Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H ún var virkilega góð og skemmtileg greinin sem Anna Björk Ein- arsdóttir bókmennta- fræðinemi skrifaði í Lesbók á laugardaginn var („… nei, ég er ekki fótgönguliði, ég er skæru- liði“). Ég er innilega sammála þeirri niðurstöðu Önnu að „þessi kald- hæðna „ég veit þetta allt“-afstaða sem nú tröllríður öllu“ sé drepleið- inleg. Aftur á móti get ég ekki tekið und- ir það sem Anna sagði næst: „Þeir bókmenntafræðingar sem sitja í dómnefndum, gefa stjörnur í Kast- ljósi og skrifa í yfirlitsrit eru ekki í mínu liði.“ Ég tel sjálfan mig vera í liði með þessum „stjörnubókmennta- fræðingum“, þótt ég hafi reyndar aldrei orðið þess heiðurs aðnjótandi að gefa stjörnur í Kastljósi. Mér fannst greining Önnu á „dólgaafbyggingunni“ hitta beint í mark. Hún er blekking, og aðferð til að halda andlitinu þrátt fyrir að mað- ur geri eitthvað sem maður telur vera niðrandi, en langar samt af ein- hverjum ástæðum til að gera, eins og þegar femínistar finna hjá sér löng- un til að vera prinsessur, eða há- menntaðir fræðingar vinna fyrir sér með því að skrifa fábrotnar blaða- greinar. Líkingin við Seinfeld var einkar viðeigandi og upplýsandi, kannski ekki síst vegna þess að líkt og kald- hæðna „ég veit þetta allt“-afstaðan var Seinfeld til að byrja með af- skaplega heillandi og skemmtilegur, en þegar frá leið varð hann drepleið- inlegur, og maður komst að því sér til nokkurrar furðu að Friends voru eiginlega miklu betri. Og ég segi þetta ekki af neinni kaldhæðni. Það er eitthvað verulega falskt og ósannfærandi við það þegar fræði- menn „afbyggja fyrirfram hlutverk sitt, segja að það sem skipti máli sé að leika sér með hlutverkin, fara inn í þau og vinna með þau, afbyggja þau innan frá,“ eins og Anna orðar það. Með þessu láti fræðimennirnir í veðri vaka að þeir séu meðvitaðir um að þeir séu í þykjustuleik, og þar með sé fengin hin „kaldhæðna fjar- lægð“ sem geri að verkum að maður þurfi í rauninni ekki að standa reikn- ingsskil gerða sinna. Ef maður er rukkaður getur maður sagt sem svo, ég var bara í þykjustuleik. Anna vill ekki hafa svona þykj- ustuleik, og telur að menn ættu held- ur að ástunda alvöru afbyggingu, neita að mæta í Kastljós og neita að skrifa í yfirlitsrit. Með öðrum orðum, gefa formunum langt nef, því að þannig verði maður ærlegur við bæði sjálfan sig og fræðin. Þannig megi forðast að þjóna valdi sem maður er í hjarta sínu á móti, eins og til dæmis peningavaldinu. Ég er sammála Önnu um það, að þarna er á ferðinni drepleiðinlegur þykjustuleikur. En ég held að þykj- ustuleikur „stjörnubókmenntafræð- inganna“ sé fólginn í því, að þeir eru að þykjast vera í þykjustuleik. Það er að segja, allt talið um að „leika sér með formin“, og jafnvel að „vinna með þau“, er innihaldslaust mál- skrúð, til þess gert að láta líta út fyr- ir að maður sé meðvitaður og jafnvel í rauninni róttækur, og kannski ekki síst til að maður geti horfst í augu við sjálfan sig í speglinum. Þetta er leið til að halda andlitinu. Með sama hætti gátu þeir sem voru svo ofurvandir að vitsmunum sínum að þeir skömmuðust sín fyrir að hafa gaman að bandarískum sjón- varpsþáttum horft á Seinfeld vegna þess að þar var látið líta út fyrir að um væri að ræða róttæka háðsádeilu á bandaríska sjónvarpsþætti. En í raun og veru lutu Seinfeld- þættirnir nákvæmlega sömu lög- málum og aðrir bandarískir sjón- varpsþættir, og voru hreint ekkert róttækir – svo lengi sem þeir fengu áhorf var hægt að selja í þá auglýs- ingar og þar með hagnast á þeim. Brandarinn var því á endanum á kostnað þeirra sem voru svo meðvit- aðir að þeir gátu ekki horft á banda- rískt sjónvarp og töldu sig utan allra markhópa. Framleiðendur og mark- aðsfræðingar breyttu þeim í mark- hóp. Stærsti gallinn við þennan þykj- ustuleik er að hann kemur í veg fyrir einlægnina sem er nauðsynleg til að fræðimennska, eins og önnur við- fangsefni manna, verði sannfærandi. Ekki síst fyrir fræðinginn sjálfan. Og það er enginn undirlægjuháttur eða barnaskapur að halda í einlægn- ina, þvert á móti felur það í sér mestu áhættuna. (Fyrir nú utan hvað einlægni veitir miklu meiri umbun en meðvitaður þykjustu- leikur.) Stjörnugjöf og yfirlitsgreinar sem gerðar eru af einlægni, þótt fábrotn- ar séu, eru þar að auki mun betri og áhættusamari bókmenntafræði en kaldhæðnisleg afbygging á stjörnu- gjöf og yfirlitsgreinum. Stjörnugjöf og yfirlitsgreinar snúast um bækur, en afbygging á formum snýst um bókmenntafræðina sjálfa vegna þess að hugmyndin um „bókmenntaform“ er komin úr bókmenntafræði, en ekki úr bókmenntum. Ég er því alveg sammála því sem Anna hefur eftir helsta skotspæni sínum, Jóni Yngva Jóhannssyni bók- menntafræðingi, að það sé verkefni bókmenntafræðinga að taka af skar- ið og fella dóma um bækur. Hún gagnrýnir hann fyrir að fella ekki dóma um „yfirlitsrit sem slík,“ og láta nægja að humma eitthvað um að gera sér grein fyrir takmörkunum slíkra rita. En yfirlitsrit eru órjúfanlegur hluti af bókmenntafræðihefðinni, og getur bókmenntafræðingur tekið af skarið og fellt dóma um hefðina sem hann tilheyrir? Til að gera það þyrfti hann að fara með einhverjum hætti út fyrir hefðina og sjá hana úr fjar- lægð. En ef hann gerir það, er hann þá ekki á vissan hátt hættur að vera bókmenntafræðingur? Með því að vera kaldhæðinn að hætti Seinfelds getur maður ef til vill talið sjálfum sér og öðrum trú um að þessi fjarlægð hafi náðst. En það er blekking sem sannur fræðingur sér á endanum í gegnum. Og ef hann hefur lifað í henni svo lengi að hann þekkir sig ekki lengur í sinni eigin fræða- hefð á hann hvergi höfði að halla. Í þykjustu- leik »Með þessu láti fræðimennirnir í veðri vakaað þeir séu meðvitaðir um að þeir séu í þykjustuleik, og þar með sé fengin hin „kald- hæðna fjarlægð“ sem geri að verkum að maður þurfi í rauninni ekki að standa reikningsskil gerða sinna. Ef maður er rukkaður getur mað- ur sagt sem svo, ég var bara í þykjustuleik. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is UMBREYTING íslensks at- vinnulífs á undanförnum árum hef- ur meðal annars leitt til framrásar ýmiss konar alþjóðlegrar þjónustu- starfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Rík- isstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem nýtekin er til starfa, hefur lýst vilja sínum til þess að slík starfsemi haldi áfram að vaxa hér á landi og sæki inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði. Í árslok 2006 má áætla að hlutdeild fjár- málafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti út- flutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu um 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við tekjur við- skiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afger- andi þýðingu í okkar efnahagslífi. Of seint í haust Í stjórnarsáttmála segir að tryggt skuli að íslensk fyrirtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstr- arskilyrði sem völ er á. Af því leiðir að nauðsynlegt er að innleiða hér á landi með tímanlegum hætti þær gerðir ESB sem að fjármálaþjón- ustu snúa til þess að lög og reglur um fjármálageirann á Íslandi verði í meginatriðum sambærileg við það sem gildir í öðrum EES-löndum frá og með 1. nóvember næstkomandi. Fyrir Alþingi liggja nú þrjú frumvörp til innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins um fjár- málagerninga sem í daglegu tali hefur gengið undir nafninu MiFID (Directive on Markets in Financial Instruments). Tilskipunin kemur til framkvæmda á Evrópska efnahags- svæðinu þann 1. nóvember næst- komandi. Það væri ábyrgðarleysi að bíða til haustþings með að ljúka innleiðingunni og til þess fallið að rýra orðspor fjármálakerfisins á Ís- landi ef Alþingi lenti í tímahraki með málið. Þrjú frumvörp Hér er í fyrsta lagi um að ræða ný heildarlög um verðbréfa- viðskipti, í öðru lagi ný heildarlög um kauphallir og í þriðja lagi frum- varp um breytingar á ýmsum lögum sem fjalla um fjármálafyr- irtæki og opinbert eft- irlit með fjármála- starfsemi. Í frumvarpi til nýrra verðbréfa- viðskiptalaga er enn fremur gert ráð fyrir innleiðingu svokall- aðrar gagnsæistilskip- unar. Tilskipun ESB um fjármálagerninga er engin smásmíði og Lamfalussy-ferlið sem hún byggir á gerir einnig ráð fyrir fjölda afleiddra reglna. Nýju lögin munu leggja margvíslegar kvaðir á fjármálafyrirtæki um upplýsingar, gegnsæi í viðskiptum og eftirlit með starfseminni, en um leið mun aukið samræmi og sambærilegar leik- reglur um alla Evrópu skapa bæði íslenskum og evrópskum fjármála- fyrirtækjum ný sóknarfæri. Skyldur og kvaðir Tilskipun um markaði fyrir fjár- málagerninga hefur að geyma regl- ur um starfsleyfi fjármálafyr- irtækja til að stunda verðbréfaviðskipti og kauphalla til að reka skipulega verðbréfamark- aði. Í henni er kveðið á um innra skipulag fjármálafyrirtækja og við- skiptahætti þeirra gagnvart við- skiptavinum. Þar eru ennfremur reglur um upplýsingagjöf um tilboð og viðskipti með verðbréf og gilda þær reglur um skipulega verð- bréfamarkaði, markaðstorg fjár- málagerninga svo og fjármálafyr- irtæki. Þá er að finna í tilskipuninni ákvæði um tilkynningarskyldu fjár- málafyrirtækja um viðskipti með fjármálagerninga. Í lok hennar eru ákvæði um eftirlit og samvinnu eft- irlitsyfirvalda innan EES-svæðisins. Gagnsæi er regla Gagnsæistilskipunin mælir eink- um fyrir um samræmingu reglna um birtingu reglulegra upplýsinga er varða útgefendur verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í kaup- höll. Þær reglulegu upplýsingar sem útgefendum verðbréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta í kaup- höll, ber að birta opinberlega sam- kvæmt frumvarpinu eru eftir atvik- um ársreikningur, árshlutareikningur vegna fyrstu sex mánaða reikningsársins og grein- argerð frá stjórn. Betri upplýsingagjöf Með frumvörpunum eru gerðar auknar kröfur til fjármálafyr- irtækja með leyfi til verðbréfa- viðskipta, hvernig þau skipuleggja rekstur sinn og til viðskiptahátta þeirra gagnvart viðskiptavinum. Er kveðið á um auknar kröfur til upp- lýsingagjafar fjármálafyrirtækja til viðskiptavina sinna og skyldu þeirra til að meta hvort verðbréfaviðskipti séu á færi einstakra viðskiptavina. Lagt er til að fjárfestingarráðgjöf og rekstur markaðstorgs fjár- málagerninga verði starfsleyf- isskyld starfsemi og lagðar til nýjar reglur um markaðstorgið. Nýir starfshættir Lagt er til að skipulegur tilboðs- markaður verði lagður af og hug- takið kauphöll verði notað yfir hlutafélag sem rekur skipulegan verðbréfamarkað. Þá er gerður skýr greinarmunur á opinberri skráningu verðbréfa, sem verður framvegis á könnu Fjármálaeft- irlitsins, og töku fjármálagerninga til viðskipta í kauphöll. Í frumvörp- unum er jafnframt gerð tillaga að nýjum reglum um gagnsæi á skipu- legum verðbréfamarkaði. Enn- fremur er gerð tillaga um að Fjár- málaeftirlitið muni eftirleiðis veita og afturkalla starfsleyfi kauphalla. Loks er lagt til að hægt verði með tilteknum skilyrðum að taka verð- bréf til viðskipta í kauphöll án sam- þykkis útgefanda. Nýjar reglur um fjármálamarkað Björgvin G. Sigurðsson skrifar um þrjú ný frumvörp um verðbréf og fjármálastarfsemi »Nú má áætla að hlut-deild fjármálafyr- irtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er viðskiptaráðherra. DAGUR umhverfisins 5. júní er flaggskip Sameinuðu þjóðanna þeg- ar um er að ræða atburði er tengjast umhverfismálum. Dag- urinn er haldinn hátíð- legur í meira en 100 löndum víða um heim ár hvert. Tilgangur dagsins er að minna al- menning og stjórnvöld á mikilvægi umhverf- isins og að gera um- hverfismál sýnileg. Hátíðarhöldin hvetja fólk til að gerast virkir þátttakendur í sjálf- bærri þróun og efla skilning samfélags manna á nauðsyn þess að breyta afstöðu til umhverfismála þannig að allir menn og allar þjóðir geti notið öruggrar framtíðar. Í ár er þema dagsins „Bráðnun jökla: Alvörumál?“ Það er vel við hæfi, þar sem Alþjóðaheim- skautsárið 2007-2008 er haldið há- tíðlegt um þessar mundir. Loftslagsbreytingar vegna út- blásturs iðnríkjanna á svokölluðum gróðurhúsalofttegundum eru þegar farnar að ógna lífríki og náttúru á heimskautasvæðunum. Hlýnun á norðurskautinu er tvöfalt hraðari en hlýnun lofthjúps jarðar að með- altali. Útbreiðsla sífrera og þykkt heim- skautaíssins fer minnkandi, og stór svæði sem áður voru þakin ís um aldir eru óðum að bráðna á meiri hraða en nokkurn órar fyrir. Mannlíf og vistkerfi á norðurslóðum hafa nú þegar orðið fyrir óbæt- anlegu tjóni. Búsvæði hafa eyðilagst, sam- félög frumbyggja hafa þegar orðið fyrir áföll- um vegna bráðnunar íss. Íbúar á öðrum landsvæðum fjarri pól- svæðunum munu í framtíðinni upplifa hækkun sjávarborðs, þar sem láglendar eyj- ar og strandsvæði fara í kaf vegna bráðnunar heimskautaíssins. Íbúar jarðar munu í ríkari mæli upplifa öfgar í veðrum; þurrkar og úrkoma munu aukast og verða tíð- ari. Straumar hafsins spila stórt hlutverk í veðrakerfi heimsins, og þeir eru órjúfanlega tengdir við bráðnun og frystingu hafsins á heimskautasvæðunum. Snæþekjan á pólsvæðunum endurkastar hita og birtu til baka til geimsins, sem myndi annars verða gleypt af yf- irborði jarðar. Það sem gerist við hlýnun á heimskautasvæðunum vegna loftslagsbreytinganna skiptir máli fyrir alla jarðarbúa, hvort sem þeir búa á eyrum stórfljóta, í jaðri eyðimarka, í úthverfum stórborga eða í Reykjavík. Þeir sem verst verða úti vegna loftslagsbreytinganna eru þeir sem minnst hafa stuðlað að þeim; við íbú- ar iðnvæddu landanna, mengandi atvinnurekstur okkar, heimili og skrifstofur sem brenna jarð- efnaeldsneyti við störf og daglegt líf, við eigum sökina – ekki frum- byggjar heimskautasvæðanna. Bráðnun íss – brennandi mál Heiðrún Guðmundsdóttir skrifar um væntanlegar breyt- ingar á veðri og landslagi í til- efni alþjóðadags umhverfisins » Tilgangur alþjóða-dags umhverfisins 5. júní er að minna al- menning og stjórnvöld á mikilvægi umhverfisins og að gera umhverf- ismál sýnileg. Heiðrún Guðmundsdóttir Höfundur er líf- og umhverfisfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.