Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lítil áhrif frávísunar
Iðnaðarráðherra hefur vísað frá öllum umsóknum um rannsóknarleyfi Leyfi
til rannsókna virkjunarkosta fyrir Bakka, Straumsvík og Helguvík til staðar
FORSTJÓRAR helstu orkufyrirtækja landsins
telja ekki að ákvörðun Össurar Skarphéðins-
sonar iðnaðarráðherra um að vísa frá öllum um-
sóknum um rannsóknarleyfi vegna virkjunar-
kosta hafi mikil áhrif á þau stóriðjuáform sem nú
liggi fyrir. Ákvörðunin er í samræmi við ákvæði
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að ekki
verði farið inn á óröskuð svæði áður en vinnu við
rammaáætlun um verndargildi háhitasvæða er
lokið, nema með samþykki Alþingis.
„Þessi ákvörðun mun ekki hafa áhrif á fyr-
irliggjandi áform Landsvirkjunar vegna virkj-
unar í neðanverðri Þjórsá eða jarðvarmavirkjana
á Norðausturlandi. Áhrifin eru fyrst og fremst
til lengri tíma en við bindum auðvitað vonir við
að rammaáætlunin verði unnin hratt og vel og að
hún liggi fyrir í lok ársins 2009 eins og kemur
fram í stjórnarsáttmálanum,“ segir Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Vegna
stóriðju hefur fyrirtækið gert samkomulag við
Alcoa um að vinna sameiginlega að undirbúningi
álvers á Bakka og raforkusölu til þess en einnig
við Alcan um sölu hluta rafmagns til stækkunar
álvers Alcan í Straumsvík. Þau mál munu þó
skýrast á næstu vikum vegna kosninganna í
Hafnarfirði. Friðrik segir að komi til þess geti
Landsvirkjun veitt báðum fyrirtækjunum þá
orku sem til þarf.
Orkuveita Reykjavíkur hefur einnig samið við
Alcan vegna stækkaðs álvers í Straumsvík sem
og við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Guð-
mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar,
segir að rannsóknarleyfi liggi þegar fyrir vegna
þessara verkefna. „Þau rannsóknarleyfi sem við
sóttum um og ráðherra synjaði um núna voru
vegna virkjunarkosta sem ekki átti að nota fyrr
en miklu seinna,“ segir Guðmundur.
Eins og Orkuveita Reykjavíkur hefur Hita-
veita Suðurnesja samið við Norðurál vegna orku-
sölu til álvers í Helguvík. Júlíus Jónsson, for-
stjóri Hitaveitunnar, segir fyrirtækið hafa
rannsóknarleyfi fyrir Krýsuvíkursvæðið sem auk
stækkana á fyrri virkjunum geti staðið undir
fyrsta áfanga álversins og vel það. „Miðað við
það sem vísindamenn segja okkur gerum við ráð
fyrir að við höfum rannsóknarleyfi á svæðum
sem nægja fyrir fyrstu tvo áfanga álversins,“
segir Júlíus.
430 íslenskir skátar munu leggja
leið sína til Hylands Park í Chelms-
ford í austurhluta Englands hinn
27. júlí næstkomandi til að vera við-
staddir 10 daga heimsmót skáta (e.
World Scout Jamboree) sem stend-
ur fram í ágúst. Á gresjum Hylands
Park verður enginn smáfjöldi sam-
an kominn, heldur 42.000 skátar
frá 159 löndum. Íslensku skátarnir
verða flestir á aldrinum 13-18 ára,
auk sveitarforingja á öllum aldri.
Eygló Höskuldsdóttir, fjölmiðla-
fulltrúi íslenska hópsins, segir
flesta þátttakendur vilja kynnast
fólki frá öðrum heimshornum og
heimsmótið sé kjörið til þess.
Mótið sé vímulaust og líkist
landsmótinu á margan hátt. „Við
munum kynnast því sem er erlent
og kynna það sem er íslenskt. Við
munum leyfa fólki að bragða á lýsi
og harðfiski og verðum með gervi-
fætur frá Össuri hf. til sýnis, auk
margs fleira,“ segir Eygló.
100 ára afmælisútilega
Hún kveður mótið fara fram á
Hylands Park að mestu en þó verði
farin sérferð í eina nótt út í eyju
eina þar sem Robert Baden-Powell
stýrði fyrstu skátaútilegunni árið
1907. „Einn strákur og ein stelpa
frá hverju landi fá að fara út í eyj-
una, en þar verður reynt að upplifa
þá stemningu að gista í tjöldum án
rafmagns og rennandi vatns.“ Rit-
gerðasamkeppni verður um pláss í
eyjarferðinni, að sögn Eyglóar, og
skilar hver þátttakandi ritgerð um
ferðina og dregið úr þeim.
Bjóða erlendum félögum sínum
að smakka lýsi og harðfisk
Ljósmynd/Baldur Árnason
Gaman Skátar kunna að skemmta sér saman með heilbrigðum hætti. Hér sést skátaandinn svífa yfir Úlfljótsvatni í
fylgd gasblaðra í öllum regnbogans litum. Nú eru 100 ár síðan Robert Baden-Powell stýrði fyrstu skátaútilegunni.
Hundruð ungra skáta skunda á 100 ára afmælishátíð í Bretlandi
„JAMBOREE“ er orð sem fæstir kannast við en hefur
þó sérstaka þýðingu í hugum skáta sem nafn á stórum
samkomum þeirra. Faðir skátahreyfingarinnar, að-
alsmaðurinn Robert Baden-Powell, ku hafa fundið
samkomunum þetta nafn til að marka þeim sérstöðu,
en uppruni þess er sagður framandi, annaðhvort úr
svahílí þar sem „jambo“ þýðir „halló“ eða ónefndri
indíánamállýsku þar sem orðið táknar „gaman“ eða
„skemmtun“. Þar er boðskapur samhjálpar og vin-
skapar efldur meðal þátttakenda og víst er að á heims-
mótinu geta skátar lagt rækt við það markmið. Söng-
lag með góðum boðskap hefur verið samið fyrir mótið.
„Jamboree“ fyrir vináttu og samhjálp
HREINDÝRA-
VEIÐI fer rólega
af stað í ár en bú-
ið var að veiða
fimmtán tarfa
síðdegis í gær.
Alls má veiða
1.137 hreindýr á
þessu veiðiári,
577 kýr og 560
tarfa. Voru
fyrstu tarfarnir
felldir á sunnudag, á fyrsta degi
veiðitímabilsins, í Hjaltastaða-
þinghá á Fljótsdalshéraði. Veiði-
tímabilið er til 15. sept. en fram til
næstu mánaðamóta má aðeins veiða
tarfa. Jóhann G. Gunnarsson hjá
veiðistjórnunarsviði Umhverf-
isstofnunar segir umsóknir um þau
veiðileyfi sem gefin voru út að
þessu sinni hafa verið um tvöfaldur
sá fjöldi sem var í boði. Áhuginn sé
því mikill, eins og fyrri ár.
Búið að fella
fimmtán
hreindýr
Hreindýr Sýnd
veiði en ekki gefin.
„TÖKUM upp hanskann fyrir
Reykjavík“ nefnist fegrunarátakið í
borginni sem staðið hefur í á annað
ár. Á laugardaginn munu íbúar
taka til hendinni í Laugardal og ná-
grenni.
Borgarstjórinn í Reykjavík boðar
af þessu tilefni til fundar með íbú-
um miðvikudaginn 18. júlí klukkan
20 í Langholtsskóla til að kynna
átakið og heyra álit íbúa.
Laugardaginn 21. júlí gefst íbú-
um svo tækifæri til að fegra saman
hverfið sitt með því að tína rusl,
gróðursetja, hreinsa veggjakrot,
þökuleggja, laga leiktæki, kant-
skera, sópa og bæta girðingar, svo
dæmi séu tekin. Hreinsunarátakið
hefst kl. 11 við Laugarnesskóla og
Langholtskirkju. Klukkan 14 hefst
grillveisla ásamt skemmtiatriðum
við félagsheimili Þróttar í Laug-
ardal. Deginum lýkur með því að
þátttakendur fá ókeypis aðgang í
Laugardalslaugina.
Íbúar fegra
Laugardalinn
UM 12 milljónir króna sparast sam-
kvæmt niðurstöðum rammasamn-
ingsútboðs innkaupa- og vöru-
stjórnunarsviðs LSH á seymi og
hefti miðað við notkun sjúkrahúss-
ins á einu ári.
Seymi er notað til að loka skurð-
sárum og sauma líffæri og er líka
nefnt saumur. Hefti eru notuð í
sama tilgangi og seymi í sérvaldar
aðgerðir.
Árið 2006 var notað seymi og
hefti fyrir 88,5 milljónir króna en
sama magn kostar samkvæmt út-
boðinu 76,5 milljónir.
Sparnaðurinn jafngildir um 13,6
prósentum, samkvæmt vef LSH, að
því er fram kemur á mbl.is
Sparnaður hjá
Landspítala
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
BETUR fór en á horfðist þegar nýleg vörubifreið
hafnaði hálf úti í sjó við landfyllingu skammt frá
Kópavogshöfn um hádegisbil í gær. Ökumanni,
sem var einn í bílnum, tókst að stökkva út þegar
hann sá í hvað stefndi og slapp án meiðsla. Honum
var töluvert brugðið við atvikið og vildi ekki ræða
við fjölmiðla.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu var maðurinn að vinna við land-
fyllinguna, þ.e. að sturta jarðefnum út í sjávarmál-
ið, þegar brúnin gaf sig með þeim afleiðingum að
vörubifreiðin fór af stað. Hún fór þó ekki nema
hálf ofan í og komu starfsmenn á svæðinu fljótt að
og festu bílinn með togbandi í jarðýtu sem stóð
nærri. Lögregla og slökkvilið kom fljótlega á vett-
vang og eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að
kalla eftir aðstoð Árna Kópssonar, sem er með að-
stöðu skammt frá höfninni.
Komist var að þeirri niðurstöðu að best væri að
moka frá bílnum og gera eins konar veg upp á
bakkann. Tókst það vel og var vörubifreiðin dreg-
in upp. Skemmdir eru ekki taldar miklar þar sem
stýrishúsið fór ekki undir yfirborð sjávar.
Kópavogsbær hyggst gera landfyllingu sem er
4,8 hektarar og viðlegukant fyrir skip á hafnar-
svæðinu.
Segir framkvæmt samkvæmt skipulagi
Forsvarsmaður samtakanna Betri byggð á
Kársnesi hafði samband við blaðamann Morgun-
blaðsins og velti upp þeim möguleika hvort vinna á
svæðinu væri án leyfis. Benti hann m.a. á gagnrýni
skipulagsstjóra ríkisins í marsmánuði sl. þar sem
hann efast um lögmæti framkvæmdarinnar auk
þess sem verið sé að kynna íbúum deiliskipulag
fyrir svæðið um þessar mundir. Frestur til að gera
athugasemdir við skipulagið er til 21. ágúst nk.
Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópa-
vogsbæjar, segir framkvæmdina unna samkvæmt
gildandi deiliskipulagi, það skipulag sem er í aug-
lýsingu núna snúi að frekari uppfyllingu og skipu-
lagi viðlegukantsins.
Brugðið en slapp ómeiddur
Nýleg vörubifreið fór hálf út í sjó þegar brún landfyllingar gaf sig undan þunga
Morgunblaðið/Eyþór
Vel sloppið Bifreiðin er ekki talin mikið
skemmd þrátt fyrir að hafa lent hálf úti í sjó.
VALNEFND í
Tjarna-
prestakalli í Kjal-
arnesprófasts-
dæmi ákvað að
leggja til að sr.
Bára Friðriks-
dóttir yrði ráðin
sóknarprestur í
Tjarnapresta-
kalli. Níu um-
sækjendur voru
um embættið. Embættið veitist frá
1. september 2007.
Bára Friðriksdóttir lauk guð-
fræðiprófi frá HÍ 1995. Hún var
skipuð prestur í Vestmanna-
eyjaprestakalli 1998 og vígð sama
ár. Bára hefur einnig starfað í af-
leysingum sem sóknarprestur á
nokkrum stöðum.
Fær Tjarna-
prestakall
Bára Friðriksdóttir