Morgunblaðið - 10.08.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
FORMAÐUR utanríkismálanefndar
telur íslensk stjórnvöld hafa verið
sein til við að svara ýmsum spurn-
ingum er varða framtíð ratsjáreftir-
lits hér við land. Fulltrúi Samfylking-
arinnar í nefndinni segir stöðu
málsins útskýrast af ágreiningi milli
fyrri ríkisstjórnarflokka um málefni
Ratsjárstofnunar.
Fundurinn var haldinn að beiðni
Steingríms J. Sigfússonar, fulltrúa
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, í utanríkismálanefnd. Að
sögn Bjarna Benediktssonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins og for-
manns utanríkismálanefndar, voru
málefni Ratsjárstofnunar rædd, sem
og heræfingarnar sem haldnar verða
hér á næstunni. Hann segir mörgum
spurningum ósvarað hvað varðar
framtíð Ratsjárstofnunar. Eins og
fram hefur komið rennur samningur
Ratsjárstofnunar og Bandaríkjahers
út hinn 15. ágúst næstkomandi en
herinn hefur til þessa fjármagnað
rekstur stofnunarinnar.
Bandaríkjamenn hættir að taka
við merkjum frá ratsjárkerfinu
Nú nýverið setti utanríkisráðu-
neytið á laggirnar starfshóp sem er
ætlað að svara því hvaða fyrirkomu-
lag verði á ratsjáreftirliti hér við
land.
Bjarni bendir á að fylgst sé með
tvennskonar flugumferð frá ratsjár-
stöðvunum, annars vegar borgara-
legum flugvélum sem sendi frá sér
staðsetningarmerki, og hins vegar
vélum sem það geri ekki. „Banda-
ríkjamenn hafa tekið við þessum [síð-
arnefndu] upplýsingum, greint þær
og brugðist við, jafnvel með því að
senda þotur og fylgja flugförum eftir.
Nú þegar Bandaríkjamenn gera ekki
kröfu til þess að fá þessar upplýs-
ingar til að uppfylla skyldur sínar
samkvæmt varnarsamningnum þá er
spurning hvað menn ætla að gera við
þessar upplýsingar. Líka vaknar upp
sú spurning hvort skynsamlegt sé
fyrir stjórnvöld að leita samstarfs við
NATO um að bandalagið gegni sama
hlutverki og Bandaríkjamenn gerðu
þegar þessar aðstæður sköpuðust.“
Hann bendir hins vegar á að ekki
sé langt þar til íslensk stjórnvöld yf-
irtaki verkefni Ratsjárstofnunar. Að-
spurður hvort hann telji íslensk
stjórnvöld hafa verið of sein að taka
til við að svara þessum spurningum
játar Bjarni því. „Já, mér finnst það
nú reyndar. Ég vil samt taka það
fram að ég er ekki að gera lítið úr því
risaverkefni sem við stóðum frammi
fyrir þegar Bandaríkjaher ákvað að
hverfa héðan á brott. […] En miðað
við það að við erum að fara að taka
yfir þennan rekstur með mjög mikl-
um tilkostnaði eftir nokkra daga þá
finnst mér fullmargt óljóst um það
hvernig og á hvaða forsendum við
ætlum að eyða svona miklum pen-
ingum í verkefnið.“
Bjarni segir ljóst að skoða þurfi
hvort þörf sé á jafn víðtæku eftirliti í
íslenskri lofthelgi og ratsjárstöðv-
arnar hafi sinnt fram til þessa.
Töluverður kostnaður mun fylgja
yfirtöku ríkisins á ratsjárkerfinu.
Fyrrum ríkisstjórn samþykkti síð-
astliðið vor að verja 241 milljón á
þessu ári og 824 milljónum á því
næsta til reksturs Ratsjárstofnunar,
en þær fjárveitingar hafa ekki verið
samþykktar á Alþingi. Segir Bjarni
að það skjóti skökku við að ákvarð-
anir um þetta hafi verið teknar áður
en fyrrnefndar spurningar hafi verið
ræddar. Að sama skapi segir hann
ýmis atriði er varða umgjörð stofn-
unarinnar óljós, t.a.m. hver kjör
starfsmanna verði, en jafnframt að
engin lög hafi verið sett um stofn-
unina.
Steingrímur J. Sigfússon lagði
fram bókun á fundinum þar sem
hann gagnrýndi harðlega hvernig
fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn
hefðu staðið að málum í kjölfar brott-
farar Bandaríkjahers. Benti hann á
að engin umræða og engin stefnu-
mótun hefði farið fram á sjálfstæðum
íslenskum forsendum. Ekkert eigin-
legt samráð hefði verið haft við utan-
ríkismálanefnd og hinn nýi samráðs-
vettvangur stjórnmálaflokkanna sem
boðaður var síðastliðið haust hefði
ekki enn litið dagsins ljós. Engu að
síður hefðu stjórn-
völd ákveðið að hér
skyldu fara fram
ýmiss konar heræf-
ingar og að stjórn-
völd sæju um rekst-
ur ratsjárstöðva-
kerfis í hernaðar-
skyni en allt þetta
hefði í för með sér
kostnað fyrir Íslend-
inga.
Meta verði þörf á ratsjáreftirliti
eftir íslenskum forsendum
Árni Páll Árnason, varaformaður
utanríkismálanefndar og þingmaður
Samfylkingarinnar, segir að utanrík-
isráðherra hafi tekið rösklega á mál-
um Ratsjárstofnunar og skipaður
hafi verið starfshópur um framtíð
ratsjárkerfisins. „Í því skiptir mestu
að viðbúnaður okkar verði skynsam-
legur, að hann byggist á íslenskum
þjóðarhagsmunum og kostnaði verði
stillt í hóf sem kostur er.“ Spurður
hvort ekki sé rétt að stefnumótunar-
vinnan fari nokkuð seint af stað mið-
að við að tekið verði við rekstri kerf-
isins eftir tæpa viku segir Árni Páll
að núverandi utanríkisráðherra hafi
ekki beðið boðanna hvað það varðar.
„Eins og fram hefur komið þá var
ágreiningur um það í tíð fyrri rík-
isstjórnar hvernig þessum málum
yrði fyrirkomið og þáverandi stjórn-
arflokkum tókst ekki að komast að
samkomulagi. Þess vegna kemur
þetta mál óútkljáð inn á borð núver-
andi utanríkisráðherra.“
Árni Páll segir mikilvægt að
starfshópurinn komist fljótt að nið-
urstöðu um það hvaða verkefnum
Ratsjárstofnun þurfi að sinna. „Það
er ljóst að það þarf að starfrækja
loftvarnarkerfi hér ef við eigum að
tengjast loftvarnarkerfi NATO eða
einstakra ríkja. Það er ekki auðvelt
fyrir okkur að vera aðili að NATO og
loka kerfinu. Þá værum við að segja
að við værum varnarlaust ríki innan
bandalagsins og hefðum ekki búnað
sem hentaði þörfum bandalagsríkja
okkar sem eru tilbúin til að koma
okkur til varnar á hættutímum.“
Hvað varðar þær upphæðir sem fyrri
ríkisstjórn hafi samþykkt þá verði að
hafa í huga að þær byggjast á rekstr-
arkostnaði kerfisins þegar það var
rekið á forsendum Bandaríkja-
manna. Nú verði að meta það út frá
íslenskum forsendum.
Óvissa um framtíð
Ratsjárstofnunar
Bjarni
Benediktsson
Árni Páll
Árnason
Steingrímur J.
Sigfússon
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ALLT útlit er fyrir að samkeppni
hefjist um gagnaflutninga um sæ-
strengi til og frá landinu undir lok
næsta árs. Farice hf., sem rekur Fa-
rice-sæstrenginn milli Íslands, Fær-
eyja og Bretlands, undirbýr lagn-
ingu annars sæstrengs. Í gær
greindi fjarskiptafyrirtækið Hib-
ernia Atlantic, sem rekur sæstrengi
milli N-Ameríku og Evrópu, frá
ákvörðun um lagningu nýs sæ-
strengs, sem muni tengja Ísland við
flutninganet fyrirtækisins.
Stóraukin flutningsgeta
Í frétt frá Hibernia kemur fram að
Ísland muni fá beina tengingu við
Norður-Ameríku, Írland, London og
meginland Evrópu í gegnum sæ-
streng með 10 Gbps-tengihraða. Sæ-
strengurinn gefi kost á mun meiri og
tryggari flutningsgetu til og frá
landinu og beinan aðgang að 42
borgum og 52 aðgangsstöðum að
þjónustu (PoPs) í gegnum háhraða-
net Hibernia. Tengingin verði komin
á haustið 2008.
Hibernia er í eigu fyrirtækis
Kenneths Peterson, fyrrum aðaleig-
anda Norðuráls. Haft er eftir Pet-
erson, sem er stjórnarformaður fyr-
irtækisins og Bjarna K.
Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra
þess, að strengurinn muni stórbæta
gagnaflutningssamband við Ísland.
Hann muni þjóna fyrirtækjum sem
þurfi á háhraða-flutningsleiðum að
halda og líti á Ísland og framboð hér
á ódýrri og endurnýjanlegri orku
sem álitlegan kost fyrir gagnamið-
stöðvar og netþjónabú.
„Við höfum í nokkra mánuði unnið
að undirbúningi að lagningu annars
strengs til Evrópu og þetta hefur
engin áhrif þar á,“ segir Guðmundur
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fa-
rice, um fyrirætlanir Hibernia. Guð-
mundur segir undirbúning að lagn-
ingu annars sæstrengs til Evrópu,
sem hefur fengið vinnuheitið Eurice,
ganga vel. „Við erum nýbúnir að fá
tilboð frá helstu framleiðendum
svona kerfa. Við erum að skoða þau
núna og tökum ákvörðun á næstu
vikum.“ Hann segir Farice þjóna að
verulegu leyti þörfum netþjónabúa
sem rætt hefur verið um á Íslandi.
„Það hefur alltaf legið fyrir að ein-
hvern tíma muni verða þörf á þriðja
strengnum, þannig að kannski geng-
ur þetta allt ágætlega upp. Þeim er
að sjálfsögðu frjálst að leggja hingað
streng ef þeir telja einhvern við-
skiptagrundvöll fyrir því.“
Lagður frá Landeyjasandi
Gert er ráð fyrir að nýr strengur
Farice verði lagður út frá Landeyja-
sandi og komi á land annaðhvort í
Hollandi eða Norður-Þýskalandi.
Tímaáætlanir gera ráð fyrir að hann
verði kominn í gagnið í október eða
nóvember á næsta ári.
Guðmundur sagði ljóst að nýi
strengurinn yrði mun dýrari en lagn-
ing Farice á sínum tíma enda um
mun lengri streng að ræða og með
miklum mun meiri flutningsgetu en
Farice 1.
Stefnir í samkeppni um sæstrengi
Í HNOTSKURN
»Félög í eigu ColumbiaVentures Corporation
keyptu 12.200 km sæstreng
milli N-Ameríku og Evrópu
árið 2003.
»Starfshópur samgöngu-ráðherra áætlaði sl. vetur
að þrjár mismunandi leiðir við
lagningu nýs strengs til Skot-
lands, Írlands og með grein til
Færeyja gætu kostað 2,8 til 3,9
milljarða króna.
!"#
$%&' (
ÁKVEÐIÐ var á hátíðarfundi
bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær
að gera Salóme Þorkelsdóttur fyrr-
verandi alþingismann að heiðurs-
borgara í bænum. Hátíðarfundurinn
var haldinn í tilefni þess að bærinn
er 20 ára.
„Salóme var einfaldlega djúpt
snortin og þakklát þeim heiðri sem
við í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
veittum henni með því að tilnefna
hana heiðursborgara,“ sagði Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, að fundinum loknum.
Salóme er þriðji heiðursborgari
bæjarins. Sá fyrsti var Halldór K.
Laxness og annar er Jón M. Guð-
mundsson, stórbóndi á Reykjum og
fyrrverandi oddviti.
Fundurinn í gær var haldinn í
Bókasafni og Listasal Mosfellsbæjar
í Kjarna en þar er miðstöð þjónustu
og stjórnsýslu bæjarins. Þar fór
einnig fram fjölbreytt dagskrá. Í
Listasal var opnuð sýning á ljós-
myndum úr bæjarlífinu úr fórum
bæjarblaðsins Mosfellings, djasstríó
lék og flutt var verkið „…og fjöllin
urðu kyr“ sem gert var í tilefni af-
mælisins.
Morgunblaðið/Ómar
Hátíðarfundur Salóme Þorkelsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sól-
rún Björnsdóttir á samkomu bæjarstjórnar í tilefni af 20 ára afmælinu.
Salóme gerð að heiðurs-
borgara í Mosfellsbæ