Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 19
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 19 Anthony Eden, fyrrverandiforsætisráðherra Bretlands, kom við sögu í Staksteinum á mánudag. Við þá lesningu rifjaðist upp að honum bregður fyrir í íslenskum kveðskap. Hann lét nefnilega svo um mælt í endur- minningum sínum að útsýnið í siglingu inn Faxaflóann væri eins og dauf vatnslitamynd. Mér er sagt að Bjarni Benediktsson, sem um skeið var ritstjóri Morgunblaðsins og síðar forsætisráðherra, hafi gert athugasemdir við það orðalag í Reykjavíkurbréfi. Og Kristján Karlsson orti kvæðið Dýrleg ljósin á Skaga af þessu tilefni: Oftar vildi ég sjá hrikaleg fjöll, sagarbjörg, hrokafull opinmynnt fljót og ljósin í Napólí eða San Fransisco 2 grænn sjórinn fyrir köldum nesjum gleður hjarta mitt í dag hefir Eden (Sir Anthony) rétt fyrir sér: 3 hrollvakin eitt og eitt stöndum við mitt í kuldalegri vatnslitamynd af smáfjöllum nesi og flóa: upphaf 4 olíumálverks og fyrsti dagur í hörpu koma rauður bátur fyrir Engey, handan flóans kvikna dýrleg ljósin á Skaga, í Napólí og áfram. „Innsiglingin er falleg,“ sagði Sæunn Eiríksdóttir með áherslu við morgunverðarboðið í Reykjavík í gær. „Ég ætti að vita það. Ég hef siglt þrisvar sinnum til Íslands, einu sinni með Drottningunni og tvisvar með Gullfossi, og fríkaði út í öll skiptin sem ég sá ljósin í höfuðborginni.“ VÍSNAHORNIÐ Af Eden og vatnslita- mynd pebl@mbl.is FÁEINAR aukamínútur geta gert gæfu- muninn þegar kemur að upplifun sjúklings af læknisheimsókn að því er sænsk rannsókn sýnir. Þá skipta orðalaus samskipti, á borð við augnsamband, líkamstjáningu og svip- brigði miklu máli fyrir líðan sjúklingsins hjá lækninum. Forskning.no greinir frá því að sænsku vísindamennirnir hafi nýtt sér myndbands- upptökur til að rannsaka samskiptin milli átta lækna og 21 barns og foreldra þeirra sem fóru í rannsókn á kviðsliti við nára. Þessi hópur var sérstaklega valinn vegna þess að slík rannsókn tekur yfir persónuleg svæði á líkamanum sem gerir framkomu læknisins sérstaklega mikilvæga. Læknisheimsóknin stóð í tíu mínútur að meðaltali. Greinilegt samhengi var á milli aukins tíma og jákvæðrar upplifunar af heimsókninni, sérstaklega hvað friðhelgi sjúklingsins varðaði. Alina Rodriguez, einn höfunda rannsóknarinnar bendir þó á að ekki sé um mikinn tíma að ræða, heldur að- eins fáeinar aukamínútur sem geti skipt sköpum fyrir heimsóknina. „Jákvæðu afleið- ingarnar eru því mun meiri en það sem þarf að kosta til,“ segir hún. Fyrri rannsóknir á sambandi lækna og sjúklinga hafa sýnt að stór hluti þeirra síð- arnefndu er óánægður. Þeir telja meðal ann- ars að þeir hafi ekki fengið nægilegar upp- lýsingar, þeim hafi verið misboðið eða að það hafi verið tekið á móti þeim á stressandi hátt. Mikilvægar mínútur Reuters Samband Tími skiptir máli við myndun traust milli læknis og sjúklings. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.