Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 2

Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÞAÐ var afskaplega ánægjulegt að klára þetta,“ segir Jón Viðar Matt- híasson slökkviliðsstjóri höfuðborg- arsvæðisins. „Þetta var stórt verk- efni að glíma við og við áttum þess vegna von á að það yrðu einhver af- föll en sem betur fer var það ekki.“ Jón Viðar segir verkefnið hafa að vissu leyti verið erfiðara en þeir bjuggust við. Veðrið lék við þá og sólin skein allan tímann en fyrir vik- ið voru vegirnir erfiðari vegna þurrks og mikils ryks. Aðspurður segir Jón Viðar sand- ana við Dreka hafa verið erfiðasta en þeir eru yfir 40 km og mjög þurrir og erfiðir yfirferðar. „Við urðum hreinlega að hleypa úr dekkjunum á hjólunum eins og jeppakarlarnir gera þegar þeir fara yfir jökla og snjó. Við hleyptum úr og minnk- uðum loftið til að ná meira floti og náðum þannig að hjóla.“ Jón Viðar segir mest hafa verið hjólað fyrsta daginn en þá voru farn- ir 114 km; frá vitanum við Fontinn á Langanesi inn að Hafralóni. Hann segir ferðalangana hafa teygt vel og reynt að hugsa vel um líkamann en það sem hafi haft hvað mest að segja fyrir þá var að tveir bílar fylgdu þeim alla leiðina og báru búnað þeirra. „Svo voru eiginkona og dóttir eins slökkviliðsmannsins sem elduðu þessar svakalegu kræs- ingar fyrir okkur á hverju kvöldi og sáu til þess að við nærðumst rétt.“ Aðspurður segir Jón Viðar það vera yndislega tilfinningu að þurfa ekki að setjast upp á hjólið aftur í dag. Líklegast líði nokkrir dagar þangað til hann geri það aftur. Hann segir það standa upp úr hve hópurinn var ákveðinn í að ná tak- markinu. „Menn voru náttúrulega orðnir dálítið lemstraðir; hásinar, hné og bak og aðrir slíkir hlutir farn- ir að gefa sig en menn voru mjög ákveðnir í því að klára ferðina.“ Ferðin var farin í þeim tilgangi að safna fé í styrktar- og líknarsjóð slökkviliðsmanna en söfnunin verður opin fram í september. Allar upplýs- ingar um hvernig hægt er að styrkja sjóðinn má nálgast á www.babu.is. Frá Fonti til Táar á 10 dögum Níu slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæð- inu hjóluðu 750 km Morgunblaðið/Júlíus Komið í mark Slökkviliðsmennirnir níu luku 750 km ferð sinni við vitann á Reykjanestá í gær. Ferðin hófst á norðausturhorni landsins og tók 10 daga. STEFNT er að því að breyta SPRON í hluta- félag og skrá það í OMX kauphöll- ina á Íslandi í september í haust en slík breyting er háð samþykki Fjár- málaeftirlits og stofnfjáreigenda. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri segist ekki eiga von á öðru en að breytingin leggist vel í stofnfjár- eigendur en eignarhlutur þeirra verður 85% en sjálfseignarstofn- unar 15%. Ætla má að markaðsvirði SPRON kunni að vera um 70 millj- arðar króna. | 12 Stefnt að því að gera SPRON að hlutafélagi Guðmundur Hauksson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók aðfaranótt þriðjudags fimm einstaklinga í heimahúsi vegna gruns um fíkniefnasölu. Fimmmenningarnir voru yfirheyrð- ir í gær og að því loknu sleppt úr haldi þar sem málið taldist upplýst. Að sögn lögreglu fundust fáein grömm af fíkniefnum á staðnum og lék grunur á að meira magn væri í fórum þeirra handteknu. Svo reyndist ekki vera og hefur þeim öllum verið sleppt. Sá yngsti sem handtekinn var fæddist árið 1988 en sá elsti árið 1956. Yfirheyrðir vegna fíkniefna MAÐURINN sem lést í um- ferðarslysi á mótum Akra- fjallsvegar og Innnesvegar á mánudagskvöld hét Aðalsteinn Davíð Jóhanns- son, til heimilis að Háholti 12 á Akranesi. Að- alsteinn var 35 ára, fæddur 26. júní 1972. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Slysið varð með þeim hætti að bifhjól sem Aðalsteinn ók lenti í árekstri við strætisvagn á gatna- mótunum. Hjólið lenti framan á strætisvagninum og Aðalsteinn ut- an vegar. Talið er að hann hafi látist samstundis. Lét lífið í um- ferðarslysi OLLI Rehn, yfirmaður stækk- unarmála Evrópusambandsins sagði í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt í gær að umsókn Íslend- inga um aðild að sambandinu yrði fagnað og að afgreiðsla yrði hröð. Rehn virðist finnast skrýtið að Ís- lendingar hafi ekki sótt um nú þeg- ar, því hann segir að um 80% reglna sambandsins séu þegar í gildi hér- lendis, vegna aðildar okkar að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Umsókn yrði tekið fagnandi TVEIMUR púðum, skreyttum myndum af stæltum karlmönnum að takast á, var stolið af myndlist- arsýningunni Maður með mönnum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Get- gátur eru um að sýningargestur hafi hrifist mikið af skreytingunni og því stolið púðunum. Stæltum karl- mönnum stolið SAMKOMULAG er um að Sölvi Sveinsson láti af störfum sem skóla- stjóri Verslunarskóla Íslands og taki að sér að stofna Listmenntaskóla Ís- lands. Ingi Ólafsson hefur verið ráð- inn skólastjóri VÍ í stað Sölva. Sölvi var áður skólameistari Fjöl- brautaskólans í Ármúla. Hann segir að þegar hann hafi komið til starfa hjá VÍ 2005 hafi það gerst að Háskól- inn í Reykjavík – sem sjálfseignar- stofnun á vegum Viðskiptaráðs rek- ur, auk Verslunarskólans – hóf að svipast um eftir nýju húsnæði. Skólanefnd VÍ hafi verið falið að finna nýjan skóla fyrir húsnæðið við Ofanleiti. Hann hafi tekið það verk- efni upp á sína arma og hugmyndin um nýjan Listmenntaskóla hafi fljót- lega orðið ofan á. „Þetta hefur verið mín hugmynd og þess vegna finnst mönnum eðlilegt að ég fylgi henni eftir,“ sagði Sölvi í gær. Sölva bíður nú það verkefni að finna út rekstrargrundvöll list- menntaskólans og gera nákvæma viðskiptaáætlun og þarfagreiningu, þannig að SVÍF, sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs, sem rekur VÍ og HR, geti tekið ákvörðun um framhaldið. Ingi Ólafsson hefur verið aðstoð- arskólameistari sl. sjö ár en á að baki átján ára starfsaldur í Verslunar- skólanum, kenndi þar áður stærð- fræði og eðlisfræði. Hann sagði að sér litist mjög vel á nýja starfið. „Ég hef auðvitað komið að stjórnun í þessum skóla í mörg ár og veit alveg að hverju ég geng,“ sagði hann. Ingi tekur við sem skólastjóri Sölvi Sveinsson Ingi Ólafsson ÞORKELL Ágústsson, rannsóknar- stjóri Rannsóknarnefndar flugslysa, staðfestir að til rannsóknar sé af hverju loft hafi ekki verið í neyðar- floti björgunarþyrlunnar TF-Sifjar, sem nauðlenti við Straumsvík á mánudag. Samkvæmt heimildar- manni blaðsins lenti þyrlan mjúk- lega á sjónum fyrir tilstilli neyðar- flota á botni vélarinnar. Hins vegar hefði loft tekið að leka úr einu neyð- arflotinu, eftir að vélinni var nauð- lent, og henni hefði sennilega hvolft af þeim sökum. Undir þyrlunni eru fjögur neyð- arflot. Tvö kúlulaga flot eru að aftan og tvö sívalningslaga flot að framan. Að sögn Þorkels eru flotin að framan hólfuð í þrennt og útlit er fyrir að eitt hólfið hafi brostið og loft tæmst úr því. Þorkell vill þó ekki tjá sig um hvort neyðarflotið sé orsök þess að þyrlunni hvolfdi. Þorkell segir að rannsókn á tildrögum slyssins skipt- ist í tvennt. Annars vegar sé til at- hugunar af hverju vélin hafi fallið og hins vegar af hverju hún hafi farið á hvolf. Þorkell vonast til þess að eftir að vinnu við frumrannsókn hefur verið lokið verði línur farnar að skýrast og mögulegt verði að beina rannsókn- inni að afmörkuðum þáttum.| 6 Neyðarflot virð- ist hafa brostið Ljósmynd/Sigurður Ásgrímsson Orsökin? Annað neyðarflotið virð- ist loftlaust og lafandi. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra átti í gær fund með Shimon Peres, forseta Ísraels. Í samtali við Morgunblaðið segist Ingibjörg Sólrún hafa leitað á fund- inum eftir upplýsingum um það hvernig Peres liti á stöðu mála á svæðinu. Segir hún það hafa komið ánægjulega á óvart að hann teldi að nú um stundir væri ákveðið tækifæri til að ná saman og að mikilvægt væri að nýta það tækifæri. „Það virðist sem hann hafi mikla trú á Fayyad og Abbas og telji að það sé ákveðið tækifæri til að ná sáttum núna, að því gefnu að Palestínumenn fái mik- inn efnahagslegan stuðning til að byggja upp sínar stofnanir.“ Aðspurð segir Ingibjörg Sólrún það skipta Íslendinga miklu máli hvað sé að gerast í Mið-Austurlönd- um, því heimurinn sé alltaf að minnka. „Ástandið þar hefur áhrif á lífskjör og lífsgæði fólks á Íslandi, eins og annars staðar á Vesturlönd- um. Því verra sem ástandið er fyrir botni Miðjarðarhafs þeim mun lík- legra er það til að hafa áhrif á öryggi og lífsgæði fólks á Íslandi.“ Sér tækifæri til sátta Reuters Vinafundur Vel fór á með þeim Shimoni Peres og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Jerúsalem í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.