Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 16

Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is SÍÐASTA húsið á Látrum á Látra- strönd var rifið árið 1942. Í kjölfarið var björgunarskýli byggt á grunn- inum og stóð í ein 60 ár, þar til það var rifið í byrjun mánaðarins. Nú tekur við nýtt hús og ný saga. „Skýlið var lítið og þröngt og orð- ið dálítið lélegt,“ segir Björn Ing- ólfsson stjórnarmaður í ferðafélag- inu Fjörðungi. „Það hefði ekki borgað sig að gera við það.“ Skýlið sem stóð var björgunar- skýli fyrir skipbrotsmenn en tæknin hefur leyst hlutverk þess af hendi. „Nú er hægt að láta vita af sér um leið og eitthvað gerist. Menn vita strax ef skip strandar,“ segir Björn. Fjörðungur gengur í endurnýjun lífdaga Þar sem hvorki hreppurinn né björgunarsveitin vildu nokkuð með skýlið hafa, ákvað Ferðafélagið Fjörðungur að taka að sér skýlið við Látur, ásamt öðrum tveimur við Þönglabakka og í Keflavík sem fóru með sama hlutverk. Félagið hefur að sögn Björns verið lítið virkt undan- farin ár, en það hefur nú verið lífgað við og mun sjá um að halda við og endurnýja umrædd skýli. Með styrk m.a. frá Pokasjóði í far- teskinu festi félagið kaup á bjálka- húsi frá Finnlandi sem sómir sér vel á nýja staðnum, enda mjög svipað í laginu og íbúðarhúsið sem rifið var árið 1942. Verkið tók skamman tíma, aðeins um fjóra daga, en húsið kom í búntum sem síðan voru sett saman: „Þetta gekk mjög greiðlega. Það voru 36 manns sem skiluðu yfir 900 vinnustundum í sjálfboðavinnu, sem er merki um hvað samtakamáttur- inn getur verið öflugur. Við fengum meðal annars aðstoð frá Sæfara, Hríseyjarferjunni, og TF-Sif aðstoð- aði við að koma búntunum á land.“ Að sögn Björns er mikið gengið að Látrum og öðrum eyðibýlum í Fjörðum, sérstaklega á sumrin. Fé- lagið Fjörðungar ehf. býður upp á ferðir þangað, sem hafa verið fjöl- sóttar, en Björn er leiðsögumaður í þeim: „Þetta er nokkuð fjölfarin leið fyr- ir ferðamenn, gönguhópa og jafnvel einstaklinga. Nýja húsið verður öll- um opið sem þangað koma, og þar að auki nauðsynlegt afdrep fyrir gangnamenn á haustin.“ Rifu hús og reistu nýtt á fjórum dögum Ljósmynd/Björn Ingólfsson Mikið verk 36 manns tóku þátt í verkinu og unnu í sjálfboðavinnu yfir 900 vinnustundir. Húsið er finnskt bjálkahús og passar vel á gamla grunninn. Fjörðungur reisir hús á Látrum Í HNOTSKURN »Látur á Látraströnd erfornt höfuðból og hét áður Hvallátur. Þar var verstöð en fór í eyði árið 1942. »Einn frægasti ábúandi þarvar skáldkonan Látra- Björg. »Eftir að bærinn fór í eyðivar þar skýli í 60 ár, en nú er þar risið nýtt hús, sem er opið öllum ferðamönnum. Ljósmynd/Björn Ingólfsson Látur Útsýnið frá nýja húsinu sem risið er á Látrum er engu líkt. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UNGLINGAR í Vinnuskóla Reykja- víkur hafa ýmislegt til málanna að leggja og ein af hugmyndum þeirra til að bæta þjónustu strætó er að vera með hraðbanka í vögnunum. Þetta kom fram á fyrstu ráðstefnu skólans sem fór fram á Hótel Nor- dica í gær og fyrradag. Tinna Otte- sen fræðsluleiðbeinandi segir að ráðstefnan hafi gengið mjög vel. 400 unglingar, elstu nemendur vinnu- skólans, hafi hlýtt á fyrirlestra fyrir hádegi og unnið verkefni í vinnustof- um eftir hádegi. Unglingunum var skipt í tvo 200 manna hópa og mættu þeir hvor sinn daginn. Í heimi fullorðinna Tinna segir að hugmyndin hafi verið að kynna krökkum, sem hafa lokið 10. bekk, heim fullorðinna. Krakkarnir hafi sett sig í spor þeirra eldri og tekið þátt í ráðstefnu á hóteli. Sömu kröfur hafi verið gerðar til þeirra og fullorðinna ráð- stefnugesta og þeir hafi axlað þær kröfur ágætlega. „Tilgangurinn var að reyna að láta krakkana átta sig á því hvað þeir geta haft mikil áhrif á samfélagið ef þeir vilja,“ segir Tinna. Hún bætir við að allar vinnu- stöðvarnar hafi gengið út á að krakkarnir tækju ákvarðanir og hefðu skoðanir á ýmsum málefnum samfélagsins í gegnum til dæmis greinarskrif, myndvinnslu og plak- atagerð. Með ráðstefnunni var ætlunin að hvetja unglingana til gagnrýninnar hugsunar, sjálfstæðra vinnubragða og kynna fyrir þeim vinnumarkað- inn og almennt vinnusiðferði. Að sögn Tinnu kunnu krakkarnir mjög vel að meta hvernig höfðað var til þeirra og þeir svöruðu fyrir sig með ákveðnum skoðunum. „Ég vona að þetta verði virkur hópur á næstu ár- um.“ Efnið birt Næsta skref verður að koma koma efni og hugmyndum á fram- færi. Tinna segir að blaðagreinahóp- ur hafi skrifað greinar um ráðstefn- una, vinnuskólann, samfélagið og fleira og sé stefnt að því að birta þær á mbl.is og plaköt verði hengd upp víða um borgina. Vinnuhópur um strætó hafi lagt fram nokkur hundruð tillögur til að bæta þjón- ustuna og verði þeim komið á fram- færi við forsvarsmenn fyrirtækisins. Á meðal hugmynda er að vera með ýmsar kynningar í vögnunum eins og til dæmis kynningu á skyndi- hjálp, kynningu á menningu Íslands, kynningu á árlegum uppákomum, staðsetningu á heilsugæslum og spítulum og staðsetningu á þjón- ustumiðstöðvum fyrir útlendinga. Þá er lagt til að púðar verði settir í vagnana, hraðbankar, loftkæling, auðar síður sem teikna má á, sniðug- ar „pikköpp-línur“ og fleira. Vilja hraðbanka og ýmsa aðra þjónustu í strætó Fyrsta ráðstefna Vinnuskóla Reykjavíkur skil- aði miklu efni Morgunblaðið/Eyþór Hugmyndir Krakkarnir komu fram með margar hugmyndir. Í GÆR voru send bréf til 30 umsækj- enda um sjö einbýlishúsalóðir í Úlf- arsárdal. Um er að ræða fimm lóðir vestast í hverfinu, sem ekki voru valdar í fyrstu úthlutun, og tvær lóð- ir sem búið var að úthluta en um- sækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Í maí var auglýst eftir umsóknum um 115 lóðir í Úlfarsárdal og bárust samtals 378 umsóknir. 38 umsóknir bárust í fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús með alls 216 íbúðum. 26 umsóknir bárust í 11 lóðir fyrir raðhús með samtals 45 íbúðum. 48 umsóknir bár- ust í 27 lóðir fyrir parhús með alls 54 íbúðum og 266 umsóknir bárust í 73 lóðir fyrir einbýlishús. Dregið var úr gildum umsóknum hjá reiknistofnun Háskóla Íslands að fulltrúa sýslumanns viðstöddum og fengu umsækjendur svonefnt val- númer, sem vísaði til þess í hvaða röð þeir veldu lóðir. Dregnar voru út 85 umsóknir um lóðir fyrir einbýlishús og þar af voru 12 til vara. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að í fyrra hafi fimm lóðir vest- ast í hverfinu ekki gengið út og sömu lóðir hafi ekki verið valdar í fyrstu umferð að þessu sinni. Auk þess hafi umsóknir um þrjár lóðir verið dregn- ar til baka og þar með hafi átta lóðir verið lausar. Haft hafi verið samband við umsækjendur úr hópi þeirra 85 sem ekki höfðu fengið lóð og þeim bent á þessar þrjár sem hafði verið skilað. Þá hafi ein lóð gengið út og á mánudag hafi verið dregnar út 30 umsóknir um lóðirnar sjö. „Þeir sem hafa lægstu númerin í þessum hópi hafa forgang fram yfir hina sem hafa hærri númer,“ segir Ágúst. Hver lóð kostar 11 milljónir króna. Fram hefur komið að lögð er áhersla á að hverfið í Úlfarsárdal byggist hratt upp og er stefnt að því að fram- kvæmdir verði hafnar við allar götur í lok kjörtímabilsins. Lóðir í vestari hluta hverfisins, vestan við Nönnu- brunn, eru þegar byggingarhæfar og framkvæmdir víða hafnar. Lóðir í eystri hlutanum, austan Nönnu- brunns, verða byggingarhæfar í október eða nóvember. Úlfarsárdalur Dregin hafa verið valnúmer vegna sjö einbýlishúsalóða. Önnur lóðaúthlutun í Úlfarsárdal Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.