Morgunblaðið - 05.06.2007, Side 17

Morgunblaðið - 05.06.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 17 SUÐURNES 20% afs láttur af toppgr æjum fyr ir glugga þvottinn Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Miðási 7 • Egilsstöðum Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njarðvík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfirði Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! GLUGGAÞVOTTASKINN/SKAFA Visa Versa gluggaþvottaskinn/skafa – 20% fljótlegra að nota þvottaskinn og gluggaþvöru í einu áhaldi. Til í tveimur stærðum. Auðvelt að festa á skaft til að framlengja. Til í tveimur stærðum. HREINIR OG GLERFÍNIR GLUGGAR Tilboðið gildir til 30. júní eða á meðan birgðir endast. GLUGGAÞVOTTASÁPA Gluggaþvottasápan sem fagmaðurinn notar. HIFLO ÞVOTTAKÚSTUR HiFlo þvottakústur – samanstendur af 10 m slöngu, bursta með stillanlegum lið, sápuskammtara og 64 umhverfisvænum sáputöflum. Hægt er að kaupa mismunandi lengdir á sköftum (fylgja ekki með). GLUGGAÞVARA Gluggaþvara með þægilegu griphandfangi. Endurbætt gúmmí sem skilur engar rákir eftir sig. Auðvelt að festa á skaft til að framlengja. Til í þremur stærðum. E N N E M M /S ÍA /N M 28 06 7 Sigurlið Andri Már, Aníta, Bjarki, Einar Th., Erna Lind, Gunnar Örn, Jón, Margrét og Sölvi voru í sigurliðinu. Kennari þeirra er Svava Pétursdóttir. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Við þurftum að spýta vel í lófana í lokin, það gekk svo illa að fá bílana til að keyra,“ segir Bjarki Brynjólfsson, nemandi í níunda bekk Njarðvíkurskóla. Hann var í hópi nemenda úr 8. og 9. bekk skólans sem sigruðu í hönn- unarkeppni nemenda efstu bekkja grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði. Verkefnið var að hanna farartæki sem byggt er að mestu leyti úr áli og gengur fyrir vetni. Þurfti að leysa ákveðnar þrautir á brautinni. Þá kynntu nemendur rannsóknar- verkefni sem fjalla um vetni sem framtíðarorkugjafa og nýtingu áls. Keppnin fór fram í Akurskóla síð- astliðinn föstudag en nemendurnir hafa undirbúið sig fyrir verkefnið undanfarnar vikur. Langur vinnudagur Bjarki Brynjólfsson segir að í upphafi hafi hönnunarverkefnið verið valfag. Sér hafi þótt þetta spennandi og tekið þátt. Í upphafi hafi ekki litið út fyrir að þetta yrði jafn erfitt og raun varð á. Þau hafi hist einu sinni í viku framan af. Þau hafi svo ekki fengið þá hluti sem þurfti til að smíða bílana fyrr en í lok apríl og erfitt hafi verið að fá þá til að virka rétt á þeim stutta tíma sem var til stefnu. Sérstaklega hafi verið erfitt að fá bílana til að keyra og því hafi hópurinn þurft að spýta í lófana í lokin til að ná að ljúka verk- efninu. Það gerðu þau með því að nota þemadaga sem voru í skólan- um. Þá lágu þau yfir þessu frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn og stundum lengur. Guð- munda Lára Guðmundsdóttir skóla- stjóri segir að áhuginn hafi verið svo mikill að það hafi beinlínis þurft að reka krakkana heim úr skólan- um. Bjarki kannast við það en segir að það hafi ekki gerst oft því verk- efnið hafi verið svo erfitt að þau hafi verið orðin þreytt í lok dags og ver- ið fegin að fara heim. Þau settu í fyrstunni saman þrjá bíla en ekki tókst að fá neinn þeirra til að hreyfast, þeir voru of þungir. Þá einbeittu þau sér að einum og náðu honum á ágætis skrið. Út á hann unnu þau keppnina. Bjarki segir að með þátttöku í þessu verkefni hafi hann öðlast töluverða þekkingu á vetni og vetn- isbílum. Reiknar hann með því að þekkingin nýtist honum í framtíð- inni þótt ekki viti hann nú hvernig. Níu nemendur úr 8. og 9. bekk Njarðvíkurskóla tóku þátt í keppn- inni en stærri hópur vann með þeim á undirbúningstímanum. Liðið hlaut einnig fyrstu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni sitt um vetni en Skjaldbakan í Heiðarskóla fékk fyrstu verðlaun fyrir rann- sóknarverkefni sitt um ál. „Við þurftum að spýta vel í lófana í lokin“ Í HNOTSKURN »Virkjum vísindin og hug-vitið hjá unga fólkinu, er yfirskrift hönnunarkeppni meðal nemenda efstu bekkj- anna í grunnskólum á Suð- urnesjum. Fimmtíu nemendur tóku þátt. »Keppnin er hluti af sam-starfsverkefni Reykjanes- bæjar, Norðuráls og Hitaveitu Suðurnesja um eflingu raun- vísindakennslu á Suð- urnesjum. Kennarar hafa fengið margvíslega fræðslu. Grímsey | Ryan George Brown, mann- og umhverfisfræðingur frá háskólanum í Alberta í Kanada, kom nýlega í heimsókn til Gríms- eyjar. Ryan hefur dvalið á Ak- ureyri, sem gestarannsakandi hjá stofnun Vilhjálms Stefánssonar, en hann er að ljúka mastersritgerð um veðurfar og breytingar á heim- skautasvæðum. Áður hafði Ryan safnað að sér veðurfarsupplýs- ingum hjá inúítum í Kanada. Ryan kom til landsins í apríl. Hann hefur ferðast um á Norður- landi og tekið viðtöl við umhverf- isáhugamenn, bændur, fólk í ferða- mennsku og fuglaáhugamenn. Til Grímseyjar lagði hann leið sína til að fræðast um upplifun íbúa á heimskautsbaug varðandi veð- urbreytingar og breytingar á lofts- lagi síðustu tíu árin. Ryan sagði að upplýsingar um loftslag væru til alveg frá fyrstu dögum Íslandsbyggðar og það væri einstakt í heiminum. Ryan Brown er mjög ánægður með dvölina á Ís- landi og segist halda heim síðar í mánuðinum með gagnlegar upplýs- ingar fyrir rannsókn sína. Morgunblaðið/Helga Mattína Við heimskautsbaug Ryan George Brown við höfnina í Grímsey. Kannar veður- og loftslagsbreytingar á heimskautasvæðum LANDIÐ Siglufjörður | Bátasmiðjan Siglu- fjarðar Seigur ehf. hlaut hvatning- arverðlaun atvinnuþróunar SSNV fyrir árið 2007. Adolf H. Bernd- sen, for- maður Samtaka sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra, afhenti Guðna Sigtryggssyni framkvæmdastjóra verðlaunin við athöfn í húsakynn- um fyrirtækisins. Fram kom við það tækifæri að fyrirtækið hlyti verðlaunin vegna hugkvæmni og áræðis sem starfs- menn og stjórnendur hafa sýnt við uppbyggingu þess. Siglufjarðar Seigur ehf. var stofnað fyrir tveimur árum af JE vélaverkstæði ehf. á Siglufirði, Seiglu ehf. í Reykjavík og Siglu- fjarðarkaupstað. Tilgangurinn var að smíða plastfiskibáta fyrir inn- lendan og erlendan markað. Í byrj- un fullvann fyrirtækið bátsskrokka sem steyptir voru hjá Seiglu ehf. í Reykjavík og nýverið afhenti fyr- irtækið sjöunda bátinn og þann þriðja sem fyrirtækið byggir alfar- ið sjálft. Einn af þessum bátum hef- ur verið fluttur út til Noregs. Verk- efni hafa aukist jafnt og þétt. Hjá fyrirtækinu vinna nú fjórir sérþjálfaðir menn sem sótt hafa námskeið og hlotið þjálfun í með- ferð og vinnslu plastefna. Hjá sam- starfsfyrirtækjunum, JE vélaverk- stæði og Rafbæ ehf., vinna iðnaðarmenn með mikla reynslu á sínum sviðum. Þannig er sam- ankomið einvala lið til að annast verkefni sem þessi, eins og komist er á orði í fréttatilkynningu. Fengu hvatn- ingarverðlaun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.