Morgunblaðið - 18.07.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 18.07.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 43 -hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg Erum með í einkasölu heildar- húseign á þessum frábæra stað í miðbæ Reykjuavíkur. Eignin er alls 360 fm og á þremur hæðum ásamt litlu rými að neðanverðu sem lengi vel innihélt sjoppu. Húsið er nýmálað og lítur því vel út að utan. Húsið getur hentað til ýmisskonar atvinnustarfssemi en einnig er hægt að gera það að glæsilegu einbýlishúsi. Til greina kemur að leigja eignina út. 6734 Nánari upplýsingar veitir Jason Guðmundsson lögg. fasteignasali á skrifstofu fasteignasölunnar Miklaborg. Miklaborg - Síðumúla 13 - 108 Reykjavík sími 569 7000 - fax 569 7001 - miklaborg@miklaborg.is Óskar R. Harðarson hdl. löggiltur fasteignasali - Jason Guðmundsson Lögfræðingur BA MIKLABORG F A S T E I G N A S A L A N Laufásvegur - Heil húseign Jason Guðmundsson BA í lögfræði / lögg. fasteignasali jason@miklaborg.is - www.miklaborg.is SVAVAR Knútur trúbador mun í kvöld leika lög sín fyrir gesti Næsta bars við Ingólfsstræti. Þetta eru síðustu tónleikar Svav- ars Knúts í Reykjavík áður en hann fer í tónleikaferðalag til Ástralíu allan ágústmánuð. Þar mun hann leika ásamt tveimur áströlskum söngvaskáldum í helstu borgum austurstrandar Ástralíu auk borgarinnar Hobart í Tasmaníu. Á dagskrá tónleikanna verða lög af heimabrenndri plötu Svav- ars, Songs of misery and redemp- tion, auk laga af nýútkominni plötu hljómsveitar hans, Hrauns, I can’t believe it’s not happiness. Þá verða nokkur óútgefin lög flutt. Tónlist Svavars er að megninu til nokkuð lágstemmd og tregafull, en ætíð glittir í vonina. Svavar Knútur bar sigur úr být- um í trúbadorakeppni Rásar 2 ár- ið 2005 og hefur síðan leikið tón- list sína víða við góðan orðstír. Lög eftir Svavar má m.a. finna á plötu Hildar Völu, La La La. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og kostar 1.000 kr. inn. Lágstemmdur og tregafullur Svavar Næsti bar Svavar Knútur verður ef- laust kátur á tónleikunum í kvöld. ÞÓ AÐ seinasta þáttaröð bandarísku útgáfu Lær- lingsins (The Apprentice) hafi verið auglýst sú síðasta hefur nú verið ákveðið að fara af stað með eina enn. Sú verður ekki eins og þær fyrri því Donald Trump vill að þessu sinni fá til liðs við sig þekkta ein- staklinga til að keppa um að vera bestu starfsmennirnir. Sú stjarna sem stendur uppi sem sigurvegari að lokinni þáttaröðinni þarf þó ekki að ráða sig í vinnu hjá Trump heldur fær að velja sér góðgerðarsamtök til að styrkja í lokin. Nafn Rosie O’Donnel hef- ur verið nefnt í þessu sam- hengi en Trump mun hafa boðið henni að taka þátt. Af því verður þó trúlega ekki því talskona hennar sagði nefnilega það „aldrei verða, hvorki í þessu lífi né því næsta.“ Þau Trump og O’Donnel hafa eldað grátt silfur sam- an undanfarin misseri eftir að annað þeirra lét falla niðrandi ummæli um hitt. Trump vill reka fræga fólkið Rekinn Donald Trump lagar hár- greiðsluna góðu. HLJÓMSVEITIN Rolling Stones fékk greiddar 2,4 milljónir punda, 331 milljón króna, fyrir að spila í veislu á vegum Deutsche Bank í listasafni í borginni Barcelona á Spáni. Spilaði hljómsveitin í 80 mín- útur og var mínútuverðið því rúmar fjórar milljónir króna. Alls voru fimm hundruð manns í veislunni og kallaði Mick Jagger, söngvari hljómsveitarinnar, til fjöldans í lok tónleika: „Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur. Það besta er hins vegar að þið greiðið fyrir þetta með kaupaukunum ykk- ar.“ Íslandsvinir með lægri kauptaxta Meðlimir Rolling Stones, sem hafa fengið allt að fjórar milljónir punda, 400 milljónir króna, fyrir að koma fram í einkaveislum, eru ekki einu tónlistarmennirnir sem hafa haft gott upp úr því að koma fram í veislum sem þessum, samkvæmt upplýsingum fréttavefjar Morg- unblaðsins. Bandaríska hljómsveitin Eagles tekur yfirleitt 3,75 milljónir punda fyrir slíkt og kanadíska söngkonan Celine Dion fær oft greiddar 3,3 milljónir punda. Elton John, sem meðal annars kom fram í fimmtugs- afmæli Ólafs Ólafssonar, stjórn- arformanns Samskipa, tók nýverið eina milljón punda, tæpar 123 millj- ónir króna fyrir að koma fram í brúðkaupi í Bretlandi. Hins vegar er mun ódýrara að fá rapparann 50 Cent til þess að koma fram í einkaveislum, en hann kom meðal annars fram í fertugsafmæli Björgólfs Thors Björgólfssonar á Jamaíka, eða 250 þúsund pund, 31 milljón króna. Segir 50 Cent að hann sé að vísu ekki með ákveðna verðskrá en þetta taki hann að með- altali fyrir að spila í þrjátíu mínútur. Fjórar milljónir á mínútu Fjáður Mick Jagger og félagar þurfa ekki að hafa áhyggjur af salt- skorti í grautnum sínum á næstunni. MIÐASALA á tónleika hljómsveit- arinnar GusGus á Nasa á menning- arnótt, 18. ágúst, hefst í dag í versl- unum Skífunnar, BT Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi og á www.midi.is. Sveitin hefur ekki leikið á landinu síðan á uppseldri útgáfutónleika- tvennu sinni á Nasa sl. vor. Síðan þá hefur GusGus verið á nær samfelldu tónleikaferðalagi um heiminn til kynningar á breiðskífunni Forever og hefur hvarvetna leikið fyrir fullu húsi. Gullkálfurinn Jack Schidt sér um upphitun á tónleikunum Miðaverð á menningarnæturtón- leikana er 3000 kr. í forsölu og er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma. GusGus Leikur á Nasa 18. ágúst. GusGus á menningarnótt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.