Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 11

Morgunblaðið - 18.07.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 11 FRÉTTIR Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is ÍSLENSKIR sem erlendir ferða- menn hafa flykkst upp á hálendið í sumar og notast þá ýmist við bíla, hjól, hesta eða tvo jafnfljóta til að bera sig út úr mannabyggðum. Um- ferð á hálendisvegum hefur verið stöðug og vaxandi með hverri vik- unni og skálaverðir á stærstu áning- arstöðum sammála um að fjölgun hafi orðið frá því í fyrrasumar. Landmannalaugar eru eitt fjöl- farnasta svæði á hálendinu og áætlar Ferðafélag Íslands að á meðalsumri fari á bilinu 80-100 þúsund manns þar um. Í sumar gæti stefnt í metár á hálendinu, enda júlímánuður anna- samasti ferðatími frá upphafi á Ís- landi og ekki ástæða til að ætla ann- að en að sá fjöldi rati inn til fjalla í veðurblíðunni. Sólrún Jónsdóttir, skálavörður í Landmannalaugum, segist finna fyrir því að umferðin hafi fyrr byrjað að þyngjast nú í sumar en oft áður og fólksfjöldinn sé í samræmi við það. Erfitt að slíta sig frá fjöllunum „Fólk kemur mjög mikið hingað á eigin vegum og svo koma rúturnar úr Reykjavík og Skaftafelli alveg pakkaðar. Skálinn er búinn að vera fullur dag eftir dag og tjaldstæðin líka vel þétt,“ segir Sólrún. Tjald- stæðin við Landmannalaugar eru þekkt fyrir að vera í harðari kant- inum og ekki óalgengt að bera þurfi grjót á tjöldin. Sannir fjallagarpar láta það þó ekki stöðva sig og segir Sólrún algengt að fólk dvelji lengur en það hafi ætlað í upphafi. „Fólk bætir oft við gistinóttum og langar ekkert til þess að fara, ákveður að bæta við einni nótt enn og svo einni enn.“ Landmannalaugar eru nokkuð að- gengilegar fyrir bíla og þótt ferða- langar megi eiga von á vænum hrist- ingi á hinum víðfrægu „þvottabrettum“, þá eru það ekki jeppaeigendur einir sem eiga vísan aðgang að þessari náttúruperlu, ef færðin er góð. Sólrún segir mikið um að fólk komi á bæði fólksbílum og húsbílum, en það sem skálavörðum bregður mest við að sjá er hversu margir útlendingar koma á litlum bílaleigubílum. „Það gæti verið að þau geri sér ekki alveg grein fyrir að bílaleigubíl- arnir mega ekki koma hingað upp- eftir,“ segir Sólrún. Týnast í hraunbreiðunum Þrátt fyrir mannfjöldann þvertek- ur Sólrún fyrir að óbyggðastemning- in tapist, enda sé svæðið stórt og auðvelt að láta sig hverfa inn í auðn- ina. „Fólk fer í göngur, týnist inn um hraunið og dalina í kring. Maður sér á bílastæðinu að allt er fullt, en verð- ur samt ekki var við fjöldann.“ Sömu sögu segir Arna Björg Arn- arsdóttir, skálavörður við Drekagil á Öskjusvæðinu. Aðstaðan á svæðinu hefur verið byggð mikið upp á und- anförnum árum og ferðamanna- straumurinn aukist eftir því. Arna Björg segir allt að 100 bíla fara um svæðið á dag og skálarnir séu alltaf fullir, en náttúran hreinlega gleypi fólksfjöldann. „Þetta er alveg ótrú- legt svæði. Bílastæðið við Vikra- borgir er til dæmis alltaf pakkað af bílum en svo spyr maður sig hvar allt þetta fólk sé eiginlega, því það dreif- ist bara um allt.“ Fjallaþráin að aukast Rúmur helmingur þeirra sem ferðast um hálendið á sumrin er út- lendingar og sækja Þjóðverjar og Frakkar allra þjóða mest í heilnæma heiðloftið tæra. Þó hafa skálaverðir orðir varir við að meira sé af Íslend- ingum en vanalega og þeim sé að fjölga á tjaldstæðunum. „Íslending- ar virðast vera að taka meira við sér,“ segir Arna Björg. „Mér finnst þeir líka vera að skoða landið betur en áður, sem er mjög gaman að sjá.“ Ragnar Sigurðsson, skálavörður í Laugafelli við Hofsjökul, segir ferða- menn á svæðinu koma alls staðar að og gistinóttum hafi fjölgað, ekki síst í tjaldi, en það séu aðallega útlending- ar sem gisti. Íslendingar rúnti gjarn- an uppeftir til að fara í laugina, þar sem er oft mikil stemning, en þeir stoppi síður næturlangt. Gistinóttum hefur samt almennt fjölgað að sögn Ragnars. Frá 1. júlí hafi 730 ferða- menn komið í Laugafell, en það er um 20-30% aukning frá því í fyrra- sumar. „Við náum alltaf að hliðra til svo það er enginn ofan í neinum,“ segir Sigurður. „Fólk er almennt mjög ánægt með aðstöðuna hérna, sérstaklega göngu- og hestafólk því við erum með upphitað klósett hérna. Það tala sumir um að þetta sé eins og fjögurra stjörnu hótel, bara út af þessu upphitaða klósetti.“ Ferðamenn til fyrirmyndar Skálaverðir bera ferðafólkinu vel söguna og segja umgengni almennt með ágætum. Lítið sé um rusl og fólk almennt opið fyrir leiðbeiningum um rétta umgengni við náttúruna. Eitt- hvað hefur þó borið á utanvegaakstri og eru það einkum erlendir ferða- menn sem verða uppvísir að því í kringum hálendisskálana. Ragnar segir það þó skrifast á Íslendinga, því betra upplýsingaflæði vanti um akstur á hálendisvegum. „Fólk áttar sig ekki alveg á þessu, það heldur að það sé allt í lagi að keyra þar sem það keyrir því það veit ekki betur.“ Ferðir um hálendið krefjast alltaf nokkurrar varúðar, en þrátt fyrir þunga umferð hefur lítið verið um að bílar lendi í ógöngum. Enda eru ferðamenn í skýjunum með hálendið og segir Sólrún að veðrið leiki þar líka stórt hlutverk. „Það er bara stanslaus blíða. Við erum alveg orð- laus.“ Mikil umferð ferðamanna er nú um hálendið og stefnir í metár Morgunblaðið/RAX  Skálar og tjaldsvæði eru full nánast allar nætur  Skálaverðir segja hálendið bera fjöldann vel Í HNOTSKURN »Búist er við að um 40 þúsunderlendir ferðamenn komi til Íslands um miðjan júlí, en það eru þeir sem helst gista hálendið á sumrin. »Skálaverðir telja að umferðum hálendið sé núna í há- marki. Áætlað er að um 15 þús- und manns hafi lagt leið sína í Landmannalaugar undanfarna viku. »Á hálendinu má finna margafjallaskála þar sem eru um- sjónarmenn á sumrin. »Fyrsta sæluhúsið var reist íHvítárnesi árið 1930, en Ferðafélagið og Útivist starf- rækja nú samtals skála á 40 stöð- um víðsvegar um landið. Mikilfenglegt Í Landmannalaugum eru fjöllin blá og mennirnir smáir. Bláhnúkur er langvinsælasta göngufjallið á svæðinu, þar sem úir og grúir af spennandi gönguleiðum eins og víðast hvar á hálendi Íslands. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is GRUNUR leikur á að erlendur starfsmaður við Kárahnjúka sé hald- inn hermannaveiki. Talið er líklegt að hann hafi smitast í útlöndum og að um einangrað tilvik sé að ræða. Hann dvelur nú á Landspítalanum, en ekki fengust upplýsingar um líðan hans þar. Að sögn Sigurðar Arnalds, upplýs- ingafulltrúa Kárahnjúkavirkjunar, er maðurinn sænskur verkfræðingur hjá framkvæmdaeftirliti Landsvirkj- unar við Kárahnjúkavirkjun. Segir hann manninn hafa komið til lands- ins frá Svíþjóð um síðustu mánaða- mót og veikst skömmu síðar. Hann var í síðustu viku fluttur á Landspít- alann til aðhlynningar. Í samtali við Morgunblaðið segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu, allar líkur á því að um einstakt tilfelli sé að ræða. Segir hann engar fréttir hafa borist af öðrum tilfellum sem tengist manninum. Bendir hann á að her- mannaveiki smitist ekki manna á milli, heldur smitist bakterían, sem nefnist legionella pneumophila, þeg- ar svifúði myndist frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamynd- un eigi sér oftast stað út frá loftkæl- ingum og kæliturnum sem ætlaðir séu til kælingar í stóru iðnaðarhús- næði, hótelum og verslunarmið- stöðvum. Bíða niðurstöðu rannsókna Haraldur segir hermannaveiki vera tilkynningaskyldan sjúkdóm og að Ísland taki sökum þessa þátt í samstarfi við Evrópusambandið um að greina smitstaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu bakteríunn- ar. Tekur hann fram að enn sé verið að bíða niðurstaðna rannsókna til þess að fá það staðfest að um her- mannaveiki sé að ræða hjá mannin- um. Reynist svo vera muni sóttvarn- arlæknir hafa samband við samstarfsaðila sína í Svíþjóð til þess að reyna að komast að því hvar mað- urinn smitaðist af bakteríunni. Aðspurður segir Haraldur her- mannaveiki afar sjaldgæfa hérlend- is, en árlega greinist um 2-3 tilfelli. Meðgöngutími veikinnar er 2-10 dagar. Aðspurður segir Haraldur fullfríska unga einstaklinga geta fengið bakteríuna í öndunarveg án þess að veikjast. Segir hann þá sem veikjast illa af hermannaveiki vera fólk sem er veikt fyrir. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns var heilsu- far mannsins ekki gott áður en hann veiktist og því hefur hann verið við- kvæmari fyrir bakteríunni en ella. Líklegt að tilfelli her- mannaveiki sé einstakt BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglar, efna til „keyrslu“ í dag, mið- vikudag. Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku, bæði bílar og bifhjól, að því er fram kemur í frétt frá samtök- unum. Tilgangur keyrslunnar er sagður að sýna fram á að bifhjól og bifreiðir eiga samleið í umferðinni og minna á að tillitssemi á milli manna er lykill að öruggri umferð. Ökumenn bif- hjóla séu flestir einnig ökumenn bif- reiða sem sýni það að þessir tveir hópar eiga margt sameiginlegt. „Keyrslunni er einnig ætlað að minna okkur á þá ábyrgð sem við tökumst á hendur þegar við setjumst upp á hjólið eða undir stýrið á bif- reið. Við verðum að vera vel vakandi, nota öryggisbeltin og aka eftir að- stæðum,“ segir þar einnig. Farið verður frá planinu á Ken- tucky Fried Chicken í Mosfellssveit kl. 18.30 og ekið inn að Gljúfrasteini. Þar verður snúið við og ekið inn í Mosfellssveit. Í fréttinni segir í lokin að vonandi sjái sem flestir sér fært að mæta og til að minna á notkun öryggisbelt- anna verði ökumenn bifreiða að sjálf- sögðu með sín belti spennt en bif- hjólamenn geti sýnt sinn vilja í verki með að spenna um sig hvítan borða sem liggur þvert yfir bringuna eins og bílbelti. Sniglarnir efna til hópaksturs Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.