Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 15
YFIRVÖLD í Þýskalandi eru með
gífurlegan öryggisviðbúnað vegna
þriggja daga leiðtogafundar átta
helstu iðnvelda heims, G-8, sem
hefst á morgun í Heiligendamm,
um 25 kílómetra frá Rostock. Gert
er ráð fyrir því að um 16.000 lög-
reglumenn verði á varðbergi við
fundarstað Angelu Merkel, kansl-
ara Þýskalands, og gesta hennar,
George W. Bush Bandaríkjaforseta
og leiðtoga Bretlands, Frakklands,
Ítalíu, Japans, Kanada og Rúss-
lands.
Skriðdrekar og brynvarðir liðs-
flutningabílar voru þegar á svæð-
inu í gær og lögregluþyrlur sveim-
uðu yfir því.
Vegfarendur ráku upp stór augu
þegar þeir sáu tveggja og hálfs
metra háa gaddavírsgirðingu við
fundarstaðinn með eftirlitsmynda-
vélar og flóðljós. Mörgum þótti
þetta minna á járntjaldið í kalda
stríðinu.
„Ég er ekki viss um að þetta sé
nauðsynlegt,“ sagði einn vegfar-
endanna. „Þetta er ekki gott í ljósi
sögu Þýskalands. Við kynntumst
þessu í Austur-Þýskalandi og núna
hefst það aftur.“
Þýsk yfirvöld hafa þegar verið
gagnrýnd fyrir að taka lyktarsýni
af nokkrum andstæðingum leið-
togafundarins og beita þannig að-
ferð sem austur-þýska öryggis-
lögreglan, Stasi, notaði til að leita
að andófsmönnum með hundum.
Öryggisviðbúnaðinum vegna
fundar G-8 líkt við járntjaldið
George W. BushAngela Merkel
FUNDIST hafa í gömlum skáp í þvottahúsi í
Sviss nær þúsund bréf sem þekkt fólk í sög-
unni hefur ritað, þ.á m. Winston Churchill,
Mahatma Gandhi og Pétur mikli Rússakeis-
ari. Bréfin eru hluti af safni austurrísks
bankamanns, Albin Schram og fundust í húsi
hans í Lausanne, að sögn Aftenposten.
Bréfin verða seld á uppboði og búist við að
slegist verði um þau. „Fáheyrt er að menn
finni bréfasafn af þessu tagi á okkar dög-
um,“ segir Thomas Venning, sérfræðingur
hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s í London.
Honum finnst einkum til um eitt bréfið sem
er frá breska skáldinu og rithöfundinum
John Donne.
„Ég sendi þér þrjá kossa – einn á munninn, einn á hjartað og einn á aug-
un,“ segir í bréfi Napóleons I Frakkakeisara til verðandi eiginkonu sinnar,
Jósefínu. Á herferðum sínum sendi hann stundum nokkur bréf á dag og
voru þau send til hennar með hraðboða á hesti.
Safn sendibréfa frá frægu
fólki fannst í þvottahúsi
Napóleon Bonaparte
MUN fleiri fóstur
skaðast í móður-
kviði af völdum
áfengisneyslu en
áður var talið,
segja bresku
læknasamtökin.
Börn sem fæð-
ast með skil-
greind áfengis-
einkenni eru
léttari en önnur
börn, hafa óvenjulega andlitsdrætti
og eru heilasködduð. Nú er talið að
fjölmörg börn sem ekki uppfylli
skilyrði greiningar séu einnig
sködduð.
Konum í barneignarhugleið-
ingum er ráðlagt að drekka ekki
áfengi, því merkjanlegur skaði get-
ur orðið áður en meðgöngu verður
vart.
Fóstur undir
áhrifum
Áfengi hefur slæm
áhrif á fóstur.
TUGIR þúsunda manna söfnuðust
saman í Hong Kong í gær til að
minnast blóðsúthellinganna á Torgi
hins himneska friðar í Peking 4.
júní 1989 þegar kínversk stjórnvöld
beittu hernum til að kveða niður
friðsamleg mótmæli.
Blóðbaðs minnst
VIÐRÆÐUR munu hefjast milli
fulltrúa Marokkó og Polisario, út-
lægrar frelsishreyfingar Vestur-
Saharamanna, í New York 18. júní.
Marokkómenn hernámu V-Sahara
á áttunda áratugnum.
Hefja viðræður
SPÆNSKUM læknum hefur tekist
að færa hægri hönd 63 ára manns
yfir á vinstri handlegg en maðurinn
missti vinstri höndina fyrir um 40
árum. Einnig færðu þeir þum-
alfingurinn að litla fingrinum.
Hægri hönd færð
Føroya Banki er einn stærsti banki Færeyja með 44%
markaðshlutdeild í útlánum og 39% hlutdeild á innlána-
markaði. Bankinn er með 20 útibú í Færeyjum og viðskipta-
vinum, jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum og stofnunum,
fjölgar óðum. Stöðugt býðst betri þjónusta, fagmennska
og sérþekking á ýmsum sviðum starfseminnar.
Að bankanum standa reyndir stjórnendur og stefnan er sú að
Føroya Banki verði leiðandi í fjármálastarfsemi í Færeyjum
og geti boðið valda fjármálaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi.
Á árinu 2006 var hagnaður Føroya banka fyrir afskriftir
útlána og skatta 125 milljónir danskra króna, lánastarfsemi
jókst um 33% og var 5,4 milljarðar danskra króna. Hagnaður-
inn hélt áfram að aukast á fyrsta ársfjórðungi ársins 2007 og
nam fyrir afskriftir útlána og skatta 49 milljónum danskra
króna. Bankinn áætlar að hagnaður fyrir afskriftir útlána og
skatta á árinu 2007 verði alls um 145–165 milljónir króna.
Helstu markmið bankans eru 10% samfelldur meðalvöxtur
á ári hvað varðar hreinar vaxtatekjur og þóknanir og 12%
langtímahagnaður eftir skatta af hlutafjáreign.
Føroya Banki er nú í eigu færeysku landsstjórnarinnar
í gegnum sérstakan sjóð frá 1992 sem kallast Fíggingar-
grunnurin eða Financing Fund of 1992.
Landsstjórn Færeyja hefur ákveðið að einkavæða bankann og
allt að 66% af hlutafé hans er nú til sölu. Sótt hefur verið um
skráningu hlutabréfa Føroya Banki í Kauphöll Íslands (ICEX)
og hjá Copenhagen Stock Exchange (CSE) í Danmörku.
Heildarfjöldi útgefinna hluta er 10.000.000, hver hlutur er 20
danskar krónur að nafnverði, og eru 6.000.000 hlutir boðnir
til sölu í útboðinu. Að auki er heimild til umframúthlutunar
600.000 hluta. Áætlað er að verð liggi á bilinu 162 og 189
danskar krónur á hlut, verð ákvarðast með áskriftarverð-
lagningu (e. book-building).
Tímabil útboðs stendur yfir frá og með 11. júní 2007 og er
reiknað með að því ljúki 19. júní. Útboðinu lýkur í fyrsta lagi
13. júní 2007 kl. 15.00 að íslenskum tíma. Hægt er að loka
fyrir áskriftir að andvirði 2.000.000 danskra króna og minna
í almennum hluta útboðsins óháð öðrum hluta útboðsins.
Skráning á ICEX og CSE undir auðkenninu FO-BANK er
fyrirhuguð 21. júní 2007.
Hægt er að nálgast lýsingu á slóðunum www.landsbanki.is,
www.handelsbanken.dk eða á vefsetri Føroya Banka
www.foroya.fo frá 4. júní 2007 og þar til útboðstímabili
lýkur. Hægt er að óska eftir prentútgáfu af lýsingu í útibúum
Landsbankans. Fjárfestar sem hafa áhuga á að leggja fram til-
boð þurfa að fylla út rafrænt eyðublað á www.landsbanki.is.
Þórshöfn 5. júní 2007
R
E
P
R
O
Z
FØROYA BANKI · Húsagøta 3 · P.O. Box 3048 · FO-110 Þórshöfn · Færeyjum
Sími +298 330 330 · Fax +298 330 001 · Netfang info@foroya.fo · www.foroya.fo
Hlutabréf til sölu
í ört vaxandi banka
Sokkabuxur sem eru sérsni›nar
fyrir stórvaxnar konur