Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 11
ÚR VERINU
FRÉTTASKÝRING
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
ÓFRÁVÍKJANLEGT skilyrði fyrir
úthlutun byggðakvóta er að viðkom-
andi útgerð hafi áður landað að
minnsta kosti tvöfalt meiru af fiski, í
þorskígildum talið, til vinnslu í við-
komandi byggðarlagi.
Standi útgerð báts til dæmis til
boða að fá 5 tonna byggðakvóta,
verður hún að sýna fram á að 10
tonnum að minnsta kosti hafi áður
verið landað til vinnslu í heimahöfn
bátsins. Þá fyrst getur útgerðin
fengið kvótann, enda telst hún hafa
uppfyllt þetta skilyrði fyrir úthlut-
un.
Fiskistofa sér um að úthluta
byggðakvótanum að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, meðal annars
löndunarskilyrðinu. Fyrir þarf að
liggja samningur viðkomandi út-
gerðar og fiskverkanda um löndun
og vinnslu á fiski í heimahöfn báts-
ins. Þegar sá samningur liggur fyrir
og sýnir að um er að ræða tvöfalt
meira en viðkomandi byggðakvóti,
fær útgerðin kvótann. Þar sem skil-
yrði fyrir úthlutun hafa áður verið
uppfyllt getur útgerðin ráðstafað
byggðakvótanum að vild. Hún getur
leigt hann, selt hann, hún getur
landað aflanum á markað eða sent
hann utan óunninn í gámum.
Stuðlað að fiskvinnslu
Hinrik Greipsson, sérfræðingur í
sjávarútvegsráðuneytinu, segir að
með þessu sé stuðlað að því að fiski
sé landað til vinnslu á þeim stöðum,
sem byggðakvótinn tilheyrir sam-
kvæmt úthlutunarreglunum.
Því sé mönnum frjálst að ráðstafa
byggðakvótanum að vild, þegar þeir
fái hann. Skilyrðin fyrir úthlutun
hafi þegar verið uppfyllt.
Í einhverjum tilfellum hefur
byggðakvóta verið úthlutað á staði,
þar sem engin fiskvinnsla er. Þetta á
við um staði eins og Stöðvarfjörð og
Kópasker. Þar hafa verið veittar
þær undanþágur að nægilegt er talið
að fiskinum sé landað á viðkomandi
stöðum og hann hugsanlega slægður
þar, en fari síðan til vinnslu annars
staðar.
Unnið innan sveitarfélagsins
Loks ná nefna að það skilyrði er
sett fyrir úthlutun að fiskurinn sé
unninn í viðkomandi sveitarfélagi.
Byggðakvóta var úthlutað á
Hauganes og Árskógssand og skal
samkvæmt reglugerð vinna fiskinn á
viðkomandi stöðum. Þessi byggðar-
lög eru hins vegar innan sveitarfé-
lagsins Dalvíkurbyggðar og þar sem
ekki er fiskvinnsla á Árskógssandi,
óskaði sveitarfélagið Dalvíkurbyggð
eftir sérreglu þess efnis að byggða-
kvótinn væri unninn annars staðar í
sveitarfélaginu.
Svipað gildir um Ísafjarðarbæ,
þar er sama hvar innan sveitarfé-
lagsins byggðakvótinn er unninn.
Punktakerfi og skyndihjálp
Byggðakvóti og úthlutun hans er
nokkuð flókið fyrirbæri. Úthlutun
byggðakvótans nú byggist á tveimur
reglugerðum, sem voru gefnar út um
miðjan maímánuð. Önnur fjallar um
úthlutun til fiskiskipa, hin til byggð-
arlaga. Til skipta voru 4.385 þorsk-
ígildistonn. Við úthlutun til byggð-
arlaga er í raun miðað við þrjá
meginþætti. Sá fyrsti er eins konar
punktakerfi. Þar er farið yfir þætti
er varða samdrátt hjá byggðarlögum
í aflaheimildum, lönduðum afla og
vinnslu.
Byggðarlögin fá þá útreiknaða
punkta eða stig, sem gefa til kynna
hvort eitthvað og þá hve mikið kem-
ur í þeirra hlut. Annar þátturinn er
eins konar skyndihjálp, og er hugs-
aður til úthlutunar byggðarlaga sem
hafa orðið fyrir áföllum vegna stöðv-
unar tiltekinna veiða. Loks er sér-
stakur „pottur“ upp á 750 þorskígild-
istonn, sem rennur til þeirra
byggðarlaga, sem áður nutu byggða-
kvóta Byggðastofnunar.
Sveitarfélögin höfðu tíma til 4. júní
til að óska eftir frávikum frá reglu-
gerð um úthlutun. Heimildunvar út-
hlutað á skip og báta innan viðkom-
andi byggðarlaga. Skilyrði var að
skipin hefðu leyfi til veiða í atvinnu-
skyni, væru skráð í byggðarlaginu 1.
maí 2007 og væru í eigu aðila með
heimilisfang í viðkomandi byggðar-
lagi. Þeim skipum sem fá úthlutað
byggðakvóta skylt að landa tvöföld-
um þeim kvóta til vinnslu í viðkom-
andi byggðarlagi. Að frágengnum
tillögum frá sveitarstjórn-unum út-
hlutaði Fiskistofa síðan heimildun-
um á viðkomandi báta, samkvæmt
umsóknum skipseigenda. Úthlutun-
in var seint á ferðinni í ár en það staf-
aði af því að gera þurfti breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða, sem voru
ekki samþykktar fyrr en í þinglok.
Vegna þess er þeim sem fá úthlutað
byggðakvóta nú heimilt að færa
hann yfir á næsta fiskveiðiár.
Geta ráðstafað byggðakvóta að vild
Útgerðirnar verða þó áður að hafa
landað tvöfalt meiri fiskafla en úthlut-
un nemur til vinnslu í heimabyggð
!!
" "
# $
%
& '(
)& )&
*%"
)&
+& %
)&
*$
, %
* $
- %"
- % "
- % "
- % "
.$
- % "
- %
$
/ %
0 .'( $
. ((& *'
&
%
%
. '
%
1%
%
1%
# %
0 $
'
0 $
.
2
.$ $
$( /3
. $
/3
'! /3
4
5
'
5
* %
)! %
* %& %
1%
1 %
1%
& %
* $
0%!
(&
& & &
Í HNOTSKURN
»Þeim skipum sem fá út-hlutað byggðakvóta er
skylt að landa tvöföldum þeim
kvóta til vinnslu í viðkomandi
byggðarlagi.
»Standi útgerð báts tildæmis til boða að fá 5
tonna byggðakvóta, verður
hún að sýna fram á að 10 tonn-
um að minnsta kosti hafi áður
verið landað til vinnslu í
heimahöfn bátsins.
»Þar sem skilyrði fyrir út-hlutun hafa áður verið
uppfyllt getur útgerðin í raun
ráðstafað byggðakvótanum að
vild, selt eða leigt eða sett fisk-
inn á markað
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Veiðar Smábátar njóta að miklu leyti úthlutunar byggðakvótans. Hér er verið að landa á Arnarstapa en þangað
fer reyndar enginn byggðakvóti. Mestur byggðakvóti kom að þessu sinni í hlut Ísafjarðarbæjar, 454 tonn.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
BJÖRN Kalsö, sjávarútvegsráð-
herra Færeyja, hefur lagt fyrir fær-
eyska lögþingið tillögu um fækkun
fiskidaga fyrir næsta fiskveiðiár um
2%. Jafnframt felast í tillögum hans
svæðalokanir og nýjar reglugerðir
um veiðarfæri, sem ætlað er að draga
úr sókn í þorskinn. Samkvæmt tillög-
unum fækkar fiskidögum um 704.
Fiskifræðingar hafa metið stöðu
þorskstofnins nálægt sögulegu lág-
marki og lögðu þeir til að fiskidögum
yrði fækkað um 40%.
Miklar veiðitakmarkanir
Auk þess að fækka fiskidögunum,
leggur ráðherrann til miklar veiði-
takmarkanir á Færeyjabanka, niður-
skurð um 10 til 20% eftir skipaflokk-
um til að draga úr sókn í þorskinn.
Jafnframt er ákveðnum svæðum lok-
að til verndunar þorskinum. Hann
vill einnig að viðskipti með veiðidaga
verði takmörkuð frá því sem nú er,
einkum á milli skipaflokka. Loks er
lagt til að engar veiðar verði stund-
aðar í hálfan mánuð um mitt sumar
og um jól og áramót.
Ákvörðun hefur verið tekin um það
í Færeyjum að öllum veiðiheimildum
verði sagt upp í lok ársins 2017 en til
þessa hafa heimildirnar verið til 10
ára og endurnýjast svo til sjálfkrafa.
Fyrir árið 2018 taka svo við ný lög
sem kveða á um fiskveiðistjórnun og
hve lengi fiskveiðiheimildir muni
gilda.
Skiptar skoðanir
Skiptar skoðanir eru um þessar
ákvarðanir og kemur það meðal ann-
ars fram í færeyska blaðinu Sosial-
urin og norska blaðinu Fiskaren. Í
norska blaðinu er rætt við Íslending-
inn Auðun Konráðsson, sem er for-
maður félags smábátaeigenda í Fær-
eyjum, Meginfelagi útróðrarmanna.
Hann telur niðurskurð óþarfan og
bendir á að einmitt við aðstæður sem
nú, sé gott tækifæri til að sjá hve vel
fiskidagakerfið reynist. Útgerðar-
menn í Færeyjum benda á að veiði-
takmarkanir séu mun meiri en 2%
fækkun fiskidaga. Þessar takmark-
anir muni leiði til mun minni afla, sem
aftur leiði til minni vinnu í landi.
Miklar takmarkanir á veiðum á Fær-
eyjabanka leiða til þess að fiskidagar
þar nýtast ekki lengur eins vel og hef-
ur verð á fiskidögunum því lækkað.
Hjalti í Jákupsstovu, forstjóri
Fiskirannsóknarstovunnar, segir til-
lögur sjávarútvegsráðherranns
ganga mun skemmra en stofnunin
hafi lagt til. Hrygningarstofn þorsks-
ins sé mjög slakur um þessar mundir
og því sé það slæmt að ekki sé farið
að ráðleggingum um að banna veiði á
króka næst landi. Þar séu mikilvæg
uppeldissvæði smáfisks, sem nauð-
synlegt sé að vernda.
Vill fækka fiski-
dögum um 2%
Fræðsla og nánari upplýsingar á www.or.is www.or.is
Umhverfi Nesjavallavirkjunar og Hengilssvæðið er með
vinsælustu útivistarsvæðum á landinu, tilvalin til
náttúruskoðunar og gönguferða. Það er einnig skemmti-
leg upplifun að fræðast um hið tæknilega stórvirki, Nesjavallavirkjun.
Um svæðið liggja merktar gönguleiðir og fræðslustígar í boði eru skoðunar-
ferðir um virkjunina fyrir einstaklinga og hópa. Gestamóttaka er opin
í sumar, mánudaga til laugardaga kl. 9:00 - 17:00 og sunnudag
kl.13:00 - 18:00.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
O
R
K
3
80
04
0
6.
2
0
0
7
Íslensk vísindi
- vistvæn orka
Komdu í
heimsókn