Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 27 ✝ Magnús Finn-bogason fæddist í Bolungavík 5. október 1927. Hann lést á Landspít- alanum í Reykjavík 6. júlí síðastliðinn. Faðir hans var Finn- bogi Jón, formaður í Bolungarvík, sonur Guðmundar Mark- ússonar útvegs- bónda og Sigríðar Ágústínu Örnólfs- dóttur frá Skálavík. Móðir Magnúsar var Steinunn, dóttir Magnúsar Magn- ússonar hreppstjóra á Hrófbergi í Strandasýslu, og konu hans Guð- rúnar Guðmundsdóttur frá Þiðriks- völlum. Systkini Magnúsar eru Bernódus, vörubílstjóri, f. 11.4. 1911, d. 4.7. 1998, Guðrún ljós- móðir, f. 7.9. 1915, d. 19.12. 2004, Sigurvin fyrrv. verkstjóri, f. 28.5. 1918, d. 14.4. 2001, Sigurgeir versl- unarmaður, f. 18.7. 1922, d. 8.2. 1993, og Steinunn ljósmóðir, f. 9.3. 1924. Árið 1950 kvæntist Magnús Sesselju Sigríði Jóhannsdóttur, f. 27.7. 1929. Foreldar hennar voru Stefanía, f. 8.11. 1983, sambýlis- maður Pétur Ingiberg Smárason, f. 30.1. 1976, börn þeirra eru Katrín Tinna, f. 12.6. 2003 og Máni Freyr, f. 17.6. 2005, og b) Inga Rós, f. 12.5. 1988. Fyrir átti Reynir börnin Rík- arð, Sigrúnu og Árnýju. Yngri börn Sigríðar eru Alda, Theodór og Róbert. Hinn 20. desember 1959 kvæntist Magnús Halldóru Júlíusdóttur, f. 29.5. 1920, d. 23.10. 2004. Foreldrar hennar voru Júlíus Jónsson bóndi í Hítarnesi í Snæf. og Hnappadals- sýslu, f. 23.7. 1885, d. 16.8. 1975 og Kristín Stefánsdóttir, f. 29.5. 1891, d. 30.12. 1958. Börn þeirra eru: 1) Hafliði Sigtryggur, f. 20.6. 1958, kona hans er Svanhildur Agnars- dóttir, f. 1.11. 1958. Börn þeirra eru Halldór Rúnar, f. 30.5. 1985, Hrafn- hildur, f. 18.6. 1989, og Guðmundur Örn, f. 26.4. 2001. 2) Kristín, f. 1.11. 1964, d. 2.11. 1964. Magnús ólst upp í Bolungarvík en fluttist ungur til Reykjavíkur þar sem hann vann hin ýmsu störf. Snemma byrjaði hann að stunda verslunarrekstur og starfaði við það eftir það. Í mörg ár ferðaðist hann mikið um landið vegna vinnu sinnar. Útför Magnúsar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðmundur Jóhann Jónsson, bóndi á Val- bjarnarvöllum í Mýra- sýslu og hótelstjóri í Fornahvammi í Borg- arfirði, f. 30.1. 1887, d. 26.8. 1965 og Stefanía Katrín Sigurjóns- dóttir, f. 15.5. 1856, d. 30.4. 1965. Magnús og Sigríður skildu. Þau eignuðust tvær dætur, þær eru: 1) Steinunn Stefanía, f. 22.5. 1951, maður hennar er Ís- leifur Jónsson, f. 23.1. 1951. Fyrri maður hennar var Smári Djermoun, f. 24.6. 1948. Steinunn og Smári Djermoun eiga þrjú börn og tvö barnabörn, þau eru: a) Louise Stefanía, f. 11.1. 1972, maki Arnaldur Haukur Ólafsson, f. 27.4. 1971, börn þeirra eru Enok Máni, f. 14.2. 2000 og Mikael Smári, f. 22.6. 2004, b) Ómar, f. 4.10. 1978 maki Sara Allansdóttir Shwaiki, f. 14.5. 1980, og c) Karim Atli, f. 10.3. 1986. 2) Jóhanna Finnborg, f. 6.3. 1957, maður hennar var Reynir Rík- arðsson, f. 9.11. 1942, d. 30.9. 2005, þau skildu. Dætur þeirra eru: a) Ég var stödd í Egyptalandi, landi faraóanna og vöggu Oriental-dans- ins, að finna hina réttu tilfinningu í þeim dansi sem ég hef verið að læra síðastliðin 4 ár og þú, pabbi minn, varst svo stoltur af, er þú kvaddir þennan heim. Þú varst kominn af spítalanum eftir mikil veikindi og ég fór út í þeirri trú, að við fengjum lengri tíma til samvista. Þegar mér barst tilkynning um að þú værir farinn yfir móðuna miklu vorum ég og Ísleifur að koma frá musteri hinnar elskuðu Hats- hepsut, eina kvenfaraósins í Egypta- landi. Ég ætlaði að halda í höndina á þér þegar kallið kæmi, en í staðinn féllu tár mín í ána Níl. Ég veit að þú ert kominn á betri stað, dansar og syngur með þinni fal- legu tenórrödd, á grænum grundum með ömmu, afa, Kristínu litlu systur, Halldóru fósturmóður minni og Geira frænda spilandi undir á harm- onikku og mandólín. Þín dóttir, Steinunn Stefanía. Núna er elsku afi minn í Gnoðar- vogi farinn. Hann var alltaf mjög stoltur af mér en ég man sérstaklega eftir því hvað hann var hrifinn af því þegar ég byrjaði í tónlistarnámi. Honum fannst alltaf gaman að hlusta á mig spila og þá sérstaklega þegar ég spilaði lagið „Á Sprengisandi“. Þá ljómaði hann allur upp og stillti sér upp við píanóið, tilbúinn að syngja með. Við áttum margar skemmtileg- ar stundir saman í Gnoðarvogi. Þar lék ég mér með skeljarnar hennar ömmu og hlustaði á alla geisla- diskana sem voru til. Hann var alltaf með okkur um jólin. Við fórum í messu saman og borðuðum hátíðar- matinn saman. Það er skrítið að hugsa til þess að um næstu jól verður þú ekki hjá okk- ur. Ég veit að þér líður vel núna og megi guð blessa þig. Hrafnhildur. Syngjandi sæll var nokkuð sem átti vel við um Magnús frænda minn á góðri stund með vinum og vanda- mönnum. Engan mann þekkti ég sem gladdist jafn vel með glöðum og kunni hvað bezt að veita af örlæti hjartans. Reyndar er í barnsminninu sífelld veisla þegar móðursystkinin komu saman, hlegið og spjallað, sungið og spilað. Þau fengu þennan arf úr föðurhús- um, hvert með sínum hætti. Móðir þeirra systkina spilaði og söng. Fað- irinn var einnig söngmaður góður. Það voru ljúfar stundir í litla húsinu í „Víkinni“ þegar bylurinn ólmaðist útifyrir og brimið skall með offorsi á Brjótnum en inni var hlýtt í orðsins fyllstu merkingu. Já, Maggi frændi og systkini hans ólust upp við þann auð sem mölur og ryð fá eigi grand- að. En það er elskan til alls sem lifir og gleði vegna þess sem fegurðin færir okkur. Magnús naut móður sinnar aðeins fyrstu tíu árin, faðir hans og eldri systkini sýndu honum alla þá umhyggju sem þau megnuðu við þessar aðstæður, en missir góðr- ar móður setti efalaust mark á upp- vöxtinn. Enginn veit hvað barnshug- urinn geymir. Þau systkini drukku öll með móð- urmjólkinni samúðina og réttlætis- kenndina. Magnús veiktist ungur og var sendur til Kaupmannahafnar sextán ára gamall, ef vera kynni að hann fengi bót meina sinna. Hann náði þó aldrei alveg fullri heilsu, þannig að ljóst var að erfiðisvinna myndi ekki henta. En þrautseigja var eitt af því sem einkenndi Magnús Finnboga- son, hann lagði ekki árar í bát en hóf sókn á öðrum miðum. Gerðist verzl- unarmaður og með seinni konu sinni Dóru stofnaði hann lítið fyrirtæki. Þau lögðu saman krafta sína, hún saumaði, hann seldi. Hann hugsaði vel um sína nánustu og þökkum við systkinin umhyggju þá og hlýju sem hann sýndi mömmu okkar alla tíð. Þau studdu hvort annað, Dóra og Magnús. Síðustu árin fóru þau hjón ævinlega til Benidorm á haustin, þar nutu þau lífsins og komu svo endur- nærð heim. En þegar heilsan versn- aði hjá Dóru hugsaði Magnús um hana eins vel og bezt verður á kosið. Dóra kvaddi þennan heim fyrir fáum árum. Var það erfitt fyrir frænda sem sjálfur var orðinn veikur af sjúkdómi þeim sem herjaði á hann síðustu árin.. Fyrir tveimur árum var afkomendum Steinunnar og Finnboga stefnt til ættarmóts. Stóð Magnús þá upp og rakti æskuminn- ingar sínar, meðal annars sagði hann okkur eftirfarandi sögu. Þegar móð- irin var horfin á braut var þungt yfir ranni. Þá kallar faðir hans á hann tekur hann í fang sér og segir „Maggi minn, þar sem mamma þín er horfin frá okkur vil ég segja við þig að það sem þú þarft að segja henni, kemur þú nú með til mín. En það sem þú þarft að segja mér, kem- urðu líka með til mín.“ Góð var ræð- an og vel flutt. Hann var flottur, eins og krakkarnir mundu segja. Lengi býr að fyrstu gerð, þraut- seigjan og þolgæðin ásamt mennsk- unni sem ævinlega sveif yfir vötnum í Litla húsinu í „Víkinni“ fylgdi hon- um alla tíð. Vertu sæll, kæri frændi, og Guði falinn. Sigríður Gunnlaugsdóttir. Magnús Finnbogason ✝ Svanborg Sig-valdadóttir fæddist á Brekku- læk í Miðfirði í V- Húnavatnssýslu 29. október 1908. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 12. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Hólm- fríðar Þorvalds- dóttur, f. 28.7. 1877, d. 26.7. 1959 og Sig- valda Björnssonar, f. 16.11. 1873, d. 13.12. 1945. Systkini Svanborgar voru: 1) Björn f. 16.2. 1902, d. tvö börn. Þau eru: 1) Hólmfríður, f. 20.8. 1938, gift Jóni M. Bald- vinssyni. Dætur þeirra eru Svan- borg, f. 12.12. 1957, Sólrún, f. 7.11. 1960 og Sigrún, f. 30.9. 1963. 2) Jóhannes, f. 1.11. 1941. Kona hans er Sigríður Magn- úsdóttir. Dætur þeirra eru eru Sigurbjörg, f. 14.6. 1974 og Krist- ín f. 28.2. 1976. Barnabarnabörn Svanborgar eru fjögur: Joseph- ine Rán, f. 1983, Hólmfríður, f. 1999. Sigþór, f. 2002 og Ásdís Eva, f. 2006. Svanborg ólst upp við almenn sveitastörf og eftir barnaskóla- nám var hún einn vetur í Alþýðu- skólanum á Hvítárbakka. Hún flutti síðan til Reykjavíkur og vann árum saman á Hótel Borg við framleiðslustörf. Hún vann einnig lengi á Landspítalanum. Útför Svanborgar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 12.5. 1993. 2) Þor- valdur, f. 3.11. 1903, d. 21.1. 1927. 3) Jó- hann Frímann, f. 1.8. 1905, d. 30.6. 1992, 4) Arinbjörn, f. 2.4. 1907, d. 18.5. 1907. 5) Sigríður, f. 12.10. 1912, d. 16.11. 1966. 6) Gyða, f. 6.6. 1918, d. 11.7. 2007. 7) Böðvar, f. 28.1. 1921, d. 26.1. 2007. Svanborg giftist 5.3. 1938 Guðmundi M. Þorlákssyni kennara, f. 12.6. 1908, d. 5.2. 1986. Þau skildu. Þau eignuðust Með þessum sálmi vil ég kveðja elskulega ömmu mína: Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Blessuð sé minning hennar. Kristín. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, (Davíð Stefánsson) Komið er að kveðjustund. Svan- borg afasystir mín hefur lokið lífs- göngu sinni háöldruð, einstök reisn og sterkur lífsvilji einkenndi hana alla tíð, megi stjarna hver lýsa hennar leið. Minning mín frá okkar fyrstu samfundum er þegar þau Guðmundur komu í heimsókn til ömmu og afa á Njálsgötuna, þótti sjálfsagt að ég læsi upphátt fyrir þau. Ekki man ég árangur minn, en hve falleg og velbúin þau voru, er mér ógleymanlegt. Árin liðu, óvænt fermingargjöf, og þegar ég hóf nám og störf í Reykjavík bjó ég hjá ömmu og afa, styrktust þá vina- og fjölskyldubönd. Þegar ég flutti bú- ferlum til Reykjavíkur, opnaði hún heimili og faðm. Er ég bjó á Klepps- veginum um tíma, kynntist ég þá fjölskyldu hennar náið og eru þau í mínum nánasta frænda- og vina- garði. Æskuheimilið á Brekkulæk bjó systkinunum atlæti og um- hyggju sem einkenndi þeirra lífs- viðhorf og lífsgildi, framhaldsnám að þeirra tíma hætti, ásamt ein- stakri ræktarsemi lands og lýðs, sem er ómetanlegur auður í skóla lífsins. Við systkinin höfum átt þau sérstöku forréttindi að vera í nán- um tengslum, heyrðum sagðar sög- ur, farið með ljóð, náttúruskoðun af ýmsu tagi, söng og leiklist og póli- tískar umræður voru oftar en ekki langt undan. Fjölskyldu- og vina- tengsl voru Svanborgu eiginleg, slegið upp veislu eða öðrum sam- fundum af ýmsum tilefnum. Hún var húsmóðir í orðsins fyllstu merk- ingu, smekkleg, hagsýn og rausn- arleg. Hún var fagurkeri í víðum skilningi, fallegur klæðnaður, vand- aðir skartgripir, nýlagt hár eða flottur hattur og fáguð framkoma er okkur sem þekktum hana hugstætt og allar gjafir valdi hún af smekk- vísi og örlæti. Svanborg var dul um sína hagi en næm á annarra að- stæður, öll störf vann hún af natni og nákvæmni. Ef tómstundir gáf- ust, var spilamennska með vinkon- um, leikhúsferðir, myndlist, spírit- ismi og fjölskyldan hugðarefni hennar. Samband systkinanna var einstakt og náið, afi stóri bróðir, Gyða litla systir, ætíð til staðar, í skjóli þeirra eldri. Seinni árin fór hún ófáar ferðir með heimalagað góðgæti, vissi öðrum fremur hvað kom þeim best, í leiðinni fékk hún þá næringu sem hún þurfti. Margs er að minnast og margt að þakka, efst í huga mér er sú mikla hlýja og umhyggja frænku minnar þegar amma mín lést. Amma var henni ekki bara mágkona, heldur miklu meira, hafði hún eitt sinn á orði, er við áttum samverustund. Hún skil- ur eftir margar gleðistundir hjá mér frá liðnum árum, blessuð sé minning hennar. Öllum ástvinum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Guðrún Jónsdóttir. Á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar fluttust til Reykjavíkur fjórar ungar konur frá Miðfirði. Þetta voru móðir mín Hulda Sigurðar- dóttir, Helga Jónsdóttir frá Búr- felli, Jónína Steinunn Jónsdóttir frá Söndum og Svanborg Sigvaldadótt- ir frá Brekkulæk, sem kvödd er í dag. Og lifir nú Jónína ein þeirra vinkvenna. Með þeim var, eða myndaðist fljótt, vinátta sem entist til æviloka. Samgangur milli heimilanna var mikill og eru bernskuminningar mínar mjög tengdar þeim vinkon- um, heimilum þeirra og fjölskyld- um. Allar giftust þær mönnum sem hétu Guðmundur og voru þeir góðir vinir. Eiginmaður Svanborgar var Guðmundur M. Þorláksson kennari og þýðandi og eignuðust þau börnin Hólmfríði og Jóhannes. Svanborg var mikil myndarkona til allra verka, þótti gaman að fá gesti og veitti þá vel og rausnar- lega, enda var gaman að koma í heimsókn til hennar og fjölskyld- unnar, hvort sem um var að ræða í Hamrahlíð 7, Kleppsveg 50 eða sumarbústaðinn við Þingvallavatn. Húsakynnin við Þingvallavatn voru ekki stór, en það var eins og að koma í höll þar sem Svanborg réð ríkjum. Það var alltaf glatt á hjalla þar sem Svanborg var nálæg, og hlegið og skemmt sér. Eins og einn kunningi minn sagði, af öðru tilefni: „Það voru góðu stundirnar.“ En mest um vert í mínum huga er vináttan sem batt þær vinkonur svo fast saman, aldrei hljóp þar snurða á þráðinn og höfðu þær allt- af reglulegt samband meðan þær lifðu. Mig langar með þessum fá- tæklegu orðum að þakka vináttu Svanborgar og fjölskyldu, sem hef- ur yljað móður minni og mér gegn- um árin, og votta börnum Svan- borgar og fjölskyldum þeirra samúð mína. Garðar Jóhann. Svanborg Sigvaldadóttir Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Hvíl í friði elsku amma. Sigurbjörg. HINSTA KVEÐJA Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.