Morgunblaðið - 05.06.2007, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Hagstjórn í sjálfheldu?
Framkvæmdastjórn Samtaka at-
vinnulífsins átti fund með forsætis-
og utanríkisráðherra
í gær og lagði þar áherslu á að rík-
isstjórnin tæki á þeirri sjálfheldu
sem stjórn peningamála og hag-
stjórnin hefur ratað í að mati sam-
takanna. Telja samtökin að
aðgerðir Seðlabankans hafi skaðað
atvinnulífið án þess að skila árangri
á móti. »1
70 ára fangelsi
Dómstóll í El Salvador hefur
dæmt tvo karlmenn fyrir morðið á
Jóni Þór Ólafssyni og fyrir að myrða
Brendu Salinas, vinkonu hans.
Fyrir hvort morðið um sig hlutu
mennirnir 35 ára fangelsisdóm, sam-
tals 70 ár. » 2
Konur með lungnateppu
Helmingi fleiri íslenskar konur á
fimmtugsaldri greinast með lang-
vinna lungnateppu en karlar í sama
aldursflokki. Lungnateppa er sam-
heiti yfir teppusjúkdóma í lungum,
s.s. langvinna berkjubólgu, lungna-
þembu og lokastig astma. »1
Fordæma hótanir
Atlantshafsbandalagið fordæmdi í
gær hótun Vladímírs Pútíns Rúss-
landsforseta um að kjarnorkuflaug-
um verði á ný beint að skotmörkum í
Evrópu ef Bandaríkjamenn komi
upp svonefndum „eldflaugaskildi“ í
Tékklandi og Póllandi. »14
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Himneskar drottningar
Stakstein.: Kasparov við skákborðið
Forystugreinar: Alsjáandi augu |
Pútín hótar
UMRÆÐAN»
Nýjar reglur um fjármálamarkað
Bráðnun íss – brennandi mál
Guðni Ágústss. og evr. flokkaflóran
Aths. við skrif Ríkharðs Pálssonar
1! $:%'! .%+ $
;! %%&%#"%
3
3
3 3 3 3
3
3
3 3 3
3 3
3
-59 '
3
3
3 3 3 3 3
<=>>4?@
'AB?>@7;'CD7<
5474<4<=>>4?@
<E7'5%5?F74
7=?'5%5?F74
'G7'5%5?F74
'6@''7&%H?475@
I4C47'5A%IB7
'<?
B6?4
;B7;@'6+'@A4>4
Heitast 15 °C | Kaldast 8 °C
S- og SA, víða 5-13
m/s. Skýjað með köfl-
um norðan- og austan
til en annars súld.
10 »
Bloggarar gagnrýna
harðlega tilburði
Ara Edwald og 365
miðla í máli Egils
Helgasonar og
RÚV. »38
FJÖLMIÐLAR»
Gagnrýna
365 miðla
TÖLVULEIKIR»
Def Jam: Icon er góður
leikur. »40
Sjónvarpskokkurinn
Völundur Snær tók
fyrir skömmu þátt í
raunveruleikaþætt-
inum Meal Ticket
hér á landi. »39
SJÓNVARP»
Hvar er
Völli?
FÓLK»
George Michael er í
slæmum málum. »39
FÓLK»
Eiður Smári fór út á lífið
á laugardaginn. »36
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Bruce Willis hefur í hótunum.
2. Hjón á batavegi eftir gaseitrun.
3. Gasskynjarar nauðsynlegir.
4.Paris Hilton í afplánun.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VÍSINDAMENN á vegum Sameinuðu þjóðanna
segja að bráðnun jökla geti hraðað hlýnun lofts-
lags í heiminum vegna þess að íshellur endurvarpi
sólarljósi og þar með hita út úr gufuhvolfinu. Stór-
ir vatnsfletir dragi hins vegar í sig hita. Helgi
Björnsson jarðeðlisfræðingur segir að talið hafi
verið að jöklar hérlendis gætu horfið á 150-200 ár-
um ef meðalhiti á jörðinni hækkaði jafn mikið og
vísindamenn Sameinuðu þjóðanna gera ráð fyrir.
En nú geti þurft að endurskoða spána um jöklana.
„Menn vita að þegar þeir fara á jökla þá verða
þeir fljótt sólbrúnir en ísinn endurkastar að miklu
leyti sólarljósinu, það fer aftur út í geiminn,“ segir
Helgi. Hann bendir á að hafísinn á norðurskauts-
svæðinu sé aðeins 3-5 metra þykkur og geti því
horfið á tiltölulega skömmum tíma ef hitastig haldi
áfram að hækka. Vatnsflötur drekki um 90% af
geislum sólar í sig en mjög hreinn snjór geti varp-
að frá sér um 90% geislanna út í geiminn. Sökum
þess hve hafísinn þeki stórt svæði geti bráðnun
hans aukið hlýnunina mjög hratt.
Helgi segir að afleiðingar hlýnunar geti orðið
aðrar hér en víða annars staðar vegna breytinga á
hafstraumum, Golfstraumurinn geri Ísland mun
hlýrra en það ætti að vera með tilliti til hnattstöðu.
Hopa jöklar hraðar?
Vatnsflötur dregur í sig um 90% af sólargeislunum en hreinn snjór á íshellu eins
og á Grænlandi og Suðurskautslandinu getur endurvarpað um 90% af geislunum
Morgunblaðið/Rax
Ísinn Jökullandslag á austurströnd Grænlands
Í HNOTSKURN
»Jöklar þekja um 11% af landi á jörðinni,Grænlandsjökull er um 1,7 milljónir fer-
kílómetra. Á veturna þekur hafís um 12
milljónir km2 í norðurhöfum en að vetr-
arlagi þekur hann 20 milljónir km2 í suður-
höfum.
»Nú er vitað að jöklar geta minnkaðhraðar en talið var, ástæðan er að bráð-
ið vatn, t.d. úr Grænlandsjökli, sígur niður
og „smyr“ undirlag skriðjöklanna sem
skríða því hraðar út í sjóinn en ella og
bráðna.
Bráðnun | 14
HÚN var ekki til fjár, ferðin sem 17
ára piltur gerði sér á lögreglustöð á
höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Það
segir sína sögu að á vef lögreglunnar
er sagt frá piltinum undir fyrirsögn-
inni: „Lygamörður afhjúpaður“.
Í fyrstu sagðist piltinum svo frá að
bíll hans væri horfinn og hugsanlega
hefði honum verið stolið. Í ljós kom
að bílnum hafði verið ekið inn í garð í
Kópavogi um nóttina og ökumað-
urinn hlaupið af vettvangi. Bíllinn
var síðan dreginn í burtu og var á
vísum stað.
Við þessar fregnir kættist piltur
en sú gleði var skammvinn því lög-
reglu var farið að gruna að hann
hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Og
það lá nærri. Eftir að hafa verið
þaulspurður af lögreglu játaði hann
ekki aðeins að hafa verið undir stýri
umrædda nótt heldur viðurkenndi
hann sömuleiðis að hafa verið undir
áhrifum áfengis. Mál piltsins fer nú
sína leið í kerfinu en hann má búast
við ökuleyfissviptingu og fjársekt.
Sér grefur
gröf …
SÚ hefð að kasta peningum í Flosagjá, eða Peningagjá
eins og hún er oftast nefnd, á sér langa sögu. Sagt er að
Friðrik 8. Danakonungur hafi fyrstur hent smápeningi í
gjána þegar hann heimsótti Þingvelli árið 1907. Fjöldi
ferðamanna hefur síðan leikið þetta eftir og kastað smá-
peningum í gjána um leið og þeir hafa óskað sér. Með
tímanum virðist greiðslumáti ferðafólks hins vegar
hafa breyst, því nýverið köfuðu starfsmenn Þingvalla-
þjóðgarðs í Peningagjá til þess að hreinsa þaðan rusl
og fundu þá sjö greiðslukort, bæði íslensk og erlend.
Að sögn Einars Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa
Þingvallaþjóðgarðs, voru sum kortanna enn í gildi.
Ljósmynd/Tobias Klose, DIVE.IS
Greitt fyrir óskir með korti
Greiðslukortum kastað í Peningagjá á Þingvöllum
ROSKNI maðurinn sem fannst
ásamt konu sinni meðvitundarlaus í
tjaldvagni í Djúpadal á sunnudag
hefur verið útskrifaður af gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Ástand hans var mun alvarlega en
konunnar og lá hún t.a.m. aldrei á
gjörgæsludeild, að sögn læknis.
Fluttur af gjör-
gæsludeild
♦♦♦