Morgunblaðið - 05.06.2007, Side 2

Morgunblaðið - 05.06.2007, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ásgeir Sverrisson og Rúnar Pálmason DÓMSTÓLL í borginni Santa Ana í El Salvador hefur dæmt tvo karl- menn fyrir morðið á Jóni Þór Ólafs- syni og fyrir að myrða Brendu Sal- inas, vinkonu hans. Fyrir hvort morðið um sig hlutu mennirnir 35 ára fangelsisdóm, samtals 70 ár. Mennirnir heita José Alberto Menjívar, 20 ára og Joel Nehemías Escalante, 27 ára. Báðir eru félagar í glæpagenginu „Mara 18“. Í frétt frá fréttaritara spænsku fréttastofunnar EFE í El Salvador kemur fram að þeir hafi rænt Jóni Þór og Brendu þegar þau komu út af diskóteki í hverfinu San Benito í San Salvador um klukkan 2.30 að stað- artíma. Þau hafi verið myrt fjórum klukkustundum síðar og fundust lík- in á veginum sem liggur á milli San Salvador og Santa Ana. Bæði höfðu þau verið skotin til bana. Glæpagengið sem mennirnir til- heyra, „Mara 18“, var stofnað í Los Angeles í Bandaríkjunum í kringum 1980 en eftir að bandarísk stjórnvöld vísuðu meðlimum þess úr landi létu þeir til sín taka í El Salvador og víðar í Mið-Ameríku. Jón Þór var 37 ára þegar hann var myrtur í febrúar árið 2006. Hann lét eftir sig sambýliskonu á Íslandi og tvö börn frá fyrri sambúð. Hann var verkfræðingur og vann sem slíkur í El Salvador á vegum íslenska orku- og ráðgjafarfyrirtækisins Enex. Að sögn Lárusar Elíassonar, framkvæmdastjóra Enex, voru fjórir menn ákærðir fyrir morðið eða aðild að því. Tveir þeirra, maður sem ók bíl morðingjanna og maður sem ákærður var fyrir að hafa tekið þátt í árásinni, voru sýknaðir vegna skorts á sönnunargögnum. Samkvæmt upplýsingum Lárusar er vaninn sá að menn afpláni að lágmarki 2⁄3 hluta af dómum en þeir sitja þó aldrei lengur í fangelsi en 35 ár. Lárus segir það vonbrigði að tveir hinna ákærðu hafi verið sýknaðir. Alls hafi fimm verið bendlaðir við morðið en sá fimmti sitji nú í fangelsi og afpláni 17 ára fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir annað afbrot. Dæmdir í 70 ára fangelsi Myrtu Íslending og vinkonu hans í El Salvador í febrúar 2006                     ! Í HNOTSKURN » Jón Þór Ólafsson varmyrtur ásamt Brendu Sal- inas í El Salvador hinn 12. febrúar 2006. » Tveir menn voru dæmdir í35 ára fangelsi fyrir hvort morðið fyrir sig, samtals 70 ár en tveir voru sýknaðir vegna skorts á sönnunargögnum. » Morðingjarnir tilheyrahættulegu glæpagengi, er nefnist „Mara 18“. því Smáratorgsverslunin fór í rauninni bara út í Smáralind.“ Holtagarðar fá nýtt ytra útlit og innangengt verður milli búða í húsinu. Þá mun fólk geta ferðast MIKLAR framkvæmdir eru hafn- ar við Holtagarða þar sem Vín- búð, Rúmfatalagerinn og IKEA voru áður til húsa. Samkvæmt Brynjari Erni Áskelssyni, verk- stjóra framkvæmdanna hjá ÞG- verki, er verið að bæta annarri hæð inn í gamla IKEA-rýmið án þess þó að byggja ofan á húsið, enda æði hátt til lofts þar fyrir. Þá bætist 1.500 fermetra viðbygg- ing við húsið og bílastæðahús á tveimur hæðum rís fyrir framan gömlu Vínbúðina. Verslunarhús- næðið verður um 10 þúsund fer- metrar að breytingum loknum. Hagkaup með 7.000 fermetra Nýjar verslanir verða opnaðar í húsnæðinu í haust. Meðal annars opna Hagkaup, Útilíf og Max- raftæki nýjar búðir og Bónus verður áfram á sínum stað. Einn- ig er reiknað með nokkrum minni verslunum. Gunnar Ingi Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, sagði í samtali við Morg- unblaðið að búðin yrði „í fullri stærð“ eða um 7.000 fermetrar og myndi bjóða upp á fullt vöruúr- val. „Þetta er hrein viðbót,“ sagði Gunnar Ingi, „við höfum ekki opnað nýja stórverslun síðan 1998 með innkaupakerrur á milli hæða á svonefndu göngubandi (e. wal- kalator). Uppbygging hússins og útlit verður því meira í ætt við verslanamiðstöðvar en áður hefur verið, samkvæmt Gunnari Inga. ÞG-verk áætlar verklok við breytingarnar 28. nóvember næst- komandi, en það er Fasteigna- félagið Stoðir sem er verkkaupi. Morgunblaðið/Ásdís 10.000 fermetra verslanamiðstöð á tveimur hæðum og búin göngubandi Umbreyting Holtagarða Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG hef enn ekki fengið fréttir að utan, en ég geri ráð fyrir að ég þekki skipstjórann á skip- inu,“ segir Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi skipstjóri, sem um árabil vann fyrir danska út- gerðarfyrirtækið H. Folmer & Co. Á þeirra vegum sigldi hann nokkrum sinnum með flutn- ingaskipinu Danica White, seinast árið 2002. Eins og greint hefur verið frá náðu sóm- alskir sjóræningjar Danica White á sitt vald sl. laugardag. Skipið var þá um 240 sjómílur und- an strönd Sómalíu á leið sinni til Mombasa í Kenýu. Fimm danskir skipverjar voru um borð og hefur útgerð skipsins, H. Folmer & Co., árangurslaust reynt að ná sambandi við þá á síðustu dögum. Samkvæmt netútgáfu Politiken mun staðfest að Danica White liggi nú við bryggju í höfninni Hobyo í Sómalíu. Ólafur vann sem stýri- maður hjá H. Folmer & Co. á árabilinu 1992-2005 og sigldi á því tímabili um öll heimsins höf. „Við sigldum t.d. oft með vopn frá Banda- ríkjunum til Persaflóasvæð- isins,“ segir Ólafur, en vill lítið gera úr því að um hættulegar ferðir hafi verið að ræða. Spurður hvort hann hafi einhvern tímann orðið var við sjóræningja svarar Ólafur því neitandi, en rifjar upp að einu sinni hafi hurð skollið nærri hælum. „Við vorum að sigla með sprengiefni frá Brasilíu til Georgetown í Guayana og þá kom strandgæsl- an á móti okkur langt út á haf til að verja okk- ur fyrir sjóræningjum ef þeir skyldu reyna að ráðast á okkur,“ segir Ólafur og minnir á að breska siglingastofnunin gefi reglulega út við- varanir á þeim leiðum þar sem búast megi við árásum sjóræningja. Bendir hann á að sigl- ingaleiðir undan ströndum Sómalíu, sundið við Singapúr, ýmsir staðir í Indókína og ákveðin svæði í Karíbahafinu hafi löngum verið við- sjárverð. Spurður hvort áhafnir hafi einhvern sér- stakan viðbúnað þegar skip sigli á leiðum þar sem búast megi við sjóræningjum svarar Ólaf- ur því játandi. „Þegar við sigldum á vafasöm- um svæðum þá voru allir á vakt og vakandi, en yfirleitt reyna þeir að ráðast á skipið á nótt- unni. Undir þessum kringumstæðum fylgd- umst við stýrimennirnir vel með radarnum auk þess sem menn voru úti á brúarvængj- unum. Ef eitthvað hreyfðist í átt til okkar voru skipverjar á dekkinu reiðubúnir með öflugan smúl til þess að geta dælt á sjóræningjana sjó af fullum krafti ef þeir nálguðust skipið.“ Spurður hvort hann hafi einhvern tímann orðið hræddur við sjóræningja svarar Ólafur því neitandi. „Maður hafði yfirleitt um nóg annað að hugsa. Auk þess sem maður var alltaf sannfærður um að ekkert kæmi fyrir mann.“  Ólafur Ragnarsson fyrrverandi skipstjóri hefur siglt með Danica White um heimsins höf  Segir viðbúnað áhafnar gegn sjóræningjum felast í því að halda vöku sinni og vera reiðubúna með smúl Hurð skall nærri hælum Ólafur Ragnarsson Rænt Danska flutningaskipinu Danica White var rænt af sjóræningjum um liðna helgi. LÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðv- aði í gær átta erlenda ferðamenn fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 134 kílómetra hraða. Þessir erlendu gestir létu sumir, að eigin sögn, freistast til hrað- aksturs á hringveginum vegna þess að vegurinn er bæði breiður og engin tré skyggja á útsýnið. Væntanlega hefur lögregla getað bent þeim á að engin tré skyggja heldur á umferðarskilti sem sýna að hámarkshraði á þjóðvegum er 90 kílómetrar á klukkustund. Óku hratt með tengivagna Fimm innfæddir ökumenn höfðu einnig verið stöðvaðir af lögregl- unni á Hvolsvelli þegar rætt var við hana í gærkvöld, sumir hverjir vegna þess að þeir óku of hratt með tengivagn, þ.e. tjaldvagn og þess háttar útilegubúnað, í eftir- dragi. Dæmi voru um menn sem óku á 106 og 110 km hraða með slíkan vagn en eins og þeim ætti að vera kunnugt má ekki aka bíl með tengivagn hraðar en 80 km/klst. Breiður veg- ur, engin tré ♦♦♦ VIÐRÆÐUR standa nú yfir við nokkra fjárfesta á Suðurlandi um sölu á stórum hluta í fyrirtækinu Feyg- ingu ehf. í Þorlákshöfn. Vegna fjár- skorts hafa framkvæmdir við upp- byggingu verksmiðjunnar legið niðri síðan í nóvember á síðasta ári. Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu en átta ár eru liðin síðan Feyging var stofnuð til framleiðslu á trefjum úr sunnlenskum hör til út- flutnings. Helstu eigendur fyrirtæk- isins eru Orkuveita Reykjavíkur (OR), Brú-fjárfestingarsjóður og Sveitarfélagið Ölfus. Stjórnarformaður Feygingar, Þor- leifur Finnsson frá OR, sagði við Morgunblaðið að viðræður við fjár- festa stæðu enn yfir og vildi hann ekki upplýsa um hvaða aðila væri að ræða. Niðurstaðna væri að vænta fljótlega en menn hefðu ekki gefið upp alla von um að framleiðslan ætti framtíð fyrir sér. Eignir Feygingar hafa verið settar í söluferli en takist viðræður við nýja fjárfesta verður sú sala afturkölluð. Viðræður um sölu á Feygingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.