Morgunblaðið - 18.07.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 18.07.2007, Síða 18
Eins og ung- barn sem aldrei stækkar Eyja er rétt rúmlega einsárs, við opnuðum í fyrra-vor og þetta hefur gengiðmjög vel. Vinsælasti rétt- urinn hjá okkur er íslenska hangi- kjötið með hvítri mjólkursósu á gamla mátann,“ segir Ýr Gunn- arsdóttir um skandinavíska veitinga- staðinn Eyju sem er í Den Haag í Hollandi en móðir hennar Hjördís Ingólfsdóttir á staðinn ásamt hol- lenskum manni sínum Peter R. Jo- hannes sem er yfirkokkur. „Við höfum búið hér í Hollandi í fjórtán ár og mamma hefur rekið veisluþjónustu og stjúpfaðir minn hefur unnið sem kokkur á mismun- andi stöðum. Þau höfðu lengi verið að velta því fyrir sér hvort þau ættu að opna veitingastað en síðan var leitað til þeirra þegar borgin fór í átak með að gera hverfið okkar Stationbuurt að betra hverfi. Það fólst meðal annars í því að setja upp mismunandi veit- ingastaði við síkið sem Eyja stendur núna við. Við settum fram hugmynd að skandinavískum veitingastað og hún féll í mjög góðan jarðveg. Borgin veitti okkur lán fyrir húsnæðinu og við fengum að velja úr nokkrum stöð- um og enduðum á stað sem er miklu stærri en við ætluðum í upphafi, en á Eyju er bæði hægt að borða inni og úti. Áherslan í þessu átaki borgar- innar með veitingastaði var að hver staður væri sérstakur og hér í Avenue Culinaire opnaði til dæmis á svipuðum tíma eþíópískur veitinga- staður og einnig fransk-ítalskur svo fátt eitt sé nefnt.“ Pönnukökur af ævagamalli pönnu og íslenskt brennivín Ýr segir að hollenskir viðskipta- vinir séu öðruvísi en Íslendingar og það hafi tekið þau ákveðinn tíma að venjast því og aðlagast. „Hollend- ingar gera allt aðrar kröfur og þeir hegða sér öðruvísi þegar kemur að veitingashúsum. Íslendingar fara til dæmis út að borða klukkan níu á kvöldin og fá sér síðan fullt af búsi á eftir en Hollendingar mæta klukkan fimm í kvöldmatinn.“ Ýr segir að sumir gestirnir séu svo- lítið hræddir við skandinavískt eldhús í byrjun en flestir verði mjög hrifnir eftir að hafa prófað. „Skyrið sem við notum í eftirrétt hefur til dæmis gert mikla lukku en við búum það til sjálf svo það er svona 85% eins og það sem við þekkjum heima á Íslandi. Svo erum við meðal annars með elg á matseðlinum, villtan fugl, íslenskar rækjur og íslenskar fiskibollur sem mamma býr til eftir gamalli uppskrift frá ömmu. Við er- um líka með íslenskar pönnukökur í eftirrétt sem við búum til á hundrað ára gamalli pönnukökupönnu frá ætt- móður okkar, enda eru pönnukökur af slíkum pönnum langbestar, þó svo að maður verði að láta sig hafa það að brenna sig stundum á þeim. Íslenskt brennivín er líka í boði hjá okkur en við eigum það ekki í miklu magni, við skyldum alla sem koma til okkar frá Íslandi til að færa okkur þennan drykk á flöskum.“ Vilja fá íslenskan kokk Ýr segir að Íslendingar rekist öðru hvoru inn á Eyju en annars séu gest- irnir frá hinum ýmsu löndum auk Hollendinga. „Hingað koma meðal annars Eng- lendingar og Ástralar að ógleymdum Svíum, Norðmönnum og Dönum. Við reynum líka að hafa nánast allt starfs- fólkið frá Norðurlöndunum og okkur langar til að hafa íslenskan kokk starfandi hjá okkur. Allir sem koma hingað frá Íslandi eru beðnir um að finna einn slíkan þegar þeir koma heim og senda okkur, þó ekki væri nema til að vinna hér í stuttan tíma.“ Ýr vinnur fulla vinnu sem ráðgjafi en meðfram því sér hún um kynn- ingu, heimasíðu, bókhald og aðra vinnu fyrir veitingastaðinn Eyju. „En ég er stundum í þjónustustörfum á Eyju um helgar ef nauðsyn krefur eins og um síðustu helgi. Þá var árleg djasshátíð hér í götunni og brjálað að gera hjá okkur, við unnum næstum 24 tíma á sólarhring. Við reynum líka að vera með uppá- komur og við vorum til dæmis með mikla veislu hér fyrsta desember síð- astliðinn, á fullveldisdegi Íslands sem auk þess er afmælisdagurinn minn og alþjóðlegur AIDS-dagur. Við gáfum allan ágóða af þeim degi til alnæm- issamtaka hér í landi. Að sjá um Eyju er algjört ævintýr þó svo að þetta sé miklu meiri vinna en mig hefði órað fyrir. Þetta er eins og að eiga ungbarn sem aldrei stækk- ar og maður fær aldrei pössun, en mér skilst að ef maður lifi fyrsta árið af, þá sé eftirleikurinn auðveldari,“ segir Ýr og hlær. Fjölskyldufyrirtæki Þau sáu sjálf um að hanna veitingastaðinn og gera allt sem þurfti til að koma honum upp. Þegar stund gefst lætur Ýr (t.v.) dekra við sig í mat og drykk á Eyju og býður gjarnan góðum vin með sér. Kokteilstofan Gestir geta slakað á í notalegu umhverfi með góðan drykk. Hvítt eins og snjór Einfaldleiki og birta ráða ríkjum á Eyju. Á íslenska veitingastaðnum Eyju í Hollandi er hægt að fá skyr, hangiket og fiskibollur gerðar eftir upp- skrift ömmu. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við Ýr Gunnarsdóttur sem brennir sig stundum á hundrað ára pönnukökupönnu. Eyja Groenewegje 132-135 2515 lr Den Haag sími: +31(0)703699224 www.eyja.nl |miðvikudagur|18. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Litrík blóm gefa lífinu lit og í Ölpunum er blómum og trjám komið fyrir á svolítið óvenju- legan hátt. »21 daglegt Á meðan dregið hefur úr sýkla- lyfjanotkun í flestum löndum hefur hún aukist hérlendis, seg- ir Vilhjálmur Ari Arason. »20 heilsa ÞAÐ er aldrei of seint að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl þó menn séu komnir fram á miðjan aldur því nýleg rannsókn bendir til að hægt sé að draga úr hættu á hjartaáföllum og ótímabærum dauða með því að taka upp hollar lífsvenjur. Miðaldra einstaklingar, sem tóku upp á því að borða fimm eða fleiri ávaxta- og grænmetisskammta á dag, stunda lík- amsrækt í tvo og hálfan tíma á viku, halda vigtinni í skefjum og leggja reyk- ingar á hilluna minnkuðu hættu á hjarta- áföllum um 35% og hættu á ótímabærum dauða um 40% innan fjögurra ára. „Það fólk, sem ákveður að snúa við Aldrei of seint að snúa við blaðinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti blaðinu og taka upp heilbrigðan lífsstíl, vinnur heilsuna upp á fjórum árum og jafnar þannig metin við þá, sem ræktað hafa heilsuna í gegnum tíðina,“ sagði dr. Dana King, prófessor við Suður- Karólínu háskóla sem leiddi rannsókn- ina. Hann bætti þó við að ekki væri endi- lega mælt með því að fólk biði með heilsusamlegt líferni fram á miðjan aldur því best væri að byrja sem fyrst. Það væri þó aldrei of seint að breyta til og byrja, hafi menn hingað til ekki verið á nógu góðum hollustunótum í lífinu, segir í nýlegri frétt á netmiðli NBC.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.