Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 36

Morgunblaðið - 18.07.2007, Side 36
Þar gefur að líta girni- legan ávöxt, appels- ínukjöt með eplahýði… 40 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ GLEÐUR eflaust marga að heyra að tónlist- armaðurinn Jónas Sigurðsson heldur bráðlega í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland. Jónas gaf út plötuna Þar sem malbikið svífur mun ég dansa síðla árs 2006 og vakti fyrir vikið nokkra athygli enda fékk platan góða dóma hvarvetna og var m.a. kölluð óvæntasti glaðningur ársins. Jónas hélt tvenna útgáfutónleika á Íslandi þeg- ar platan kom út en hefur ekki sést hér síðan enda býr hann og starfar í Danmörku. „Mér hefur ekki gefist tími til að koma fyrr til Íslands til að fylgja plötunni betur eftir. Það er mikið af hljóðfærum á plötunni og ég hef ekkert verið til í að halda tón- leika nema að vera með allt bandið með mér og það var meira en að segja það að ná öllum saman,“ segir Jónas en í heildina verður það um fimmtán manna hópur sem ferðast með honum um landið. „Ég er með átta manns á bak við mig á sviðinu og svo er danska hljómsveitin Jazirkus með í för en hún spilar blöndu af fönki og djassi.“ Hringferðin verður nokkuð ströng hjá þeim enda segir Jónas ekkert annað að gera en að spila af krafti þegar þessi hópur er kominn til landsins. Það eru bæði Danir og Íslendingar í bandinu með Jónasi og meðal annars eru þar tveir trommuleikarar. „Ég lærði á trommur í mörg ár og hugsa alltaf tónlistina út frá trommum. Ég hef líka alltaf verið veikur fyrir hljómsveitum sem spila á tónleikum með tvo trommara,“ segir Jónas sem er búinn að æfa tölvert fyrir ferðina. „Æfing- ar hafa verið í tveimur löndum því blásararnir eru staddir á Íslandi.“ Gaman að spila í kirkju Tónleikaferðin byrjar á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystri þann 28. júlí þar sem Jónas mun spila á tónleikum ásamt Lay Low, Magna, Aldísi og Megasi. „Ég hlakka mikið til að spila enda gaman þegar maður leggur svona mikið í tónleikaferðina,“ segir Jónas sem mun m.a koma fram í Stokkseyra- kirkju 2. ágúst. Spurður hvort tónlist hans eigi heima innan kirkjuveggja er Jónas fljótur til svars. „Mér finnst það, þetta er óður til lífsins. Mér finnst líka gaman að spila í kirkju, aðrir út- gáfutónleikar mínir fóru einmitt fram í Þorláks- hafnarkirkju. Það er öðruvísi en á hefðbundnum tónleikum, maður kemur fram af virðingu við kirkjuna og leggur þetta upp á annan hátt. Það kemur líka önnur stemning en alls ekki síður skemmtileg.“ Í tilefni tónleikaferðalagsins verður hægt að sækja þrjú lög af plötu Jónasar frítt af heimasíð- unni www.jonassigurdsson.com. Einnig verður hægt að fylgjast þar með Íslandstúrnum. Leikur óð til lífsins Svífur Jónas Sigurðsson fremstur í flokki ásamt félögum. Jónas kemur fram ásamt átta manna bandi á tónleikahringferð um landið. Dagsetningar tónleikanna 28.7. Bræðslan Borgarfjörður eystri 29.7. Græni Hatturinn Akureyri 30.7. Bíóhöllin Akranesi 2.8. Stokkseyrarkirkja Stokkseyri 4.8. Fossatún Borgarbyggð 5.8. Gaukur á Stöng Reykjavik 10.8. Ráðhúskaffi Þorlákshöfn 11.8. Útlaginn Flúðir  Norræna kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama fer að þessu sinni fram í Finnlandi dagana 21. til 26. september næstkomandi. Alls verða 41 stuttmynd, 21 heim- ildarmynd og 15 kvikmyndir sýnd- ar á hátíðinni í ár, þar af fimm ís- lenskar stuttmyndir sem keppa til verðlauna á hátíðinni. Það eru nöfnurnar Anna eftir Helenu Stefánsdóttur og Anna og skapsveiflurnar eftir Gunnar Karls- son, Hundur eftir Hermann Karls- son, Skröltormar eftir Hafstein G. Sigurðsson og Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson. Þá var heimildamyndin Drauma- landið - sjálfshjálparmynd handa hræddri þjóð eftir Þorfinn Guðna- son valin til þátttöku á Nordisk Forum fjármögnunarmessunni sem haldin er samhliða hátíðinni. Lars von Trier er meðal þeirra Dana sem eiga stuttmynd á hátíð- inni. Anna, Anna og skröltormarnir  Hinn heims- frægi skoski kokkur Gordon Ramsey var staddur hér á landi um helgina. Það kemur lík- lega fáum á óvart að hann skellti sér á Café Oliver á laug- ardagskvöldið þar sem hann fór hamförum á dansgólfinu. Á leið sinni út af staðnum lét hann þau orð falla að þetta væri eitt besta diskó- tek sem hann hefði farið á. Nú er bara spurning hvort Hell’s Disco verði hans næsti sjónvarpsþáttur … Gordon Ramsey skemmti sér á Oliver Gordon Ramsey EMILÍA Björg Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja skilið við Nylon- flokkinn eftir þriggja ára samstarf. Að sögn Einars Bárðarsonar, um- boðsmanns sveitarinnar, skilur hún fullkomlega sátt við sveitina. Emilía gekk að eiga unnusta sinn til nokk- urra ára um helgina og á þeim tíma- mótum ákvað hún einnig að breyta til á vettvangi tónlistarinnar. Hún er nú í brúðkaupsferðalagi en í frétta- tilkynningu segir hún meðal annars: „Þetta er búið að vera ævintýralega skemmtilegur tími. Ég hef lært mik- ið og eignast þrjár yndislegar vin- konur. En um leið er þetta gríð- arlega mikil vinna og þetta kostar líka mikla fjarveru frá fjölskyldu og vinum. Við höfðum verið í hálfgerðu fríi frá Bretlandi síðan um áramót en nú liggur fyrir að Nylon er að fara í aðra útrás í lok árs. Ég hef ákveðið að fara ekki með. Þetta er auðvitað ákvörðun sem ég hef hugs- að mikið en ég er sátt við hana og við stelpurnar kveðjumst „tónlist- arlega“ í fullkominni sátt og ég óska þeim alls hins besta enda er ég ekki að kveðja þær sem vinkonur. Við verðum vinkonur áfram.“ Nýr sjónvarpsþáttur Að sögn Einars er ekki stefnt að því að breyta Nylon í tríó, heldur verður arftaki Emilíu fundinn. Áætl- að er að hefja áheyrnarprufur fyrir fjórða meðliminn í lok næsta mán- aðar og verður gerður sérstakur sjónvarpsþáttur um leitina. Einar segir frágengið að Saga Film muni framleiða þættina en hins vegar eigi eftir að koma í ljós hvort þeir verði sýndir á Skjá Einum eða Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með pruf- unum en svo verður hinum nýja meðlimi fylgt eftir og skoðað hvern- ig samstarf hennar við þær Ölmu, Klöru og Steinunni heppnast. Fylgst verður með þeim í upptökum í Bret- landi sem og undirbúningi að út- komu þriðju smáskífu Nylon þar í landi. Áheyrnarprufurnar verða aug- lýstar þegar nær dregur. Emilía hættir í Nylon; leitað að nýrri söngkonu Fjórar Nylon í upprunalegri mynd. Frá vinstri: Emilía, Klara, Alma og Steinunn. Leit að nýrri söngkonu hópsins hefst í lok næsta mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.