Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 20
menntun 20 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ö rtækni, latína, næring- arfræði, tölvuverk- fræði, sálfræði, jap- anska, þjóðfræði og sanskrít er á meðal þess sem stendur ungu fólki til boða í Háskóla unga fólksins, sem hefur nú göngu sína fjórða sumarið í röð. Háskóli unga fólksins er fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára og er námsframboð einstakt, að sögn Guðrúnar Bachmann, kynning- arstjóra Háskóla Íslands. Nemendur geta valið á milli þrjátíu námskeiða af öllum fræða- sviðum Háskóla Íslands auk þess sem þeir velja sér einn „þemadag“ þar sem kafað verður dýpra í fræðin. Á þemadögum er m.a. boð- ið upp á þemu á borð við bráða- vaktina, bíódag, lífið á jörðinni, leikið á gerviheiminn, Milky Way – ekki bara súkkulaði, Surtsey og hvernig láta má drauma sína ræt- ast. Gaman í háskólaumhverfi „Þetta nám er að okkar mati rosalega skemmtilegt og við mynd- um sko aldeilis ekki undir nokkrum kringumstæðum vilja missa af því,“ segja vinirnir Arnór Már Arn- órsson og Þorsteinn Baldvin Jóns- son, sem eru nýfermdir og ætla að taka þátt í Háskóla unga fólksins nú þriðja árið í röð. Þeir Arnór og Þorsteinn kynntust í Ísaksskóla þegar þeir voru fimm ára gamlir og hafa síðan verið miklir félagar þrátt fyrir að Arnór búi í Kópavog- inum og gangi í Digranesskóla og Þorsteinn búi í Vesturbæ Reykja- víkur og gangi í Hagaskóla. „Steini átti upphaflega hug- myndina að því að sækja Háskóla unga fólksins fyrir tveimur árum og fékk mig með sér. Við höfum sótt sömu fögin og verið algjörlega samferða í þessu. Fyrsta árið tók- um við dönsku, tölvunarfræði, matvælafræði og Vísindavefinn. Í fyrra urðu japanska, læknisfræði, stjörnufræði, danska og Vís- indavefurinn fyrir valinu og núna höfum við félagarnir skráð okkur í fornaldarsögu, tölvuverkfræði, mannfræði og Vísindavefinn. Við völdum svo bíódag sem þemadag,“ segir Arnór. Þegar þeir eru spurðir hvaða fag sé skemmtilegast í háskóla- umhverfinu eru þeir sammála um að Vísindavefurinn sé þeim hug- leiknastur því á vefnum megi fræð- ast um allt milli himins og jarðar. Hver sem er getur sent inn fyr- irspurnir og leitað svara við spurn- ingum á borð við: Hvað er svart- hol? Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni? Hvert er hættulegasta dýr í heimi? Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur? Og hvað heitir höfuðborg Indlands? Nemendurnir ungu munu svo leit- ast við að svara viðkomandi fyrir- spurnum og miðla fróðleik. Feta kannski í fótspor feðranna – En hvað ætlið þið að verða þegar þið verðir stórir? „Ég hef mikinn áhuga á því að leggja fyrir mig læknisfræði, jafn- vel hjartalækningar,“ svarar Þor- steinn, sem þá mun að líkindum feta í fótspor föður síns Jóns Högnasonar, en saman deila þeir feðgar miklum tónlistaráhuga. „Við höfum farið saman á Eric Clapton- tónleika og erum núna að leita okk- ur að tónleikum með mexíkóska götulistaparinu Rodrigo y Gabriela, sem eru frábærir listamenn,“ segir Þorsteinn, sem er sjálfur að nema klassískan gítarleik hjá Páli Eyj- ólfssyni í Tónmenntaskólanum. Arnór er líka staðráðinn í að ganga menntaveginn og segist hafa hug á hagfræði líkt og pabbi sinn sem er viðskiptahagfræðingur að mennt. „Annars erum við líka mikl- ir golfáhugamenn og höfum farið saman á golfnámskeið þrjú ár í röð og svo er ég mikill aðdáandi Liver- pool og Breiðabliks og fer gjarnan á völlinn þó ég sé ekki í boltanum sjálfur,“ segir Arnór. Þeir félagar ætla báðir að skreppa til útlanda í sumar, Þorsteinn til Danmerkur með foreldrum sínum og Arnór til Noregs í heimsókn til frændfólks. „Við vorum aðeins að spá í ung- lingavinnuna, en komumst fljótt að því að það er engin tími í svoleiðis að sinni,“ segja þessir ungu menntamenn að lokum. Aðsóknin eykst ár frá ári Að sögn Guðrúnar hefur aðsókn í Háskóla unga fólksins aukist ár frá ári og má gera ráð fyrir því að yfir tvö hundruð ungmenni sæki skól- ann að þessu sinni. „Það er einstök upplifun að fylgjast með unga fólk- inu gera sig heimakomið á há- skólalóðinni. Hjá þessu unga fólki er ekkert sjálfsagðara en að spranga á milli bygginga, kynna sér alls kyns undur vísindanna og spjalla við háskólaprófessora um menn og málefni.“ join@mbl.is Skemmtilegt nám fyrir ungdóminn Morgunblaðið/G.Rúnar Námsmennirnir Þorsteinn Baldvin Jónsson og Arnór Már Arnórsson stefna nú á Háskóla unga fólksins þriðja árið í röð. Háskóli unga fólksins er skemmtileg leið fyrir fróðleiksfúsa krakka til að fræðast um fjölda ólíkra fræðisviða. Jó- hanna Ingvarsdóttir hitti tvo hressa stráka sem ætla að kynna sér bæði fornaldarsögu og tölvu- verkfræði. Háskóli unga fólksins Krökkum á aldrinum 12-16 ára bjóðast þar tæki- færi til að kynnast ýmsum ólíkum og skemmtilegum fræðigreinum. Kennsla hefst í Háskóla unga fólksins mánudaginn 11. júní og stendur í eina viku. www.ung.is DAUÐSFÖLL tveggja stúlkna í Danmörku eru rakin til Yasmin getnaðarvarnarpillunnar samkvæmt frétta- þætti á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 á sunnudag. Í þættinum sögðust læknar telja pilluna hafa orsakað blóðtappa sem leiddi stúlkurnar til dauða. Yasmin- pillan er meðal algengustu getnaðarvarnarpillna á Ís- landi. Yasmin er mest selda getnaðarvarnarpillan í Dan- mörku að því er fram kom á vefsíðu Politiken í gær. Þar segir einnig að skv. tölum danska lyfjaeftirlitsins tengist Yasmin um 20% allra tilkynntra tilfella um blóðtappa og allt að 27% tilkynntra aukaverkana. Það er mun meira en hægt er að útskýra af markaðs- hlutfalli pillunnar. Í þættinum sagði hollenskur prófessor tölurnar sem þar komu fram staðfesta grun um að eitthvað væri að Yasmin-pillunni. Á sjúkrahúsinu í Esbjerg hafa komið upp nokkur tilvik um blóðtappa hjá ungum konum sem rakin eru til lyfsins. Danska lyfjaeftirlitið hefur sent frá sér yfirlýsingu um að blóðtappi sé þekkt aukaverkun getnaðarvarn- arpillna og að Yasmin sé ekki talin skaðlegri en aðr- ar sambærilegar tegundir. Lyfjafyrirtækið Bayer- Schering, sem býr til Yasmin-pilluna, vildi ekki taka þátt í gerð sjónvarpsþáttar TV2, en vísaði til rann- sóknar sem fyrirtækið fjármagnaði sjálft og sýndi fram á að Yasmin valdi ekki oftar blóðtappa heldur en aðrar tegundir. Yasmin-pillan er ein algengasta getnaðarvarn- arpillan á Íslandi. Hjá Lyfjaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að hún væri notuð í um 20 prósentum til- vika. Skráning á aukaverkunum lyfja á Íslandi er ekki mikil og því lítið vitað um það hversu algengar þær eru. Telja Yasmin- pilluna valda blóðtappa Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Pillan Yasmin er ein tegund svokallaðra 3. kynslóðar getnaðarvarnartafla. Hallmundur Kristinsson er farinn að blogga og má finna kveðskapinn á vefslóðinni: www.hallkri.blog.is. Fyrstu vísuna nefnir hann Upphaf: Ég er að byrja að blogga. Blundar mér skáldið í. Nú er ég mættur hjá Mogga, mikið er gaman að því! Einum nýliðanum varð á ofstuðlun á leirnum, póstlista hagyrðinga. Ármann Þorgrímsson orti þegar: Lifað hef ég langa tíð við leirburð oft og mikið glími. Enn er ég að yrkja níð með ofstuðlun og skökku rími Og Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit bætti við: Mönnum verður alltaf á af því skeytin spretta, að flestu á leirnum finna má svo fástu ekki um þetta. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd gluggaði í fréttir Moggans: Kerfisvillan voru láði veitir illar hremmingar. Engin stilla í Eyjum ráði, ekkert spilli lífi þar! Og fleira er í fréttum sem vekur Rúnar til umhugsunar: Samdist lítt með Agli og Ara, önnur stöð þess bráðum nýtur. Egill vildi ólmur fara, Ari greyið stóð sem þvara, – sínum augum silfrið hver á lítur! Guðveig Sigurðardóttir er með síðbúnar hugleiðingar um kosningar og Framsóknarflokkinn: Nú er fylgi Framsóknar fallið eins og spýtan. Vinstri grænir vindhanar vilja held ég nýt’ann. VÍSNAHORNIÐ Af bloggi og Eyjum pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.