Morgunblaðið - 05.06.2007, Page 30

Morgunblaðið - 05.06.2007, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hjartanlegar þakkir fyrir sýnda samúð vegna and- láts eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐBRANDS SKÚLASONAR frá Patreksfirði, Engihjalla 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við Trausta yfirlækni og öllu starfsfólki á deild B4 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Elsa Herborg Þórarinsdóttir, Bragi Guðbrandsson, Árdís Ólafsdóttir, Guðmundur Þór Guðbrandsson, Herdís Ólöf Friðriksdóttir, Kristján Helgi Guðbrandsson, Marta Gunnlaug Guðjónsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs fyrrum sambýlismanns míns, BALDURS HJÁLMTÝSSONAR, Arahólum 4, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, JÓN ÓLAFSSON skipstjóri, Hellisgötu 34, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala fimmtudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 7. júní kl. 15.00. Snorri Jónsson, Stella Leifsdóttir, Davíð Ingibjartsson, Páll Th. Markan, Alfa Lind Markan, Viktoría Valgerður Ólafsdóttir, Jóhanna Oddný Ólafsdóttir og barnabörn. ✝ Björg Hraun-fjörð Péturs- dóttir kjólameistari fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1946. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 29. maí síðastliðinn. Hún er dóttir hjónanna Pét- urs Hraunfjörð Pét- urssonar verka- manns, skálds og alþýðulistamanns, f. í Stykkishólmi 4. september 1922, d. 3. október 1999, og Helgu Ingunnar Tryggvadóttur húsmóður og verkakonu, f. á Þórs- höfn á Langanesi 1. júní 1924. Þau skildu. Systkini Bjargar eru Krist- ján, f. 25. nóvember 1944, Birkir febúar 2001. Börn Guðmundar og Bjargar eru 1) Baugur, f. í Reykja- vík 4. desember 1967. Sonur hans og Sigríðar Hildar Ingólfsdóttur er Rúnar Berg, f. 24. október 1986. Dætur hans og Huldu Kristínar Smáradóttur eru Brynja Ýr, f. 15. desember 1989, og Valdís Fjóla, f. 16. september 1991. Sambýliskona Baugs er Larisa Kverne. 2) Gnýr, f. í Neskaupstað 18. september 1971, kvæntur Önnu Láru Pálsdóttur. Stjúpdóttir hans er Silja, f. 1. júní 1991. Synir Önnu Láru og Gnýs eru Guðmundur Hrafn, f. 12. júlí 1998, og Dagur, f. 27. júlí 2002. 3) Jóhann, f. í Neskaupstað 31. des- ember 1972, kvæntur Katíu Simon- iu Borges Rabelo. Dætur þeirra eru Safíra Björg, f. 10. júní 2004, og Sara Hanna, f. 8. mars 2006. 4) Brá, f. í Neskaupstað 5. mars 1977. Börn hennar og Róberts Axels Ax- elssonar eru Birta, f. 12. maí 1998, og Arnór, f. 3. janúar 2002. Útför Bjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Einar, f. 12. maí 1947, Pétur Hraunfjörð, f. 20. maí 1949, d. 9. febrúar 1964, Bera, f. 14. júní 1950, Börkur, f. 3. janúar 1953, d. 8. maí 1953, Óttar, f. 5. janúar 1956, Bára, f. 22. september 1957, Gaukur, f. 23. janúar 1959, og Brynja, f. 24. nóvember 1965. Björg giftist í Reykjavík 5. febrúar 1971 Guðmundi Hrafni Jóhannssyni, f. í Neskaupstað 27. ágúst 1944. Foreldrar hans voru Jóhann Jóns- son, f. í Breiðdal 5. júní 1918 , d. 7. maí 1996, og Soffía Helgadóttir f. í Neskaupstað 23. janúar 1925, d. 22. Elsku besta mamma mín, sem nú er farin, farin á góðan stað þar sem sársauki og veikindi eru ekki til. Þar er eilíf sæla og hamingja og ég veit að þar á hún eftir að njóta sín vel. Fyrir mér var hún besta mamma sem ég gat hugsað mér að eiga og þó svo að ég legði mig fram um að finna eitthvað sem ég vildi að hefði verið öðruvísi þá gæti ég það ekki, og á ég þá bæði við um hana sem persónu og samskipti okkar almennt. Hún stóð með mér og studdi alla tíð, alveg sama hvað það var sem ég var að gera og finnst mér það alveg ómet- anlegt. Mér leið aldrei eins og ég væri ekki nógu góð á einhvern hátt, því hún lét mér alltaf líða þannig að ég væri góð og falleg manneskja. En svona var hún bara, hún sá allt- af það góða og fallega í öllum í kring- um sig, dæmdi engan og mat alla að þeirra eigin verðleikum. Ég gleymi því aldrei þegar hún mamma mín var hjá mér þegar ég fæddi hana Birtu okkar, og hún var alltaf svo stolt og ánægð að hafa verið fyrsta manneskjan sem Birta leit augum. Henni fannst alltaf eins og hún ætti hana með mér og hún hugs- aði um hana eins og móðir, og fyrir mér átti Birta tvær mæður og önnur þeirra, þú elsku mamma, hafðir endalausa þolinmæði og umhyggju að gefa henni. Og þolinmæði var einmitt einn af hennar helstu og bestu kostum. Ef ég kemst eitthvað nálægt því að vera jafn góð mamma og hún var þá er ég hamingjusöm og börnin mín heppin. Elsku mamma, takk fyrir allt, þú gafst mér svo mikið, ég á aldrei eftir að gleyma þér og þú skipar stóran sess í hjarta mínu. Ég kveð þig með miklum söknuði og mikilli sorg, en ég veit að þér líður betur núna og vitandi það líður mér vel. Með þá vitneskju í farteskinu veit ég að ég á eftir að standa mig vel. Bless, elsku mamma, þín dóttir Brá. Í dag kveðjum við ömmu okkar, Björgu Hraunfjörð. Hún var indæl og góð kona sem alltaf leit björtum og jákvæðum aug- um á lífið og tilveruna, og sá alltaf bjarta hlið á öllum málum. Hún var flink saumakona og hjálp- aði okkur oft við að sauma hitt og þetta. Amma var mikil garðyrkjukona og í okkar augum var garðurinn hennar eins og stór frumskógur þar sem voru óteljandi tegundir af trjám og plöntum. Hún eyddi miklum tíma í garðinn sinn sem hún hélt mikið upp á og öll- um gestum var boðið í garðinn þar sem hver planta átti sína sögu og sagði hún sögu hverrar plöntu. Við eigum eftir að sakna göngu- ferðanna okkar saman og hlýjunnar sem við fundum alltaf fyrir í návist hennar. Elsku amma, megi Guð geyma þig og varðveita. Við söknum þín. Valdís og Brynja. Björg Hraunfjörð Pétursdóttir  Fleiri minningargreinar um Björgu Hraunfjörð Pétursdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Örn Ásgeirssonfæddist í Reykja- vík 4. júní 1942. Hann andaðist á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 24. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ása María Margrét Jónsdóttir húsmóðir, f. á Suðureyri 22.7. 1918, d. 21.2. 2002, og Ásgeir Sigurður Guðmundsson verkamaður í Reykjavík, f. á Stokkseyri 20.8. 1905 , d. 2.5. 1973. Systur Arnar eru Vilborg, f. 29.3. 1944, og Bryn- dís, f. 3.12. 1947. Hinn 14.1. 1967 kvæntist Örn Þóreyju Sævar Sigurbjörnsdóttur húsmóður, f. í Reykjavík 30.7. 1944. Foreldrar hennar voru Sigrún Pét- ursdóttir húsmóðir og þjónustu- kona, f. á Hallfreðarstöðum í Hró- arstungu 13.3. 1920, d. 19.4. 1971, f. 7.10. 1978, kona Ingveldur Gísla- dóttir þjónustustjóri, f. 27.11. 1979, dóttir þeirra Emilía Líf, f. 14.5. 2005. Sonur Þóreyjar er 5) Sigurð- ur Rúnar Karlsson afgreiðslumað- ur, f. 26.6. 1964, kvæntur Þórunni Magnúsdóttur lánafulltrúa, f. 27.11. 1967, börn þeirra eru Frey- steinn Sölvi, f. 24.6. 1988, og Sigrún Birna, f. 10.1. 1992. Örn ólst upp í Reykjavík. Ungur að aldri hóf hann störf sem háseti á mb. Hinriki Guðmundssyni og síðar á skipum Landhelgisgæslunnar sem háseti og bátsmaður. Var hann meðal annars við störf hjá Land- helgisgæslunni í þorskastríðinu ár- ið 1975. Örn stundaði nám í húsa- smíði hjá Snorra Halldórssyni húsasmíðameistara. Hann vann hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar sem flokksstjóri síðustu ár. Hann hafði unun af ferðalögum og ferðaðist mikið innanlands og síð- ari ár utanlands. Hann var fróður maður, þekkti landið sitt vel og hafði gaman af að segja sögur frá fyrri tímum. Útför Arnar verður gerð frá Grafarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. og Sigurbjörn Guð- mundur Björnsson lögreglumaður og síðar bifreiðarstjóri, f. á Hvammstanga 17.3. 1921, d. 14.8. 1986. Börn Arnar og Þóreyjar eru: 1) Hrafnhildur hár- greiðslumeistari, f. 24.12. 1966. Börn hennar eru Tryggvi Örn Gunnarsson, f. 8.3. 1989, og Magnea Gunnarsdóttir, f. 22.9. 1994. 2) Ásgeir Guðmundur, vinnur við málmhúð- un í Svíþjóð, f. 1.3. 1968, kvæntur Jóhönnu Rósu Kolbeins iðjuþjálfa, f. 3.2. 1971, sonur þeirra Sævar Örn, f. 9.9. 2000, fyrir átti Jóhanna Hannes Ragnar, f. 10.4. 1992, og Petru Írisi, f. 11.1. 1996, Leifsbörn. 3) Gunnar Örn stýrimaður, f. 18.10. 1971, kvæntur Bellu Freydísi Pét- ursdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 22.5. 1971. 4) Bjarki Þór verktaki, Elsku maðurinn minn. Nú ertu far- inn, ég er í raun ekki farin að trú því enn að þú sért farinn frá mér eftir rúm 40 ár í sambandi. Fyrirvarinn var svo stuttur því aðeins 5 vikum eft- ir að þú veikist ertu farinn frá okkur en við vitum að það var gott fyrir þig að fá að fara því þá þjáist þú ekki lengur. Takk fyrir allar okkar góðu stundir sem við höfum átt saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín eiginkona, Þórey Sævar Sigurbörnsdóttir. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Er ég hugsa til æsku- áranna eru mér ofarlega í minni allar útilegurnar sem þú og mamma fóruð með okkur í. Það þurfti ekki að fara langt, inn að Kolviðarhól eða til Þing- valla. Oft skaustu svo í bæinn til að fara að vinna en komst svo upp eftir til okkar. Þegar ég flutti til Svíþjóðar voruð þið mamma dugleg að heim- sækja okkur fjölskylduna og í hvert skipti talaðir þú um hvað veðurlagið væri gott, svo gott að þú þurftir ekki einu sinni að taka astmalyfin þín. Við komum til með að sakna þín mikið. Pabbi minn, ég veit að þú varst ekki tilbúinn að fara, en ég veit að þér mun líða vel á þeim fallega stað þar sem þú ert núna og það mun verða tekið vel á móti þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Ásgeir. Elsku pabbi, mikið er sárt að kveðja þig. Þú barðist við illvígan sjúkdóm en aldrei kvartaðir þú undan verkjum, vildir vera sterkur fyrir okkur hin. Hugurinn reikar yfir allar þær stund- ir sem við áttum og eru mér mjög minnisstæðar þær stundir sem við áttum í orlofshúsum Landhelgisgæsl- unnar í Grónesi. Við fjölskyldan vor- um þar í eitt skipti í svo mikilli blíðu að hægt var að synda í sjónum. Þegar þeim sundspretti var lokið voru góð ráð dýr þar sem engar sturtur voru á svæðinu en þú reddaðir því með því að leiða vatnsslöngu út um baðgluggann svo að við krakkarnir gætum skolað af okkur saltið. Þetta fannst okkur mikið sport. Hugur minn reikar einnig oft til þess þegar ég fékk 12 ára gamall að fara með einn túr á togaranum Berg- vík frá Keflavík. Ég var svo lánsamur að túrinn lengdist og endaði í söluferð til Grimsby í Englandi. Við feðgarnir höfðum gaman af veiðum og plönuðum ferðirnar reyndar meira en við fórum. Við áttum þó góðar stundir við Með- alfellsvatn þó svo að aflabrögðin væru misjöfn. Ferðalögin innanlands voru ófá með þér og mömmu og toppgrind- in á bílnum ósjaldan hlaðin því eins og gefur að skilja fylgdi töluverður far- angur stórri fjölskyldu. Mörg ferða- lögin eru minnisstæð en eitt er mér of- arlega í huga. Það er þegar við fórum á Þingvelli í blíðskaparveðri og áttum þar góðan dag að leik og grilluðum um kvöldið en um nóttina rigndi svo mikið að við nánast flutum út úr tjaldinu. Ekki var annað hægt en að pakka saman í hasti og halda heim á leið um miðja nótt. Í minningunni er þetta stysta ferðalag sem ég hef farið í. Margar sögurnar sagðir þú mér af sjóferli þínum og óhætt að segja að ég hafi smitast af sjómannslífinu því þeg- ar ég hafði aldur til fór ég á sjóinn á varðskipin til að feta í fótspor þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Ég kveð þig með söknuði en veit að þú ert hjá mér í huga og í hjarta. Hvíl í friði elsku pabbi minn með þökk fyrir allt. Þinn sonur, Gunnar. Örn Ásgeirsson  Fleiri minningargreinar um Örn Ásgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. Okkur systkinin langar að kveðja hann Örn afa okkar með þessu ljóði. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Núna vitum við að afa líður ekki lengur illa og að Guð passar hann. Petra Íris og Hannes Ragnar. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.