttir, Magnús P. Halldórsson,
Kristján N. Sæmundsson, Unnur Þorbjargardóttir,
Hallgrímur Sæmundsson, Þórhildur Þorbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Látinn er Sveinn
Skúlason, óðalsbóndi
í Bræðratungu í
Biskupstungum.
Kynni okkar hófust fyrir nokkrum
árum er ég kom í fyrsta skipti að
höfuðbólinu Bræðratungu þeirra
erinda að skoða kirkjuna þar. Fag-
urt myndverk er þar á veggjum, en
í garði blöstu við legsteinar fornir,
er fyrrum höfðu verið yfir leiðum
fyrirfólks staðarins, en síðar nýttir
sem stétt fyrir kirkjudyrum, samt
ótrúlega heillegir. Þar getur að líta
m.a. legstein ,,höfðings matrónunn-
ar“, Helgu Magnúsdóttur í
Bræðratungu, og manns hennar,
Hákonar Gíslasonar, en hún og
hennar fólk kemur mikið við sögu
Brynjólfs biskups Sveinssonar og
Skálholtsfólks, svo sem kunnugt
er. Auðheyrt var að liðin sagan var
Sveini kær, sömuleiðis kirkjuhúsið
fagra, sem verið hefur í umsjá
hans sem kirkjubónda um langa
hríð og ber umhyggju hans glöggt
vitni. Með þessari fyrstu heimsókn
að Bræðratungu tókst með okkur
Sveini góður kunningsskapur sem
enst hefur síðan. Tveimur árum
síðar var Sveinn í Bræðratungu
mættur við árlega messu í Ábæj-
arkirkju í Austurdal í Skagafirði,
kominn akandi norður yfir Kjöl og
kvaðst aðeins hafa verið einhverja
þrjá tíma í förum, svona rétt eins
og þegar menn bregða sér bæj-
arleið. Maður varð þess fljótt
áskynja, að hér fór maður sem ekki
miklaði fyrir sér smámuni. Kirkju-
bóndinn og hringjarinn í Bræðra-
tungu tók að sér að hringja kirkju-
klukkunum í Ábæ, sem vakti
athygli kirkjugesta, enda víst fá
dæmi þess, að hringjari hafi verið
sóttur suður á land til að hringja
kirkjuklukkum í Skagafirði. Ég
fann að Sveini þótti svolítið gaman
að þessu, og hann hafði á orði, að
þessari siðvenju, sem Ábæjarmess-
Sveinn Skúlason
✝ Sveinn Skúlasonfæddist í
Bræðratungu 6. júlí
árið 1927. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands aðfaranótt 14.
mars síðastliðinn.
Útför Sveins var
gerð frá Skálholts-
dómkirkju 24. mars
sl.
an er, þyrfti að við-
halda. Sjálfur hélt
hann þeirri venju að
koma í Ábæjarmess-
una, og þar hringdi
hann síðast kirkju-
klukkunum um versl-
unarmannahelgi á
liðnu sumri. Þá vildi
svo skemmtilega til,
að kirkjunni var
færður að gjöf nýr
altarisdúkur með
mynstri, sem fengið
var að láni frá kirkju
Sveins í Bræðra-
tungu.
Sveinn gaf sér ævinlega góðan
tíma til að staldra við í kirkjukaffi
heima á Merkigili að lokinni messu
og spjalla við fólk. Hann var maður
fróður um menn og málefni og virt-
ist þekkja til fólks í öllum lands-
hlutum, glaðlyndur og gamansam-
ur í samræðum og hafði góða
nærveru. Það sópaði að honum,
hvar sem hann fór. Um búskaparár
Sveins í Bræðratungu munu aðrir
mér fróðari, en hver sá, sem þang-
að leggur leið sína, veitir athygli
veglegum húsbyggingum og mikilli
ræktun, enda Bræðratunga mikil
bújörð og ræktanlegt land gríð-
arlega mikið. Þar má sjá að ekki
hefur verið setið auðum höndum.
Síðari árin dró Sveinn sig út úr bú-
skapnum og lét í hendur syni sín-
um. Síðast bar fundum okkar sam-
an heima í Bræðratungu í
ágústmánuði „á liðnum slætti“. Þar
átti ég góða stund með Sveini og
hans ágætu konu, Sigríði Stefáns-
dóttur, og bar margt á góma. Við
kvöddumst úti við kirkjuna með
ósk um að hittast við Ábæjarmessu
að sumri. En margt breytist.
Sveinn í Bræðratungu hefur nú
lagt upp í ferðina, sem öllum er
fyrirbúin. Við munum sakna hans í
dalnum. Mennirnir þenkja, en Guð
ræður. Það hygg ég fáum hafi ver-
ið ljósara en óðalsbóndanum í
Bræðratungu. Hann var einlægur
trúmaður og mat kirkjuna og starf
hennar mikils. Við hér á Mælifelli
biðjum honum blessunar og far-
arheilla um leið og við vottum konu
hans Sigríði, börnum þeirra og öllu
venslafólki innilega samúð. Guð
blessi minningu hans.
Ólafur Þ. Hallgrímsson,
Mælifelli.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar