Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 15

Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 15
SÍÐASTA helgi Sumartónleika í Skálholti 2007 upphófst sem ósjald- an áður á nýhafinni verzlunar- mannahelgi handa kyrrlátum dýrk- endum helgrar Sesselju, meðan hávaði landsmanna blét Bakkus. Tónleikar laugardagsins voru hvorki fleiri né færri en þrennir, þ.e. kl. 15, 17 og 21, og gegndu hinir fyrstu fyrirsögninni Söngarfurinn. „Af hjarta hljóð“ TÓNLIST Skálholtskirkja Snorri S. Birgisson: Lysting er sæt að söng, auk sálma- og þjóðlagaútsetninga eftir Sigursvein D. Kristinsson, Jórunni Viðar, Hallgrím Jakobsson og Sigursvein K. Magnússon. Aurora Borealis (Margrét Hrafnsdóttir sópran og Ólöf Sigursveins- dóttir selló). Laugardaginn 4.8. kl. 15. Sumartónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson Fóru þar útsetningar á gömlum ís- lenzkum sálma- og þjóðlögum eftir ofangreinda höfunda er sumar höfðu áður heyrzt í Skálholti, þ. á m. „Musiculof“ – snilldarmeðferð Snorra S. Birgissonar á „Lysting er sæt að söng“ auk sálmsins „Lofið drottin“, „Hvítasunnukvæðis“ og vókalísu við ónefnt lag; lengsta (12 mín.) samfellda tónverkið og, eins og styttri lögin 27, frábærlega vel útfært af sópran-selló dúóinu Au- rora Borealis eða „Kátu döns- urunum“, ef manni leyfist að end- urskíra norðurljósin að hætti Skota. Tíu útsetningar voru eftir Sig- ursvein D. Kristinsson. Þær voru oft hinar prýðilegustu, þó að fimm útsetningar Jórunnar Viðar – jafn- vel þótt undirleikur væri umritaður úr píanófrumgerð – hefðu að mínu viti yfirleitt betur að óþvinguðum innileik og látlausum sjarma. Að meðtöldum tveim ágætum útsetn- ingum Hallgríms Jakobssonar staf- aði ferskum þokka af úttekt yngri nafna Sigursveins D. og tónskóla- arftaka, K. Magnússyni, í krist- alstærri „col legno“ útgáfu hans af Ljósið kemur og frumlegri sam- tímis beitingu á tvítóna plokk- þrábassa og stroknum mótlínum í Blástjörnunni. Dóttir hans átti veg og vanda af lýtalitlum, röggsömum en sveigj- anlegum sellóleik við bráðfallegan og tandurhreinan sópransöng Mar- grétar Hrafnsdóttur, jafnvel þótt söngtextinn hætti mikið til að heyr- ast þegar ofarlega dró á höf- uðtónasviðinu. Engu að síður nutu beztu útsetningarnar sín afar vel í fjölbreyttri og innlifaðri túlkun þeirra stallna. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 15 3 Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is lotto.is firefaldur pottur! Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is Í SÍÐUSTU viku greindi Morgun- blaðið frá nýju listgalleríi í miðbæ Reykjavíkur – Gallerí Ágúst er í eigu Sigrúnar Söndru Ólafsdóttur, en á morgun, laugardag, verður opnuð vígslusýning þess, FENÓMENA. Sýna þær Ásdís Sif Gunnarsdóttir og hin argentínska Rakel Bernie verk sín. Blaðamanni gafst færi á að líta inn í húsakynnin. Var undirbúningur að sjálfsögðu í fullum gangi; listakon- urnar, Sigrún Sandra og ungur að- stoðarmaður þeirra þeyttust til og frá, röðuðu, skipulögðu og spekúleruðu. Stöllurnar hafa unnið að sýningunni undanfarnar fjórar vikur. „Efnið var mestmegnis til reiðu þegar við hóf- umst handa,“ útskýrir Rakel, „en síð- an þurftum við að vefa þetta saman, og átta okkur á hugmyndum og mark- miðum hvor annarrar.“ Athyglisvert er að listakonurnar höfðu aldrei hist áður en vinnan fór í hönd. „Mariangela Capuzzo paraði okkur saman,“ segir Ásdís, „Hún er „freelance“-sýningarstjóri í Banda- ríkjunum og þekkir vel til verka okkar beggja; hefur líka oft komið hingað til lands.“ Kattarlegar kvensur Í forvitnilegum texta, sem áð- urnefnd Mariangela ritar um listakon- urnar, segir hún opnunarsýningu Gallerís Ágústs færa saman tvo ólíka samtíðarlistamenn, sem í rannsókn sinni á hinu venjulega standi oftlega andspænis hinu furðulega og óvenju- lega. Vísast er nokkuð til í þessum orðum. Teikningar, skúlptúrar, stillur, innsetningar og vídjóverk sýnast á tíðum draga upp myndir úr öðrum heimum, fjarrænum og skrítilegum. Þema sýningarinnar er einhverskon- ar leit að kennimörkum og líkindum, „ídentíteti“, en auk þess stúdía á margbreytileika femínískra týpa og karaktera. Rakel hefur gert nákvæmar og grípandi teikningar, en tækni hennar og myndbygging eru undir greinileg- um japönskum áhrifum. „Ég hef til dæmis löngum heillast af japönskum landslagsteikningum,“ staðfestir hún. „Með hinu smáa skaparðu hið stóra.“ Teikningarnar tvinnar hún svo við úr- klippur; snifsi og glefsur héðan og þaðan. „Ég leita að módelum í kvennatímaritum og tískublöðum,“ glöggvar hún blaðamann. Konur hennar virka dularfullar, kröftugar, dáldið nornalegar jafnvel og þrungn- ar slægð og klókindum, en sumar eru einnig giska kisulórulegar. Öðru máli gegnir þó um fyrirsæturnar í tísku- sneplunum: „Þær virðast svo brot- hættar, og í raun við dauðans dyr; ég set þær saman uppá nýtt og bý til mínar eigin konur!“ Ólíkir vinklar að sjálfinu Hugmyndir Rakelar um konu byggjast á sjálfstæðri, óháðri kjarna- kvendisfígúru. Hún skyggnist í list sinni eftir öruggum stað þar sem hún getur falist og notið verndar; í raun eru portrettmyndir hennar af þessum konum sjálfsmyndir að hennar mati. Sprettur þar fram skýr tenging við verk Ásdísar á sýningunni, sem segir: „Frammí salnum eru stillur, ljós- myndir úr vídjóverki sem sýnt verður hér í bakherbergi. Myndefnið eru performansar sem ég hef unnið að í gegnum tölvu síðan í janúar.“ Á hverjum sunnudegi kveðst hún hafa fangað klukkutímalöng myndskeið með skype-netsíma, og síðan veitt út ljósmyndir. Hver og ein dregur því upp mismunandi lundarfar listakon- unnar, og stemningin veltur vitaskuld á hugarástandi hennar á hverjum sunnudegi. Ásdís heldur áfram: „Vídjóið sjálft verður sýnt í gegnum plastskúlptúr með sýningarvél, en þegar myndinni er varpað í gegnum skúlptúrinn verð- ur hún þrívíð.“ Blaðamaður hváir og spyr hvort þetta sé ekki eitthvað sem maður þurfi að sjá með eigin augum. Stöllurnar hlæja og jánka því. Kynngimagnaður kraftur Rakel, sem búsett er í Miami í Bandaríkjunum, kveðst að lokum stödd á Íslandi í fyrsta skipti. Hún segist dolfallin yfir kynngimætti og vænleik íslenskrar náttúru, og heillast af orku og frumkrafti náttúr- unnar. „Þetta er einsog að verða vitni að tilurð heimsins (e. genesis),“ segir hún, og talar fjálglega með viðeigandi handapati og bendingum – líkt og sönnum listamanni sæmir. Að hennar sögn langar hana til þess að sýna aft- ur hér landi – hver veit nema hún geri það aftur í félagi við Ásdísi Sif, enda virðist fara einkar vel á með þeim. Hver veit nema vinagleðin smitist út í sýninguna… Margbreytilegt lundarfar kvenna Morgunblaðið/Frikki Sveiflukenndar Ásdís og Rakel rannsaka breytilegt síhugarástand kvenna og duttlunga þeirra. Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Rakel Bernie vígja samvinnuverkefni sitt á fyrstu sýningu Gallerís Ágústs Gallerí Ágúst er til húsa á Bald- ursgötu 12. Vígslusýning þess kall- ast FENÓMENA, og verður opnuð kl. 16 á morgun, laugardag. Í MORGUNBLAÐI gærdagsins var á baksíðu og 14. blaðsíðu greint frá því að Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hefði hlotið hin norrænu hönn- unarverðlaun Ginen í ár. Til þess að varpa ljósi á klæðahönnun Steinunnar voru birtar tvær ljósmyndir af verkum hennar, en svo óheppilega vildi til að ranglega var farið með nafn ljósmyndara, sem er Mary Ellen Mark. Leiðrétting MANNLÍF á götum Reykjavíkur er viðfangsefni Ara Sigvaldasonar ljós- myndara í Fótógrafí, þar sýnir hann á annan tug svarthvítra ljósmynda tekinn án vitundar þeirra sem mynd- aðir eru. Myndirnar eru hráar í takt við augnabliksstemninguna sem á þeim ríkir. Ari hefur sérhæft sig í ljósmyndum með áþekku mótífi, fyr- ir ekki löngu sýndi hann í Gerðu- bergi ljósmyndir víða að úr heim- inum, götu- og mannlífsmyndir. Þessi vinnuaðferð er þekkt úr sögu ljósmyndarinnar og þegar vel tekst til geta hversdagsleg augnablik öðl- ast birtingarmátt eilífðarinnar og varpað ljósi á einhvern sannleika um lífið og samfélagið. Ari Sigvaldason leggur nokkra áherslu á húmor í myndum sínum og takmarkar það að nokkru leyti sýn- ingu hans nú. Þær myndir sem óræðari eru og bjóða upp á túlkun að vild áhorfandans eru að mínu mati áhugaverðari en þær sem byggja meira á húmornum. Sé hann mark- miðið verður þó tæpast annað sagt en að því sé náð, þó svo að jafnan sé umdeilanlegt hvað telst fyndið. Hnit- miðaðri efnisleg nálgun hefði skilað undirritaðri eftirminnilegri sýningu, eða meiri áhersla á sjónræna þætti en hér er reyndin, en aðall sýning- arinnar er einlægur áhugi ljósmynd- arans á mönnum og mannlífi. Brosað út í annað Hver er þar? „Myndirnar eru hráar í takt við augnabliksstemninguna sem á þeim ríkir.“ MYNDLIST Ljósmyndir Fótógrafí við Skólavörðustíg. Til 1. september. Opið 12-18 alla virka daga en 10-16 um helgar. Ari Sigvaldason Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.