Morgunblaðið - 05.06.2007, Page 28

Morgunblaðið - 05.06.2007, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ísak Jón Sig-urðsson fæddist á Ísafirði 11. jan- úar 1928. Hann lést á heimili sínu, Hjaltabakka 12 í Reykjavík, aðfara- nótt 22. maí síðast- liðins. Foreldrar hans voru Sigurður Ásgeirsson hús- gagnabólstrari á Ísafirði, f. 30.8. 1892, d. 2.9. 1967, og Jóna Guðrún Ís- aksdóttir hús- móðir, f. 2.7. 1894, d. 10.1. 1968. Systkini Ísaks eru Guðrún Re- bekka, f. 15.8. 1921, d. 4.4. 1996, Elínborg, f. 19.6. 1923, d. 7.1. 2005, Ásgeir, f. 16.11. 1924, d. 11.11. 1970, og Einar Ingi, f. 22.8. 1926. Ísak kvæntist 2.7. 1954 Gretu N. Ágústsdóttur, f. 29.12. 1931, d. 15.7. 2004. Börn þeirra eru: 1) Benjamín Ágúst, f. 1.11. 1955, kvæntur Helgu Helgadóttur, f. 23.8. 1967, 2) Jóna Guðrún, f. 13.5. 1958, 3) Birna, f. 28.6. 1960, í sambúð með Guð- laugi Kristni Jóns- syni, f. 21.11. 1955, og 4) Vera Björk, f. 13.12. 1968, gift Tryggva Þór Ágústssyni, f. 13.11. 1967. Ísak skilur eftir sig vænan hóp afa- barna, eða 17 barnabörn og níu barnabarnabörn. Ísak sleit barns- skónum á Ísafirði og fluttist síð- an sem ungur maður til Reykja- víkur. Hann sinnti ýmsum störfum, m.a. hjá Almenna byggingarfélaginu, Fáfni og Vélsmiðju Sigurðar Einars- sonar. Mestan hluta starfs- ævinnar vann hann við járn- smíðar og þá lengst af hjá Sindra Stáli. Útför Ísaks verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það er komið kvöld. Sólin sleikir Snæfellsjökul og aldrei slíku vant er ró yfir öllu á mínu heimili, þar sem ég sit við eldhúsborðið og minnist pabba. Ég minnist rólega mannsins sem sat með mig í fanginu þegar ég var pínulítil og lét mig syngja „All kinds of everything“ inn á gam- aldags snældutæki sem var alltaf að bila. Ég minnist hægláta mannsins sem varð orðlaus þegar litla ör- verpið, nýfarið að tala og varla standandi út úr hnefa, argaði af frekju af minnsta tilefni. Ég minnist vanafasta mannsins sem fór með okkur í sunnudags- bíltúr, alltaf niður að höfn að skoða skipin, og keypti handa okkur pral- ín- eða bismark-brjóstsykur. Ég minnist sveimhugans sem sýndi mér himininn og kenndi mér að þekkja stjörnurnar. Ég minnist handlagna mannsins sem kenndi mér að binda fánahnút og pelastikk. Ég minnist ættjarðarsinnans sem kenndi mér að umgangast og brjóta saman Íslenska fánann af auðmýkt og virðingu. Ég minnist sjómannsins sem kenndi mér, sjóveikri, að stíga öld- una og að fiska á handfæri á gam- alli trillu. Ég minnist nákvæma mannsins sem sat við eldhúsborðið og fylgdi eftir ferðum okkar á landakorti ef eitthvað af okkur systkinunum var á ferðalagi. Í seinni tíð minnist ég þakkláta mannsins sem í einu og öllu treysti á Biddu systur til að versla inn fyr- ir sig, fara með sig til læknis og stússa með sig. Hún var lífsbjörgin hans og klettur. Ég minnist afans sem endalaust gat hlustað á sögur af barnabörn- unum sínum og burðaðist við af veikum mætti að halda á yngsta afabarninu sínu. Síðast en ekki síst minnist ég friðsæla mannsins, sem saddur líf- daga lá í rúminu sínu, nýrakaður og klipptur og hafði kvatt þennan heim, tilbúinn að eiga stefnumót við konuna sína sem beið hinum megin. Eins og segir í kvæðinu: „Líkna þú þreyttum þegar degi hallar. Við þröskuldinn hinsta skal sigurinn nást.“ Hvíldu í friði elsku pabbi og kysstu mömmu frá mér. Þín Vera Björk. Ísak Jón Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Skafta Friðfinnsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Ísak Jón Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Skafti Frið-finnsson fæddist á Blönduósi 9. sept- ember 1916. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Vífils- stöðum 29. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Friðfinn- ur Jónas Jónsson, snikkari og hrepp- stjóri, f. 1873, og Þórunn Ingibjörg Hannesdóttir, f. 1873. Systkini hans voru Gunnhildur, f. 1906, Sigríður, f. 1907, Drengur, f. 1909, og Hulda, f. 1910. Þau eru öll látin. Skafti kvæntist 7. september 1946 Sigríði Svövu Runólfdóttur frá Keflavík, f. 1920. Foreldrar hennar voru Runólfur Þórðarson, bóndi og verkamaður, f. 1874, og Ingiríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 1889. Börn Skafta og Sigríðar dóttir. Börn þeirra eru Karítas, f. 1994, Benjamín, f. 1996, og Sal- óme, f. 2001. Skafti ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, hélt til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1937. Að því loknu hóf hann nám í lækn- isfræði við Háskóla Íslands. Skafti vann ýmis störf víða um land, m.a. hafnargerð í Keflavík, en þangað fluttist hann 1942. Um áratuga skeið átti hann og rak Efnalaug Keflavíkur og var umboðsmaður Morgunblaðsins. Honum voru fal- in ýmis trúnaðar- og ábyrgð- arstörf, var t.d. um árabil formað- ur fræðsluráðs og í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík. Hann tók þátt í félagsstörfum, m.a. innan Rotary-hreyfingarinnar og Björg- unarsveitarinnar Stakks, en hann var einn af stofnendum hennar. Til Reykjavíkur fluttust þau hjón- in 1997, en síðasta árið dvaldi Skafti á hjúkrunarheimilinu Víf- ilsstöðum. Útför Skafta verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Svövu eru: 1) Run- ólfur, f. 1947. Börn hans eru Jóhannes, f. 1981, Anna, f. 1983, og Auður, f. 1983. 2) Þórunn, f. 1949. Dætur hennar eru Hulda Soffía, f. 1984, og Sigurlaug Lilja, f. 1985, Jónasdætur. 3) Stúlka andvana fædd 1950. 4) Inga, f. 1953. Maður hennar er Birgir V. Sigurðs- son. Börn þeirra eru Svava, f. 1982, og Pétur, f. 1993. 5) Gunnhildur, f. 1956. Maður hennar er Guð- mundur Magnússon. 6) Frið- finnur, f. 1958. Kona hans er Sig- ríður H. Ingibjörnsdóttir. 7) Einar, f. 1960. Kona hans er Lydía Jónsdóttir. Börn þeirra eru Jón Arinbjörn, f. 1992, og Edda Anika, f. 1997. 8) Páll, f. 1965. Kona hans er Hrund Þórarins- Sólin er sofnuð. Húmið læðist hægt úr hafsins mjúku dýnum yfir fold. Himinninn grætur hljótt við rauða mold. Hafgolan beygir grasið létt og vægt. Litglaumur dagsins þagnar. Rökkurró, rofin af stöku, daufu lóukvaki. Einveran mikla bíður mín að baki, blundandi skuggar yfir dökkum mó. Hjarta mitt þráir hvíld, sér sjálfu að gleyma, hallar sér þreytt á nætursortans dún. Dreymir þó stöðugt sólris bjargs við brún, brennandi dag með gleði um alla heima. (Jakob Jóh. Smári) Með þökk fyrir samfylgdina, fjölskylda Skafta. Nú er komið að því að kveðja Skafta afa. Margs er að minnast og oft var mikið gaman með honum. Að fara í allar ferðirnar með ömmu og afa í Krumshóla var eitt það skemmtilegasta sem við gerðum. Þá fórum við oft niður að á að vitja um netin. Við fórum líka oft með afa að skoða Krummahreiðrin þarna í Krumshólum. Afi var mikill áhuga- maður um náttúruna og mikið var gaman að skoða eggjasafnið hjá hon- um. Einnig var alltaf beðið eftir að jóladagur kæmi því þá vorum við öll saman hjá ömmu og afa. Afi var mik- ill íþróttaunnandi og fylgdist hann vel með okkur, hvernig okkur gekk í fótboltanum og í skólanum. Þegar við heimsóttum afa á Vífilsstaði vildi hann finna hvort hendurnar væru kaldar og þá strauk hann gjarnan hendurnar og fór með „Fagur fiskur í sjónum …“ Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku afi, takk fyrir samveruna. Þín afabörn, Jón Arinbjörn og Edda Anika. Elsku afi. Þegar lyktin af vindlareyk líður að vitum okkar getum við ekki annað en hugsað um þig. Þetta var svona afa- lykt, og strax kemur upp í hugann þegar þú sast með vindlastubbinn á tannstöngli að nýta hann til fulln- ustu. Þú varst alltaf tilbúinn að sýna litlum stelpum smá athygli og leyfa þeim að skoða inn í herbergið þitt, sjá uppstoppuðu fuglana og öll eggin sem þú áttir og varst svo stoltur af. Þú kunnir ógrynnin öll af vísum og kvæðum og ósjaldan var þeirri kunn- áttu deilt með okkur þegar þú þuldir heilu kvæðin. Þú varst alltaf áhugasamur um það sem við vorum að gera og fylgd- ist með lífi okkar allt fram á síðasta dag. Þú varst alltaf svo góður í að slá á léttar nótur og alltaf fljótur að sjá skondnu hliðarnar á hlutunum. Ósjaldan var það að þú laumaðir út úr þér fyndnum athugasemdum, enda var stutt í húmorinn hjá þér. Heimsóknirnar til þín í lokin urðu ekki eins margar og þær hefðu mátt vera og við hefðum gjarnan viljað kynnast þér enn betur, en það var orðið erfitt að eiga samtöl við þig í restina. Minningarnar sem við eig- um um þig sitja hins vegar fastar í huga okkar og þeim munum við seint gleyma. Hulda og Sigurlaug. Skafti Friðfinnsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR frá Miðtúni á Melrakkasléttu, lést á dvalarheimili aldraðra, Hvammi, Húsavík föstudaginn 1. júní. Jarðarförin fer fram frá Snartarstaðakirkju föstudaginn 8. júní kl. 14.00. Maríus Jóhann Lund, Ásdís Karlsdóttir, Kristinn Lund, Guðný Kristín Guttormsdóttir, Níels Árni Lund, Kristjana Benediktsdóttir, Benedikt Lund, Anna Vigdís Ólafsdóttir, Sveinbjörn Lund, Jóhanna Hallsdóttir, Grímur Þór Lund, Eva Nøregaard Larsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ATLI VIÐAR JÖRUNDSSON, Hringbraut 4, Hafnarfirði, er látinn. Steinar Örn Atlason, Edda Björnsdóttir, Sigríður Erla Steinarsdóttir, Brynja Jörundsdóttir, Birgir Úlfsson, Guðmundur Jörundsson, Eiríkur Páll Jörundsson, Heiða Viðarsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HENNING FREDERIKSEN skipstjóri, Stjörnusteinum 12, Stokkseyri, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 3. júní. Ingibjörg Jónasdóttir, Jónas Henningsson, Katrín Jónsdóttir, Vilhelm Henningsson, Anna Kristín Ingvarsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ARI HEIÐMANN JÓSAVINSSON bóndi, Auðnum, Öxnadal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. júní kl. 13.30. Erla M. Halldórsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir mín, ANNA ÁRSÆLSDÓTTIR, Stuðlaseli 2, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi föstudagsins 1. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Klara Vemundsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR frá Akranesi, sem lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi laugar- daginn 2. júní 2007 verður jarðsungin frá Akranes- kirkju föstudaginn 8. júní kl. 14:00. Ragnheiður Björgvinsdóttir Villaverde, Manuel Villaverde, Valdimar Björgvinsson, Jóhanna L. Jónsdóttir, Þórður Björgvinsson, Sigfríð Stefánsdóttir, Ólöf Björgvinsdóttir, Guðjón Þ. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.