Morgunblaðið - 18.07.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 18.07.2007, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KÍNVERSKUR maður var í gær dæmdur til dauða og 28 voru dæmdir í fangelsi þegar dómstólar fjölluðu um fyrsta hluta þræla- haldsmálsins sem kom upp í síðasta mánuði. Margir mótmæltu því að ekki skyldu falla fleiri dauðadómar. Þrælahaldarar ÍTÖLSK heilbrigðisyfirvöld hafa farið fram á að fyrirtæki slaki á kröfum um klæðaburð, svo að minnka megi notkun loftkælinga. Þau fullyrða að líkamshiti lækki um tvær til þrjár gráður um leið og los- að er um bindishnút. Hitabylgja er yfirstandandi á Ítalíu. Ódýr kæling NOKKRIR meðlimir lávarðadeild- arinnar í Bretlandi hafa orðið upp- vísir að skiptum á aðgangspassa að þinginu og peningum. Passana leigja þeir til fulltrúa þrýstihópa sem fá þá aðgang að þingmönnum. Spilltir lávarðar Peking. AP. | Eyðimerkurmyndun hefur verið alvarlegt vandamál í Kína um árabil og hafa ráðamenn þar sagt að jarðvegseyðing sé versta umhverfisvandamál sem steðji að landinu. Sl. áratug hafa Kínverjar unnið hörðum höndum að því að stemma stigu við landfok- inu og virðast vera að ná árangri. Síðustu fimm ár hafa eyðimerk- urnar skroppið saman um u.þ.b 1.200 ferkílómetra ár hvert, ef marka má gervihnattamyndir. Þúsundir hektara hafa verið markvisst græddir upp á liðnu ári til að stoppa útbreiðslu eyðimarka í Norður- og Vestur-Kína. Frá árinu 1981 hefur 49,2 millj- örðum trjáa verið plantað í Kína. Markmið stjórnvalda er að árið 2020 verði 26% landsins skógi vax- in, að sögn Jia Zhibang, formanns kínverska skógræktarráðsins. Kínverjar ná tök- um á uppblæstri AP Stingandi strá Auðn á undanhaldi Tókíó. AFP, AP. | Yfirvöld í Japan rannsökuðu í gær mögulega meng- unarhættu í kjarnorkuverinu Kashiwazaki- Kariwa vegna jarðskjálfta síð- astliðinn mánu- dag sem mældist 6,8 á Richter. Þar ultu um koll 100 innsiglaðar tunnur fullar af geislamenguðum fötum og hönskum en kjarnorku- verið er sagt vera eitt hið stærsta í heimi. Stjórnendur kjarnorkuvers- ins viðurkenndu á mánudag að vatn með „örlitlu“ af geislavirku efni hefði lekið út í Japanshaf en fullyrtu að magnið væri langt undir leyfileg- um mörkum og engin hætta stafaði af því. Eldur kviknaði einnig í kjarn- orkuverinu eftir skjálftann og lagði svartan reyk frá verinu í nokkra klukkutíma. Shinzo Abe, forsætis- ráðherra Japans, ávítti stjórnendur versins og sagði skýrslur þeirra til yfirvalda koma of seint. Hann sagði blaðamönnum að hann vildi að fyrir- tækið fyndi fyrir ábyrgð. Íbúar þorpsins Kariwa við verið segjast vera mjög áhyggjufullir vegna kjarnorkuversins og segja forsvarsmenn þess hafa gefið út ósannar yfirlýsingar um leka geisla- virkra efna áður. Níu manns dóu í skjálftanum, yfir 1.000 manns slösuðust en 47 slösuð- ust alvarlega. Um 13.000 manns hafa leitað hælis í kjölfar skjálftans en um 50.000 heimili eru vatnslaus. Mengunar- hætta eftir skjálfta Shinzo Abe Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MARGT bendir til að deila Breta og Rússa um framsal meints morðingja fyrrverandi rússnesks njósnara, Alexanders Lítvínenko, sé komin í slæman hnút. Rússar neita að fram- selja Andrei Lúgóvoi, sem breska lögreglan telur að hafi eitrað fyrir Lítvínenkó í London í nóvember. Utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband, ákvað í fyrradag að láta reka úr landi fjóra rússneska dipló- mata og Rússar segja að gripið verði til „viðeigandi“ gagnráðstafana en þeim samt frestað um sinn. Deilan er farin að minna á pólitísk átök vesturveldanna og Sovétríkj- anna gömlu í kalda stríðinu og ljóst er að hún getur stefnt í voða tilraun- um Bandaríkjamanna til að bæta samskiptin við Rússland sem hafa kólnað mjög síðustu árin eftir þíðuna í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991. Fyrir nokkrum dögum hættu Rússar þátttöku í samningi við Atlantshafs- bandalagið um takmörkun vígbúnað- ar í Evrópu, CFE-samningnum. Ennfremur hafa Evrópuríkin og Rússland deilt um orkumál og ekki má gleyma að Rússar gegna lykil- hlutverki í tilraunum alþjóðasam- félagsins til að fá Írana til að hætta tilraunum sem margir telja að hafi að markmiði að smíða kjarnavopn. Deilan um Lítvínenko-morðið getur því haft afdrifaríkar afleiðingar. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir Rússa hafa neitað öllu samstarfi í málinu og því hafi verið gripið til þessara harkalegu að- gerða. Brown þykir hafa staðið sig vel í málinu, breskir fjölmiðlar styðja yfirleitt aðgerðir stjórnar hans. Hann segir ekki hægt að una því að stjórnvöld í Moskvu komi í veg fyrir að réttað verði yfir manni sem rök- studdur grunur sé um að hafi framið morð í London. Lítvínenko var harð- ur andstæðingur Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta og hafa lengi verið á kreiki sögusagnir um að menn Pút- íns hafi staðið á bak við morðið. Rússar hóta aðgerðum gegn Bretum vegna brottvísunar Minnir á kalda stríðið AP Óbreytt Merki Sovétríkjanna gömlu, með hamri og sigð, skreytir enn aðal- stöðvar utanríkisráðuneytis Rússlands í Moskvu. Í HNOTSKURN »Ráðamenn í Moskvu segjaað stjórnarskráin banni framsal borgara landsins til dómstóla erlendis, því verði að rannsaka mál Lúgovois þar í landi. En Bretar benda á und- antekningarákvæði al- þjóðlegra samninga sem Rúss- ar hafa gert um slík mál. FIMM búlgarskir hjúkrunarfræð- ingar og palestínskur læknir, sem dæmd höfðu verið til dauða í Líbýu fyrir að smita á fimmta hundrað barna af HIV-veirunni, halda lífi, að sögn breska útvarpsins, BBC. Sér- stakt dómstólaráð Líbýu breytti í gær dómunum í lífstíðarfangelsi. Fólkið hefur verið í haldi í átta ár en það hefur ávallt neitað sök. Segist það hafa verið pyntað til að játa. Fjölskyldur barnanna létu af kröfum um dauðarefsingu yfir fólkinu eftir að þeim voru greiddar bætur. Hæstiréttur Líbýu staðfesti dauðadóminn yfir fólkinu í liðinni viku og hefur málið síðan verið í höndum dómsmálaráðs landsins sem hefur vald til að milda dóma og náða fanga. Samkvæmt íslömskum lögum má náða fanga fallist fjölskyldur fórnarlamba þeirra á greiðslu svo- kallaðra blóðpeninga. Bæturnar koma úr sérstökum sjóði og nema sem svarar um 60 milljónum króna á barn. Eru það allmörg Evrópuríki og Líbýustjórn sem leggja fram fé í sjóðinn. Stjórnvöld í Búlgaríu og mörgum vestrænum ríkjum beittu sér í mál- inu og báðu áttmenningunum griða en erlendir sérfræðingar telja líkleg- ast að börnin hafi þegar verið sýkt er hjúkrunarfræðingarnir og læknirinn fengu þau í hendur. Málið er afar viðkvæmt þar sem Líbýumenn vilja ekki viðurkenna að sóðaskapur og gallar í heilbrigðiskerfinu séu raun- verulegi sökudólgurinn. Ivailo Kalfin, utanríkisráðherra Búlgaríu, sagði áður en lokaniður- staða fékkst að Búlgarar væru reiðu- búnir að afskrifa hluta af skuldum Líbýu. Þær nema um 290 milljónum evra, liðlega 23 milljörðum króna. Sleppa við dauðadóm Moskvu. AP. | Um 800 manns hafa ver- ið fluttir á brott úr heimaþorpum sínum í grennd við Lvív í Úkraínu, flestir að eigin ósk og 14 voru fluttir á spítala eftir að lest á leið frá Kha- sakstan til Póllands fór út af sporinu og eldur kviknaði í 15 vögnum. Vagn- arnir voru fullir af gulum fosfór en hann er mjög eldfimur og leggur af honum eiturgufur við bruna. Fjórir af þeim sem slösuðust unnu við björgunaraðgerðir á staðnum og slasaðist einn af þeim alvarlega. Oleksandr Kúzmúk, aðstoðarfor- sætisráðherra Úkraínu, líkti slysinu við hið fræga Tsjernóbýlslys 1986 en þá varð sprenging í kjarnakljúf í Tsjernóbýl. Eru menn enn að glíma við afleiðingar þess en geislavirkni eftir slysið hefur valdið þúsundum manna líkamstjóni. Hann sagði stór- slys hafa orðið og það gæti haft al- varlegar afleiðingar sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Skýið þekur um 90 ferkílómetra svæði fyrir ofan 14 þorp um 70 kíló- metra frá bænum Lvív en þeim sem eftir eru á svæðinu hefur verið ráð- lagt að halda sig innan dyra og forð- ast að borða grænmeti og kjöt fram- leitt á svæðinu á næstunni. Um 11.000 manns búa á þessu svæði en í Lvív eru um 800.000 íbúar og þar reynir fólk að halda börnum sínum innandyra samkvæmt heimildum frá fréttamanni AFP. Áður höfðu yfirvöld skýrt frá því að fjórir hefðu slasast þegar 15 tank- bílar hefðu oltið síðastliðinn mánu- dag en í ljós kom að það voru lestar- vagnar en ekki tankbílar. Líkt við Tsjernó- býlslysið Lest með eiturefni fór af sporinu ♦♦♦ ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 81 51 0 7 /0 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.