Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR "#$%    ! &$%    ! '$%    ! $(%    ! "#$ %&#$ ''&#( %#' %$#$ ')*#' +#% )#% ,,#* +#% '&#( $"#(             +%& +&& %"& %)& %(& %%& %&& '"& ')& ! -!. %%& %&& '"& ')& '(& '%& '&& "& )& '"& ')& '(& '%& '&& "& )& (& %& ')& '(& '%& '&& "& )& (& %& &                      (&& +,& +&& %,& %&& ',& '&& ,& &      / 0/ 12! 3      "# 45  64 & 45  64 # 45  64 %) +)% %,( %+% ++$ +&+ '"$ %,( +(& '$"   $+,!-  72  ')(#+ 42 / /! 8 /! 9! : 8. ( ;6 7 7 %"+ ! -!. 8 .## %** ! -!. 8 /# 2. %)( ! -!. 8 # !7 7  <= .      "/ $ 0 -  72  ')#)' 42 8 /! ! : 8. ( ;6 1 / 72 '(#$ 42 /  8 '$&" ! -!.  4 . / 7 8 ! : .  !   !     !    " !  FJÖGUR af tíu kvótahæstu sjávar- útvegsfyrirtækjunum leigja frá sér heimildir sem svara til um 20.000 tonna af þorski samkvæmt upplýs- ingum á heimasíðu Fiskistofu. Í þessu dæmi er aðeins miðað við heimildir innan lögsögu. Hlutfall kvótaleigunnar af heildarkvóta inn- an lögsögunnar hjá þessum fyrir- tækjum er á bilinu 15% til 20%. Í magni talið leigir HB Grandi mest frá sér, eða um 6.600 tonn, sem eru 16% heimilda innan lögsögu. Næst kemur Brim með um 6.000 tonn eða 20% heimilda. Samherji er í þriðja sætinu með 4.500 tonn eða 15% og loks Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum með tæp 3.000 tonn, sem er 20% heimilda innan lögsögu. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Leigan um það bil á núllinu „Við höfum verið að leigja til okk- ar mikið af aflaheimildum í Barents- hafi og greitt fyrir þær með heim- ildum innan lögsögu. Sömu sögu er að segja af kolmunna. Við höfum líka verið í samstarfi við Síldarvinnsluna um að hún veiði hluta af heimildum okkar og landi þeim til vinnslu hjá okkur. Kvótaleigan hjá okkur er nokkurn veginn á núllinu þegar til- færslur frá okkur og til okkar eru lagðar saman,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Rúnar Stefánsson, útgerðarstjóri HB Granda, tekur í sama streng. Fyrirtækið sé að leigja til sín heim- ildir í Barentshafi og í úthafskarfa til að nýta skip sín við þær veiðar betur. Fyrir þessar heimildir utan lögsögu sé greitt með heimildum innan henn- ar. Tekjur félagsins af kvótaleigu séu smáaurar. Geymsla og greiðsla En það er fleira sem kemur til. Stór hluti kvótaleigu Vinnslustöðv- arinnar er í raun greiðsla vegna kaupa á Gullbergi VE. Því fylgdu töluverðar heimildir í uppsjávarfiski og var greitt fyrir það með bolfisk- kvóta. Annars er VSV með meiri heimildir en skipin þurfa og leigir því líka frá sér. Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, forstjóri VSV, segir að ef bæta ætti skipi við, þyrfti að auka heimildir til að fullnýta það. Því sé hagkvæmara að leigja frá sér. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, bendir á að stór hluti þess, sem skráð er sem kvótaleiga, sé í raun kvótageymsla fyrir Freyju RE og tilfærsla vegna kaupa Brims á Kleifaberginu. Annars leigi fyrir- tækið frá sér heimildir sem nemi um 2.500 þorskígildistonnum. Mikil leiga á aflaheimildum innan lögsögunnar Leigja frá sér innan lögsögu til kaupa á þorski í Barentshafi Í HNOTSKURN »„Kvótaleigan hjá okkur ernokkurn veginn á núllinu þegar tilfærslur frá okkur og til okkar eru lagðar saman.“ »Kvótageymsla og greiðslafyrir skip og kvóta er skráð sem kvótaleiga hjá Fiskistofu. »Hlutfall kvótaleigunnar afheildarkvóta innan lögsög- unnar hjá þessum fyrirtækjum er á bilinu 15% til 20%. ÚR VERINU MANNSHJARTAÐ verður í háveg- um haft þegar árlegt kvennahlaup ÍSÍ fer fram í átjánda skipti laugar- daginn 16. júní næstkomandi. Kjör- orð hlaupsins í ár er „Hreyfing er hjartans mál“. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir hjá ÍSÍ og Vilmundur Guðnason for- stöðulæknir Hjartaverndar undirrit- uðu á föstudag samstarfssamning um kvennahlaupið og sögðust bæði stolt og ánægð með samstarfið. Markmið þess er að vekja athygli á konum og kransæðasjúkdómum. Ingibjörg og Vilmundur féllust í faðma eftir að hafa undirritað samn- inginn og sögðust fullviss um að samstarfið yrði hreinlega yndislegt. Hlaupið í 10 löndum Kvennahlaupið er stærsti árlegi íþróttaviðburðurinn á landinu því ár- lega taka um 16-18 þúsund konur þátt. Þannig skjóta konurnar bæði landsleikjum í knattspyrnu og Reykjavíkurmaraþoni ref fyrir rass hvað mætingu varðar. Nú er svo komið að ríflega helmingur íslenskra kvenna á aldrinum 16-75 ára hefur tekið þátt í hlaupinu, en þátttak- endur eru á breiðu aldursbili, frá ómálga ungbörnum upp í virðulegar konur á tíræðisaldri. Hlaupið fer fram á 90 stöðum hér á landi, en stærstu hlaupin verða í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Akur- eyri. Kvennahlaupið teygir sig einn- ig langt út fyrir landsteinana og bú- ist er við að íslenskar konur hlaupi víða um heim nú í júní, m.a. í Banda- ríkjunum, Sviss, Namibíu og á Spáni. Dulin áhætta fyrir konur Vilmundur segir einkenni hjarta- og æðasjúkdóma ekki koma fram á sama hátt hjá konum og körlum. Þau séu óhefðbundin og óskýr hjá konum auk þess sem þau verði ekki ljós fyrr en um eða eftir sextugt, eða um 10- 15 árum síðar á lífsleiðinni en hjá körlum. Karlar fá oftast auðþekkj- anlega verki fyrir brjóstið, en það sama gildir ekki endilega um konur sem sami kvilli hrjáir. Sjúkdóms- ferlið er þess í stað miklu hraðara hjá konum og nær tökum á þeim á skemmri tíma. Mestu hættuna segir Vilmundur stafa af því þegar fólk sofni á verðinum, telji sig ekki í hættu og taki ekki eftir einkenn- unum. Kvennahlaupið verður kynnt rækilega í samstarfi við styrktarað- ila þess, Sjóvá, þegar nær dregur stóra deginum. „Hreyfing er hjartans mál“ er slagorð Kvennahlaupsins Búist við að þátt- takendur verði 16- 18 þúsund talsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtileg hreyfing Kvennahlaup ÍSÍ er kjörið tækifæri til þess að hreyfa kroppinn. Fjölmargir gönguhópar hafa orðið til út frá hlaupinu, enda uppgötva konur sem taka þátt að hreyfing getur verið hin besta skemmtun. Glöð í bragði Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir og Vilmundur Guðnason undirrituðu samninginn um framkvæmd Kvennahlaups ÍSÍ. Í HNOTSKURN »Kvennahlaup ÍSÍ er lang-stærsti árlegi íþrótta- viðburðurinn hér á landi. »Hjarta- og æðasjúkdómareru algengasta dánar- orsök kvenna og leggja fleiri að velli en allar tegundir krabbameins til samans. »Hjartavernd leggur núaukna áherslu á að rannsaka hjarta- og æða- sjúkdóma með tilliti til kvenna. »Slíkar rannsóknir hafahingað til fyrst og fremst verið „karlarannsóknir“. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FORSETI Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, sat í gær samráðsfund leiðtoga evr- ópskra smáríkja sem haldinn var í boði Alberts II fursta af Mónakó í tengslum við Smáþjóðaleikana sem hófust þar í gærkvöldi. Á fundinum var ítarlega rætt um þær hættur sem yfirvofandi lofts- lagsbreytingar skapa mannkyni og nauðsyn þess að á sérhverju sviði samfélagsins verði gripið til rót- tækra gagnaðgerða, segir í frétt frá skrifstofu forseta Íslands. Fram kom að loftslagsbreytingar munu skapa fjölda smárra ríkja í veröld- inni meiri ógn en öðrum ríkjum vegna þess hve mörg þeirra eru ey- ríki sem bíða munu verulegt tjón, vegna hækkunar sjávarborðs, jafnt á mannvirkjum sem öllu efnahags- lífi. Leiðtogarnir ræddu um nauð- syn þess að forystumenn smáríkja tækju saman höndum til að hafa áhrif á aðgerðir á heimsvísu. Hvatt til aðgerða Í tilefni af Smáþjóðaleikunum samþykktu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða í þágu baráttunnar gegn loftslagsbreyt- ingum með því að vega á móti út- blæstri koltvísýrings í andrúms- loftið. Alþjóðleg íþróttamót yrðu kolefnisjöfnuð með markvissum að- gerðum þannig að mengunaráhrif þeirra yrðu hverfandi. Smáþjóða- leikarnir gætu í framtíðinni orðið verðugt fordæmi fyrir önnur al- þjóðleg íþróttamót enda væri slík forysta í samræmi við siðferðis- grundvöll hins fjölþjóðlega íþrótta- starfs. Forseti Íslands var, ásamt öðrum leiðtogum evrópskra smáríkja, Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, Ólafi Rafns- syni forseta ÍSÍ og öðrum forystu- mönnum íslenskrar íþróttahreyf- ingar, viðstaddur setningarathöfn leikanna. Forsetinn mun næstu daga vera viðstaddur ýmsa atburði Smáþjóðaleikanna, en hann er verndari Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands. Samráðs- fundur um umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.