Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÆVINTÝRAMYNDIN Pirates of
The Carribean – At Worlds End er
vinsælasta myndin í íslenskum kvik-
myndahúsum, aðra vikuna í röð.
Rúmlega átta þúsund manns sáu
sjóræningjana um helgina, og alls
hafa því um fjörutíu þúsund manns
séð Johnny Depp og félaga í bíó hér
á landi.
Breska hrollvekjan 28 Weeks La-
ter stökk beint í annað sætið, en
hana sáu rúmlega 1.500 manns
fyrstu sýningarhelgina. Það heyrir
til tíðinda að mynd sem ekki er
bandarísk að uppruna komist svo
hátt á bíólistanum, en trúlega hafa
góðir dómar um myndina haft sitt að
segja. Þannig gaf Heiða Jóhanns-
dóttir, kvikmyndagagnrýnandi
Morgunblaðsins, myndinni fjórar
stjörnur af fimm mögulegum og
sagði hana meðal annars eina eft-
irminnilegustu hryllingsmynd síð-
ustu ára, og tímabært fráhvarf frá
ríkjandi klisjum greinarinnar.
Spider-Man 3 er ennþá nokkuð
vinsæl hér á landi þrátt fyrir að
fimm vikur séu síðan myndin var
frumsýnd. Kóngulóarmaðurinn situr
í fjórða sætinu, en tæplega 800 Ís-
lendingar sáu hann leika listir sínar í
íslenskum kvikmyndahúsum um
helgina.
Þá nær gamanmyndin Delta
Farce þeim merkilega árangri að
komast í sjötta sætið eftir fyrstu
helgina. Rúmlega 500 manns sáu
myndina þrátt fyrir að hún hafi
fengið mjög slæma dóma. Sæbjörn
Valdimarsson, kvikmyndagagnrýn-
andi Morgunblaðsins, gaf myndinni
aðeins eina stjörnu og talaði m.a. um
ómerkilega samsuðu suðurríkjafyr-
irlitningar, hommafóbíu og músl-
imabrandara.
Vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum
Fjörutíu þúsund manns
hafa séð sjóræningjana
K
7 4
!
"#$
%&
'
(
#
) "#
' * +
, - .
/0 . 1
1
* !
2 3
Vinsæll hrollur Breska hrollvekjan 28 Weeks Later er næstvinsælasta
myndin í íslenskum kvikmyndahúsum, enda hefur hún hlotið góða dóma.
Vefsvæði Baggalúts (http://baggalutur.is) hefur verið lokað yfir sum-
artímann en verður opnað aftur þegar haustar. Til að sefa þjóð sína og
draga úr þeim sársauka sem lokunin veldur hefur Baggalútur sent frá sér
snemmsumarsmellinn „Sof þú mér hjá“, sem hægt er að hlusta á á slóðinni
baggalutur.is/sof. Þá fagna þeir Baggalútsmenn því að hafa hlotið við-
urkenningu frá móðurmálskennurum fyrir skapandi málnotkun.
Baggalútur fer í sumarfrí
Fyrsti hluti heimstónlistar-
ferðalags Bjarkar um Norður-
Ameríku lauk á mánudaginn þegar
hópurinn sneri heim til Íslands. Ef
marka má ferðapistla Jónasar Sen
og bloggsíðu Valdísar Þorkels-
dóttur (vallarinn.blogspot.com)
sem er ein tíu blásara í ferðinni, er
mikil stemning í hópnum og ljóst að
Björk á marga aðdáendur í Vest-
urheimi. Stoppið varir þó stutt að
þessu sinni því hópurinn heldur til
Englands á fimmtudag til að leika í
hinum víðfræga tónlistarþætti Joo-
les Holland. Þar verður að-
alstjarnan hins vegar ekki Björk,
heldur Paul McCartney sem einnig
fagnar útkomu nýrrar plötu.
Cartney og Björk
í Jooles Holland
Í frétt um norrænu stærð-
fræðikeppnina KappAbel í Morg-
unblaðinu í gær kom fram að Ís-
lendingar hefðu ekki sigrað í
keppninni áður. Það mun ekki vera
rétt því fjórir nemendur úr 9.B í
Lundarskóla á Akureyri sigruðu í
keppninni árið 2005. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
Sigur í Kapp-
Abel árið 2005
Eitt vinsælasta skúbb- og slúð-
urblogg síðasta árs, Orðið á göt-
unni, hefur aftur hafið göngu sína. Í
einni færslu gærdagsins er Silfur
Egils til umfjöllunar. Draga um-
sjónarmenn bloggsins fram nokkr-
ar bloggfærslur því til staðfest-
ingar að almenningur líti hornauga
þær tilraunir Ara Edwalds for-
stjóra 365 miðla að hefta för Egils
Helgasonar yfir til RÚV. Er meðal
annars vitnað í blogg Einars Elí
Magnússonar fyrrverandi starfs-
manns Fréttablaðsins sem segir að
á sínum tíma hafi meira legið á því
að starfsmenn skiptu yfir í OgVoda-
fone en að gerðir væru við þá al-
mennir launasamningar.
Orðið á götunni
lætur á sér kræla
Óli Björn Kárason, fjölmiðlamað-
ur og álitsgjafi, er hættur að
blogga. Á síðunni sinni, bus-
inessreport.blog.is, segir hann að
sín bíði önnur verkefni sem vert sé
að sinna en útskýrir það ekki frek-
ar. Skammt er síðan sparisjóðurinn
Byr byrjaði að greiða Óla Birni fyr-
ir að fá að auglýsa á blogginu hans.
Má því leiða að því líkur að Óla
Birni hafi borist betra boð annars
staðar frá.
Óli Björn hætt-
ur að blogga
- Kauptu bíómiðann á netinu
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Pathfinder kl. 6 - 8 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes 2 kl. 10 B.i. 16 ára
Pirates of the Carribean 3 kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10:45 B.i. 10 ára
Pirates of the Carribean 3 kl. 5 - 9 LÚXUS
Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára * Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Unknown kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára
Painted Veil kl. 5.30 - 8 - 10.30
It’s a Boy Girl Thing kl. 8 - 10.10
Spider Man 3 kl. 5.20 B.i. 10 ára
FALIN ÁSÝND
eee
„Falin ásýnd er
vönduð kvikmynd...“
H.J., MBL
It’s a Boy Girl Thing kl. 3.45 - 5.50
Spider Man 3 kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 10 ára
Mesta ævintýri fyrr og síðar...
...byrjar við hjara veraldar
ÞEIR ERU LOKAÐIR INN OG MUNA EKKI HVAÐ GERÐIST.
ÞEIR TREYSTA ENGUM OG ÓTTAST ALLA.
FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM LEIKURUM.
MMJ KVIKMYNDIR.COM
OG VBL
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
eee
F.G.G. - FBL
eeee
S.V. - MBL
D.Ö.J. - Kvikmyndir.com og VBL
MISSIÐ EKKI AF ÞESSU BLÓÐUGA
FRAMHALDI AF 28 DAYS LATER SEM
HEFUR HLOTIÐ FRÁBÆRA DÓMA!
„Besta Pirates
myndin í röðinni!“
tv - kvikmyndir.is
„SANNUR SUMARSMELLUR...
FINASTA AFÞREYINGARMYND“
Trausti S. - BLAÐIÐ
ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR!
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
30.000 manns á 7 dögum
Stærsta 5 daga sumar opnun allra tíma á íslandi
eeee
„28 Weeks Later er
skylduáhorf fyrir hroll-
vekjuaðdáendur.“
L.I.B. - Topp5.is
eee
V.I.J. - Blaðið
eeee
Empire
eeee
„Hér er á ferðinni ein
eftirminnilegasta
hryllingsmynd síðustu ára...
H.J. - MBL
eee
LIB, Topp5.is