Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 8

Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „ÞESSIR veiðiþjófar eru alltaf eitthvað á ferð- inni. Við náðum síðast einum í gærkvöldi, þá var hann að setja saman stöngina við Sjávarfoss, einn helsta veiðistaðinn í ánni,“ sagði Jón Þ. Einarsson veiðivörður við Elliðaárnar í gær. Í fyrrasumar fór að bera á auknum ágangi veiði- þjófa við Elliðaárnar og enn frekar í sumar, þann- ig að gæsla við árnar hefur verið stóraukin. Má nú segja að engin laxveiðiánna næst höfuðborgar- svæðinu hafi ekki orðið fyrir barðinu á veiðiþjófum í sumar, og munu í öllum tilvikum vera um erlenda karlmenn að ræða. Stundum sýna þeir Veiðikort- ið, þegar þeir eru krafðir um veiðileyfi, í öðrum til- vikum hafa þeir horfið á hlaupum. Veiðiþjófar hröktu lögmætan leyfishafa frá Alviðru Þegar veiði hófst formlega í Laxá í Kjós og Bugðu í júní, höfðu kvöldið áður verið gripnir þrír erlendir karlmenn með spúnastangir við Bugðu. Voru stangir þeirra og aflinn, einn urriði, gerðar upptækar. Í síðustu viku stöðvuðu réttmætir veiðimenn í Leirvogsá, einni bestu veiðiá landsins, tvo karlmenn sem voru að veiða þar í óleyfi. Héldu þeir mönnunum þar til lögreglan kom á staðinn, tæpum einum og hálfum tíma síðar. Mörg veiðisvæðanna þar sem veiðimenn hafa verið gripnir við veiðiþjófnað, eru innan vébanda Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Á fréttavef SVFR eru sagt af viðskiptum veiðimanna í Soginu við veiðiþjófa. Er menn mættu til veiða fyrir Ásgarðs- landi í liðinni viku sáu þeir þrjá menn úti í ánni, á bestu veiðistöðunum. Er þeir urðu varir við mannaferðir hlupu þeir út í kjarrið og komust undan. Þá lenti veiðimaður við Alviðru í því, að þar sem hann var að veiða, renndi að bíll með fjórum er- lendum mönnum. Þeir tóku fram veiðistangir og hófu veiðar, þrátt fyrir kröftug mótmæli mannsins sem átti löglegt veiðileyfi. Hringdi hann á lög- reglu, sem sá sér ekki fært að mæta, og endaði með því að sá með leyfið varð frá að hverfa. Í kjölfarið ræddu forsvarsmenn SVFR við lög- reglu á Selfossi og eru veiðimenn í framtíðinni, ef þeir lenda í veiðiþjófum, hvattir til að láta lögreglu vita og mun hún gera skýrslu um málið. Þá eru menn beðnir um að skrifa niður bílnúmer meintra veiðiþjófa sem flýja af vettvangi. „Það er takmarkað hvað hægt er að hafa mikla gæslu, en það er erfitt að stöðva þessa menn,“ seg- ir Haraldur Eiríksson, ritstjóri fréttavefjar SVFR. Hann segir að í vikunni var einn eltur á hlaupum um Elliðaárdalinn, stangir hafa verið gerðar upptækar hjá öðrum, og í fyrra fannst meira að segja netastubbur ofan við Árbæjar- stíflu. „Þetta er skelfilegt ástand og í raun algjör plága,“ segir Haraldur. Hann bætir við að hann vilji ekki hljóma eins og rasisti en það sé stað- reynd að það séu bara karlmenn frá Póllandi og Litháen sem hafa verið staðnir að verki við árnar. Heimild til borgaralegrar handtöku Forsvarsmenn SVFR áttu fyrir helgi fund með Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og er nú ljóst að allur veiðiþjófnaður í ám á vegum félagsins verður kærður og lögregla kvödd til. Eru veiði- menn sem og aðrir sem verða vitni að veiðum án leyfis, hvattir til að kalla til lögreglu auk veiðivarð- ar. Á fréttavef SVFR kemur fram að stangaveiði- menn hafa heimild til „borgaralegrar handtöku,“ þar sem veiðiþjófar eru hindraðir í að fara af vett- vangi. Ef stefnir í átök eða ofbeldi skulu menn undantekningalaust bakka út úr málinu en láta lögreglu vita af slíku þegar hún mætir á staðinn. Veiðiþjófnaður í laxveiðiám í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er vaxandi vandamál „Þetta er skelfilegt ástand og í raun algjör plága“ Morgunblaðið/Einar Falur Tól og tæki Veiðistangir þriggja veiðiþjófa voru gerðar upptækar í Kjósinni í júní. Voru þeir við veiðar kvöldið fyrir formlega opnun árinnar. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is TJÓNUM í umferðinni í Reykjavík fjölgaði um rúman þriðjung milli ár- anna 2005 og 2006, og sama gildir um slys á fólki. Kostnaður sam- félagsins vegna umferðaslysa nemur að minnsta kosti 12 milljörðum á ári. Yngstu ökumennirnir bæta sig tals- vert og valda nú hlutfallslega færri slysum en áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sjóvá Forvarn- arhúsi. 1.234 einstaklingar slösuðust í umferðarslysum á höfuðborg- arsvæðinu á síðasta ári og 20.000 bílar skemmdust. Ef öllum þessum bílum væri raðað í eina bílalest, myndi halarófan verða 89 kílómetrar á lengd, eða sem nemur vegalengd- inni frá Reykjavík í Reykholt í Borg- arfirði. Algengast er að umferðaróhöpp verði þegar fólk bakkar bílum sínum og gætir ekki nógu vel að sér, en slys verða oftast við aftanákeyrslur. 12 milljarðar á ári Höfundar skýrslunnar fullyrða að kostnaður samfélagsins vegna um- ferðaslysa á höfuðborgarsvæðinu sé ekki undir 12 milljörðum króna á ári. Þar bera tryggingafélögin stærsta byrði, eða 4,6 milljarða. Næstir koma tjónvaldar, en kostnaður sem fellur á þá nemur 4,1 milljarði. Rík- isstofnanir á borð við Trygg- ingastofnun, sjúkrahús og lögreglu bera samanlagt um 3,3 milljarða kostnað vegna þessara slysa. Það sem upp á vantar er svo ýmis annar kostnaður, t.d. útgjöld fyrirtækja vegna fólks sem er frá vinnu vegna slysa. Yngstu ökumennirnir bæta sig Ungir ökumenn eru líklegastir til þess að valda slysi, en nú ber svo við að þeir allra yngstu, 17 ára krakkar, standa sig mun betur og valda færri óhöppum en 18 og 19 ára ökumenn. Einar Guðmundsson, forstöðumaður Forvarnarhúss segir ýmislegt benda til þess að þarna sé um raunverulega breytingu að ræða, en ekki tilvilj- unarkenndan mun á árgöngum. Hann bendir á að í fyrra hafi verið tekið upp svokallað ökumat, en í því felst að fólk þarf að vera punktalaust fyrsta árið til þess að fá varanlegt skírteini. Hættulegustu gatnamótin Síðasta ár, eins og árin á undan, urðu flest óhöpp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar þar sem tveir þungir um- ferðarstraumar mætast. Skýrsluhöf- undar leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að hraða gerð mis- lægra gatnamóta á þessum stað til þess að fækka slysum og minnka tjón. Á síðasta ári komu gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu þar fast á eftir, sem vekur nokkra furðu þar sem stutt er síðan þau voru byggð. Einar segir að helsta skýr- ingin á fjölda óhappa þar um slóðir sé hraðakstur sem endi með aftan- ákeyrslum. Guðbrandur Sigurðsson aðalvarð- stjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregl- una fylgjast vel með þessum gatna- mótum og komi hún reglulega fyrir myndavélum sem skrá hraðakstur og brot þar sem umferðarljós eru ekki virt. Að auki séu lögreglumenn oft við gatnamótin á álagstímum. „Síðast þegar við vorum þar með vélina, þá var um 5% brotahlutfall af heildarumferðinni. En lengi má gott bæta. Við fylgjumst með tölfræðinni, hvar flest óhöpp verða og stýrum löggæslunni í samræmi við það,“ sagði Guðbrandur. Tólf milljarðar vegna slysa  Tjónum og slysum fjölgar um 35% í umferðinni í Reykjavík  17 ára ökumenn valda færri slysum  20 þúsund bílar skemmdust í umferðinni í fyrra  Algengustu óhöppin þegar fólk bakkar Umferðaróhöppum fjölgar stöðugt í Reykjavík, enda gengur seinlega að laga gatnakerfið að sí- felldri fjölgun bíla. Líf og limir borgarbúa eru í húfi, en auk þess gríðarlegar fjárhæðir.                                   !!"                     !      "#   #$" !" %"  " $&" %" %" #" #" $#" !" " " " '" $" " $" " $" &" $" "               '      '      '      '     !' " #   ' $     ' %     '    (    )        *   +  '           ,- . - /    0    - 1    23    /    4  -  ,   - 5 Í HNOTSKURN »510 manns slösuðust í aftan-ákeyrslum á höfuðborg- arsvæðinu á síðasta ári. Oft verða þær vegna þess að fólk er að tala í síma eða gera eitthvað annað sem truflar einbeitingu þess í umferðinni. »Næst flestir, eða 172, slös-uðust á gatnamótum þar sem ökumenn virtu ekki umferð- arljós. Í þessum tilvikum eru menn oft á miklum hraða og slys á fólki verða alvarlegri. Mikil litadýrð hefur ljómað um Breiðafjörðinn að undanförnu. Erlendir ferða- menn eru frá sér numdir. Þeir taka sér næturstað með útsýni norður yf- ir fjörðinn og horfa úr bílum sínum á sólsetrið. Norðanáttin sendir saklaus þokuský suður yfir fjöllin. Þar mæta þau síðustu geislum sólarinnar sem er að hníga. Þá gyllast þau og roðna eins og ást- fangið ungviði. Skýin mynda kast- ala, hallir og borgir, og oft sést gíll. Vilja þá veðurspámenn að úlf- urinn sjáist líka. Litrófinu á síðkvöldi verður ekki með orðum lýst Norðanáttin leggur líka báru- hjúp á hafflötinn og kvöldsólin kyssir hann einnig. Því er það að sé t.d. gengið á síðkvöldi vestur bakkana innan við Ólafsvík má sjá á sjónum litróf sem ekki verður með orðum lýst. Sólin er þá að hverfa bakvið Vaðalfjöllin í norðri. Austast í firðinum verður sjór- inn dimmblár en gyllist svo og roðnar til vesturs. Og hafi menn hitt á óska- stundina sannfærast þeir um allt hið gamalkveðna um roðagullinn sæ, því þegar komið er vestast á bakkana er engu líkara en að þar kasti bárurnar blóði upp í sandinn. Litadýrðin ljómar í Breiðafirði Ferðamenn eru frá sér numdir Snæfellsjökull hefur aðdráttarafl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.