Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
EFTIR þriggja
ára ferðalög og
upptökur hefur
Jennifer Fox lok-
ið heimildar-
myndinni Flying:
Confessions of a
Free Woman.
Þar ferðast hin
bandaríska Fox
til Pakistans,
Indlands og Sómalíu og ræðir við
konur um líf þeirra og hagi, drauma
og vonir. Hún fjallar einnig um eig-
ið líf og talar mikið um nauðsyn
þess að hætta að skammast sín fyr-
ir að vera kona: „Ég mun ekki
skammast mín fyrir kyn mitt. Ég
mun ekki skammast mín fyrir að
vera ógift og barnlaus. Ég mun
ekki skammast mín fyrir fóstureyð-
ingarnar mínar.“ Hið síðasttalda
hefur verið mikið hitamál í Banda-
ríkjunum en Fox segist hafa farið í
fjórar eða fimm fóstureyðingar. Hin
pakistanska Shazia hefur hins veg-
ar ekki þurft á slíku að halda því
hún er enn hrein mey 32 ára gömul
þar sem hún valdi að giftast ekki til
þess að geta haldið áfram að
mennta sig.
Margir hafa sagt þættina öllu
raunverulegri, raunsærri og fjöl-
þjóðlegri útgáfu af Beðmálum í
borginni (Sex and the City). Til að
mynda segir gagnrýnandi The New
York Times að serían sé „að hluta
til persónuleg dagbók og að hluta til
heimshornaflakksnáttfatapartí“.
Fox segist finna til mikillar sam-
kenndar með konunum enda sé
munurinn minni en flestum virðist,
þær séu bara einni til tveim kyn-
slóðum á eftir hinum vestrænu kon-
um í baráttunni.
Þessar fullyrðingar Fox eru þó
aðeins einar margra sem orðið hafa
umdeildar í kjölfar þáttaraðarinnar.
Beðmál í
Pakistan
Heimshornaflakk
og viðtöl við konur
Jennifer Fox
RÁÐIST var á
bangladesska rit-
höfundinn Tas-
lima Nasrin í
gær þegar hún
var stödd á bóka-
kynningu í borg-
inni Hyderabad á
Suður-Indlandi.
Um sextíu með-
limir í múslimska
stjórnmálaflokknum Majlis-e-
Ittehadul-Muslimeen réðust inn á
kynninguna og hentu blómum og
töskum í hana auk þess sem þeir
reyndu að fleygja stólum í rithöf-
undinn. Nasrin komst undan við ill-
an leik en án alvarlegra áverka.
Hún hefur búið í Indlandi síðan
hún flúði heimaland sitt árið 1994
eftir að öfgatrúarmenn úthrópuðu
verk hennar sem guðlast og heimt-
uðu að hún yrði tekin af lífi. Þar
áttu þeir meðal annars við bókina
Skömm (Lajja) þar sem fjölskylda í
Bangladess, sem er hindúatrúar, er
ofsótt af múslimum. Bókin er bönn-
uð í Bangladess þar sem múslimar
eru í miklum meirihluta.
Bangladess varð til þegar það
klauf sig frá Pakistan árið 1971 en
bæði ríkin voru til ársins 1947 hluti
af Indlandi en klufu sig frá því
vegna deilna við önnur ríki Ind-
lands þar sem hindúar eru í meiri-
hluta.
Hálf milljón rúpía hefur verið
lögð til höfuðs Nasrin sem er enn
bangladesskur ríkisborgari en hef-
ur sótt um indverskt ríkisfang. Hún
er fædd múslimi en telur sig nú
guðlausa og hefur verið virk í bar-
áttu fyrir réttindum kvenna í
Bangladess og Indlandi.
Ráðist á
skáldkonu
Taslima Nasrin
HINIR árlegu Kammer-
tónleikar á Kirkjubæjar-
klaustri verða haldnir í sex-
tánda sinn nú um helgina.
Þetta er annað árið í röð sem
messósópransöngkonan Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir er list-
rænn stjórnandi hátíðarinnar,
en það er Menningarmála-
nefnd Skaftárhrepps sem
stendur fyrir henni. Auk Guð-
rúnar koma fram á þrennum
tónleikum þau Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó,
Elena Jáuregui, fiðla, Francisco Javier Jáuregui,
klassískur gítar og Robert Brightmore, klassísk-
ur gítar.
Tónlist
Stjörnur á Kirkju-
bæjarklaustri
Víkingur Heiðar
Ólafsson
Á MORGUN kl. 14 verða opn-
aðar hvorki fleiri né færri en
fimm nýjar sýningar í Safna-
safninu á Svalbarðsströnd í
Eyjafirði sem nýlega var tekið
til gagngerra endurbóta og
stækkað til muna. Það sem gef-
ur að líta er innsetning eftir
Finn Inga Erlendsson, teikn-
ingar eftir Stefán J. Fjólan, en
báðir eru þeir Akureyringar,
vatnslitamyndir eftir Hrefnu
Sigurðardóttur og tálguverk eftir Kjartan Th.
Ingimundarson. Þá verða sýnd leirverk eftir
Svövu Skúladóttur og grænir glermunir verða til
sýnis í bókastofu safnsins.
Myndlist
Mikið um að vera
í Safnasafni
Finnur Ingi
Daníelsson
BERGUR Thorberg opnar
sýningu á kaffiverkum sínum í
dag kl. 15 í Klemmunni á Dal-
vík. Sýningin er í beinum
tengslum við Fiskidaginn
mikla sem er á laugardeginum
og stendur hún yfir alla
helgina. Bergur hefur breytt
kaffi í fullgilda málningu, mál-
ar öll verk sín á hvolfi og snert-
ir ekki flötinn sem hann vinnur
á hverju sinni. Verður hann á
staðnum og sýnir fólki hvernig hann vinnur verk-
in. Bergur hefur haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í samsýningum víða um Evrópu og í
Bandaríkjunum.
Myndlist
Kaffiverk á
Klemmunni
Verk eftir Berg
Thorberg
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
ÚTGÁFA Bjarts á tveimur bókum
Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli
og Aðventu, heyrði til töluverðra tíð-
inda – einfaldlega sökum þess hve
sjaldgæft það er að klassísk íslensk
skáldverk séu endurútgefin, þannig
að margar helstu perlur bókmennta-
sögunnar má aðeins nálgast á bóka-
söfnum þegar lagerinn klárast. En
hverjir eiga útgáfuréttinn að skáld-
um sem fallin eru frá og hverjar eru
leikreglur og venjur í því umhverfi?
70 ára reglan
Höfundarréttur erfist – nema höf-
undur hafi samið um annað – og
gildir í sjötíu ár frá fyrstu áramót-
um eftir dauða höfundar. Eftir það
verður rétturinn almannaeign og því
getur hver sem er gefið út bækur
höfunda sem létust árið 1937 frá og
með næstu áramótum. Athafnaskáld
geta til dæmis byrjað að gefa út
Einar H. Kvaran við þarnæstu ára-
mót án þess að spyrja neinn og Ein-
ar Benediktsson árið 2011. Forlögin
eru venjulega með útgáfuréttinn
sem þau semja við ættingjana um –
en erlendis er þó ekki óalgengt að
sérstök réttindafyrirtæki (estate)
fari með höfundarrétt látinna lista-
manna og er Gunnarsstofnun sjald-
gæft íslenskt dæmi um það.
Útgáfusamningarnir eru flestir
þess eðlis að útgáfan heldur rétt-
inum á meðan hún heldur verkunum
í prenti – og ef handhafar höfund-
arréttar eru ósáttir þurfa þeir
venjulega að gefa útgefanda ákveð-
inn frest til þess að prenta nýtt upp-
lag ef samningurinn er enn í gildi.
Útgáfuréttur á verkum einstakra
höfunda er oftast á sömu hendi en
þó ekki alltaf, áðurnefndar útgáfur á
verkum Gunnars (í þýðingu hans
sjálfs) eru hjá Bjarti en ekki hefur
verið samið um rétt á öðrum verk-
um skáldsins en Fjallkirkjan er enn
á vegum Eddu þar sem eitthvað er
enn eftir af upplaginu frá 1997.
Gunnar þýddur á ný
Edda er með langflesta útgáfu-
samninga við eldri höfunda, þar á
meðal Laxness, Þórberg, Stein
Steinarr, Davíð Stefánsson og Tóm-
as Guðmundsson. Hólmfríður Matt-
híasdóttir, réttindastjóri útgáf-
unnar, segir ætlunina að búa til
fleiri sýnisrit líkt því sem kom ný-
lega út með verkum Halldórs Lax-
ness og þá væri í athugun að gefa út
klassískar bókmenntir íslenskra
höfunda í kiljum en ekkert væri þó
ákveðið enn.
Skúli Björn Gunnarsson, for-
stöðumaður Gunnarsstofnunar, er
mjög ánægður með þær móttökur
sem kiljurnar nýju hjá Bjarti hafa
fengið. Hann segir að fyrst hafi ver-
ið leitað til Eddu en þar á bæ hefði
verið afar lítill áhugi á útgáfunni og
því hefðu þeir leitað til Bjarts.
Þeirra stefna sé að vinna markvisst
að útgáfumálum Gunnars en ekki
hefur enn verið samið sérstaklega
um aðrar bækur en þessar tvær.
Samningarnir við Eddu voru gerðir
áður en Gunnarsstofnun tók við höf-
undarréttinum og gilda nú aðeins
um þær bækur sem enn eru í prent-
i.Hjá Bjarti fengust þau svör hjá
forleggjaranum Snæbirni Arn-
grímssyni að ekki væri sérstaklega
verið að skoða aðra látna höfunda en
Gunnar. Hjá þeim er verið að vinna
að kennsluleiðbeiningum fyrir
Svartfugl og Aðventu. „Þá eru uppi
hugmyndir um að fá úrvalsþýðanda
til þess að þýða verk Gunnars aft-
ur,“ segir Snæbjörn, en bækur
Gunnars hafa þegar verið þýddar úr
dönsku af honum sjálfum, Halldóri
Laxness, Magnúsi Ásgeirssyni, Ein-
ari Kvaran og fleirum. Almennt tel-
ur þó Sæbjörn að litlar tekjur séu úr
því að hafa að gefa út eldri höfunda,
„þeir ná sjaldnast hæðum eftir and-
látið“.
JPV útgáfa hefur gefið út Svövu
Jakobsdóttur og Sigfús Daðason
auk þess að endurútgefa mörg fyrri
verka Guðbergs Bergssonar, oft
endurskoðuð, en annað sé ekki sér-
staklega í skoðun.
Útgáfa eftir andlátið
Lítið gefið út af klassík en Gunnar Gunnarsson verður hugsanlega þýddur
aftur Höfundarréttur að almannaeign sjötíu árum eftir lát höfundar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skriðuklaustur í Fljótsdal Þar er Gunnarsstofnun til húsa, ein fárra stofn-
ana sem sjá sérstaklega um höfundarrétt látins höfundar.
Í HNOTSKURN
» Úrval klassískra ís-lenskra bókmennta í ís-
lenskum bókabúðum.
» Laxness má vel við una.Nokkuð er til af Þór-
bergi. Eftir Stein Steinarr er
aðeins til örþunn kilja af
Tímanum og vatninu og
jafnmikið er til af Davíð
Stefánssyni. Ekkert fannst
eftir Einari Benediktsson
fyrr en í þriðju búðinni þar
sem stórbók með verkum
hans var til sölu.
» Ekkert fannst eftir eftir-farandi skáld: Jónas
Hallgrímson, Matthías
Jochumsson, Einar Kvaran,
Guðmund Hagalín, Sigurð
Nordal, Kristmann Guð-
mundsson, Benedikt Grön-
dal, Huldu og Torfhildi
Hólm.
KIRKJULISTAHÁTÍÐ í Reykjavík
hefst á morgun, laugardag, og
stendur til 19. ágúst. Hátíðin var
fyrst haldin á vígsluári Hallgríms-
kirkju árið 1987 og heldur upp á
tuttugu ára afmæli sitt með dagskrá
undir yfirskriftinni „Ég vil lofsyngja
Drottni“. Í dag verður hitað upp fyr-
ir hátíðina með tónleikum í Hall-
grímskirkjuturni kl. 16.13 þar sem
flutt verða sýnishorn af því sem
koma skal á hátíðinni.
Á tónleikunum í dag flytur Helgi
Hrafn Jónsson tónlistarmaður frum-
samda tónlist auk þess sem hann
segir frá fjölbreyttri dagskrá á hátíð
sem ber yfirskriftina „Listvaka unga
fólksins“ og fer fram í Hallgríms-
kirkju laugardagskvöldið 11. ágúst.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Nico
Muhly flytur frumsamið verk fyrir
píanó á tónleikunum í turninum en
Nico gaf nýverið út geisladiskinn
Speaks Volumes hjá íslenska útgáfu-
fyrirtækinu Bedroom Community.
Einnig spila Robin Blaze kontra-
tenór, Kristinn Örn Kristinsson pí-
anóleikari og Elfa Rún Kristins-
dóttir fiðluleikari á tónleikunum sem
verða í beinni útsendingu á Rás 1.
Nánar má lesa um dagskrá hátíðar-
innar á kirkjulistahatid.is.
Upphitun fyrir
Kirkjulistahátíð
Morgunblaðið/RAX
Hátt uppi Elfa Rún Kristínsdóttir fiðluleikari leikur í turni Hallgríms-
kirkju. Hún mun ásamt fleirum endurtaka leikinn í dag.
♦♦♦