Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 17
LANDIÐ
Eftir Sigurgeir Jónsson
Fyrir tíu árum urðu ákveð-in straumhvörf í lífi Guð-mundu Hjörleifsdóttur íVestmannaeyjum. Hún
fékk sendan pakka af Volare-
heilsuvörum frá Svíþjóð og þar
með hófst ævintýri sem hana hefði
sjálfsagt ekki órað fyrir á þeim
tíma. Á næstu árum byggði hún
upp, ásamt fjölskyldunni, fyr-
irtækið Volare í Vestmannaeyjum
og er með um hundrað sölufulltrúa
um land allt.
„Ég var að vinna sem þerna á
Herjólfi árið 1997 og líkaði bara
ágætlega í því starfi,“ segir Guð-
munda. „Matta, dóttir mín, sem
var búsett í Svíþjóð, hafði verið að
selja þessar Volare-vörur þar og
vildi endilega koma þeim á fram-
færi á Íslandi. Hún sendi mér eins
konar kynningarpakka og bað mig
að prófa þetta á vinum og ætt-
ingjum. Ég gerði það og árang-
urinn var það góður að þá um
haustið fór ég af stað sem fulltrúi
Volare á Íslandi og er það enn tíu
árum síðar.“
Guðmunda segir að fyrstu fjögur
árin hafi hún verið með vörurnar
heima og þar hafi allt verið, bæði
skrifstofa og lager. „Þetta var
smám saman að vinda upp á sig og
var svo komið að öll aukaherbergi
í húsinu voru nýtt sem lagerpláss.
Sem betur fer voru börnin öll farin
að heiman, þannig að þetta gekk
alveg en engu að síður sáum við að
þetta gat ekki gengið lengur, um-
svifin voru alltaf að aukast. Þess
vegna ákváðum við að fara niður í
bæ og fengum húsnæði á Vest-
mannabraut 38 undir starfsemina.
Þar opnuðum við verslun með
þessar vörur. Það var og er fyrsta
og eina Volare-verslunin í heim-
inum. Ég varð að fá sérstakt leyfi
frá fyrirtækinu í Ísrael til að gera
þetta, enda eru þessar vörur að-
eins seldar í svokallaðri heimasölu
alls staðar í veröldinni. En þar
sem ég var búsett á eyju og var
þannig ekki að skemma fyrir nein-
um, þá var leyfið fúslega veitt.“
En húsnæðið sprengdi fljótlega
utan af sér starfsemina og fyrir
tveimur árum fluttu þau í hús-
næðið við hliðina, á Vestmanna-
braut 36, mun rúmbetra húsnæði
og þar er verslunin í dag.
Unnið úr efnum úr Dauðahafi
Fyrirtækið sem framleiðir Vol-
are-vörurnar heitir Melumad
Laboratories og er í Ísrael. Eig-
andi þess er dr. David Melumad
og er þekktur og virtur í sínu
heimalandi. Hann er húðsjúkdóma-
fræðingur og hefur auk þess
Ph.D.-gráðu í lyfjafræði. Hann hef-
ur starfrækt fyrirtækið í nær 30 ár
og hugsunin á bak við þessa fram-
leiðslu er að brúa bilið milli snyrti-
fræði og lyfjafræði.
Volare er selt sem heilsuvörur
fyrir alla fjölskylduna, ákveðnar
línur, allt sem fólk þarf til að halda
sér hreinu, vel lyktandi og síðast
en ekki síst, heilbrigðu. Á hverju
ári er kynnt ný lína, á þessu ári
heitir hún Spa Pleasure, er svona
eins konar dekurlína sem ætti að
falla konum vel í geð.
„Ástæðan fyrir því að vörurnar
eru seldar sem heilsuvörur, er sú
að ekki er leyfilegt að markaðs-
setja þær sem lækningavöru þar
sem ekki hefur verið vísindalega
sannað að þær hafi lækningamátt,“
segir Guðmunda. „En margra ára
reynsla þeirra sem notað hafa
þessar vörur, sýnir og sannar að
þær skila árangri. Það eru einkum
tvær tegundir, Aloe Vera-gel og
Aloe Vera-djúsinn, sem hafa sýnt
sig og sannað á því sviði. Læknar
hafa hingað til verið fremur tor-
tryggnir á áhrifamátt náttúruefna
á borð við þessi en sú afstaða hef-
ur mjög verið að breytast hin síð-
ari ár og fáeinir íslenskir læknar
sem hafa bent á vörurnar okkar og
mælt með þeim.“
Guðmunda segir að Aloe Vera-
djúsinn hafi einkum reynst vel við
vandamálum í maga og ristli. „En
djúsinn er einnig góður við húð-
sjúkdómum. Kunningi minn var
illa haldinn af psoriasis og ég fékk
hann til að fara í það sem ég kall-
aði „djúsmeðferð.“ Hann drakk
ákveðið magn af Aloe Vera-
djúsnum á dag í þrjár vikur og
notaði einnig kremin okkar og gel-
ið, en hætti þá, enda orðinn við-
þolslaus af sjúkdómnum og út-
brotin orðin meiri en áður. En
nokkrum dögum síðar hurfu þessi
einkenni og hafa lítið látið á sér
kræla síðan. Það var eins og lík-
aminn þyrfti þennan tíma til að
losna við óþverrann. Þetta voru
mikil átök meðan á þessu stóð en
ég held því fram að sé fólk þol-
inmótt þá náist árangur. Það er
mjög algengt að fólki versni fyrst,
meðan exemið, sem kemur innan
frá, er að ganga út úr líkamanum.“
Kraftaverk í Eyjafirði
Árið 2003 kom rækilega í ljós
hver áhrifamáttur Aloe Vera-
gelsins er. Ungur drengur norður í
Eyjafirði saup af misgáningi á
flösku með hreinsivökva fyrir
mjaltavélar, með hroðalegum af-
leiðingum. Vélindað brann undan
eitrinu og um tíma var honum vart
hugað líf. Læknar þóttust þess
fullvissir að hann myndi aldrei ná
sér að fullu og spurning hvort
þyrfti að nema vélindað á burt.
„Móðir drengsins hafði verið
söluráðgjafi fyrir Volare í nokkur
ár og hún þekkti græðingarmátt
gelsins,“ segir Guðmunda. „Hún
vissi að það er bólgueyðandi,
sýkladrepandi og kemur í veg fyrir
öramyndun. Hún fékk leyfi
læknanna til að bera gelið á kinn-
ina á drengnum en kinnin hafði
einnig brennst. Daginn eftir voru
þau brunasár svo gott sem horfin.
En hún lét ekki þar við sitja, held-
ur ákvað að prófa gelið einnig inn-
vortis þó svo að það sé ekki bein-
línis ætlað til slíks. Hún gaf honum
eina skeið af því á dag og árang-
urinn var undraverður. Eftir fá-
eina daga var bólgan í hálsinum
horfin og þvert á allar spár lækna,
þá náði drengurinn sér að fullu
eftir nokkurn tíma. Þetta þótti
undravert og læknarnir hafa víst
aldrei viðurkennt það fúslega að
gelið hafi haft þessi áhrif. En að
sjálfsögðu hefur góð læknishjálp
og gelið, þessir samverkandi þætt-
ir, orðið til þess að barnið er heil-
brigt í dag,“ segir Guðmunda.
Keppti í landsmóti
13 dögum eftir slysið
Og nýjasta dæmið um áhrifa-
mátt Aloe Vera-gelsins er frá
þessu ári. Jóhann Norðfjörð, sem
lengi bjó í Vestmannaeyjum og var
oftast kallaður Bóbó, varð fyrir því
óláni í vor að saga af sér þrjá fing-
ur vinstri handar, þumalfingur,
vísifingur og löngutöng. Sem gam-
all sjómaður vissi Jóhann að það
tæki æði langan tíma fyrir slík sár
að gróa, 42 spor voru saumuð til
að loka sárunum auk annars eins
undir húðinni. Honum var fyr-
irskipað að mæta á spítalann á
þriggja daga fresti til að láta
hreinsa burt dauða húð og skipta
um umbúðir á sárunum daglega.
Eiginkonan aðstoðaði hann við
að skipta um umbúðir og vildi
endilega prófa að bera Aloe Vera-
gel á skurðina. Jóhann var ekki
ýkja ginnkeyptur fyrir því, hafði
ekki mikla trú á einhverju kremi
sem kvenfólk notaði, en leyfði
henni að ráða og árangurinn kom
fljótt í ljós. Gelið var borið á þrisv-
ar á dag og á þriðja degi var mun-
urinn orðinn það mikill á sárunum
að Jóhann sá ekki ástæðu til að
fara á spítalann til að láta hreinsa
þau. Á tíunda degi, eftir aðgerðina,
voru saumarnir teknir og þá var
engin dauð húð kringum sárin.
Læknirinn sagði að sárin væru
með ólíkindum vel gróin. Og það
sem kannski er ótrúlegast í þessu.
Þrettán dögum eftir slysið keppti
Jóhann á landsmóti í hagla-
byssuskotfimi, sárin fullgróin. Í
tölvupósti, sem Jóhann sendi Guð-
mundu, segir hann að hann hafi
mátt éta ofan í sig stóru orðin sem
varða kvenfólk og krem og þetta
gel sé nú orðið staðalbúnaður á
sínu heimili.
Fótagelið reyndist vel við
gyllinæð
Umsvifin í kringum fyrirtækið
eru fyrir löngu orðin að fullu starfi
hjá Guðmundu og rúmlega það.
Fyrstu fjögur árin vann hún ein
við þetta, reyndar með aðstoð fjöl-
skyldunnar en í dag eru þrír í fullu
starfi við fyrirtækið í Eyjum og
tveir í hálfu starfi. Þá eru um
hundrað starfandi söluráðgjafar
um allt land og tveir deildarstjórar
sem sjá um þann þátt, annar í
Reykjavík og hinn á Akureyri.
„Ég hef verið einstaklega heppin
með það fólk sem starfar fyrir
mig, bæði söluráðgjafana og deild-
arstjórana. Þetta eru konur á öll-
um aldri, sú yngsta er átján ára og
sú elsta 72 ára. Og þær hafa mikla
ánægju af þessu starfi,“ segir Guð-
munda.
„Einn mikill kostur við þessar
vörur er að á þeim öllum er 45
daga skilaréttur. Ef fólk hefur of-
næmi fyrir vörunni, eða finnst hún
ekki gera sitt gagn, þá getur það
skilað henni. Þetta finnst mér
mjög mikilvægt. Heimasala hefur
ekki alltaf haft gott orð á sér, fólki
finnst það oft hafa keypt köttinn í
sekknum og situr kannski uppi
með vöru sem það hefur ekki not
fyrir. Það er ekki hætta á slíku
með Volare-vörurnar. Þeim er
hægt að skila og fá endurgreitt.
Reyndar gerist það afskaplega
sjaldan og við fáum mjög jákvæð
viðbrögð og meðmæli. Það segir
sig líka sjálft að fólk væri ekki að
kaupa þessar vörur ef það væri
óánægt með þær.“
Svo finnst mér alltaf skemmti-
legt þegar fólk er að hafa samband
og láta mig vita af ýmsu skemmti-
legu og óvæntu. Fótagel er t.d. ein
tegundin sem við erum með og
hefur reynst vel við ýmsum fóta-
kvillum. Svo hafði ein samband við
mig og sagði að það hefði virkað
mjög vel við gyllinæð! Í dag er það
mikið selt við þeim kvilla. Mér
finnst það mjög gaman þegar fólk
prófar eitthvað svona.“
Ekkert vandamál
að vera í Eyjum
Guðmunda segist oft spurð að
því hvort ekki sé erfitt að vera
með höfuðstöðvar fyrirtækisins í
Vestmannaeyjum, þar sem sölu-
fulltrúar eru víðs vegar um landið
og vörurnar eru sendar þangað frá
Eyjum. „Staðsetningin hér í Eyj-
um er enginn þröskuldur. Það
finnst engum þetta neitt vandamál,
okkar fólk uppi á landi fær sínar
vörur fljótt og vel. Við sendum allt
með flugi og starfsfólkið hjá Flug-
félagi Íslands í Vestmannaeyjum
sér vel um þann þátt. Aftur á móti
er erfiðara að fá vörurnar hingað
til Eyja, þar geta stundum orðið
tafir en aldrei vandamál að koma
þeim héðan. En þetta segir okkur
bara hvað góðar samgöngur skipta
miklu máli fyrir okkur í Vest-
mannaeyjum. Það var slæmt
ástand þegar hætt var að fljúga
hingað en eftir að Flugfélagið tók
við fluginu á ný, þá er þetta mjög
gott.“
Eins og áður hefur komið fram
er Volare í Vestmannaeyjum fjöl-
skyldufyrirtæki, í eigu þeirra Guð-
mundu og eiginmanns hennar,
Þórðar Sigursveinssonar. Sig-
ursveinn, sonur þeirra starfar
einnig við það. En fjölskyldan
teygir arma sína víðar en á Ís-
landi. Matta, dóttir Guðmundu,
býr í Svíþjóð og hún er umboðs-
aðili fyrir sömu vörur bæði í Sví-
þjóð og Noregi. Þá vinnur Inga,
dóttir Guðmundu, einnig hjá syst-
ur sinni. „Já, við erum allar að
vinna í því sama,“ segir Guð-
munda. „Munurinn er bara sá að
umsvifin hjá þeim eru um það bil
tíu sinnum meiri en hjá mér.“
Umhyggja fær
eitt prósent af veltunni
Síðustu fimm ár hefur Guð-
munda haft það fyrir fastan sið að
gefa eitt prósent af veltu fyrirtæk-
isins til Umhyggju, félags lang-
veikra barna. „Mér finnst eðlilegt
að fyrirtæki, sem gengur vel, láti
aðra njóta þess,“ segir Guðmunda.
„Við veltum því fyrir okkur í byrj-
un hvaða aðila við ættum að láta
njóta þess og okkur fannst þörfin
vera hvað mest þar. Fyrst völdum
við sjálf fjölskyldur sem áttu í erf-
iðleikum, með aðstoð fólks frá Um-
hyggju, en nú látum við félagið al-
veg sjá um það. Undanfarin fimm
ár hefur þessi upphæð numið frá
400 þúsund og upp í 700 þúsund
krónum á ári og er það fé afhent
Umhyggju í byrjun aðventu á
hverju ári.“
„Ég tel mig og fjölskyldu mína
hafa verið heppin í gegnum tíðina
og það er gott að geta rétt þeim
hjálparhönd sem eiga í erf-
iðleikum,“ segir kjarnakonan Guð-
munda Hjörleifsdóttir í Volare að
lokum.
Öll fjölskyldan á kafi í heilsuvörunum
Morgunblaðið/Sigurgeir
Heimasala Guðmunda Hjörleifsdóttir byrjaði með Volare á heimili sínu í
Vestmannaeyjum fyrir tíu árum. Húsið fylltist fljótt af vörum svo hún
leigði verslunarhúsnæði niðri í bæ og þurfti svo enn að stækka við sig.
Í HNOTSKURN
»Volare-vörurnar eru unn-ar úr aloe vera- jurtinni,
auk steinefna, salts og svartr-
ar leðju úr Dauðahafinu og
eru seldar sem húð-, hár- og
heilsuvörur en hafa einnig
gagnast við ýmsum kvillum,
sérstaklega húðsjúkdómum.
»Fimm starfsmenn eru hjáVolare í Vestmannaeyjum
auk hundrað söluráðgjafa um
allt land.
Guðmunda Hjör-
leifsdóttir rekur
Volare í Eyjum