Morgunblaðið - 23.04.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2007 33
DAGUR VONAR
Fim 26/4 kl. 20 UPPS.
Fös 27/4 kl. 20 UPPS.
Fös 4/5 kl. 20 UPPS.
Mið 16/5 kl. 20
Fim 17/5 kl. 20
Fös 18/5 kl. 20
Fim 24/5 kl. 20
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Lau 28/4 kl. 20 2.sýning Gul kort
Sun 29/4 kl. 20 3.sýning Rauð kort
Lau 5/5 kl. 20 4.sýning Græn kort
Sun 6/5 kl. 20 5.sýning Blá kort
Fös 11/5 kl. 20
Fös 25/5 kl. 20
Lau 26/5 kl. 20
KARÍUS OG BAKTUS
Sun 29/4 kl. 13, 14, 15 UPPS.
Sun 6/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Sun 13/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Sun 20/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvins
Mið 2/5 kl. 20 AUKASÝNING
Lau 5/5 kl. 20 AUKASÝNING
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
VILTU FINNA MILLJÓN?
Fim 3/5 kl. 20 Síðasta sýning
EILÍF HAMINGJA
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Þri 24/4 kl. 20 Mið 25/4 kl. 20
Síðustu sýningar
LADDI 6-TUGUR
Fös 27/4 kl. 20 UPPS.
Fös 27/4 kl. 22:30 UPPS.
Fös 4/5 kl. 20 UPPS.
Fös 4/5 kl. 22:30 UPPS.
Lau 5/5 kl. 14 UPPS.
Fim 10/5 kl. 22:30 UPPS.
Þri 29/5 kl. 20 UPPS.
Mið 30/5 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 20 UPPS.
Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS.
Sun 3/6 kl. 14
Mán 4/6 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Mið 25/4 kl.20 UPPS. Lau 28/4 kl.20 UPPS.
Sun 29/4 kl. UPPS. Fim 3/5kl.20 UPPS.
Sun 6/5 kl. 20 Fim 10/5 kl. 20 UPPS.
Fös 11/5 kl. 20 UPPS. Lau 12/5 kl. 20
Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 20
Fös 25/5 kl. 20 Lau 26/5 kl. 20
SAN FRANCISCO BALLETTINN
Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík
og Borgarleikhússins.
Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 UPPS.
Fös 18/5 kl. 20 UPPS. Lau 19/5 kl. 14
Lau 19/5 kl. 20 UPPS. Sun 20/5 kl. 14 UPPS.
Sun 20/5 kl. 20 UPPS.
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Tónleikar 28. apríl kl. 20 – Barokktónlist eftir Händel, Corelli o. fl.
Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir
30. apríl kl. 20 – Veislustjóri: Davíð Ólafsson
Sardas-strengjasveitin, Stórsveit Suðurnesja,„Tenórinn“ o. fl. góðir gestir Miðaverð kr. 3.000
Miðaverð kr. 2.500
pabbinn.is
Miðasalan í Iðnó er opin 11 - 16 virka daga
og 2 tíma fyrir sýningu.
Sími miðasölu er 562 9700.
„SJÚKLEGA FYNDIГ
27/4 kl. 19.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS,
27/4 kl. 22.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
4/5 LAUS SÆTI, 5/5 LAUS SÆTI
10/5, 11/5, 18/5, 1/6, 2/6, 7/6.
Allar sýningar hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram.
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!!
Lífið - notkunarreglur. Sýnt í Rýminu
Fös. 27/04. kl. 19 13.sýning UPPSELT
Lau. 28/04. kl. 19 14.sýning UPPSELT
Lau. 28/04. kl. 21.30 Aukasýning Í sölu núna!
Fim. 03/05. kl. 20 15.sýning Örfá sæti laus
Fös. 04/05. kl. 19 16.sýning Örfá sæti laus
ATH: Síðustu sýningar! Ekki missa af rómaðri sýningu.
Les Kunz - Ævintýralegur sirkus
Sun. 13/05. kl. 20 1.sýning Sala hafin!
Mán. 14/05. kl. 20 2.sýning Sala hafin!
Karíus og Baktus. Sýnt í Rvk. Sjá Borgarleikhús.
Sun. 29/4 kl. 13 UPPSELT kl. 14 UPPSELT kl. 15 UPPSELT
Aukasýningar í sölu núna: 6/5, 13/5, 20/5
www.leikfelag.is
4 600 200
Sun. 29. apríl kl. 14 Laus sæti
Sun. 29. apríl kl. 17 Laus sæti
Sun. 6. maí kl. 14 Laus sæti
ALÞJÓÐLEGUR
dagur bókar og höf-
undaréttar er nú hald-
inn í tólfta sinn. Ára-
löng reynsla
Katalóníumanna af að
gefa blóm með hverri
seldri bók á dánardegi
þjóðarskáldsins Cerv-
antes þann 23. apríl til
að auka veg bók-
arinnar rataði inn á
aðalráðstefnu
UNESCO sem ákvað
að dagurinn skyldi á
heimsvísu helgaður
bókinni og höfund-
arrétti.
Það var ekki verra
fyrir okkur Íslendinga að þessi dag-
ur varð fyrir valinu – fæðingardagur
sjálfs Nóbelsskáldsins okkar Hall-
dórs Laxness. Án efa ýtti það undir
að íslensku bókaþjóðinni dugði ekki
einn dagur, heldur var snemma blás-
ið til sóknar fyrir bóklestur með
metnaðarfullri dagskrá í heila viku.
Rithöfundar, útgefendur og bóksal-
ar hafa frá upphafi haft veg og
vanda af verkefninu og eiga miklar
þakkir skilið. „Við getum aldrei
þakkað nógsamlega að vera þjóð
sem stærir sig af nær 100% læsi,“
sagði frú Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrum forseti Íslands, nýlega í út-
varpsviðtali. Það eru orð að sönnu.
Við verðum með öllum ráðum að
standa vörð um þetta þar sem lestur
og lesskilningur eru undirstaða alls
náms og forsenda þess að börnin
okkar öðlist góðan málþroska og
þekkingu. Lestur fyrir börn á unga
aldri skerpir athygli, örvar ímynd-
unarafl og glæðir áhuga á ókunnum
heimum. Hann treystir sambandið
við barnið jafnframt því sem hann
kveikir áhuga á bóklestri. Skólar og
foreldrar gegna lykilhlutverki í að
þroska með börnunum áhuga og
færni í bóklestri.
Ritun bóka fyrir börn vex sífellt
ásmegin. Fyrir skömmu var tilkynnt
að Norrænu barnabókaverðlaunin í
ár féllu Brynhildi Þórarinsdóttur í
skaut fyrir Njálu, Eglu
og Laxdælu en hún fell-
ir fornsögurnar í les-
vænan búning fyrir
börn þeim til fróðleiks
og yndisauka. Þetta
hvetur vonandi fleiri til
að opna börnum og
ungmennum hinn fræð-
andi og heillandi heim
forfeðra og formæðra
okkar.
Nokkrir aðilar hafa
tekið höndum saman
um að koma á fót
Barnabókastofu í Þjóð-
arbókhlöðunni. Henni
er ætlað að stuðla að
eflingu og kynningu á
íslenskum barnabókmenntum og
vera vettvangur umræðu og rann-
sókna. Ég hef ákveðið að veita styrk
til verkefnisins í ár og hvet aðra til
að leggja þessu brýna máli liðstyrk
sinn. Í dag lýkur viku bókarinnar.
Öðru sinni var efnt til átaksins Þjóð-
argjöfin, sem er ætlað að leggja lóð á
vogarskálar bókmenningar og
hvetja til aukins lestrar, ekki síst
barna og ungmenna.
Stjórnvöld vilja veg íslenskra bók-
mennta sem mestan og hafa um
langt skeið stutt þær á ýmsa lund
meðal annars með starfslaunum til
rithöfunda og styrkjum til bókaút-
gáfu. Lög um bókmenntasjóð og
fleira voru samþykkt á Alþingi við
þinglok og taka þau brátt gildi.
Helsta markmið laganna er að
stuðla að frekari grósku í bókmenn-
ingu hér á landi og að beina stuðn-
ingi ríkisins við bókaútgáfu í einfald-
an, gagnsæjan og skilvirkan farveg.
Bókmenntasjóður tekur við hlut-
verki Bókmenntakynningarsjóðs,
Menningarsjóðs og þýðingarsjóðs.
Þess er vænst að sjóðurinn verði ís-
lenskum bókmenntum öflug lyfti-
stöng.
Það er trú mín og von að íslenskar
bókmenntir haldi áfram að blómstra
okkur öllum til ánægju og fróðleiks.
Megi landsmenn njóta sem best
undraheima bókanna.
Barnabók-
menntir byggja
til framtíðar
Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, á Degi bókarinnar
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
FRIÐRIK, krónprins Dana, og eiginkona hans
Mary fara heim af ríkissjúkrahúsinu í Kaup-
mannahöfn í dag, með nýfædda dóttur sína. Þetta
segir í fréttatilkynningu frá dönsku konungsfjöl-
skyldunni. Þá verður fjölmiðlum gefið stutt tæki-
færi til að mynda nýjasta meðlim konungsfjöl-
skyldunnar dönsku, en þó án þess að nota
leifturljós.
Danir hlakka mikið til að sjá fyrstu myndirnar
af prinsessunni nýfæddu og höfðu fjölmiðlar spáð
því að fjölskyldan yfirgæfi sjúkrahúsið í gær. Af
því varð ekki og Danir verða því að bíða eftir að
sjá fyrstu myndirnar af prinsessunni, sem sumir
eru þegar farnir að kalla Margréti, í höfuðið á
drottningunni ömmu hennar.
Prinsessa
fædd í
Danmörku
Reuters
Sáttur Friðrik sýnir hversu stór litla prinsessan er.
BANDARÍSKA söngkonan Britney
Spears hefur svarað bréfi föður síns
þar sem hann biður fyrrum umboðs-
mann hennar afsökunar á framkomu
hennar í hans garð. Í yfirlýsingu
sem fjölmiðlafulltrúi söngkonunnar
sendi frá sér vegna málsins segir
m.a. „Ég bið fyrir föður mínum.
Samband okkar hefur aldrei verið
gott. Það er sorglegt að enginn
þeirra karlmanna sem verið hafa í
lífi mínu hefur verið fær um að
þiggja ást raunverulegrar konu. Nú
einbeiti ég mér að vinnu minni og
lífi.“
Vinir söngkonunnar segja hana
afar reiða yfir því að foreldrar henn-
ar og umboðsmaðurinn Larry Ru-
dolph hafi neytt hana til að fara í
áfengis- og fíkniefnameðferð. Engin
fíkniefni hafi fundist í blóði hennar
er hún var skráð í meðferðina og hún
telji sig ekki hafa þurft á henni að
halda. Hún hafi hins vegar þjáðst af
fæðingarþunglyndi í kjölfar fæð-
ingar yngri sonar síns og skilnaðar
síns frá Kevin Federline. Þá hafi
frænka hennar, sem hún var mjög
náin, látist nýlega og hafi hún rakað
af sér hárið til að tjá sorg sína yfir
því að hafa ekki verið með henni
undir það síðasta.
Reuters
Stúrin Britney Spears.
Britney
ósátt