Morgunblaðið - 18.07.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.07.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 33 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Saltfisksetrið í Grindavík heim- sótt fimmtudaginn 26. júlí. Ekið suður í Hafnir og þaðan til Grindavíkur. Kaffiveitingar á veitinga- staðnum Salthúsinu. Lagt af stað kl. 12.30. Skrán- ing og greiðsla eigi síðar en 24. júlí. Allir velkomnir. Uppl. í síma 535 2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK Gullsmára 9 og Gjábakka verður lokuð vegna sumarleyfa 1.-31. júlí. Hægt er að hafa samband ef þörf krefur, við Kristjönu í 897 4566, Guðmund í 848 5426 og Kristmund í 895 0200. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-hrólfar ganga frá Grasagarðinum í Laugardal kl. 10. Skrif- stofa félagsins er lokuð frá 16. júlí til 7. ágúst vegna sumarleyfa. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin og heitt á könnunni til kl. 16. Félagsvist kl. 13. Bobb kl. 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 vefnaður og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 kvenna- brids. Púttvöllurinn opinn og ávallt heitt á könn- unni. Félagstarfið Langahlíð 3 | Handverks- og bóka- stofa opin. Kl. 12 ferð í Bónus. Kl. 14.30 kaffiveit- ingar. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 brids, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi. Hádegis- verður kl. 11.30. Fótaaðgerðir s. 588 2320. Hár- snyrting s. 517 3005/849 8029. Blöðin liggja frammi. Norðurbrún 1 | Félagsvist alla miðvikudaga kl. 14. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45- 12.45 hádegisverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13-14 vídeó/spurt og spjallað. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgunstund og söngur kl. 10, handavinnustofan opin, hárgreiðslu og fóta- aðgerðarstofur opnar, verslunarferð kl. 12.30, söngur og dans kl. 14, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Dómkirkjan | Alla miðvikudaga er bænastund frá kl. 12.10-12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520 9700 og með tölvupósti til domkirkjan- @domkirkjan.is. Verið velkomin. Hallgrímskirkja | Morgunmessa í Hallgrímskirkju alla miðvikudagmorgna kl. 8 árdegis. Íhugun, alt- arisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Kvöld- og fyrirbænir í Háteigskirkju alla miðvikudaga kl. 18. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund er á miðvikudaga kl. 12. Matur í lok stundarinnar. Allir eru velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í kvöld kl. 20. Kveðjusamkoma fyrir Karl Jónas Gíslason og Ragnheiði Guðmundsdóttur. Ásta María Karlsdóttir og Gísli Davíð Karlsson flytja tónlist. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10.30 heldur gönguhópurinn Sólarmegin af stað frá kirkjudyrum. Fararstjóri er Örn Sigurgeirsson. Öllum er velkomið að koma og slást í hópinn. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beðið er fyrir sjúkum og bág- stöddum. Messan tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna með tölvu- pósti, símtali eða skriflega við upphaf messunnar. Vídalínskirkja, Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar, kl. 10-12.30. Alltaf heitt á könnunni. Hlutavelta | Þessar duglegu stelpur, Anna Kristín Vilhjálmsdóttir, Ing- unn Hekla Heiðarsdóttir og Ingunn Erla Vignisdóttir, héldu tombólu við Grímsbæ og færðu Rauða krossinum ágóðann, 4.031 krónur. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur heita Lena Rós, Anna Bríet og Nína Björk. Þær héldu tombólu og söfnuðu 3.319 krónum til styrktar Rauða krossinum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er miðvikudagur 18. júlí, 199. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.) KASSAR fullir af fyrstu útgáfu af nýju Harry Potter bók- inni, Harry Potter and the Deathly Hallows, stóðu í stöflum á lager Barnes & Noble í Bandaríkjunum í gær. Öryggisverðir voru á staðnum til að vernda innihald kassanna enda er það verðmætt, ekkert má spyrjast út um söguþráðinn fyrr en bókin kemur í sölu þann 21. júlí. Harry Potter í stöflum Verðmætir kassar Reuters FRÉTTIR FIMMTUDAGINN 19. júlí verður haldin sagnavaka í Sögumiðstöð- inni Grundarfirði. Þar verður boðið upp á dagskrá með sögum og söngvum undir yfirskriftinni „Á vit ævintýranna“. Fram kemur heimafólkið Ingi Hans og Sigur- borg Kristín sem eru að góðu kunn fyrir einstaka sagnagleði og með þeim sérstakur gestur, David Campbell, sem er einn þekktasti sagnamaður Skota. Hann er staddur hér á landi í tilefni af Norrænu sagnaþingi sem haldið verður að Reykjum í Hrútafirði 22.-27. júlí þar sem hann heldur námskeið ásamt fleiri sagnamönn- um. Sagnavakan hefst klukkan 21 og aðgangur er 1.000 krónur. Vegna takmarkaðs sætafjölda er fólki bent á að panta miða tíman- lega í síma: 438 1881 eða info- @eyrbyggja.is Skoskur sagna- maður á Sagnavöku í Grundarfirði NÆSTKOMANDI sunnudag mæta Skoppa og Skrítla í Töfragarðinn á Stokkseyri og syngja og skemmta börnunum. Þær hafa komið í heim- sókn undanfarin tvö sumur og not- ið gríðarlegra vinsælda hjá smá- fólkinu. Þann sama dag verða einnig hestar teymdir undir börn- um og boðið verður upp á andlits- málun. Skoppa og Skrítla í Töfragarðinum Lagt verður í kvöldgöngu úrKvosinni á fimmtudag kl. 20:„Nú er röðin komin aðMinjasafni Reykjavíkur að leiða kvöldgönguna, og er þema kvölds- ins konungskoman 1907, þegar Friðrik VIII. og fylgdarlið komu til Íslands í opinbera heimsókn,“ segir Helga Maur- een Gylfadóttir safnvörður sem fer fyr- ir göngunni. „Konungurinn ferðaðist víða um landið en við ætlum einkum að skoða hvaða áhrif heimsókn konungs hafði í Reykjavík en það varð heldur betur uppi fótur og fit í bænum. Allir lögðust á eitt um að undirbúa komu konungs sem best en sitt sýndist þó hverjum um tilkostnaðinn og segir sagan að menn hafi rifist um útgjöldin niðri á bryggju alveg þar til konungur var kominn á land,“ segir Helga. Með ferð sinni til Íslands var Friðrik VIII. að endurgjalda för íslenskra þing- manna til Danmerkur árið áður. „Hann vildi treysta tengslin við hina norðlægu hluta konungsdæmisins og var t.d. komið við í Færeyjum í sömu ferð,“ seg- ir Helga. „Með í för var Haraldur prins, J.C. Christensen forsætisráðherra og 40 danskir ríkisþingmenn ásamt við- skiptafulltrúum líkt og tíðkast í dag.“ Helga segir konungi hafa verið vel tekið af þegnum sínum: „Hann var mjög vel liðinn og þótti alþýðlegur í framkomu. Hópurinn gisti í húsi Menntaskólans og segir sagan að allt í einu hafi Friðrik horfið. Hann hafði þá brugðið sér í göngu um bæinn sí-svona, en eins og vænta mátti spurðist það hratt út að konungur væri á ferð og var fljótt komin á eftir honum halarófa af bæjarbúum sem vildu berja þjóðhöfð- ingjann augum. Reykvíkingar voru í sínu fínasta pússi, og hús sem vitað var að konungur myndi eiga leið framhjá höfðu verið máluð – alltént framhliðin, og skreytt fánum og lyngfléttum, en veðrið var með afbrigðum gott sem jók enn á hátíðarblæinn.“ Gangan á fimmtudag hefst sem fyrr segir kl. 20, og verður lagt af stað úr Grófinni, milli húss Borgarbókasafnsins og Listasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu. Finna má nánari upplýsingar á slóð- inni www.borgarbokasafn.is. Sunnudaginn 29. júlí verða safnhús á Árbæjarsafni skreytt líkt og þegar Friðrik VIII. spásseraði um götur Reykjavíkur fyrir 100 árum. Saga | Gengið um slóðir Danakonungs í miðborg Reykjavíkur á fimmtudag Í fótspor Friðriks VIII.  Helga Maureen Gylfadóttir fædd- ist í Reykjavík 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1994 og BA- prófi í sagnfræði og ensku frá HÍ 1998. Helga fékkst við kennslustörf í Doncaster á Englandi en hóf störf hjá Minjasafni Reykjavíkur, Árbæjarsafni 1997 þar sem hún starfar sem safn- vörður við húsadeild safnins. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.