Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 30

Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gyða Sigvalda-dóttir fæddist á Brekkulæk í Mið- firði í Vestur-Húna- vatnssýslu 6. júní 1918. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 11. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigvaldi Björnsson, f. 16. nóv. 1873, d. 13. des. 1945, og Hólmfríður Þor- valdsdóttir, f. 28. júlí 1877, d. 26. júlí 1959. Systkini hennar voru Björn, f. 16. febr. 1902, d. 1. maí 1993, Þorvaldur, f. 3. nóv. 1903, d. 21. jan. 1927, Jóhann Frímann, f. 1. ágúst 1905, d. 30. júní 1992, Ar- inbjörn, f. 2. apríl 1907, d. 18. maí 1907, Svanborg, f. 29. okt. 1908, d. 12. júlí 2007, Sigríður, f. 5. okt. 1912, d. 16. nóv. 1966, og Böðvar, f. 28. jan. 1921, d. 26. jan. 2007. Hinn 5. nóvember 1960 giftist Gyða Kristjáni Guðmundssyni, f. 12. okt. 1918. Foreldrar hans voru Guðmundur B. Jónsson og Sigríð- ur G. Jónsdóttir. Sonur Gyðu var Björn Ellertsson kennari, f. 18. júlí 1949, d. 26. jan. 1994. Saman áttu Gyða og Kristján dótturina Hólmfríði, f. 20. maí 1963, hún er gift Jóni Eiríkssyni, f. 7. mars. 1959. Börn þeirra eru: 1) Kristján, f. 16. nóv. 1979. 2) Gyða Dögg, f. 1 sept. 1983, sambýlismaður Daníel Þór Hafsteinsson, f. 26. ágúst 1981, dótt- ir þeirra er Sara Antonía, f. 16. maí 2003. 3) Eiríkur, f. 16. mars 1987. Sam- an áttu þau einnig fósturdótturina Þorbjörgu Odds- dóttur, f. 1. sept. 1951. Gyða stundaði nám við Héraðsskól- ann að Laugum og Reykjaskóla í Hrútafirði 1935- 1937. Hún lauk prófi frá Fóstur- skóla Íslands 1950. Gyða starfaði lengst af sem leikskólakennari og leikskólastjóri hjá Barnavina- félaginu Sumargjöf árin 1950- 1978 og síðar hjá Leikskólum Reykjavíkur. Síðast var hún leik- skólastjóri á leikskólanum Brákarborg, en Gyða lét af störf- um 70 ára að aldri árið 1988. Gyða starfaði einnig sem for- stöðukona á barnaheimilinu á Sil- ungapolli árin 1955-1956 og sem forstöðukona á Vöggustofu Thor- valdsen 1970-1971. Gyða var fulltrúi í barnaverndarnefnd Reykjavíkur árin 1962-1966. Hún fékk hina íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu barna og uppeldis- mála árið 1988. Útför Gyðu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma. Jafnvel þó kveðjustundina hafi ekki borið brátt að þykir okkur erf- itt að kveðja þig. Í eigingirni okkar hefðum við viljað hafa þig alltaf hjá okkur. Í stað þess að syrgja og gráta viljum við þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Það eru ekki allir sem alast upp við að eiga jafn góða fyrirmynd og þú varst okkur. Þú ert okkar helsta fyrirmynd í lífinu og fyrir það erum við þakklát. Jafnvel þótt við hörmum andlát þitt mjög gleður það okkur að vita af þér á betri stað, þar sem þú ert laus við veikindi og þjáningar. Því gleðjumst við í sorginni og er- um þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem við áttum með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Kristján, Gyða Dögg og Eiríkur. Gyðu föðursystur minni hef ég átt lengsta samleið með öðrum en nán- ustu fjölskyldu. Var ég mikið til í heimili með henni fimm ár ævinnar. Faðir minn missti heilsu og hætti búskap í eitt ár 1939. Þá fór ég að Brekkulæk til afa og ömmu og var þar að mestu í tvö ár. Heima voru fjögur börn þeirra, en faðir minn og Svanborg höfðu stofnað eigið heim- ili. Auk þess voru þar jafnan önnur ungmenni til dvalar í lengri eða skemmri tíma og hlutu gott vega- nesti. Eitthvað heyrði ég um að allt hefði verið látið eftir mér og einkum eignað Gyðu, en ekki veit ég hve mikið tjón kann að hafa hlotist af því uppeldi. Gyða og Sigga systir henn- ar héldu heimili í Reykjavík allmörg ár með Hólmfríði móður sinni og sonum sínum Birni Ellertssyni og Sigvalda Kristjánssyni. Var ég þar til heimilis í þrjá vetur á skólaárun- um. Þá var ekki um neitt dekur að ræða. Reglur um umgengni á heim- ilinu voru skýrar og þeim fylgdu haldgóðar leiðbeiningar um lífið. Gyða hafði löngun til að mennta sig, en þegar mæðiveikin barst norður í Miðfjörð brast grundvöllur til að kosta hana í skóla. Þegar hún hafði sjálf ráð á skólavist valdi hún Fóstruskólann. Ég minnist umræðu um að hún væri ekki góður uppal- andi, ekki nógu strangur. Efasemdir voru um þetta starfsval, enda nýj- ung. Þannig var tíðarandinn og hug- sjón Gyðu var að breyta honum. Henni var sérstaklega annt um mál- þroska barna og að þau lærðu vísur. „Það kom eitthvað fyrir mig.“ Gyða hringdi í mig, líklega fyrir um 20 árum. Hún hafði verið að versla í Mjóddinni og allt í einu vissi hún ekki hvar hún var. Þannig gerði Alz- heimerinn fyrst vart við sig. Tilfellin voru strjál í fyrstu. Gyða var virk, hugurinn hvikur, og hún hélt ótrú- lega lengi tökum á daglegum at- höfnum, en henni féll sjúkdómurinn þungt: „Það er vont að verða gam- all.“ Brekkulækur er í miðri sveit og þar var gestkvæmt. Félagslíf var mikið og leikrit sett á svið. Systkinin á Brekkulæk voru samheldin og þau létu sér annt hvert um annað. Jó- hann bjó á föðurleifðinni og var í miðdepli fyrir norðan en Gyða fyrir sunnan. Flest sögðu sögur, einkum úr Miðfirðinum. Gyða fléttaði til- vitnanir í bókmenntir inn í sínar sögur. Hún sótti einnig mikið leik- hús. Þegar ellin fór að og meðan heilsan leyfði hringdi hún daglega í Svanborgu systur sína sem var tíu árum eldri. Svo vill til að í dag kveðj- um við þær systur báðar og fyrr á árinu var Böðvar kvaddur. Nú verða sögurnar ekki sagðar og flestar falla í gleymsku. Gyða og Kristján kynntust á Reykjaskóla þótt meira en 20 ár liðu þar til þau tóku saman. Gott var að sækja þau heim og ánægjulegt hef- ur verið að fylgjast með samfylgd þeirra í ellinni. Það var mikið áfall þegar Björn sonur Gyðu, sem var gæddur leiftrandi gáfum, féll frá á besta aldri. Á banabeði lauk hann frágangi á Íslensk-þýskri orðabók. Kristján fylgist enn vel með og læt- ur sig íslenska jafnaðarstefnu miklu varða. Við hjónin sendum Kristjáni og Hólmfríði og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Þær kveðjur flytj- um við einnig í dag Hólmfríði og Jó- hannesi börnum Svanborgar og fjöl- skyldum þeirra. Hólmgeir Björnsson. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. (Jónas Hallgrímsson) Þegar mér barst andlátsfregn Gyðu afasystur minnar var ég að aka framhjá fæðingarstað „lista- skáldsins góða“, ljóðlínur hans eru viðeigandi þegar komið er að kveðjustund. Systurnar Sigga og Gyða voru í mínu barnsminni ætíð nefndar í sama orði. Mér eru minn- isstæðar jólagjafir til okkar systkina frá þeim, tuskukarl sem hægt var að færa úr fötum og seinna fengum við SÍBS kubba sem veittu okkur eft- irminnilegar ánægjustundir. Ég man Gyðu í fyrstu heimsókn minni til Reykjavíkur á Skúlagötuna, heimili þeirra Siggu og Hólmfríðar langömmu minnar. Sigvaldi sonur Siggu og Björn sonur Gyðu fögnuðu þessari litlu frænku innilega, Gyða sá til þess að Björn færði mér gjöf og að frændsystkinin kysstust. Þeg- ar ég hóf skólagöngu í Reykjavík bjó ég hjá ömmu og afa og urðu samfundir tíðir. Gyða og Kristján bjuggu þá í Stigahlíðinni, Hólmfríð- ur á fyrsta ári, Björn ári eldri í sama skóla, reynslunni ríkari og var um- hugað að allt færi vel hjá frænkunni úr sveitinni, var óspar á holl ráð og stuðning. Gyða var náttúrubarn, einlæg, viðkvæm og hlý, hafði öðr- um fremur lag á að laða það besta fram hjá samferðafólki. Af gleði og áhuga gekk hún til allra starfa, létt í lund og kvik á fæti. Gyða var þekkt af störfum sínum með börnum og velferðarmálum almennt og hlaut viðurkenningar fyrir brautryðj- endastörf á því sviði. Ég átti því láni að fagna að vera með frænku minni þegar verið var að standsetja Fálka- borg. Það var lærdómsríkt, hún gekk til verka af heilum hug, vissi nákvæmlega hvað þurfti, engin lognmolla þá dagana. Inn á milli þuldi hún ljóð og sögur allt eftir at- vikum og ekki var komið að tómum kofunum. Eitt af einkennum Gyðu var einstök frásagnarlist, vald á ís- lenskri tungu og mælska. Þegar hún lauk störfum á vinnumarkaði var í mörg horn að líta, því áhugasviðin voru mörg. Barnabörnin voru sann- kallaðir augasteinar, umhyggja fyr- ir fjölskyldunni, þjóðmál og heims- mál og voru umhverfismál henni hugstæð. Oft mátti sjá hana á gangi um með poka að týna rusl. Málefn- um eldri borgara lagði hún lið og var sjálfboðaliði í ýmsum verkefnum sem til féllu og eru sjálfsögð í starfi á vegum aðila sem með þau mál fara í dag. Það er lærdómsríkt að eiga minningar um náið samband afa og systkina hans. Hann var stóri bróðir sem veitti stuðning og holl ráð, Gyða var litla systirin sem alltaf átti að vera tilbúin fyrir þau eldri. Var hún óþreytandi að gera fyrir þau allt sem hún gat til að gleðja og styðja, hjá þeim átti hún skjól til hinstu stundar. Svanborg systir hennar lést nokkrum klukkustundum síðar. Fyrr á þessu ári lést Böðvar, yngsti bróðirinn frá Brekkulæk, blessuð sé minning þeirra allra. Einlægar sam- úðarkveðjur til allra ástvina. Með virðingu og þökk kveð ég frænku mína. Guðrún Jónsdóttir. Hún Gyða kom inn í líf fjölskyldu minnar þegar hún giftist Kristjáni Guðmundssyni bílstjóra. Hann hafði lengi verið fjölskylduvinur en birtist svo með hana Gyðu upp á arminn. Hún var fljót að sigra hjörtu okkar. Lágvaxin, kvik og snögg í öllu sem hún gerði. Menntuð kona norðan úr Miðfirði, ein af fyrstu fóstrunum sem útskrifuðust hér á landi. Það var hægt að tala við hana um allt milli himins og jarðar, hún hafði miklar skoðanir jafnt á pólitík sem bókmenntum og lá ekki á þeim. Skemmtilegast þótti henni samt að tala um börnin sín sem voru geysimörg. Hún gat sagt af þeim sögur sem lýstu í senn virðingu og aðdáun, stundum sorglegar en oftar þó fyndnar. Ég hef hitt marga sem áttu sínar fyrstu minningar bundnar leikskóladvöl hjá Gyðu og allir fengu stjörnur í augun þegar minnst var á hana. Þeim varð vel til vina, móður minni og Gyðu. Síðustu árin sem mamma lifði var stutt á milli þeirra í Breiðholtinu. Gyða fékk sér oft göngutúr úr Stekkjarbakkanum upp á Hjaltabakka og svo sátu þær tím- unum saman við eldhúsborðið og skröfuðu yfir kaffibolla. Þær voru raunar meðal frumbyggja þessa hverfis og undu hag sínum vel þar, hvað sem skrifum Vísis sáluga leið. Síðustu árin hef ég lítið séð til þeirra hjóna. Hef ég þó oft hugsað til þeirra og sendi Kristjáni, Hólm- fríði og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar systkinanna þegar ég þakka Gyðu fyrir allar þær gefandi samverustundir sem hún veitti móð- ur okkar hlutdeild í. Þröstur Haraldsson. Gyða og Kristján föðurbróðir minn voru jafnaldrar og í æsku skólasystkin í Reykjaskóla, þar sem þau urðu fyrir sterkum áhrifum hvort frá öðru, án þess þó að bera þá gæfu til að eigast. Svo varð þó að liðnu fyrra hjónabandi beggja og reyndust þau þá mjög samvalin um lífsskoðun og samfélagsleg viðhorf og samhent að byggja upp mynd- arlegt og hamingjuríkt heimili. Að þetta var Kristjáni sannkallað gæfu- spor skilst best af því, að hann var yngstur níu systkina og seinni ávöxtur síðara sambýlis móður sinn- ar, Sigríðar Gunnhildar Jónsdóttur frá Skiphyl á Mýrum, við Guðmund Björn Jónsson ráðsmann sinn, en hún hafði misst Hallvarð mann sinn innan árs frá flutningi þeirra frá Skutulsey að Fáskrúðarbakka árið 1912. Þrátt fyrir kapp og metnað að koma hópnum til mennta, voru að- stæður þessar undir kreppu og inn í stríð ekki hagstæðar til frömunar og framgangs, þótt Kristján tækist á við þær af dugnaði og harðfylgi. Í höfn hjónabands með Gyðu veittist þeim báðum ákjósanlegt færi að neyta krafta sinna til góðs fyrir fjölskyldu og samfélag. Þau studdu hvort annað í stefnumiðum og jákvæðum metnaði og náðu bæði miklum árangri hvort á sínum vett- vangi. Heimilið blómgaðist í glæsi- húsi við Urðarstekk, þar sem þau héldu uppi rausn og glaðvæð við góð og gild tilefni: stórafmæli, þorrablót, fermingar og fleira. Komu bæði hjónin vel fyrir sig orði um tilefni og tilgang samkvæma, en bróðursonur Gyðu og aðrir þjóðkunnir harmon- ikuleikarar léku fyrir söng, sem þreyttur var fullum hálsi. Björn bróðir hennar og gamlir sveitungar minntust góðhesta, og var þar stef- ið: „Byrstur sækir brattann á/ Brekkulækjarfolinn.“ Mannfagnaðir þessir reyndust mikils virði fyrir kynningu og sam- heldni stórfjölskyldunnar, ekki síst fyrir ungviðið. Mér er þó ekki síður í hug, hve mikils faðir minn mat Gyðu til menntandi og skilningsríkrar samræðu, og þau raunar hvort ann- að, en hann hafði ríka tilfinninga- lega þörf fyrir slík samskipti. Af Gyðu fór almennt mikið orð fyrir mannleg samskipti og tjáningar- hæfni, enda víst ekki langt að sækja hana. Er mér sagt, að hún hafi eitt sinn talað á akademískri ráðstefnu um íslenskt mál, ein allra án há- skólaprófs, og erindin verið gefin út á bók. Að undanförnu hafa samskiptin verið að færast meira yfir á vett- vang eldri borgara. Þaðan kveður einn af öðrum samkvæmt óhaggan- legu lögmáli. Kristján frændi varð í vor einn eftir sinna systkina og mágafólks, og nú er hið sama upp komið í hans hjúskapartilvist. Lengi skal manninn reyna. Ég færi Gyðu hinstu kveðju og þakkir fyrir það, sem hún hefur verið okkur hjónum og fjölskyldu, og bið Kristjáni og Hólmfríði og nánum vandamönnum þess, að þeim blessist minning og bætist missir þessarar góðu og kær- leiksríku konu. Bjarni Bragi Jónsson. Gyða Sigvaldadóttir  Fleiri minningargreinar um Gyðu Sigvaldadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ÁSA VIGFÚSDÓTTIR, Engjavöllum 5b, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði, sunnudaginn 8. júlí, og verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 18. júlí kl. 13.00. Björgvin Sigurður Sveinsson, Vigfús J. Björgvinsson, Kristín Ósk Kristinsdóttir, Eðvarð Björgvinsson, Ásta Lunddal Friðriksdóttir, Guðný Björgvinsdóttir, Ingibjörg E. Björgvinsdóttir, Björgvin H. Björgvinsson, Ágústa Hauksdóttir, Ásbjörg Björgvinsdóttir, Jón Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför frænda okkar, ÓLAFS JÓHANNSSONAR, Þangbakka 10, áður til heimilis á Leifsgötu 26. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Ólafsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÞORGRÍMSSON, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis á Snorrabraut 34, Reykjavík, sem lést á Skjóli, laugardaginn 7. júlí, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, föstudaginn 20. júlí kl. 13. Guðrún I. Guðmundsdóttir, Bjarni Þórðarson, Þorgrímur Guðmundsson, Rannveig S. Guðmundsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir, Hjörtur Þór Hauksson, Ásdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.