Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 13 ERLENT Tbilisi. AFP, AP. | Stjórnvöld í Georgíu reyndu í gær að afla sér stuðnings annarra ríkja í deilu við Rússa um meinta árás á landið og óskuðu eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna ásak- ana þeirra um að rússnesk her- flugvél hefði skotið flugskeyti á Georgíu. Georgíumenn sögðu upplýs- ingar frá ratsjám sanna að rúss- neskar herþotur hefðu farið inn fyrir lofthelgi Georgíu og skotið flugskeyti í áttina að ratsjárstöð. Flugskeytið sprakk ekki og lenti á akri nálægt uppreisnarhéraðinu Suður-Ossetíu þar sem rússneskir hermenn annast friðargæslu. Georgíumenn hafa sakað Rússa um að styðja aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu og Abkasíu. Júrí Balújevskí, yfirhershöfð- ingi Rússa, sagði í gær að Georgíu- menn hefðu falsað gögnin til að kynda undir spennu í samskiptum ríkjanna. „Ég er einfaldlega sannfærður um að þetta hafi verið ögrun af hálfu Georgíu. Þetta var ögrun gagnvart rússneska friðargæslu- liðinu og Rússlandi í heild,“ sagði Balújevskí. Bandarískur embættismaður sagði í sjónvarpsviðtali í Georgíu að hann tryði ekki yfirlýsingum um að Georgíumenn hefðu sjálfir skotið flugskeytinu. Hann hvatti þá til að rannsaka málið með „trú- verðugum“ hætti. Flugu að bandarískri herstöð Rússneski undirhershöfðinginn Pavel Androsov skýrði frá því í gær að tvær rússneskar sprengju- flugvélar hefðu flogið yfir Kyrra- hafseyjuna Guam – þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöð – í fyrsta skipti frá því að kalda stríðinu lauk. Rússnesku flug- mennirnir brostu til flugmanna bandarískra herþotna sem reyndu að hindra ferð þeirra, að sögn Androsovs. Rússnesku sprengjuflugvél- arnar tóku þátt í þriggja daga her- æfingu sem mun hafa verið ætlað að sýna vaxandi hernaðarmátt Rússa. Saka Georgíumenn um fölsun Öryggisráð SÞ beðið að ræða meinta árás Reuters Ögrun? Míkhaíl Saakashvílí, forseti Georgíu (t.h.), skoðar flugskeytið dularfulla sem fannst á akri nálægt uppreisnarhéraðinu Suður-Ossetíu. AÐEINS um þúsund dvergfílar tilheyra dýrategund- inni sem þessi fjölskylda telst til. Fílarnir eru búsett- ir á Borneó og eru um metra lægri en frændur þeirra annars staðar í Asíu og eru þekktir fyrir bæði geðprýði og ljúflyndi. En fílarnir hafa neyðst til að hafa meiri samskipti en þeim finnst ákjósanlegt við mannfólkið, því stöðugt er gengið á skóglendið þar sem þeir hafast við. Á síðustu 40 árum hafa 40% þess svæðis þar sem fílarnir búa horfið – ýmist vegna skógarhöggs eða undir byggingar. Reuters Smáfílar á Borneó í útrýmingarhættu Kaíró. AP. | Son- ur Muammars Gaddafis, leið- toga Líbíu, við- urkenndi í gær að fimm búlg- arskir hjúkrun- arfræðingar og palestínskur læknir hefðu sætt pyntingum þegar þeim var haldið í fangelsi í Líbíu vegna ásak- ana um að þau hefðu sýkt börn af alnæmi af ásettu ráði. „Jú, þau voru pyntuð með raf- magni og þeim var hótað að ráðist yrði á ættingja þeirra,“ sagði Seif al-Islam Gaddafi, sem er álitinn líklegur eftirmaður föður síns sem leiðtogi Líbíu. Talið er að með því að viður- kenna pyntingarnar vilji hann sannfæra umheiminn um að hann sé einlægur stuðningsmaður um- bóta í landinu. Hann baðst þó ekki afsökunar á pyntingunum fyrir hönd stjórnvalda í Líbíu og ve- fengdi sumar af ásökunum palest- ínska læknisins, sagði þær „hel- bera lygi“. Arftakinn viðurkennir pyntingar Seif al-Islam Gaddafi Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is ÁSTANDIÐ í Pakistan verður stöðugt eldfimara og nýlega vökn- uðu spurningar um það hvort for- seti landsins, Pervez Musharraf, myndi lýsa yfir neyðarástandi, en í gær var tilkynnt að hann hygðist ekki gera það, þrátt fyrir eindregin tilmæli samstarfsmanna sinna. Upplýsingaráðherra Pakistans, Tariq Azim, segir að ýmsar ógnir steðji að landinu, bæði innan og ut- an frá. Það er ekki ofsagt – hreyf- ingar öfgafullra íslamista í landinu, það er að segja rótttækra múslíma sem vilja að í landinu verði sett á stofn íslamskt ríki, verða stöðugt háværari og kastaðist í kekki milli stjórnarinnar og íslamistanna í síð- asta mánuði, þegar hinir síðar- nefndu tóku Rauðu moskuna í Isl- amabad traustataki. Yfir 100 manns féllu í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Að auki fer mikið fyrir stuðn- ingsmönnum afganskra talibana í norðvesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Afganistan. Þar er sagt að hryðjuverkamenn lifi góðu lífi og hafa Bandaríkja- menn horn í síðu svæðisins og hafa þarlend stjórnvöld jafnvel gefið til kynna að gripið verði til einhliða aðgerða á þar, telji þau tilefni til. Vongóður um frjálsar kosningar Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, gaf í gær til kynna að all- ar aðgerðir Bandaríkjamanna á svæðinu yrðu í samvinnu við stjórnvöld í Pakistan, en að hann gerði ráð fyrir að Pakistan yrði samvinnuþýtt í baráttunni við öfgamenn og að hann væri vongóð- ur um að Musharraf myndi halda frjálsar, sanngjarnar kosningar. Kjörtímabil Musharraf er senn á enda og hefur hann sóst eftir því að sitja áfram, þó að það gangi þvert á lög ríkisins. Hefði Musharraf lýst yfir neyðarástandi hefði hann þar með getað setið óáreittur í eitt ár enn. Fréttirnar um uppnámið við stjórnvöld Pakistans bárust degi eftir að Musharraf afboðaði skyndilega komu sína á friðarráð- stefnu Pakistans og Afganistans sem hófst í gær og sagði að aðkall- andi mál heimafyrir kæmu í veg fyrir að hann mætti. Forseti Afganistans, Hamid Karzai, sagði hundruðum ætt- bálkaleiðtoga á ráðstefnunni í gær að „framtíð og örlög landanna tveggja væru samtvinnuð“. Karzai sagði að hann tryði því að báðar þjóðirnar gætu knésett Al- Qaída og talibanahreyfingarnar. Hann sagði aðgerðir hreyfinganna hafa komið óorði á trúarbrögð landanna tveggja, íslam. Forsetinn hvattur til þess að lýsa yfir neyðarástandi en kaus að gera það ekki Stöðugt vaxandi órói í Pakistan vekur víða ugg Í HNOTSKURN »Pervez Musharraf, for-seti Pakistans og yfir- hershöfðingi, tók við völdum árið 1999 í kjölfar valdaráns. »Ný skoðanakönnun gef-ur til kynna að 62% Pak- istana vilji að Musharraf segi af sér sem yfirhershöfðingi. Í NÓVEMBER á næsta ári munu Bandaríkja- menn velja sér forseta. Áður en að því kemur þurfa stærstu flokk- arnir tveir að kjósa sér fulltrúa í kosningunum og er það gert í hverju ríki fyrir sig á fyrri hluta ársins. Fordæmin sýna að úrslit kosning- anna í þeim ríkjum þar sem fyrst er kosið móta mjög niðurstöð- una í þeim sem á eftir fara og eru úrslitin meira og minna ráðin þegar kemur að þeim síðustu. Því er það orðið ríkjunum kappsmál að kosningin fari sem fyrst fram svo að áhrif kjósenda þeirra verði sem mest á landsvísu. Í Flórída hefur t.d. iðu- lega verið kosið í mars en nýlega var til- kynnt að þar yrði kosið í lok janúar. Því stefnir í að þetta langa ferli muni í fram- tíðinni fara fram á fáum vikum. Forkosningum vestanhafs flýtt Barack Obama, frambjóðandi LEIÐTOGAR Írana lofuðu Írökum í gær stuðningi við að koma á friði í Írak en sögðu jafnframt að eina leiðin til að koma á ró á svæðinu væri að herlið Bandaríkj- anna færi af vettvangi. Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, og forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, áttu fund í gær. George W. Bush Bandaríkjaforseti er ekki hrifinn af viðræðum stjórnvalda í Íran og Írak og hann hefur varað Maliki við því að stofna til of náinna kynna við Írana. Segir hann það stefnu Bandaríkj- anna að þeim, sem stundi niðurrifsstarf- semi, skuli refsað og á þá við Írana. Bush varar við vinskap við Íran NÚ ER talið að 2.000 manns hafi látist í flóð- unum í Suður-Asíu. Að sögn AP-fréttastofunnar hafa gagnrýnisraddir tekið að hljóma um litlar forvarnaraðgerðir ind- verskra stjórnvalda, en ár hvert ber monsún- vindurinn með sér mikl- ar rigningar og ár hvert látast fjölmargir Ind- verjar í flóðunum sem þeim fylgja. Gagn- rýnendur horfa til Bangladess, sem er mun fátækara land, en slapp samt betur við flóð- in vegna fyrirbyggjandi aðgerða stjórn- valda, sem m.a. fólust í nýju kerfi til að spá fyrir um flóð. Það gaf fólki færi á að flýja áður en vatnselgurinn æddi yfir hús þess. Ekkert slíkt kerfi er til á Indlandi. Indland sagt hafa verið óundirbúið Maður og api í Bangladesh í gær. MÁRITANÍA hefur samþykkt lög þess efn- is að þeir sem verði uppvísir að þrælahaldi verði dæmdir í fangelsi. Þrælahald var af- numið með lögum í Máritaníu árið 1981 en enginn hefur nokkru sinni verið sóttur til saka fyrir brot á lögunum. Eiga hin nýju lög að marka tímamót í baráttunni gegn ánauð. Máritanía er á jaðri Sahara- eyðimerkurinnar í Norðvestur-Afríku. Örðugt þykir þó að bera kennsl á vand- ann því víða hafa þrælar búið með sömu fjölskyldunum í áratugi og eru álitnir hluti af henni. Gripið til aðgerða gegn þrælahaldi JAPANSKUR maður var blekktur 61 sinni af svikahröppum. Bragðarefirnir hringdu í manninn og sögðu honum að banka- upplýsingar hans hefðu borist til al- ræmdra fjársvikamanna. Þeir buðu hon- um að forða upplýsingunum úr klóm glæpamannanna gegn 5.000 jena greiðslu. Maðurinn átti að greiða 30.000 jen og fá 25.000 endurgreidd síðar. Svo léku svika- hrapparnir leikinn aftur og aftur, því þeir sögðu illa ganga að ná upplýsingunum. Að lokum hafði maðurinn greitt þeim um 20 milljónir króna. Fávís Japani féflettur 61 sinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.