Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.06.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 37 TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sl. fimmtudag bundu enda á fjögurra vetra verk- efni sem Rumon Gamba átti frum- kvæði að og á mikið hrós skilið fyrir; að flytja allar fimmtán sinfóníur Sjos- takovitsj fyrir ís- lenska áheyr- endur. Fyrst á efnis- skrá var frum- flutningur á verki eftir Þórð Magnússon. Verkið, sem byggt er á aðeins tveimur lagstúfum, reyndist standa fyllilega undir vaxandi orðspori tónskáldsins. Gaman er nú að sjá kveða við nýjan tón í íslenskri tón- smíð sem sannar að hún þarf ekki að vera þunglamaleg og tregabund- in til þess að teljast þjóðleg. Það voru svo forréttindi að fá að heyra í hinum langsjóaða bassasöngvara Sir Donald McIntyre, en þrátt fyrir háan starfsaldur söng hann hlut- verk Óðins af virðingu og reisn. Flutningur hljómsveitarinnar eftir hlé á fimmtándu sinfóníu Sjos- takovitsj var þó vafalaust hápunkt- ur tónleikanna. Af öllum sinfóníum tónskáldsins er þessi síðasta lík- lega sú torskildasta, enda gegn- umgangandi krydduð með vitn- unum í eigin verk tónskáldsins ásamt verkum eftir Rossini, Wag- ner og jafnvel Glinka. Mikið hefur verið rætt um myrkrið og dauðann sem vofir yfir síðustu sinfóníum Sjostakovitsj en e.t.v. ekki nógu mikið um þau bláköldu bölsýnis- augu sem tónskáldið tók að líta lífið með, sem þó er ekki nema eðlilegt eftir að hafa lifað undir áralangri og grimmri ógnarstjórn Stalíns. Dauðinn er rauður þráður í gegn- um æviágrip tónskáldsins, en hann sagði þar sjálfur að fólk þyrfti að byrja að tala meira og fyrr um dauðann og venjast honum. Aðeins þá gæti fólk hætt að óttast hann, hugsað skýrar og gert færri mistök í lífinu. Í öðrum kafla verksins náði Ru- mon Gamba, ásamt glæsilega spiluðu en jafnframt sársaukafullu sólói Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara, að draga fram tómlegt og draugalegt andrúmsloft. Flutn- ingurinn var svo áhrifaríkur að undirrituð fann hvernig lífsandinn lak hægt og bítandi úr líkamanum og skildi eftir nær tómið eitt, en þessi upplifun er ekki nema þoku- kennd og óljós spegilmynd af því sem fólk hefur mátt upplifa á tím- um Stalíns. Í lokakaflanum náði Sinfón- íuhljómsveitin að byggja upp til- finningaþrunginn hápunkt með öruggu samspili undir hnitmiðaðri stjórn Rumons Gamba. Strengja- sveitin lék blíðan A-dúr undir lokin, en undir þessari fögru silkifilmu ómaði stöðugur og vélrænn slag- verksleikur með ómstríðum hræðsluskvettum frá málm- og tré- blásurunum. Það var líkt og þessi einkennilegi endir gæfi í skyn að hið illa yrði í raun aldrei kæft. Best að sætta sig við það sem fyrst. Memento mori Morgunblaðið/Ásdís Rumon Gamba Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur tekist á við allar sinfóníur Sjostakovitsj með hljómsveitinni á þremur árum. TÓNLIST Háskólabíó Verk eftir Sjostakovitsj, Wagner og Þórð Magnússon. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumons Gamba. Ein- söngvari: Sir Donald McIntyre bassa- söngvari. Sinfóníutónleikar, fimmtudaginn 31. maí 2007  Alexandra Kjeld Dimitri Sjostakovitsj VELGENGNI Garðars Thórs Cort- es á erlendri grundu á ekki að þurfa að koma svo mikið á óvart. Hér er vel staðið að öll- um málum, ímyndarvinna er tipp topp og markaðs- vinnan sömu- leiðis. Garðari er gefinn nátt- úrulegur þokki og fallegt fas, hann býr yfir útgeislun og líkt og með Josh Groban, sem rær á svipuð mið, þarf nokkra lagni til að láta hann fara í taugarnar á sér. Sóknin inn á markaðinn þar sem poppið og klass- íkin haldast í hendur, þar sem fyrir eru listamenn eins og hinir snoppu- fríðu Il Divo og sá „blindi“, Andrea Bocelli, hefur því verið árangursrík fram til þessa. En það er nú svo, að tónlistin þarf líka að vera í lagi, og það tekst á þessari plötu, þeirri fyrstu sem er teflt fram á alþjóðavettvangi. Garð- ar kann vel að syngja og fer smekk- lega með það sem honum er fært. Fínlegt jafnvægi er á milli popplaga, sem Garðar tekur með tenórrödd- inni, „alklassískra“ laga og svo laga sem búa yfir hvoru tveggja. Per- sónulega set ég spurningarmerki við ballöðu A-ha, „Hunting High and Low“, sem gengur ekki upp og dúett Garðars með Heather Small (fyrr- verandi söngkonu M People) er svona á mörkum hins smekklega. Annað er hins vegar í góðu lagi. Garðar fer á mesta flugið í klass- íkinni („Nessun Dorma“) og í þess- um vinsælu „crossover“-lögum eins og „Nella Fantasia“ og „Caruso“. Rúsínan í pylsuendanum er svo vel heppnuð útgáfa af hinu gullfallega lagi „Skýið“ – sem sungið er á ís- lensku, að sjálfsögðu. Sem sagt, vel heppnað útspil í fyrstu umferð og Garðari er í raun allt fært ef haldið er vel á spöð- unum. Fagmennska TÓNLIST Cortes – Cortes  Arnar Eggert Thoroddsen 7/6 UPPSELT KL. 20 SÝNINGAR HEFJAST AFTUR Í HAUST. PABBINN ÞAKKAR ÖLLUM ÞEIM GESTUM SEM SÓTT HAFA RÚMLEGA 50 UPPSELDAR SÝNINGAR VERKSINS. Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Costa Dorada ströndin, sem skartar m.a. bæjunum Salou og Pineda, hefur notið mikilla vinsælda vegna mikils fjölbreytileika svæðisins. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Terra Nova býður frábært súpersólar tilboð. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Hér eru margra kílómetra langar aðgrunnar strendur, hótelgisting sem hentar jafnt fjölskyldufólki sem öðrum, úrval afþreyingar, blómstrandi menning og frábært skemmtanalíf. Súpersól til Salou 1. og 15. júní frá kr. 34.995 - SPENNANDI VALKOSTUR kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorð- na, í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Aukavika kr. 10.000. Ath. súpersólar tilboð 15. júní kr. 10.000 aukalega. kr. 34.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, í íbúð með einu svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 10.000. Ath. súpersólar tilboð 15. júní kr. 10.000 aukalega. Síðustu sætin Pabbinn – aukasýningar vegna mikillar aðsóknar Fös. 08/06 kl. 19 Aukasýn, örfá sæti laus Lau. 09/06 kl. 19 Aukasýn, örfá sæti laus Nýtt fjölbreytt og skemmtilegt leikár verður kynnt í ágúst. Þá hefst sala áskriftarkorta. Vertu með! www.leikfelag.is 4 600 200 DAGUR VONAR Fös 8/6 kl. 20 Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin Síðasta sýning í vor LÍK Í ÓSKILUM Í kvöld kl. 20 FORS. Fim 7/6 kl. 20 FORS. Fös 8/6 kl. 20 FORS. Lau 9/6 kl. 20 FORS. Miðaverð 1.500 DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 TÍMAR Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500 Fös 8/6 kl. 20 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fim 7/6 kl. 20 UPPS. Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20 Síðustu sýningar í vor BELGÍSKA KONGÓ Mið 6/6 kl. 20 UPPS. Sun 10/6 kl. 20 UPPS. Þri 12/6 kl. 20 AUKAS. Mið 13/6 kl. 20 UPPS. Fim 14/6 kl. 20 UPPS. Aðeins þessar sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson 7/6 kl. 20, 8/6 kl. 20 uppselt, 14/6 kl. 20 síðasta sýning MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 9/6 kl 15, kl 20, 15/6 kl 18, 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl. 20,11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is JERRY Bruckheimer, framleiðandi kvikmyndanna um sjóræningja Kar- íbahafsins (The Pirate’s of the Ca- ribbean) hefur gefið út þá yfirlýs- ingu að enn sé líf í sumum sjóræningjum. Eru því miklar líkur á því að Disney hyggist halda áfram að mjólka kúna meðan færi gefst. Johnny Depp, sem túlkaði hinn óút- reiknanlega Jack Sparrow, í þrílógí- unni, mun ekki snúa aftur. Margir óttast þá þróun sem nú á sér stað í sumarmyndum, og einkum framhaldsmyndum. Myndir verða sífellt lengri, en skemmst er að minnast þess að nýjasta sjóræn- ingjamyndin er hátt í þrír tímar. Það er því hætt við að ýmsir foreldrar þurfa að búa við óþægindi í sitjand- anum á næstunni. Sjóræningjar Karíbahafsins 4? Ferna? Depp sem Jack Sparrow. NÚ geta heitir áhugamenn um stjórnmál reynt að hafa bein áhrif á heimsmálin því nú eru komnar í sölu vúdúdúkkur af Bush Banda- ríkjaforseta og Hillary Clinton for- setaframbjóðanda. Dúkkunum fylgja nokkrir pinnar og bæklingur þar sem sýnt er hvernig stinga skuli pinnunum svo áhrifin verði eins og til er ætlast, með galdraþul- um af ýmsum gerðum. Dúkkurnar fást í Bóksölu stúdenta. Reuters Dúkkur Laura og George W. Bush. Vúdúdúkkur af Bush til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.