Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 10

Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hann hefur ekki svo mikið sem hnusað af okkur síðan við fórum að taka þennan hvítlauks- fjanda, Skjalda mín. Við verðum bara að hafa það eins og forsætisráðherra, fá okkur eitt- hvað sem gerir sama gagn. VEÐUR Ríkissjónvarpið skýrði frá því ígærkvöldi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefði rætt við Shimon Peres, hinn nýja forseta Ísraels, í gær. Gert hefði verið ráð fyrir að samtal þeirra mundi standa í 20 mínútur en það hefði staðið í klukkutíma.     Þetta er ánægjulegt og traust-vekjandi. Það kemur stöku sinnum fyrir að íslenzkir ráðamenn eigi lengri viðræður við erlenda ráðamenn en til hefur staðið skv. dagskrá.     Þetta kemurlíka stundum fyrir þegar for- seti vor á fundi með leiðtogum annarra þjóða.     Það er gottþegar frétta- menn halda þessum litlu stað- reyndum til haga.     Þær benda til þess að það sékannski rangt, sem Morg- unblaðið hefur haldið fram, að slík- ar viðræður þjóni takmörkuðum til- gangi vegna þess að við erum fámenn þjóð og smá og skiptum litlu máli í alþjóðlegu samhengi.     Þegar samtöl lengjast með þess-um hætti er það vísbending um að leiðtogar okkar hafi ýmislegt fram að færa sem hinir erlendu ráðamenn vilji gjarnan hlusta á. Slíkt eykur að sjálfsögðu sjálfs- traust okkar sem þjóðar.     Leiðtogar Ísraels eiga góðarminningar um heimsóknir sínar hingað.     Þeim hefur að vísu stundum veriðilla tekið af forystumönnum vinstrimanna, sem hafa jafnvel ekki viljað við þá tala, en það er allt gleymt og grafið. STAKSTEINAR Shimon Peres Traustvekjandi SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      !        !     :  *$;<                          !     "   *! $$ ; *! "# $ %  # %   &  '%( ' =2 =! =2 =! =2 "&%$  ) !*+ ',  2>         /    - %'  $, .    /   #$  /'   0'  %  '1 2   1 =7  - %'  $' #  !    #  # ' ! '3  . , # 1 2 , .    1 =   "' /%*#   3  ! #  (! 3   $ # , # 12   3  4' ' ! 1 5. '66  '% 7 '  ') ! 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 1 3 3 1 1 1 1 1     1  1 1   3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3                  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Brissó B. Johannsson | 15. júlí Glæpasaga um kjarl og kéllingu í koti sjínu Bjórinn rann í lítravís niður kok hennar vet- urna 1999-2003. Einn taumur lak iðulega nið- ur hökuna, niður háls- inn og á milli brjóst- anna sem voru eins og tvær helíum-blöðrur sem umlukust utan um skraut á síðri keðju sem hékk ekki heldur hvíldi á milli bobb- ingana. „Ég er bara eitthvað svona skraut og hvíli mig hérna á kaa- aaantinum, sjáðu brjóstin sem ég ligg á! ligga ligga lá!“ Meira: brisso.blog.is Marta B. Helgadóttir | 17. júlí Fjalla-Bensi Öræfasögur hafa alltaf yfir sér einhvern æv- intýrablæ finnst mér: Fjalla-Bensi var þjóðsagnapersóna úr Mývatnssveitinni. Hann var smali og lenti í aftakaveðri inni á Mývatns- öræfum. Hann brá á það ráð að koma fénu fyrir í gjótu en þessi gjóta er skammt frá þjóðveginum. Þarna hírðist hann með öllum kind- unum í ca tvær vikur og var talinn af. Leit hafði verið hætt og öll von úti héldu menn. Meira: martasmarta.blog.is Bjarni Harðarson | 16. júlí Hátíðisdagur með Tungnamönnum Við Skúli mágur minn áttum hátíðisdag í gær þar sem við fórum um Tungurnar og tókum hús á gömlum Tungna- mönnum og skráðum minningar þeirra um gamla daga inn á upptökutæki. Betri geta sunnudagar ekki orðið. Komum fyrst að Miðhúsum til Sighvats Arnórssonar. Hann er Þingeyingur en þó allra Tungna- manna hógværastur. Víðlesinn og vel menntaður bóndi sem unun er að hlusta á segja frá liðnum dögum, bæði norðan og sunnan heiða. Eftir kaffiveitingar hjá Geirþrúði dóttur hans lá leiðin til Halldórs Þórð- arsonar á Litla-Fljóti sem ég sann- færðist enn og aftur um í gær að er mestur sagnasjóður núlifandi Tungnamanna. Halldór man glöggt munnmælasagnir af fjölmörgum 19. aldar Tungnamönnum Meira: bjarnihardar.blog.is Guðríður Haraldsdóttir | 17. júlí Tækjatröll inn við beinið Smá sólarleysi er vel þegið eftir síðustu vik- urnar, allavega þegar setið er við suð- urglugga og unnið, ég segi nú ekki annað. Ég sit með latte og er að ljúka við djúsí lífsreynslusögu. Er orðin það klár í að búa mér til latte að ég þurfti ekkert að kíkja á leið- beiningarnar. Þetta er frekar flókið ferli. Ýtt á ýmsa takka, skrúfað frá frussi, gufu hleypt út með látum og alls kyns svoleiðis. Æ, þetta er kannski ekkert svo flókið þegar maður er búin að læra þetta. Hræðslan við að hávær, hvæsandi vélin springi hefur líklega þessi áhrif. Ég man þegar ég stillti einu sinni vídeótæki fyrir Hildu. Gat valið um leiðbeiningar á úrdú, finnsku eða serbó-króatísku, minnir mig. Það þurfti að ýta á suma takkana saman, standa jafnvel á öðrum fæti og góla … og þetta tókst fyrir rest og Hilda hafði aldrei átt jafnvel stillt vídeótæki. Ég er búin að komast að því að ég á ekki mjög heimaríka ketti. Tommi og Kubbur ganga varkárir um himnaríki, þó hættir að vera í felum, og gestakötturinn er hnarreistur og urrar bara ef einhver er með kjaft! Það eru engin slagsmál og læti en sjokkerandi feluleikur Bjarts fer illa með taugakerfi mitt, ég held alltaf að hann hafi hoppað út um glugga ef ég finn hann ekki strax. Ég passaði nefnilega einu sinni kött þegar ég bjó á Hringbrautinni og hann hoppaði (eða datt) niður í snjóskaflana af annarri hæð. Fyrr- verandi samstarfskona mín býr hin- um megin við Hringbrautina og hafði tekið eftir þessum ketti fara yfir þessa umferðargötu, sikksakka til skiptis, og var orðin frekar stressuð. Tveimur dögum seinna náði hún honum og kom til mín, ég hafði vit- anlega auglýst eftir honum í Morg- unblaðinu. Það urðu miklir fagn- aðarfundir með þeim Tomma. Þeir urðu perluvinir og leikfélagar stuttu eftir að hann kom í pössunina. Skömmu seinna flutti Högni til Dan- merkur og hefur það víst ótrúlega gott þar. Eigendurnir fengu ekkert að vita fyrr en eftir að hann var fundinn, þeir voru í útlöndum og fréttu ekkert. Ég horfði loksins á Hugh Grant- myndina í gær og hún var ósköp sæt. Stefni að því að sjá Apocalypto í kvöld, það mæla allir með henni. P.s. Væri ekki bara svolítið flott ef Valsmenn tækju Landsbankadeild- ina? Ég veit að það yrði mikil ham- ingja í Efstasundinu … sei nó mor. Meira: gurrihar.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.